Morgunblaðið - 16.11.2002, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 16.11.2002, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 LAUGARDAGUR 16. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ RÚMLEGA þrítugur maður, sem villti á sér heimildir við akstursbrot og kom því til leiðar að saklaus mað- ur var ákærður, var dæmdur í tveggja mánaða fangelsi í Héraðs- dómi Reykjavíkur í gær. Maðurinn játaði að hafa að nóttu til ekið bifreið undir áhrifum áfengis og ökuréttindalaus vestur Útnesveg í Ólafsvík uns lögregla stöðvaði akst- ur hans. Jafnframt gekkst hann við því að hafa haft í frammi rangar sak- argiftir með því að hafa, þegar lög- reglan hafði afskipti af akstri hans, gefið upp nafn annars manns og þannig komið því til leiðar að sá var ákærður fyrir ölvunarakstur og fyrir að hafa ekki haft ökuskírteini með- ferðis. Maðurinn bar því við að hann hefði ekki áttað sig á alvarleika hinna röngu sakargifta. Var þetta í þriðja sinn frá í apríl 2000 sem hann er fundinn sekur um ölvunarakstur og akstur sviptur ökurétti. Auk tveggja mánaða fangelsisdóms, sem er óskil- orðsbundinn, var maðurinn sviptur ökurétti ævilangt og dæmdur til að borga allan sakarkostnað. Vínanda- magn í blóði hans er hann var tekinn mældist 1,81 prómill. Guðjón St. Marteinsson héraðs- dómari kvað upp dóminn. Ákærði varði sig sjálfur fyrir dómi en Sigríð- ur Jósefsdóttir saksóknari sótti mál- ið fyrir ákæruvaldið. Reyndi að koma sök á annan en fékk dóm ÍBÚÐ í tveggja hæða raðhúsi við Dalsel í Breiðholti, gereyðilagðist í miklum eldsvoða í fyrrinótt. 43 ára gömul kona, sem var ein í íbúðinni, komst út af sjálfsdáðum og var flutt á slysadeild til skoðunar vegna gruns um reykeitrun. Nágranni konunnar, sem sá eld- tungurnar teygja sig út um glugga hússins, tilkynnti húsbrunann og var mikill viðbúnaður settur í gang hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Sendir voru 20 slökkviliðsmenn á vettvang á dælubílum frá þremur stöðvum auk körfubíls og fjögurra sjúkrabíla. Þegar þeir komu að hús- inu var það nánast alelda og allar rúður í því sprungnar. Konunni hafði þá tekist að flýja út undir bert loft, en vegna gruns um að fleiri væru í íbúðinni fóru fjórir reykkafarar inn í hana til leitar til að fullvissa sig um að hún væri orðin mannlaus. Töluverð hætta var á að eldurinn læsti sig í næsta hús, en slökkviliðs- mönnum gekk greiðlega að slökkva eldinn og hefta frekari útbreiðslu hans. Var slökkvistörfum lokið á rúmri klukkustund. Samkvæmt upp- lýsingum frá slökkviliðinu er íbúðin gjörónýt. Lögreglumenn voru á vakt við húsið um nóttina og er rannsókn á tildrögum brunans hafin hjá lög- reglunni. Eldsupptök eru ókunn, en íkveikja hefur ekki verið útilokuð að svo stöddu. Morgunblaðið/Júlíus Brunasérfræðingar tæknideildar lögreglunnar í Reykjavík hófu rannsókn á vettvangi í gær. Íkveikja hefur ekki verið útilokuð. Íbúð gereyði- lagðist í eldsvoða Mikill viðbúnaður var vegna brun- ans en greiðlega gekk að slökkva eldinn. KAUP Columbia Ventures, fyrir- tækis Kenneth Peterson, aðaleig- anda Norðuráls, á Hibernia-sæ- strengnum milli Kanada og Skotlands koma ekki til með að hafa nein áhrif á Farice-verkefnið að sögn Brynjólfs Bjarnasonar, for- stjóra Landsímans. „Áform okkar eru áfram þau að leggja Farice í gegnum Færeyjar og til Skotlands. Það er mikið framboð á strengjum yfir Atlantshafið svo ég held að við séum ágætlega sett með því að koma Farice inn í Skotland, þaðan til London og vestur um haf. En kaupin [á Hibernia-strengnum] breyta engu í áformum okkar.“ Eigið fé nemi fjórðungi kostnaðarins Gert er ráð fyrir að heildarkostn- aður við lagningu Farice-sæstrengs- ins milli Íslands, Færeyja og Skot- lands verði á bilinu 4,2–4,5 milljarðar króna. Í viðskiptaáætlun vegna þessarar framkvæmdar er nauðsynlegt talið að eigið fé félags sem stofnað var um lagningu strengsins, Farice hf., nemi um fjórðungi af kostnaði eða um 1,2 milljörðum króna. Íslendingar þurfa að leggja fram 960 milljónir en Færeyingar 240. Þá er gert ráð fyrir að félagið taki einn milljarð að láni en aðilar sem standa að Farice láni eða veiti ábyrgð fyrir tveimur milljörðum til viðbótar. Af því tryggir Faroya tele 400 milljónir og íslenskir aðilar 1,6 milljarða. Rætt hefur verið um að íslenska rík- ið tryggi allt að helming þeirrar fjár- hæðar. Skrifað undir 26. nóvember Þetta kemur fram á minnisblaði sem lagt var fram á ríkisstjórnar- fundi á þriðjudagsmorgun. Gert er ráð fyrir að Landssíminn leggi fram 400 milljónir í eigið fé Farice og reynt verði að fá önnur fjarskipta- fyrirtæki til að leggja fram það sem upp á vantar á hlut Íslendinga, 560 milljónir. Jón Birgir Jónsson, ráðu- neytisstjóri samgönguráðuneytisins, segir að samingaviðræður um þátt- töku sameinaðs fyrirtækis Íslands- síma og Halló, sem Tal sé nú orðinn aðili að, gangi vel. Aðspurður segist hann þó ekki búast við að þau leggi fram jafnmikið fjármagn og Lands- síminn. Það sem upp á vanti falli á ríkið. Aðspurður um flutningsgetu strengsins segir Jón að ekki sé búið að ganga frá samningum við fram- leiðendur strengsins. Verið sé að ræða um margfalda flutningsgetu Cantat3. Hann býst við að skrifað verði undir samninga vegna lagning- ar strengsins 26. nóvember. Telja verkefnið spennandi viðskiptatækifæri Columbia Ventures á stærstan hlut í Íslandssíma eftir sameiningu við Halló-Frjáls fjarskipti. Bjarni K. Þorvarðarson, framkvæmdastjóri þróunarsviðs Columbia Ventures, segir að fyrirtækið hafi verið að skoða kaup á Hibernia-sæstrengn- um í marga mánuði. „Sýn Columbia Ventures er sú að þarna sé um spennandi viðskiptatækifæri að ræða við að flytja símtöl og gögn milli Evrópu og Bandaríkjanna.“ Bjarni segir árlegan vöxt á um- ferð gagna um strenginn mikinn. „Þessi iðnaður er í vandræðum vegna þess að mikið hefur verið of- fjárfest. Þess vegna fór t.d. fyrir- tækið á hausinn sem við kaupum strenginn af.“ Bjarni sagði í Morgunblaðinu í gær að lauslega hefðu verið skoðaðir möguleikarnir á því að koma á teng- ingu við strenginn frá Íslandi en það yrði vart fýsilegt ef Farice-streng- urinn yrði að veruleika. Styttist í undirritun samninga vegna Farice-sæstrengsins Hibernia-streng- urinn engin áhrif á Farice LÖGREGLAN í Reykjavík lýsir eft- ir rauðum Izusu Trooper-jeppa, ár- gerð 1982, með skráningarnúmerið U 3949. Jeppinn og ökumaður hans sáust síðast aðfaranótt sunnudags. Að sögn Valgeirs Elíassonar, upp- lýsingafulltrúa Slysavarnafélagsins Landsbjargar, munu björgunarsveit- ir af Suður- og Vesturlandi hefja um- fangsmikla leit að jeppanum í birt- ingu í dag. Þeir sem hafa upplýsingar um ferðir hans eru beðnir að láta lög- regluna í Reykjavík vita. Leitað að manni á rauðum jeppa ♦ ♦ ♦ HVER er réttur brotaþola til að fá að vita um afdrif kæru til lögreglu og hvað felst í orðunum nálgunarbann og vitnavernd? Hvert skal beina kæru og hver er leiðbeiningarskylda lögreglunnar varðandi réttindi brotaþola? Þessum spurningum og fjölmörgum öðrum er svarað í nýút- komnum bæklingi dóms- og kirkju- málaráðuneytisins: Upplýsingar fyr- ir þolendur afbrota. Ýmsar ranghugmyndir eru um rannsókn og meðferð opinberra mála og m.a. af því tilefni er bækling- urinn gefinn út svo og vegna þess að margvíslegar breytingar hafa und- anfarin ár verið gerðar á lögum til að bæta réttarstöðu þolenda afbrota. Ranghugmyndir geta jafnvel orðið til þess að þolandi kærir ekki brot, veit ekki hvernig hann á að bera sig að því og telur ranglega fyrirfram að það sé gagnslaust. Þetta kom m.a. fram í máli Sólveigar Pétursdóttur dómsmálaráðherra og Jóns Þórs Ólasonar lögfræðings í dómsmála- ráðuneytinu sem var formaður nefndar er vann að bæklingnum. Verðskulduð athygli „Málefni brotaþola hafa hlotið verðskuldaða athygli undanfarin ár og mikil vinna hefur verið lögð í úr- bætur á lagaumgjörð og málsmeð- ferð,“ sagði Sólveig á blaðamanna- fundi í gær þar sem bæklingurinn var kynntur. Nefndi hún breytingar á lögum um meðferð opinberra mála, sem tryggja brotaþola í ofbeldismál- um, aðstoð réttargæslumanns í tengslum við rannsókn og rekstur sakamanns gegn meintum brota- manni, auk breytinga til þess að hlífa börnum og ungmennum við því álagi sem fylgir meðferð opinberra mála. Í bæklingnum er í tímaröð farið yfir það ferli sem fer af stað í kjölfar afbrots og kæru og þar til málin eru til lykta leidd. Þá er þar að finna orðalista þar sem ákveðin hugtök eru útskýrð sérstaklega. Sólveig sagði mikilvægt að brota- þolar væru vel upplýstir um hver réttur þeirra er í kjölfar afbrots og að það væri skylda opinberra aðila að gera þeim málsmeðferðina eins skýra og framast er unnt. Sólveig tók sérstaklega fram að í bæklingnum væri að finna kafla um nálgunarbann og vernd vitna „og mikilvægi þess að svonefndir hand- rukkarar séu þegar í stað kærðir til lögreglu, en ef brotaþolar treysta sér ekki til þess að kæra slíka aðila þá sé æskilegt að þeir upplýsi lögregluna um slíkar hótanir. Ég vil árétta að mál þessi eru í sérstakri skoðun bæði hjá löreglu og í ráðuneytinu og mun allra leiða leitað til að stemma stigu við þessum vanda.“ Verður dreift víða Bæklingnum verður dreift til allra lögregluembætta landsins og til ým- issa stuðningssamtaka utan og innan ríkisstofnanna s.s. Stígamóta, Kvennaathvarfs, Barnahúss og Neyðarmóttöku vegna nauðgana en um þessi samtök er sérstaklega fjallað í bæklingnum. Nýr bæklingur með upplýsingum fyrir þolendur afbrota Mikilvægt að þolendur séu upplýstir um rétt sinn Sólveig Pétursdóttir dómsmálaráð- herra og Jón Þór Ólason, lögfræð- ingur hjá dómsmálaráðuneytinu, kynntu bæklinginn í gær.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.