Morgunblaðið - 16.11.2002, Síða 4

Morgunblaðið - 16.11.2002, Síða 4
FRÉTTIR 4 LAUGARDAGUR 16. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ ATKVÆÐASEÐLAR um hvort boða eigi til verkfalls hafa verið sendir til lausráðinna hljóðfæra- leikara við Sinfóníuhljómsveit Ís- lands. Hljóðfæraleikararnir krefj- ast þess að Sinfóníuhljómsveitin hlíti félagsdómi og hækki laun þeirra miðað við kjarasamning sem gerður var við fastráðna starfs- menn hljómsveitarinnar árið 2001. Niðurstöðu úr atkvæðagreiðslunni er að vænta þann 21. nóvember og verði boðað til verkfalls, mun það skella á þann 3. desember næst- komandi. Björn Árnason, formaður Félags íslenskra hljómlistarmanna og laus- ráðinn fagottleikari við Sinfóníuna frá árinu 1968, segir að greitt hafi verið samkvæmt dómi félagsdóms, sem kveðinn var upp í júní, yfir sumarmánuðina, en kveðið hafi við annan tón í haust. „Frá 1. sept- ember hafa þeir verið að rembast við að fara fram hjá þessum kjara- samningi með því að bjóða mönnum verktakasamninga. Þeir eru að reyna að komast hjá því að virða niðurstöðu félagsdóms,“ segir Björn. Hljóðfæraleikarar hafi stað- ið saman og hafnað öllum slíkum samningum. Um 60 hljóðfæraleikarar eru lausráðnir við Sinfóníuna og kall- aðir til eftir verkefnavali en um 80 eru fastráðnir við hljómsveitina. Björn segir að samningur hafi verið gerður við lausráðna starfsmenn hljómsveitarinnar árið 1985, sem hafi ætíð verið tengdur aðalkjara- samningi hljómsveitarinnar. Nýr aðalkjarasamningur var undirritaður í fyrra og töldu laus- ráðnir starfsmenn að samningur þeirra yrði áfram tengdur við að- alkjarasamninginn. Björn segir að Sinfóníuhljómsveitin hafi þó ekki viljað það og því hafi málið verið farið fyrir félagsdóm, sem síðan staðfesti kröfur hinna lausráðnu. FÍH svipt samningsumboði „Þetta strandar á ríkinu og á lög- um um starfsemi Sinfóníuhljóm- sveitar Íslands frá 1982. Lögin segja til um að fjármálaráðuneytið eigi að sjá um samninga við starfs- menn SÍ, en þar er eingöngu átt við fastráðna starfsmenn. Það hefur alltaf verið túlkað sem svo, enda var samningurinn við lausafólkið gerður árið 1985, þremur árum eft- ir að lög um Sinfóníuna fóru í gegn- um þingið. Við höfum sagt við framkvæmdastjóra Sinfóníunnar að við værum alveg tilbúin að ræða hugsanlegar breytingar á þessum kjarasamningi, enda væri það ekki óeðlilegt eftir allan þennan tíma.“ Björn segir að FÍH hafi nýlega fengið bréf frá fjármálaráðuneytinu þess efnis að félagið hafi ekki um- boð til að semja fyrir hönd lausráð- ins starfsfólks. „Það þykir okkur allsérstakt, að með einu pennastriki sé hægt að taka umboð af stétt- arfélagi hljómlistarmanna. Við er- um á engan hátt sátt við þetta,“ segir hann og bendir á að allir hljóðfæraleikarar Sinfóníunnar séu félagsmenn í FÍH. Trúnaðarráð FÍH hafi lagt til að farið verði út í verkfallsaðgerðir til að knýja það fram að niðurstöðu fé- lagsdóms verði framfylgt. Björn segir að nú sé verið að undirbúa póstatkvæðagreiðslu um hvort boða eigi til verkfalls, atkvæðaseðlarnir verði sendir út innan skamms. „Ég reikna með því að verkfall gæti orðið langvarandi miðað við hvernig þeir eru búnir að haga sér fram til þessa. Tónlistarmönnum er sýndur ótrúlegur dónaskapur þeg- ar kaup og kjör eru rædd,“ segir Björn. Lausráðnir hljóðfæraleikarar við Sinfóníuna Greiða atkvæði um verkfallsboðun ÚTVARPSSTÖÐIN Létt 96,7 ætlar að byrja að spila jólalög um helgina. „Stöðin ætlar að byrja að leika eitt og eitt jólalag, segir Ágúst Héðinsson, for- stöðumaður dagskrárdeilar útvarpssviðs Norðurljósa. „Við höfum undanfarin ár verið með eitthvað af okkar stöðvum í jólagír og höfum tekið ákvörðun um það að setja jólahúfuna á Létt í þetta sinnið,“ segir hann Ekki of snemmt „Við ætlum að fara varlega af stað,“ segir Ágúst. Hann útskýrir að varlega þýði að eitt til tvö lög af þeim fimmtán, sem leikin séu á hverjum klukkutíma á stöðinni, verði jólalög fyrstu dagana. Hann segir að forðast verði að spila hátíðlegustu jólalögin fyrst um sinn. Létt verður komin alveg í jólasveinabúninginn næstu helgi, 23. og 24. nóvember, þegar jólalögin taka alfarið völdin. Ágúst óttast ekki að þetta sé of snemmt en við- urkennir þó að Létt sé vissulega að taka forskot á jólasæluna. „Létt er í rauninni að taka viku forskot,“ segir Ágúst og miðar þá við hvenær jólaspilunin hefjist al- farið. „Aðrar stöðvar byrja venjulega með jólalögin á föstudegi eða laugardegi fyrir fyrsta sunnudag í að- ventu,“ segir hann. „Við höfum alltaf fengið góðar viðtökur vegna þessa jólaefnis,“ bætir hann við og segir jólaefnið vera hugsað fyrir verslanir og fyrirtæki auk fólks, sem er heimavinnandi í jólaundirbúningnum. „Sem dæmi er Kringlan að byrja sína jólaherferð núna um helgina,“ segir Ágúst og segir stefnu útvarpsstöðv- arinnar markast að einhverju leyti af því. Rás 2 byrjar 1. desember Ólafur Páll Gunnarsson, útvarpsmaður hjá Rás 2, segir að stefna stöðvarinnar sé óbreytt í þessum mál- um. Hann segir að í fyrra hafi verið byrjað að spila jólalög 1. desember og býst við því að sami háttur verið hafður á í ár. „Mér finnst það ágætis hefð,“ og segir þetta alveg nógu snemmt þrátt fyrir að Kringl- an sé löngu skreytt. „Fólk er alveg tilbúið að heyra eitt og eitt jólalag þegar komið er fram í desember til að koma sér í jólagírinn,“ segir hann en vill ekkert endilega heyra jólalögin fyrr þrátt fyrir að játa að hafa gaman af jólatónlist. Jólalög byrja að hljóma VIÐSKIPTAHÁSKÓLINN á Bifröst hefur skrifað undir samning við Evrópusambandið um 60 milljóna króna styrk í rannsóknarverkefnið „Frá velferðarsamfélagi til þekk- ingarsamfélags“. Verkefnið er fyrsta alþjóðlega rannsóknin sem styrkt er af fimmtu rammaáætlun ESB á sviði félags- og hagvísinda og stjórnað er af sér- fræðingi við íslenskan háskóla, að því er segir í tilkynningu frá Bif- röst. Heildarkostnaður verkefnisins er áætlaður 70 milljónir króna. Samkvæmt upplýsingum Runólfs Ágústssonar, rektors Viðskiptahá- skólans á Bifröst, er meginmarkmið rannsóknarverkefnisins að meta þær leiðir sem ráðherraráð og framkvæmdastjórn ESB, annars vegar, og Austurrríki, Danmörk, Finnland, Holland, Ísland, Spánn og Ungverjaland, hins vegar, hyggjast þróa í átt að þekkingarsamfélagi. Greint verður hvort stefna og að- gerðir ESB og viðkomandi lands til að koma á þekkingarsamfélagi muni leiða til aukins samruna í Evr- ópu, tryggja fulla atvinnu og koma á félagslegu jafnvægi, sérstaklega hvað varðar stöðu karla og kvenna. Rannsóknarverkefnið hefst 1. desember nk. og lýkur í árslok 2005. Stjórnandi þess er dr. Lilja Mósesdóttir, fræðimaður við Við- skiptaháskólann á Bifröst, en í því taka þátt sjö sérfræðingar á sviði hagfræði, félagsfræði og stjórn- málafræði frá Austurríki, Dan- mörku, Finnlandi, Hollandi, Íslandi, Spáni og Ungverjalandi auk sér- fræðings frá Rannsóknarstofnun Evrópsku verkalýðshreyfing- arinnar (ETUI). Nemendur á Bifröst niðursokknir í prófi. 60 milljóna króna rannsóknarsamn- ingur við ESB HÆSTIRÉTTUR hefur dæmt Íþróttafélagið Fylki og ábyrgðar- mann félagsins til að greiða dreng, sem slasaðist er hann var að leik við áramótabrennu félagsins á ný- ársdag árið 1997, 661.475 krónur í bætur vegna líkamstjóns sem hann varð fyrir er hann datt og flæktist við brennuna. Samkvæmt dómnum skulu skaðabæturnar bera 2% ársvexti frá 1. janúar 1997 til 26. mars 2000 en dráttarvexti frá þeim degi til 1. júlí 2001 og vexti og verðtryggingu frá þeim degi til greiðsludags. Þá er félaginu og ábyrgðarmanninum gert að greiða drengnum 350.000 krónur í málskostnað í héraði og ríkissjóði 250.000 krónur í máls- kostnað fyrir Hæstarétti. Í dómi Hæstaréttar kemur fram að drengurinn hafi verið að ganga ofan á harðri hvítri ösku í brennu- kantinum þegar askan hrundi und- an honum og hann datt á spýtur sem voru þar undir og flæktist í vír. Þá segir að félagið hafi fengið leyfi til brennuhalds með því skil- yrði að ábyrgðarmaður væri við- staddur meðan brennan logaði og uns öll hætta af henni væri liðin hjá. Óumdeilt sé að ekki hafi logað í brennunni er slysið varð en hins vegar hafi verið í henni hiti og glóð sem hafi reynst hættuleg. Ábyrgðarmanninum hafi verið kunnugt um að glóð var í brenn- unni eftir hádegi á nýársdag og að börn voru þar að leik. Honum hafi því átt að vera hættan ljós og borið sem ábyrgðarmanni brennunnar að grípa til varúðarráðstafana til að afstýra þessari hættu. Hins vegar segir að drengurinn hafi verið rúmlega níu ára gamall þegar tjónið varð og að hann hafi því átt að gera sér grein fyrir því að hættulegt væri að ganga í leif- um brennunnar. Hann hafi því einnig sýnt af sér nokkurt gáleysi og því þyki hæfilegt að hann beri þriðjung tjóns síns sjálfur. Stór biti fyrir félagið Að sögn Birgis Finnbogasonar, formanns aðalstjórnar Fylkis, er dómur Hæstaréttar stór biti að kyngja fyrir félagið fjárhagslega. „Þetta er svona eins og gengur í þessum félögum þá eru menn að nurla saman til þess að láta enda ná saman og félögin mega ekki við neinum áföllum,“segir hann. Hann segir að þá fjármuni sem aðalstjórn hafi til ráðstöfunar sé yfirleitt búið að njörva niður og eyrnamerkja, svo sem eins og í lán sem hafi verið tekin til að kosta uppbyggingu mannvirkja á vegum félagsins. Hann segir að félagið muni meta hvernig hægt sé að mæta kostn- aðinum og hvort það muni koma niður á starfsemi þess. Dæmdar bætur vegna slyss á áramótabrennu ALLS nema kröfur í þrotabú Frjálsrar fjölmiðlunar, FF, um 1,8 milljörðum króna. Þegar Sigurður Gizurarson var skipaður skipta- stjóri fundust engar eignir í búinu. Fyrir skömmu féllust Landsbank- inn, Búnaðarbankinn og Íslands- banki á að greiða 330 milljónir króna vegna sölu á 60% hlut FF í útgáfufélagi DV og eru það einu eignir búsins. Um leið og bankarnir samþykktu að greiða féð til baka öðluðust þeir rétt til að lýsa jafn- háum kröfum í búið. Stuttu áður en frestur til að lýsa kröfum í búið rann út voru þær komnar í 1.100 milljónir. Síðan bættust við ofangreindar kröfur frá bönkunum auk kröfu frá fyrrum eiganda FF, Sveini R. Eyjólfssyni. Alls nema kröfurnar því 1,8 millj- örðum króna. „Þetta er mjög stórt gjaldþrot. Það voru heilmiklar eign- ir í þessu búi nokkru áður en það varð gjaldþrota sem segir sína sögu,“ segir Sigurður. Nokkrum mánuðum áður en fyrirtækið varð gjaldþrota hafi eignir verið seldar úr búinu og peningarnir færðir eitt- hvert annað. „Það er hlutverk mitt að reyna að ná þessum peningum inn.“ Ekki hefur verið tekin afstaða til krafnanna en skiptafundur fer fram 27. nóvember nk. Gjaldþrot Frjálsrar fjölmiðlunar Kröfurnar urðu 1,8 milljarðar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.