Morgunblaðið - 16.11.2002, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 16.11.2002, Qupperneq 33
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. NÓVEMBER 2002 33 TVÆR sýningar verða opnaðar í Galleríi Skugga, Hverfisgötu 39, í dag, laugardag, kl. 16, Minni og Flugufótur. Á efri hæð sýnir Rósa Sigrún Jónsdóttir verkið Minni og er efniviðurinn smáhlutir sem hún hefur tekið úr náttúrunni á ferða- lögum sínum um hálendi Íslands. Verk Rósu eru gjarnan rýmis- innsetningar eða tengjast sérstak- lega aðstæðum á hverjum stað. Handverk kvenna er henni hand- gengið og hún flækist mikið um há- lendi Íslands og gætir þess í verk- um hennar. Um sýninguna í Skugga segir hún m.a.: „Úr þessum ferðum um landið kem ég stundum með minja- gripi, oftast einhverja smáhluti, bein, stein eða kannski bara nagla. Ég er samt alltaf með hálfgert samviskubit þegar ég færi eitthvað úr skorðum og með brottnáminu hef ég breytt ásýnd staðarins var- anlega og líður þess vegna eins og ég hafi unnið náttúruspjöll sem mér finnst tímabært að bæta fyr- ir.“ Rósa Sigrún útskrifaðist úr skúlptúrdeild Listaháskóla Íslands 2001. Hún hefur verið virk í listsköpun og sýningarhaldi frá því að hún út- skrifaðist og stafar nú um stundir með listhópnum Viðhöfn og rekur m.a. Opna galleríið. Flugufótur nefnist sýning í klefa og kjallara Skugga. Þar sýnir Stella Sigurgeirsdóttir verk unnin í ólíka miðla; gifs, plast, bývax, pappír og hljóð. Öll tengjast verkin flugnaríkinu á einn eða annan hátt. „Kveikju verkanna má rekja til tungumálsins og þess fjölbreytta forða flugnaorðtaka sem þar er að finna. Hér eru túlkuð á nýjan hátt kunn orðtök eins og „að fá flugu í höfuðið“, „að gera úlfalda úr mý- flugu o.s.frv.,“ segir Stella. Stella útskrifaðist frá Listahá- skóla Íslands úr grafíkdeild árið 2000 og hefur starfað óslitið að list sinni síðan. Flugufótur er sjötta einkasýning Stellu en hún hefur að auki tekið þátt í samsýningum. Sýningarnar standa til 1. desem- ber og eru opnar alla daga kl. 13– 17, nema mánudaga. Verk úr réttu samhengi Morgunblaðið/Kristinn Stella og Rósa Sigrún líta upp frá verkum sínum í Skugga. alltaf á föstudögum www.avon.is Snyrtivöruverslun opin allan sólarhringinn EK skrifar um KK KK ólst upp í faðmi ameríska draumsins í Kaliforníu sem á endanum snerist upp í martröð. Á Íslandi uppgötvaði hann tónlistina og við honum blasti taumlaust frelsið með öllum sínum fylgifiskum. Á erlendri grund átti KK svo eftir að bragða á mörgu af því óvenjulegasta sem lífið hefur upp á að bjóða. Liðnir tímar lifna við í meðförum Einars Kárasonar og ógleymanlegar persónur og sögur spretta upp. Saga úr veruleikanum sem gefur skáld- skapnum ekkert eftir. Einar Kárason ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N E H F. /S IA .I S - ED D 1 93 85 11 /2 00 2 Geisladiskur með fjórum gömlum blúslögum fylgir. www.edda.is KOMIN Í VERSLANIR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.