Morgunblaðið - 16.11.2002, Síða 26

Morgunblaðið - 16.11.2002, Síða 26
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 26 LAUGARDAGUR 16. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ afsláttur af vönduðum sokkum og nærfötum 25% HJALLASTEFNAN ehf. hefur sótt um heimild til að byggja við leikskóla á lóð við Hjallabraut. Jafnframt hefur hún óskað eftir heimild til skólareksturs fyrir yngstu bekki í grunnskóla. Skólinn yrði einkaskóli með sama rekstr- arform og Ísaksskóli í Reykjavík. Málið er til umfjöllunar hjá skipu- lags- og byggingarráði Hafnar- fjarðar sem hefur óskað eftir um- sögn fræðsluráðs bæjarins. Að sögn Margrétar Pálu Ólafs- dóttur, stofnanda og eiganda Hjallastefnunnar ehf., hafa verið uppi hugmyndir um að stækka leikskólann Hjalla í nokkurn tíma, meðal annars vegna vöntunar á leikskólarýmum í bænum. „Við höfum óskað eftir því að bærinn hlutist til um nýbyggingu við skól- ann með mögulegri samvinnu um að Hjallastefnan komi að bygging- unni sjálfri, bæði á faglegum og fjárhagslegum forsendum.“ Segir hún að nýta mætti hluta nýja hús- næðisins undir tilraun með grunn- skóla fyrir 1.–3. bekk. Leita að húsnæði fyrir skólarekstur næsta haust Margrét segir að upphaflega hafi verið hugmyndir um að leggja upp með grunnskólarekstur strax í fyrravetur. „Við vorum þá búin að leita að húsnæði og áttum í við- ræðum við skátana sem völdu síð- an á lokastigum að draga sig út úr þeirri samvinnu þannig að ekkert varð af því að við legðum af stað með grunnskólann síðasta haust.“ Aðspurð hvenær slíkur grunn- skóli gæti tekið til starfa segir Margrét að erfitt sé að segja til um það. „Ég myndi halda að tvö ár væri varlega áætlað. Við erum aft- ur á móti núna að leita að húsnæði til leigu undir grunnskólann á meðan við erum að vinna að fram- tíðarlausninni. Þannig að við erum ekki út úr myndinni næsta haust heldur erum þvert á móti að vinna að því hörðum höndum.“ Leikskólinn Hjalli er rekinn samkvæmt þjónustusamningi við Hafnarfjarðarbæ og kæmi til stækkunar myndi fyrirtækið að sögn Margrétar óska eftir því við bæjaryfirvöld að það form yrði áfram haft á leikskólarekstrinum. „Hvað varðar grunnskólaþáttinn, hvort sem við myndum byggja hluta af þeirri byggingu sjálf eða fara í annað húsnæði, þá yrði það einkarekstur. Við myndum taka rekstrarform Ísaksskóla nákvæm- lega upp enda er það þaulreynt í alla staði.“ Í fundargerð fræðsluráðs kemur fram að það samþykki fyrir sitt leyti að Hjallastefnan fái heimild til að reisa skólabygginguna. Lýsir það yfir ánægju sinni með sýndan áhuga á auknum leikskólarekstri og rekstri einkaskóla að því gefnu að öll ákvæði laga og reglugerða varðandi húsnæði, lóð og innra starf leik- og grunnskóla verði uppfyllt. Að sögn Magnúsar Baldursson- ar, fræðslustjóra í Hafnarfirði, á hann ekki von á að grunnskóli á vegum Hjallastefnunnar taki til starfa næsta haust enda segir hann mikla skipulagsvinnu fram- undan áður en af því geti orðið. Hjalli óskar eftir að reka grunnskóla Hafnarfjörður „NEMANDI með malt fer inn í stof- ur og truflar kennslu“ – „Fimoleir og trölladeig“ – „Fótboltafíklar.“ Þetta er meðal fyrirsagna á grein- um sem ungir fréttahaukar í Garða- skóla hafa skrifað undanfarna daga á svokölluðum Gagn- og gam- andögum í skólanum. Gagn- og gamandagarnir voru haldnir á miðvikudag, fimmtudag og föstudag en að sögn Ingu Maríu Sverrisdóttur, kennsluráðgjafa í tölvu- og upplýsingamennt, eru þeir haldnir til að brjóta upp skóla- starfið með því að leyfa krökkunum að fást við ýmislegt annað en hefð- bundið nám. Boðið hefur verið upp á margvíslega hópa, bæði innan og utan skólans, sem krakkarnir hafa getað valið samkvæmt áhugasviði hvers og eins. Fréttaflutningur af þessum dög- um hefur svo verið í höndum frétta- hópsins. „Krakkarnir hafa verið að taka viðtöl við hina hópana og tekið myndir. Fréttirnar eru svo settar inn á heimasíðu skólans auk þess sem við höfum verið að útbúa lítil plaköt sem við hengjum upp hist og her um skólann með fréttum og auglýsingum frá Gagn- og gam- andögunum.“ Fréttamennskan hefur að sögn Ingu Maríu gengið vonum framar. „Þau hafa verið mjög áhugasöm og gengið hér um og tekið myndir og viðtöl. Fyrsta daginn var svo gam- an hjá þeim að þau voru lengur en þau þurftu og einn sagði að þetta væri miklu skemmtilegra en að fara heim og gera ekki neitt,“ segir hún enda sjálfsagt ekki á hverjum degi sem námið fær slíkar viðtökur. Góðar fréttir Öll vinna við fréttirnar og útgáfu þeirra hefur verið í höndum krakk- anna í hópnum. Árni Þór Skúlason í 10. bekk ÁP hefur haft það verkefni með höndum að koma fréttunum inn á heimasíðuna, www.garda- skoli.is. „Ég hef mest verið að vinna í vefsíðugerð og svo hef ég aðeins verið að taka myndir,“ segir hann og heldur áfram. „Þetta er mjög skemmtilegt enda ég hef mikinn áhuga á vefsíðugerð en ég hef ekk- ert verið í því að skrifa fréttirnar.“ Hann er þó ánægður með frétta- skrif félaga sinna í hópnum. „Ég myndi segja að þetta væru mjög áhugaverðar fréttir, að minnsta kosti miðað við hvað við erum óreynd og held að þær veki áhuga krakkanna í skólanum.“ En gæti hann hugsað sér að snúa sér alfarið að þessu í framtíðinni? „Ég veit ekki alveg með frétta- mennskuna en ég hef alltaf haft gaman af vefsíðugerð og myndi al- veg vilja leggja hana fyrir mig. Mér finnst líka mjög gaman að taka myndir af fólki og svoleiðis.“ Hann er því alveg á því að vinnan hjá fréttahópnum hafi hitt í mark. Hér til hliðar má sjá tvö dæmi um fréttir nemendanna. Morgunblaðið/Jim Smart Stund milli stríða: Katrín Björk, Kristján Einar, Ingibjörg kennari, Kjartan Óli, Birkir Ísak, Elvar Örn og Árni Þór. Nokkrir fréttahaukanna voru hins vegar uppteknir við fréttaöflun þegar ljósmyndari Mbl. átti leið hjá. Vel heppnaðir Gagn- og gamandagar í Garðaskóla Fréttahaukar í hverju horni Árni Þór og Inga María upptekin við að koma fréttum inn á heimasíðuna. Garðabær VIÐ töluðum við hann Palla, kennara og trommara í Svörtum fötum. Við spurðum hann í sambandi við trommu- brjálæðið, sem er einn hópur í Gagni og gamni. Palli ætl- aði að fara yfir sögu tromm- unnar með hópnum sínum og leyfa honum að heyra í nokkrum efnilegum tromm- urum. Palli er mjög ánægður með hópinn sinn og segir að nokkrir krakkar hafi hæfi- leika til að ná langt í trommubransanum. Trommu- brjálæði STELPURNAR í tré og tuskum skemmtu sér rosa- lega vel þegar við litum inn til þeirra. Við töluðum við Söru Kristínu Sigurðardóttur í 9-GU og hún sagði okkur að það væri rosalega gaman að búa til alls konar myndir og hún hafði valið tré og tuskur í fyrsta vali. Hún var búin að ákveða að gefa vinkonu mömmu sinnar það sem hún myndi búa til. Stelpurnar voru allar að gera þrívídd- armyndir úr alls konar serv- éttum. Þetta var rosalega flott. Gaman í tré og tuskum SMS FRÉTTIR mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.