Morgunblaðið - 16.11.2002, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 16.11.2002, Qupperneq 30
LANDIÐ 30 LAUGARDAGUR 16. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ FISKE-HÁTÍÐIN annar „þjóðhátíð- ardagur“ Grímseyinga á ári hverju var haldinn að venju með pomp og pragt. 11.11. afmælisdagur vel- gjörðarmannsins dr. Daníels Will- ard Fiske hefur verið í hávegum hafður hér í eyju síðan elstu menn muna. Dagurinn byrjaði ekki vel – vindar blésu ógurlega og hafið gnauðaði. Íbúarnir biðu spenntir eftir að heyra hvort ferjan okkar, Sæfari, treysti sér til að sigla sund- ið. Góðir gestir voru farþegar og heilmikið í húfi. Það hafði verið ákveðið að hefja Fiske-daginn að þessu sinni með messu í Miðgarðakirkju og „blessa“ húsið eins og prestarnir kalla það, eftir gagngerar breytingar og end- urbætur á kirkjunni. Séra Magnús Dalvíkur- og Grímseyjarprestur mætti og með honum prófasturinn séra Hannes Örn Blandon. Séra Hannes Örn sá um messuna en séra Magnús um músíkina. Ritningarorð dagsins voru um kraftverk Jesú og séra Hannes Örn byrjaði ræðu sína svo skemmtilega á því að hann liti nánast á það sem kraftaverk að þeir prestarnir hefðu náð til Grímseyjar í þessu veðri. Eftir messu var haldið beina leið í Félagsheimilið Múla, þar sem Fiske- nefnd kvenfélagsins beið með veisluborð hlaðið hnallþórum og kræsingum að grímseyskum sið. Skemmtidagskrá hátíðardagsins hófst undir stjórn skólastjórans Dónalds Jóhannessonar með ótal at- riðum sem skólabörnin léku af fingrum fram. Kvenfélagið Baugur og Kiwanis- klúbburinn Grímur notuðu hátíð- arstundina til að þakka fyrrverandi oddvita til 20 ára Þorláki Sigurðs- syni og konu hans Huldu Reykjalín, góð og farsæl störf í þágu sveitarfé- lagsins. Útsýnisskífa afhent á Fiske-pallinum Kiwanisklúbburinn Grímur hafði lengi unnið að og látið útbúa útsýn- isskífu til að hafa á Fiske-pallinum í miðju þorpsins. Hér kemur árlega fjöldi ferðamanna og því mikið gagn að fá grip af þessu tagi. Grímsfélag- arnir Dónald Jóhannesson, Garðar Ólason og Gylfi Gunnarsson afhentu oddvitanum, Óttari Jóhannssyni, skífuna á Fiske-deginum, íbúum og ferðamönnum til ánægju því nú verður sannarlega auðvelt um vik að sjá og lesa um þá staði sem blasa stórkostlega við á Íslandi héðan frá Grímsey séð á björtum dögum. Skemmtiatriðin héldu svo áfram með leiktilburðum félaga úr báðum félögum staðarins, Baugi og Grími. Um kvöldið var svo stiginn dans við harmonikkuleik, gítarspil, trommuívaf og bassa Prestabands- ins. Fiske-hátíðin, þessi stórhátíð eyj- arbúa, var fjölbreytt, fjölmenn og frábær. Félagar í Kiwanisklúbbnum Grími afhentu oddvitanum í Grímsey útsýnis- skífu sem sett verður upp í miðju þorpinu. F.v.: Dónald Jóhannesson, Óttar Jóhannsson oddviti, Gylfi Gunnarsson og Garðar Ólason. Fyrrverandi oddvita Grímseyinga, Þorláki Sigurðssyni, og konu hans, Huldu Reykjalín, voru þökkuð góð og farsæl störf í þágu sveitarfélagsins. Með þeim á myndinni eru Sigrún Þorláksdóttir, t.v., og Magnús Bjarnason. Morgunblaðið/Helga Mattína Fiske-dagurinn hófst með messu í Miðgarðskirkju og húsið blessað eftir breytingar og endurbætur. Hér eru séra Hannes Örn Blandon og séra Magnús G. Gunnarsson með sóknarnefndinni, Þorgerði Einarsdóttur, Steinunni Stefánsdóttur og Alfreð Garðarssyni. Kirkjan blessuð og útsýnisskífa afhent Grímsey Fjölmenni á árlegri Fiske-hátíð í Grímsey með fjölbreyttri dagskrá HEIMILISFÓLKI á Há- konarstöðum á Jökuldal tókst að koma í veg fyrir stórbruna er það slökkti eld sem kviknaði í húsinu á miðvikudagskvöld. Tveir af þremur heimilismönn- um voru færðir undir læknis- hendur að loknu slökkvistarf- inu. Annar þeirra hlaut 3. stigs brunasár á hendi og var fluttur með sjúkraflugi til Reykjavíkur á Landspítalann. Hinn var sendur á heilsugæsluna á Eg- ilsstöðum vegna reykeitrunar. Lögreglan á Egilsstöðum rann- sakar brunann og segir hann hafa kviknað þegar bensíni var fyrir mistök hellt á gamla elda- vél sem notuð er til kyndingar, en hún gengur vanalega fyrir steinolíu. Að sögn Rúnars Pálssonar, slökkvistjóra Brunavarna á Héraði, kviknaði í eldstæði í einu herbergi í húsinu. Mikill reykur var í húsinu er slökkvi- liðsmenn komu á vettvang og hlutust af honum óvenju miklar skemmdir, aðallega þó í her- berginu þar sem kviknaði í. „Bærinn er á svonefndum Efra-Jökuldal og langt að fara, 70 kílómetrar, og vatnsöflun erfið,“ sagði Rúnar. „Þá eru vegirnir ekki góðir og kominn snjór sem tefur ferð og allt eyk- ur þetta á erfiðleika okkar. Því verður að hafa mikinn viðbúnað þegar tilkynnt er um eld á svona stað. Við gripum til mikilla ráð- stafana en fljótlega kom í ljós að heimamenn voru búnir að slökkva eldinn áður en við náð- um á vettvang og því ekki leng- ur þörf fyrir tankbíl. Við send- um því aðeins einn bíl alla leið til að reykræsta húsið.“ Heimilis- fólk kom í veg fyrir stórbruna Jökuldalur Á ÞRIÐJUDAG var skrifað undir samning á milli Lionsklúbbs Ólafs- víkur og Snæfellsbæjar um að Lions- klúbburinn sjái um bíósýningar í Klifi næstu tvö og hálft ár. Ætlunin er að kvikmyndasýningar verði að jafnaði fjórar í mánuði, yfir vetrarmánuðina, tvær barnasýningar og tvær fullorð- inssýningar, en fækki niður í tvær sýningar yfir sumarmánuðina. Fyrsta bíómyndin sem sýnd er samkvæmt þessum samningi er hin margverðlaunaða mynd Hafið sem sópaði til sín Eddu-verðlaunum á dögunum. Á sunnudag verður sýnd teikni- myndin Villti folinn og verður frítt inn á hana á meðan húsrúm leyfir, það er Sparisjóður Ólafsvíkur í sam- starfi við Lionsklúbbinn sem býður upp á þá sýningu. Tjaldið sem sýnt hefur verið á í Klifi er orðið gamalt og lúið en á næstu vikum er von á nýju tjaldi til landsins. Tjaldið ásamt öðrum búnaði í félagsheimilið sem lionsklúbbur Ólafsvíkur er að festa kaup á er af- mælisgjöf klúbbsins til Klifs, en klúbburinn mun afhenda þann búnað formlega á 30 ára afmæli klúbbsins í janúar nk. Meðal þess sem klúbbur- inn er að festa kaup á er viðbót við hljóðkerfi hússins sem m.a. kemur til með að auka áhrif hljóðs á bíósýn- ingum og einnig er verið að kaupa skjávarpa af fullkomnustu gerð sem mun án efa bæta félagsheimilið enn- frekar. Morgunblaðið/Alfons Kristinn Jónasson bæjarstjóri og Kristján Helgason, formaður Lionsklúbbs Ólafsvíkur og Snæfellsbæjar, handsala samninginn. Samið um bíósýningar í Klifi til næstu ára Ólafsvík SKÓLASKIPIÐ Dröfn var í Grund- arfirði fyrir skömmu til að bjóða nemendum 10. bekkjar upp á kynn- ingu á starfi sjómannsins. Að sögn Jóns Skjaldar Helgasonar, starfs- manns Fiskifélags Íslands, er þessi kynningarstarfsemi samstarfsverk- efni Hafró og Fiskifélagsins og kost- uð með sérstöku framlagi á fjár- lögum Alþingis. Sagði Jón að þessi starfsemi hefði mælst ákaflega vel fyrir meðal skólanna. Í sjóferðinni sem yfirleitt tekur um þrjá tíma eru nemendum kynnt helstu stjórn- og öryggistæki. Þá eru veiðafæri sýnd í notkun og virkni þeirra útskýrð, s.s. handfæra og fiskitrolls. Þá fer fram fræðsla um það svæði sem verið er á hverju sinni auk þess að kynnt er starfsemi Hafrannsóknastofnunar. Það eru skipstjórnarmenn sem sjá um fræðsluna hverju sinni en einnig annast fiskifræðingar þá fræðslu sem tengist lífríki sjávar. Nemendur 10. bekkjar kynnast sjó- mennskunni Morgunblaðið/Gunnar KristjánssonLagt frá bryggju í Grundarfirði. Grundarfjörður ÍBÚÐARHÚSIÐ í Viðvík við Stykk- ishólm heyrir nú sögunni til. Ákveðið var að brenna húsið og hafa verklega æfingu hjá slökkviliðinu í leiðinni. Húsið var í eigu Stykkishólmsbæjar og var búið að dæma það til niður- rifs. Menn frá Brunamálastofnun voru á staðnum til aðstoðar og leið- beininga, en þeir fara um landið og kenna réttu handbrögðin við slíkar æfingar. Æfingin gekk mjög vel, kveikt var í húsinu þrisvar sinnum og slökkt aftur, en að lokum fékk það að brenna til grunna. Viðvík var ein af hjáleigum frá Grunnasundsnesi, en sú jörð átti allt land er Stykkishólmur er byggður á. Húsið í Viðvík var orðið mjög gam- alt, og hafði oft verið byggt við það í gegnum árinu. Lengst bjó í Viðvík Pétur Jónsson frá Kóngsbakka. Hann flutti þangað árið 1946 og bjó þar í yfir 30 ár. Síðustu 20 árin hefur ekki verið búið í Viðvíkurhúsinu og hefur slökkviliðið notað það til æf- inga. Æfðu brunavarnir með því að kveikja í Viðvík Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason Íbúðarhúsið í Viðvík í ljósum log- um. Það var í eigu Stykkishólms- bæjar og hafði lokið hlutverki sínu. Stykkishólmur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.