Morgunblaðið - 16.11.2002, Síða 28

Morgunblaðið - 16.11.2002, Síða 28
SUÐURNES 28 LAUGARDAGUR 16. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ bæjarstjóra sérstaklega til fundar- ins. Hjálmar vonast til að íbúar svæðisins fái upplýsingar um deiluna á fundinum og að þar verði málefna- legar umræður og samstaða sem sýni deiluaðilum fram á nauðsyn þess að setja deilurnar niður. Áskorun um setuverkfall Nú eru rúmar tvær vikur síðan all- ir læknar við Heilsugæslustöð Suð- urnesja létu af störfum. Ekki er vit- að til þess að lausn sé í sjónmáli og vandræði íbúanna aukast. Helga Valdimarsdóttir, íbúi í Njarðvík, hefur hvatt íbúana til að fara í setuverkfall á heilsugæslustöð- inni til að þrýsta á stjórnvöld um að leysa deiluna, setjast að á stöðinni þar til deilan leysist. Helga sagðist raunar í gær lítil viðbrögð hafa feng- ið við þessari áskorun sinni og var undrandi á því. Helga er ósátt við aðgerðaleysi heilbrigðisráðherra, segir að hann virðist svo upptekinn af Kínaferð og umhverfismati Norðlingaöldu að hann hafi engan tíma til að renna til Reykjanesbæjar og leysa deiluna. HJÁLMAR Árnason alþingismaður hefur tekið áskorun um að boða til borgarafundar um læknadeiluna á Suðurnesjum. Fundurinn verður á sunnudagskvöld. Læknaleysið veld- ur sífellt meiri vandræðum og öryrki í Njarðvík er að reyna að efna til setuverkfalls á Heilsugæslustöðinni en hefur ekki fengið miklar undir- tektir. „Sem íbúi hér og þingmaður hef ég haft verulegar áhyggjur af lækna- deilunni og lít á hana sem neyðar- ástand. Ég hef verið í stöðugu sam- bandi við heilbrigðisráðherra til að þrýsta á um lausn en geri mér líka grein fyrir því að deilan er viðkvæm. Þar sem tveir deila verða báðir að slá af kröfum sínum,“ segir Hjálmar Árnason, þingmaður Framsóknar- flokksins. Í dálki sem nefnist Kallinn á kass- anum og birtist í Víkurfréttum var skorað á Hjálmar að boða til opins borgarafundar um læknadeiluna. Hann segist hafa tekið þessari áskorun strax og hann sá hana og fundurinn verður haldinn á Ránni í Keflavík klukkan 20.30 á sunnudags- kvöld. Hefur Hjálmar boðið Jóni Kristjánssyni heilbrigðisráðherra, fulltrúa lækna, og Árna Sigfússyni „Við íbúarnir hér erum líka fólk sem á rétt á þjónustu heilsugæslulækna, ég vona að hann fari að átta sig á því,“ segir Helga. „Mér finnst svona hugmyndir ótrúlegar og ekki til þess fallnar að leysa málið,“ segir Kristján Pálsson alþingismaður og vísar þar til fréttar í Fréttablaðinu þar sem aðstoðar- maður heilbrigðisráðherra upplýsir að til standi að auglýsa eftir læknum erlendis í stöður heilsugæslulækna á Suðurnesjum. Kristján segir að ástandið sé orðið alvarlegt á Suðurnesjum. Það taki hins vegar langar tíma að auglýsa eftir og ráða erlenda lækna og ekki hægt að láta fólkið bíða á meðan. Kristján telur að heilbrigðisráðherra hafi ekki sinnt þessu máli sem skyldi og á meðan hlaðist vandamálin upp. Samningar náðust ekki í Grindavík Fulltrúar meirihluta bæjarstjórn- ar í Grindavík og bæjarstjórinn reyndu að ná samningum við ráðu- neytið og Grindavíkurlækna um þjónustusamning til að leysa málið þar. Við heilsugæslustöðina þar var yfirlæknir í fullu starfi og læknir í hálfu starfi. Bærinn náði samkomu- lagi við heilbrigðisyfirvöld en ekki við læknana og var þá þessari tilraun hætt. Í bókun sem fulltrúar meiri- hlutans, Samfylkingar og Sjálfstæð- isflokks, gerðu á síðasta bæjar- stjórnarfundi var þessi niðurstaða hörmuð. Heilbrigðisráðherra mætir á fundinn Suðurnes „MÉR er alveg sama hvað þessir menn hafa í laun, ég vil bara fá Teit aftur,“ segir María Valdimarsdóttir, öryrki í Njarðvík, sem vakið hefur máls á alvarlegum afleiðingum læknaleysisins á Suðurnesjum. Hún segist þurfa að leita til læknis viku- eða hálfsmán- aðarlega, meðal annars til að fá lyf sem henni eru nauð- synleg. Nú sé henni vísað í Kópavog en þangað muni hún ekki fara. Hún eigi og ætlist til að fá þessa þjónustu í sín- um heimabæ. María segist hafa brúað bilið með því að fá lánuð lyf hjá konu sem notaði sams konar lyf og hún. Svo reyni hún að treina sér skammtinn. Lætur María þess getið að góðir læknar hafi verið komnir til starfa við heilsugæslustöðina og minnist sérstaklega á Teit Guðmundsson sem hún hafi leitað mikið til. Hann sé yndislegur maður sem hafi hjálpað henni mik- ið. Því komi það sér afar illa að læknadeilan skuli ekki vera leyst. „Vil bara fá Teit aftur“ María Valdimarsdóttir Vandræði aukast vegna læknaleysis og boðað hefur verið til borgarafundar um deiluna á morgun ELSTU börnin í leikskólum Reykjanesbæjar héldu skemmtun í Frumleikhúsinu í Keflavík síð- astliðinn fimmtudag, í tilefni af Degi íslenskrar tungu. Dagurinn hefur verið haldinn hátíðlegur síðan 1996, en þetta er í þriðja sinn sem leikskólarnir halda daginn hátíðlegan á þennan hátt. Aðstandendum leikskóla- barnanna var sérstaklega boðið á dagskrána, þó skemmtunin hafi fyrst og fremst verið fyrir börnin, eins og fram kom í máli Brynju Aðalbergsdóttur, leik- skólastóra á Vesturbergi, sem brá sér í hlutverk kynnis. Bekkir leikhússins voru þétt skipaðir og þurftu margir foreldrar að standa meðfram sætaröðunum. Hver leikskólahópurinn steig á svið á fætur öðrum og flutti þá dagskrá sem börnin hafa verið að æfa undanfarnar vikur, sem gerði það að verkum að hún varð mjög fjölbreytt og skemmtileg. Fluttar voru vísur sem allir kannast við eins og „Urð og grjót“, „Fuglinn í fjör- unni“ og „Krummi krunkar úti“ en einnig sænsk vísa, sem einnig var flutt í íslenskri þýðingu og frumsamdar rímur. Börnin luku svo skemmtuninni með því að syngja öll saman „Íslenskuljóð“ Þórarins Eldjárn við lag Atla Heimis Sveinssonar. Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir Fuglinn í fjörunni var framlag Heiðarsels á hátíðinni og skreyttu börnin flutning lagsins með máluðum fuglamyndum. Frumsamd- ar rímur og annar kveðskapur Reykjanesbær Hljómsveitin Flugan leikur á Mamma Mía í Sandgerði í kvöld, laugardag. Húsið verður opnað kl. 23 og er 18 ára aldurstakmark. Í byrjun kvöldskemmtunarinnar verður róleg og notaleg stemnning að hætti Flugunnar, en þegar líður á nýjan dag munu leikar æsast og fjörið vaxa. Flugan er skipuð fjórum tónlist- armönnum sem hafa komið við í ýmsum hljómsveitum. Hljómsveitin hefur verið að vinna að upptökum í Geimsteini og er stefnt að útkomu plötunnar Háaloftið á fyrstu mán- uðum nýs árs. Reykjanesbær á réttu róli í sam- starfi við við Samsuð (samtök fé- lagsmiðstöðva á Suðurnesjum) efn- ir til námskeiðs fyrir starfsfólk félagsmiðstöðva á Suð- urnesjum í dag, laugardag. Nám- skeiðið hefst klukkan 16 í Kjarna í Keflavík. Starfsfólki félagsmiðstöðvanna verður kennd sálræn skyndihjálp og mikilvægi þess að vera til stað- ar þegar ungmennin þarfnast þess. Í DAG AFMÆLISTÓNLEIKAR í tilefni þess að í haust eru liðin þrjátíu ár frá stofnun Tónlist- arskóla Grindavíkur verða haldnir í Grindavíkurkirkju í dag, laugardag, klukkan 16.30. Á tónleikunum koma fram bæði nemendur og kennarar skólans. Aðgangur er ókeypis og í hléi verður kaffisala til styrktar barnakór skólans. Afmælisins hefur verið minnst með ýmsum hætti í vikunni. Að sögn Gunnars Kristmannssonar skólastjóra fer starfið vaxandi. Við skól- ann eru alls 185 nemendur og er kennt á flest helstu hljóð- færi. Þar af eru 75 í einka- námi og hefur þeim fjölgað um 22 frá síðasta hausti. Afmælis- tónleikar í kirkjunni Grindavík

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.