Morgunblaðið - 16.11.2002, Side 8

Morgunblaðið - 16.11.2002, Side 8
FRÉTTIR 8 LAUGARDAGUR 16. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Svona, á magann og upp með bossann, Kínafarinn er mættur. Málþing Íslenskrar málnefndar Rætt um íslenska tungu DAGUR íslenskrartungu er í dag og ítilefni af honum stendur Íslensk málnefnd fyrir málþingi. Er hefð að upp á slíku sé bryddað. Þingið verður haldið í Há- tíðarsal HÍ í aðalbygging- unni í dag og stendur frá kl. 11 til 13.30. Formaður Ís- lenskrar málnefndar er Guðrún Kvaran, forstöðu- maður Orðabókar Háskól- ans og prófessor við HÍ, og svaraði hún nokkrum spurningum Morgunblaðs- ins. – Hvaða hefð er á bak við þennan málverndardag og hvenær var hann fyrst haldinn? „Íslensk málnefnd hefur haldið málþing í tengslum við dag íslenskrar tungu síðustu sjö árin eða frá því að dagurinn var haldinn hátíðlegur í fyrsta sinn. Efni þinganna hefur verið marg- víslegt en þau eiga það sameigin- legt að rætt var um íslenska tungu og varðveislu hennar frá ýmsum sjónarhornum. Málnefndin vill gjarnan að misjöfn sjónarmið heyrist og mönnum gefist kostur á að ræða málin. Mjólkursamsalan hefur frá upphafi sýnt málefninu mikinn áhuga og styrkt öll þingin.“ – Hver er yfirskrift þessa þings, hvers vegna er hún valin og hver er merking hennar? „Yfirskrift þingsins að þessu sinni er „Hver tekur við keflinu. Samhengið í íslenskri tungu.“ Hugmyndin að baki er að menn velti því fyrir sér hvernig tunga þjóðar lifir og þróast. Ef við viljum að íslensk tunga lifi áfram sem þjóðartunga Íslendinga þarf að hlúa vel að þeim sem taka við henni, þ.e. börnunum, og kenna þeim að fara vel með hana. En það þarf víðar að efla skilning á því að tungumálið er dýrmætt. Þess vegna leggjum við að þessu sinni einnig áherslu á viðskipta- og verslunarumhverfið þar sem enska sækir á vegna þess hve er- lend samvinna hefur aukist og heimurinn minnkað. Þar þarf einn- ig að gæta að því að íslensku sé sýndur sá sómi sem henni ber.“ – Hvernig verða efnistök þings- ins og hverjar eru helstu áhersl- urnar? „Ný málnefnd tók til starfa 1. janúar á þessu ári. Hún setti sér stefnuskrá til fjögurra ára. Að þessu sinni taldi hún brýnast að beina athygli að þremur sviðum: Þ.e.a.s. börnum og unglingum, meðferð tungumálsins í fyrirtækj- um og þjónustu og fólki sem flyst til landsins og hyggst setjast hér að, annaðhvort til frambúðar eða tímabundið í atvinnuskyni. Rökin fyrir því að leggja rækt við fyrr- greinda þrjá hópa eru að mörg ungmenni eru handgengin net- væddu umhverfi upplýsingatækni- nnar. Þau horfa á erlendar sjón- varpsstöðvar, erlendar kvik- myndir, leika sér í leikjatölvum, sækja sér efni á netið og það tungumál sem mætir þeim er að miklu leyti enska. Ekki er ástæða til að amast við þessu sem slíku því að ljóst er að vaxandi kröfur verða gerðar til vinnandi fólks um færni í erlendum tungumálum og að það geti notfært sér upplýsinga- tæknina. Hins vegar verður að vekja áhuga barna og unglinga á eigin tungu og stuðla að færni í meðferð hennar. Aukin samvinna við önnur lönd, vaxandi þörf á erlendu vinnuafli, alþjóðlegur markaður, alþjóðleg verkútboð og alþjóðlegur auglýs- ingavettvangur, allt þetta getur haft áhrif á það mál sem talað er innan fyrirtækja og stofnana. Enskan sækir á ef menn eru ekki á varðbergi. Miklir fólksflutningar eru ein birtingarmynd alþjóðavæðingar- innar, töluverður innflytjenda- straumur hefur verið til Íslands síðasta áratug og eru nú um 3% íbúanna af erlendum uppruna. Í auknum mæli er farið að tala um íslenskt samfélag sem fjölmenn- ingarsamfélag. Eftir því sem inn- flytjendum fjölgar aukast líkurnar á því að enska, eða önnur erlend mál, verði í vaxandi mæli sam- skiptamál þeirra innbyrðis og við Íslendinga, m.a. þar sem stjórn- völd hafa ekki boðið innflytjendum öfluga íslenskukennslu þeim að kostnaðarlausu með sama hætti og tíðkast að því er varðar þjóðtungur víðast hvar í nágrannalöndunum.“ – Hverjir taka til máls … og um hvað? „Að þessu sinni tekur efni mál- þingsins til tveggja af þremur meginverkefnum stefnuskrárinn- ar. Ég kynni stefnuskrána og Tómas Ingi Olrich menntamála- ráðherra flytur að því loknu ávarp. Fyrri hluti þingsins snýr síðan að börnum og unglingum og þar feng- um við til liðs við okkur rithöfund- ana Guðrúnu Helgadóttur og Andra Snæ Magnason sem bæði eru þekkt fyrir áhuga sinn á börnum og vönd- uðu máli. Síðari hluti þingsins snýr að fyrirtækjum og þjónustu. Þar munu þeir Benedikt Jóhannesson fram- kvæmdastjóri Talnakönnunar og Þorvaldur Gylfason prófessor ræða málin hvor frá sínum sjón- arhóli. Verðlaunahafar úr stóru upplestrarverkefni lesa ljóð milli atriða og tónlist verður leikin í hléi.“ – Hverjum er málþingið ætlað? „Öllum sem áhuga hafa á ís- lenskri tungu.“ Guðrún Kvaran  Guðrún Kvaran fæddist í Reykjavík 1943. Stúdent frá MR 1963. Cand. mag. í íslensku frá HÍ 1969. Fluttist þá til Göttingen í Þýskalandi og stundaði þar nám í samanburðarmálfræði. Doktor þar 1980. Unnið við Orðabók Háskólans frá 1978 og er nú forstöðumaður hennar og prófessor við HÍ. Hefur setið í Ís- lenskri málnefnd í næstum fimm ár og er formaður hennar. Eig- inmaður Guðrúnar er dr. Jakob Yngvason eðlisfræðingur, pró- fessor við Háskólann í Vín- arborg. Þau eiga tvö börn við nám í HÍ, Böðvar Yngva og Steinunni Helgu. 3% íbúanna af erlendum uppruna C3 Xsara Picasso Xsara Brimborg Reykjavík sími 515 7000 • Brimborg Akureyri sími 462 2700 Bílavík Reykjanesbæ sími 421 7800 • brimborg.is SÝNING C5 • Glæsileg gjöf frá Dior ef þú prófar nýjan Citroën • Sælkeramatur fyrir tvo á Sommelier fyrir þá heppnustu • Sérstakt afmælistilboð fyrir þig sem kaupir Citroën Afmælissýning í dag. Allar gerðir á tilboði:

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.