Morgunblaðið - 16.11.2002, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 16.11.2002, Blaðsíða 10
FRÉTTIR 10 LAUGARDAGUR 16. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ HALLDÓR Blöndal, forseti Alþingis, opnaði sýningu á munum og skjölum úr vörslu Alþingis síðdegis í gær, en tilefni sýningarinnar er það að fimmtíu ár eru liðin frá því að Al- þingi hóf að nota hljóðupptökur til að skrásetja ræður þingmanna. Sýn- ingin er haldin í nýja Alþingisskál- anum og er opin almenningi til 13. desember nk. „Íslendingar hafa allt- af verið fljótir að tileinka sér tækni- nýjungar og 1. október 1952 varð Al- þingi fyrst þinga í Evrópu til að treysta eingöngu á hljóðupptökur í stað þingskrifara við útgáfu ræðu- hluta Alþingistíðinda þegar tekin voru í notkun hljóðupptökutæki sem keypt höfðu verið í Bandaríkjunum sama ár,“ segir í fréttatilkynningu frá skrifstofu Alþingis. Ræðurnar voru með öðrum orðum teknar upp á segulband og síðan vélritaðar eftir böndunum fyrir birtar í Alþingistíð- indum. Áður en tæknin hóf innreið sína inn í þingsali Alþingis sáu þingrit- arar um að skrá niður ræður þing- manna. „Hraðritun kunni enginn þingskrifari á 19. öld. Fyrsti hraðrit- arinn var ráðinn til þingsins 1917. Eftir það var alltaf reynt að ráða hraðritara eða aðra þingskrifara til starfa,“ segir í nýjum upplýs- ingabæklingi frá skrifstofu Alþingis. Vigdís Jónsdóttir, forstöðumaður á skrifstofu Alþingis, segir að um miðja síðustu öld hafi farið að bera á óánægju meðal þingmanna vegna ákveðinna annmarka á ræðuskrift- um, þ.e. ekki kunnu allir þingskrif- arar hraðritun og vildi því ýmislegt skolast til í þingtíðindum. Fór að lokum svo að ákveðið var að gera til- raunir með vélræna upptöku á þing- ræðum. Nýr ræðustóll Keypt var sérsmíðað tæki í Bandaríkjunum sem gat tekið upp samfellt í þrjár klukkustundir. Fyrstu upptökuprófanir fóru fram í efri deild þingsins hinn 25. apríl 1949 og tókust þær vel. Vigdís segir að á þeim tíma hafi þingmenn talað úr sætum sínum. Því var í fyrstu upptökunum notast við hljóðnema og hann fluttur í snatri á milli þing- manna, þegar þeir voru að tala. Á umræddri sýningu í Skálanum er hægt að hlusta á brot af þessum fyrstu upptökum á Alþingi. Sérsmíðaða tækið frá Bandaríkj- unum var hins vegar ekki notað oft- ar en í þessum fyrstu upptökum. Leit hófst að öðru og betra tæki og fannst það í Kaliforníu um 1950. Það var síðan tekið í notkun hinn 1. októ- ber 1952. Frá og með þeim tíma voru notaðar hljóðupptökur til að skrásetja ræður þingmanna. Eins og áður var vikið að töluðu þingmenn úr sætum sínum fram til ársins 1952, en þegar hljóðritun hófst var ákveð- ið að þingmenn skyldu tala úr sér- stökum ræðustól. Til þess að svo mætti verða þurfti að setja bráða- birgðalög haustið 1952, þ.e. til þess að þingmenn mættu tala úr ræðu- stól. Þessi fyrsti ræðustóll Alþingis er einnig til sýnis í Skálanum. Á sýningunni má m.a. sjá gömul hljóðupptökutæki og hraðrit- unargögn. Ennfremur gefst þar tækifæri til að hlusta á hljóðdæmi af röddum allra forsætisráðherra fá 1952. Á sýningunni er þess sömuleið- is getið að Jóhanna Sigurðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sé eini þingmaðurinn sem hefur verið ræðuritari, en ræðuritarar eru þeir sem rita niður ræðurnar af hljóð- snældunum. Jóhanna var ræðuritari á þremur löggjafarþingum á ár- unum 1961 til 1964. „Ég var byrjuð að hafa áhuga á stjórnmálum á þess- um tíma og fannst mjög gaman að vera í þessari ræðuritun,“ segir Jó- hanna í samtali við Morgunblaðið. Hún segir að sér finnist sem pólitíkin hafi verið harðari þá en nú. „Þá var tekist á af meiri krafti. Það voru meiri andstæður í pólitíkinni heldur en núna.“ Jóhanna var ræðuritari í þrjú ár en hluta af þeim tíma var hún enn- fremur í öðru starfi. „Ég held að það hafi ekki hvarflað að mér þá að ég yrði nokkurn tíma þingmaður. Ég fékk ekki þingmanninn í magann við að hlusta á þetta.“ Jóhanna hóf þó afskipti af stjórnmálum skömmu síð- ar, en hún fór fyrst í framboð fyrir Alþýðuflokkinn á þessum árum fyrir borgarstjórnarkosningar. Þegar Jóhanna er spurð að því hvort hún hafi haft skoðanir á öllu því sem sagt var á þingi þegar hún var ræðuritari segir hún: „Ég skal ekkert segja um það. Ég held ekki.“ Síðan bætir hún við: „En á mörgu hafði ég skoðun.“ Minnir á gamla daga Halldór Blöndal segir að sér finn- ist skemmtilegt að starfsfólk Alþing- is skuli hafa sett upp umrædda sýn- ingu í Skálanum. Halldór segir ýmislegt á sýningunni minna á gamla daga, t.d. þegar hann var þingblaðamaður á Morgunblaðinu í kringum 1961. Vísar Halldór þar m.a. til ljósmyndar af Ólafi Siggeirs- syni, sem þá var yfir þingskrift- unum. „Hann var mér oft hjálpleg- ur,“ segir Halldór. Einnig er mynd af Magnúsi Jóhannssyni á sýning- unni, „en hann hafði umsjón með upptökunum svo áratugum skiptir.“ Halldór segir fleira skemmtilegt á sýningunni og tekur fram að lokum að það sé alltaf gott þegar menn hafi söguna í heiðri. Fimmtíu ár frá því að Alþingi hóf að nota hljóðupptökur til að skrásetja ræður þingmanna Gott að hafa söguna í heiðri „ÞINGMENN eru langflestir nýir, annaðhvort frá því í vor eða fjögurra ára.“ Þetta er meðal þeirra gullkorna sem alþingismenn hafa látið frá sér í þingsölum, og getið er um á sögusýningu Alþingis, sem nú er haldin í Skálanum í tilefni þess að fimmtíu ár eru liðin frá því Alþingi hóf að nota hljóðupptökur til að skrásetja ræður þingmanna. Hér á eftir fara önnur gull- korn.  „Við getum ekki leyst land- búnaðarvandann með því að bíða eftir að fullorðnir bænd- ur deyi.“  „Herra forseti. Ég er kom- inn hér upp til þess að ræða vitlaust mál og biðst afsök- unar á því.“  „Þar verða sauðfjárbændur í samkeppni við aðrar kjötteg- undir.“  „...að menn eigi að velta því upp að lambakjötið sé dýr í útrýmingarhættu.“  „Ég hygg að þetta sé í fyrsta skipti sem hæstvirtur menntamálaráðherra tekur til máls sem Tómas Ingi Olrich.“  „Og ég skal þá hundur heita, með leyfi forseta...“  „Og það hafa allar þjóðir heims séð nema vinstrigrænir og Samfylkingin.“  „Ungir menn sem eru að stíga sín frumspor á sjó.“ „Og skal ég þá hundur heita, með leyfi forseta“ Ljósmynd/Eddi Halldór Blöndal, forseti Alþingis, ræðir við forvera sinn í starfi, Þorvald Garðar Kristjánsson, við opnun á sýningu á munum og skjölum úr vörslum Alþingis. Morgunblaðið/Ómar Vigdís Jónsdóttir, forstöðumaður á skrifstofu Alþingis, segir að þingmenn hafi kvartað yfir því að ýmislegt skolaðist til í Alþingistíðindum þegar þingskrifarar sáu um að skrá niður ræðurnar. Til að ráða bót á þessu var keypt vélrænt upptökutæki. „ÞEGAR Elsa B. Friðfinnsdóttir, að- stoðarmaður heilbrigðisráðherra, segir viðræður við heilsugæslulækna í Hafnarfirði og á Suðurnesjum engan árangur hafa borið fer hún nokkuð frjálslega með staðreyndir því í reynd hafa engar raunverulegar viðræður farið fram við heilsugæslulækna í Hafnarfirði.“ Þetta segir Gunnsteinn Stefánsson, heilsugæslulæknir í Hafnarfirði. „Við áttum einn fund með ráðuneytinu síð- sumars en síðan var einn fulltrúi frá ráðuneytinu sendur á síðustu stundu nú í haust með mjög óljóst tilboð um einhvers konar þjónustusamning og viðræður um hann. Engin skrifleg gögn voru lögð fram og alls ekki ljóst hvað verið var að bjóða okkur og við urðum því að vísa þessu frá okkur. Kjarni málsins er því sá, að það hefur ekkert gerst sem máli skiptir í deil- unni og engar raunverulegar viðræð- ur farið fram við heimilislækna í Hafnarfirði svo mörgum mánuðum skiptir.“ Þarf framtíðarlausn Gunnsteinn segir að heilsugæslu- læknar í Hafnarfirði hafi í vor óskað skriflega eftir því að gerður yrði gjaldskrársamningur til þess að heimilislæknar gætu unnið sem verk- takar á eigin stofu. Þessu hafi verið hafnað með bréfi í haust, bæði vegna þess að ráðuneytið vildi ekki gera slíkan samning og svo eins vegna laga um tvískiptingu heilbrigðiskerfisins, þ.e. í grunnþjónustu og sérfræðiþjón- ustu, sem þó sé í reynd engan veginn framfylgt af heilbrigðisyfirvöldum. „Við óskum eftir gjaldskrársamningi til þess að geta rekið stofur eins og aðrir sérmenntaðir læknar. Því var hafnað og og á þetta minnist aðstoð- armaður heilbrigðisráðherra ekki.“ Gunnsteinn segir heilsugæslu- lækna sækjast eftir jafnræði á við aðra lækna, bæði um laun og starfs- kjör, þ.m.t. frelsi til að reka eigin stofu. „Mér sýnist aðstoðarmaður heilbrigðisráðherra vera fastur í for- tíðinni. Það þarf að koma til móts við heilsugæslulækna og finna lausn sem hægt er að byggja á til framtíðar sem snýst umfram allt um það að halda í starfandi heilsugæslulækna og fá nýja til starfa. Það er sú leið sem nauðsynlegt er að finna og í þeirri lausn þurfa einnig að vera skýr skila- boð til unglækna um það hvernig þessu verður háttað í framtíðinni.“ Heilsugæslulæknar í Hafnarfirði Engar raunveru- legar viðræður hafi verið gerðar á fundinum og und- irskrifarsöfnunin hafi ekki verið á vegum hans. Hins vegar hafi verið rætt um uppstillingu og meirihluti þeirra sem hafi tekið þátt í þeirri umræðu hafi óskað eftir því að þeir vildu koma þeim skilaboðum til upp- stillingarnefndar að þeir vildu sjá séra Karl V. Matthíasson sem full- trúa Vestfjarða á listanum, þótt ýms- ar aðrar hugmyndir hafi einnig kom- ið fram. Umrædd áskorun hafi samt ekki verið lögð til afgreiðslu á fund- inum enda ekki á dagskrá hans. „Það var ekkert uppgjör í gangi,“ segir hann. „Fundurinn var fyrst og fremst umræðufundur til þess að menn gætu viðrað sín sjónarmið, en við kölluðum ekki eftir neinni nið- urstöðu.“ Leggja áherslu á svæðið Bryndís Friðgeirsdóttir, bæjar- fulltrúi Samfylkingarinnar á Ísafirði, segir að undirskriftarsöfnunin hafi verið til að leggja áherslu á svæðið og stuðning Vestfirðinga við Vest- firðinginn í eitt af þremur efstu sæt- um listans enda væri hann þingmað- ur Vestfirðinga. Tveir þingmenn MIKILL meirihluti um 30 fundar- manna á félagsfundi Samfylkingar- innar í Ísafjarðarbæ í fyrrakvöld skrifaði undir áskorun til uppstilling- arnefndar í Norðvesturkjördæmi þar sem þeir litu svo á að Karl V. Matthíasson, þingmaður Vestfirð- inga, væri fulltrúi Vestfirðinga í einu af þremur efstu sætum listans vegna alþingiskosninganna í vor. Í tilmælunum kom jafnframt fram að við val á fulltrúum á framboðslist- ann yrði þess gætt að hvert hinna gömlu kjördæma, þ.e. Vesturland, Vestfirðir og Norðurland vestra, ætti sinn fulltrúa í þremur efstu sæt- um listans. Vitnað var í greinargerð með samþykkt aðalfundar kjördæm- isráðs 26. október um að uppstillingu verði beitt til uppröðunar á fram- boðslistanum, en í greinargerðinni kemur fram að farsælast sé að í þremur efstu sætum listans verði einn fulltrúi frá hverju hinna gömlu kjördæma. Ekkert uppgjör Sturla Páll Sturluson, formaður félags Samfylkingarinnar í Ísafjarð- arbæ, segir að engar samþykktir flokksins á Vesturlandi vildu líka í þessi sæti en ljóst væri að aðeins annar þeirra fengi eitt af þremur efstu sætunum og fulltrúi að norðan eitt. Védís Geirsdóttir, formaður kjör- dæmisráðs Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, segir að eðli- legt sé að keppt sé um efstu sæti listans, en uppstillingarnefnd hafi í raun óbundnar hendur og ekki megi draga víðtækar ályktanir af undir- skriftinni í fyrrakvöld. Uppstilling- arnefnd sé að vinna sína vinnu og ástandið sé ekkert óeðlilegt, en kjör- dæmisráð taki endanlega ákvörðun um listann. Snorri Styrkársson, formaður uppstillingarnefndar, segir að eðli- lega séu skiptar skoðanir um hverjir eigi að skipa þrjú efstu sæti listans. Fram hafi komið að þingmennirnir Jóhann Ársælsson, Gísli S. Einars- son og Karl V. Matthíasson og vara- þingmaðurinn Anna Kristín Gunn- arsdóttir hafi gefið kost á sér í þau, en þó uppstillingarnefndin sé ekki bundin af fyrrnefndri greinargerð séu víða miklar væntingar um að hún verði höfð til hliðsjónar. Áskorun frá Ísafirði til Samfylkingarinnar í NV-kjördæmi Vilja Karl V. Matthíasson sem fulltrúa Vestfjarða
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.