Morgunblaðið - 16.11.2002, Page 34

Morgunblaðið - 16.11.2002, Page 34
ÚR VESTURHEIMI 34 LAUGARDAGUR 16. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ „VIÐURKENNINGIN er ánægjuleg stað- festing á langri ferð, meira en þriggja áratuga ferð,“ sagði Martha Brooks, þegar greint var frá því í vikunni að bók hennar True Confess- ions of a Heartless Girl, sem kom út í tengslum við rithöfundaþingið í Winnipeg í september og hefur verið á metsölulista í Kan- ada síðan, hefði verið útnefnd til Bókmennta- verðlauna landsstjórans eða The Governor General’s Literary Award, í flokki unglinga- bóka. Verðlaunaathöfnin verður í Ottawa 19. nóvember og fær Martha þá m.a. skattfrjálsa ávísun upp á 15.000 kanadíska dollara, um 825.000 krónur, en ráðgert er að bókin verði gefin út í Bandaríkjunum í mars á næsta ári. „Þetta er dásamlegt,“ sagði Martha við Morgunblaðið þegar hún var tilnefnd til verð- launanna, „og tilfinningin er alltaf jafn góð,“ bætti hún við, en áður höfðu þrjár bækur hennar verið tilnefndar til þessara verðlauna. „Ég á mér tvær ástríður, bókaskrif og söng, og svona tilnefningar og verðlaun eru stað- festing á því að þessar ástríður skila ein- hverju.“ Martha segir að mikil goðsögn hafi ávallt fylgt Bókmenntaverðlaunum landsstjórans. Í enskum bókmenntum í 10. bekk hafi hún í fyrsta sinn lesið kanadíska skáldsögu. Sögu- svið bókarinnar hafi verið Halifax um 1917 og eftir lesturinn hafi hún hreinlega fallið fyrir landinu sínu, Kanada. „Höfundur bókarinnar hafði fengið Bókmenntaverðlaun landsstjór- ans og ég ákvað að taka hann mér til fyr- irmyndar. Fimmtán ára taldi ég að hugs- anlega gæti ég skrifað eins og hann. Síðan hef ég skrifað sjö bækur fyrir unglinga, en nýjasta bókin á reyndar líka erindi til fullorðinna, því þótt helsta persónan sé sautján ára stúlka eru allar aðrar persónur fullorðið fólk. Þetta er saga um frelsi, trú og töframátt ástarinnar.“ Djasssöngkona í fremstu röð Þótt bækur hennar séu vel kunnar í Kanada og Martha Brooks sé viðurkenndur og marg- verðlaunaður rithöfundur hefur hún ekki síður látið til sín taka á tónlistarsviðinu og þykir frá- bær djasssöngvari. Í haust fékk hún Tónlist- arverðlaun Manitoba, The Prairie Music Award, fyrir nýjasta geisladisk sinn, Change of Heart, sem var valinn besti djassdiskur sléttunnar. Hún hefur verið upptekin við tón- leikahald að undanförnu auk þess sem hún hefur æft með Simfóníuhljómsveit Winnipeg vegna fyrirhugaðra tónleika snemma á næsta ári. „Þessar ástríður, skrifin og tónlistin, hafa komið jafnvægi á líf mitt,“ segir hún, „og jafn- vægi skiptir mjög miklu máli í umhverfinu.“ Hún er eitthvað svo innileg og elskuleg og þótt hún gleðjist yfir verðlaunum haustsins á báðum sviðum raska þau ekki konunni sem á dótturina Kirsten með eiginmanninum Brian. Annað stendur henni nær. „Haustið hefur ver- ið ótrúlega spennandi, en hápunkturinn var þegar dóttir okkar trúlofaðist á þakkargjörð- arhátíðinni,“ segir hún. Til Íslands á næsta ári Fyrr á líðandi ári valdi verkefnisnefnd Þjóð- ræknisfélags Íslendinga í Vesturheimi, The International Visits Program, m.a. styrkþega úr hópi listamanna til að heimsækja Ísland í ár og á næsta ári er Martha Brooks í hópi þeirra útvöldu, en hún kemur til með að kynna bæk- ur sínar og halda tónleika á Íslandi á næsta ári. Í því sambandi hefur m.a. verið rætt um að bandarísk sjónvarpsstöð fylgi henni eftir á Djasshátíðinni í Reykjavík og sendi út efni með henni í Bandaríkjunum. „Þetta er spenn- andi verkefni og ég hlakka til að koma til Ís- lands í fyrsta sinn,“ segir listakonan, en hún á rætur að rekja til landsins; afi hennar í móð- urætt var Runólfur Marteinsson, sem skrifaði m.a. bókina Ævisaga séra Jóns Bjarnasonar, og kona hans var Ingunn Bardal. „Mig hefur langað til að heimsækja Ísland í mörg ár og fljótlega verður draumurinn að veruleika. Eft- ir því sem ég fræðist meira um íslenska upp- runann geri ég mér betur grein fyrir að margt af því sem ég hugsa, finn og geri kemur ómeð- vitað frá þessum rótum.“ Frelsi, trú og töframáttur ástarinnar Morgunblaðið/Steinþór Guðbjartsson Rithöfundurinn og djasssöngkonan Martha Brooks með verðlaunabókina og -diskinn. Æðstu bókmenntaverðlaun Kanada verða afhent í ýmsum flokkum á þriðjudag og er Martha Brooks frá Winnipeg á meðal verð- launahafa. Steinþór Guðbjartsson tók hús á rithöfundinum og djasssöngvaranum, sem er af íslenskum ættum í móðurætt. steg@mbl.is INGVELDUR Ýr Jónsdóttir og Guðríður St. Sigurðardóttir héldu tíu tónleika og komu að auki fram í fjórum skólum á þremur vikum vítt og breitt um Kanada, en fyrstu tónleikarnir voru reyndar í Minnesota í Bandaríkjunum. Þær segja að ferðin hafi heppnast von- um framar og þakka það ekki síst frábærri skipulagningu hjá Gail Einarson-McCleery, formanni verkefnisnefndar Þjóðræknisfélags Íslendinga í Vesturheimi, The Int- ernational Visits Program, sem skipulagði förina í samvinnu við Íslendingafélögin á hverjum stað. „Það var hvergi laus endi,“ segir Guðríður og áréttar að fyrir öllu hafi verið séð, „hvort sem það átti við lýsingu í sal eða athugun á því hvort við værum með ofnæmi fyrir einhverjum mat. Það er líka sér- stök ástæða til að minnast á gest- risnina hvar sem við fórum, en við bjuggum í heimahúsum á hverjum stað, og það var ennfremur gaman fyrir mig að fá tækifæri til að hitta marga ættingja mína vestan hafs.“ Hún segir að á skólatónleik- unum hafi þær náð vel til ungs fólks frá leikskólaaldri upp í há- skólaaldur og það hafi verið mjög mikils virði. Allir tónleikarnir hafi fengið mikla umfjöllun í fjöl- miðlum og geisladiskur þeirra hafi víða verið spilaður. Eins hafi vakið athygli þeirra að þótt víða hafi stór hluti áheyrenda verið af ís- lenskum ættum hafi líka verið margir, sem tengdust Íslandi eða Íslendingafélögum ekki á nokkurn hátt, og efnisskráin hafi ekki síður höfðað til þessara Kanadamanna og Bandaríkjamanna, sem hafi verið sérstaklega ánægjulegt. Lögin tenging við Ísland Ingveldur Ýr segir að þær hafi farið sem hvirfilvindur um Kan- ada. „Við vorum eins og söng- fuglar og það er mikils virði að fá tækifæri til að kynnast Kanada á þennan hátt, en við höfðum ekki gert okkur grein fyrir hvað Kan- ada hefur upp á mikla fjölbreytni að bjóða.“ Hún segir að ótrúlega mikil og jákvæð athygli hafi kom- ið þeim í opna skjöldu. „Fólk sýndi þakklæti sitt með því að standa á fætur og klappa okkur lof í lófa og það kom okkur á óvart hvað það var móttækilegt fyrir íslensku lögunum og tónlistarflutningi okk- ar.“ Stöllurnar voru með nokkrar mismunandi efnisskrár, allt frá því að vera með einungis íslensk verk yfir í fremur alþjóðlega efnisskrá með norrænni þungamiðju. „Það var sérstaklega gaman að syngja íslensk lög, einkum lög sem fólk hafði heyrt ömmur og afa syngja,“ segir Ingveldur Ýr. „Ég söng til dæmis Sofðu unga ástin mín og ég fann fyrir því hvað þetta var hjartnæmt og snerti marga.“ Í alþjóðlegum gæðaflokki Þær fengu ekki aðeins mjög góð viðbrögð hjá áheyrendum heldur var farið lofsamlegum orðum um þær í fjölmiðlum. Þar kom m.a. fram að þær hefðu verið góðir sendiherrar, flutningurinn verið í háum alþjóðlegum gæðaflokki og að þær hafi unnið stórsigur á hverjum stað. „Þetta er skemmti- legasta upplifunin á ferlinum,“ segir Ingveldur Ýr. „Það var gam- an að kynnast þessari tengingu fólksins við Ísland og hvaða áhrif sum íslensku lögin höfðu á það. Sum lög eru kannski ofnotuð á Ís- landi, en lag eins og Drauma- landið fær aðra merkingu í Vest- urheimi en við þekkjum á Íslandi. Þarna söng ég þetta lag jafnvel fyrir fólk sem hefur allt sitt líf þráð að fara til Íslands en við komum með það til þess á vissan hátt. Það var ólýsanleg tilfinning og þetta var allt svo jákvætt.“ Skemmtilegasta upplifunin á ferlinum Ljósmynd/Jón Einarsson Gústafsson Guðríður St. Sigurðardóttir, Gail Einarson-McCleery og Ingveldur Ýr Jónsdóttir eftir tónleikana í Toronto í lok ferðarinnar. Ingveldur Ýr Jóns- dóttir, mezzósópran, og Guðríður Steinunn Sigurðardóttir, píanó- leikari, komu víða fram í Vesturheimi á dögunum og fengu mjög góða dóma, bæði hjá almenningi og fjölmiðlum. DAVID Gislason, formaður Íslend- ingafélagsins Esju í Árborg í Mani- toba, segir að Þjóðræknisfélag Ís- lendinga í Vesturheimi (INL) sé á vissum tímamótum. Yngri kynslóðir séu að taka við af þeim eldri og á meðal unga fólksins sé aukinn áhugi á aukinni tengingu. Því hafi verið ákveðið að koma á sérstakri ferð til Íslands 2004 í þeim tilgangi að ræða framtíð þessara tengsla Íslendinga- félaganna og liðsmanna þeirra. Þetta kom fram hjá David á þjóð- ræknisþingi Þjóðræknisfélags Ís- lendinga um liðna helgi. Eins og Morgunblaðið greindi frá í vor var rætt um á ársþingi INL í Minnea- polis að stefna að því að efna til sam- eiginlegrar ráðstefnu INL og Þjóð- ræknisfélags Íslendinga á Íslandi 2004. Síðan hefur verið stofnuð und- irbúningsnefnd vestra undir forystu Davids til að skipuleggja ferðina sem hefur verið nefnd „Heim í átt- hagana 2004“. David segir að INL hvetji meðlimi þess til að vera góðir og trúir borg- arar, leggi áherslu á að þeir rækti tengslin við Ísland og viðhaldi ís- lensku máli og menningu. Nú vakni hins vegar sú spurning, hvað sé ís- lensk menning um þessar mundir, og hugmyndin sé að það verði yf- irskrift ráðstefnunnar eftir tvö ár. Þátttakendur geti kynnst menning- unni í Reykjavík og farið svo norður í Glaumbæ í Skagafirði, þar sem þeir geti séð hvernig lífshættirnir voru fyrir 200 árum og jafnvel hvernig líf- ið var fyrir 1.000 árum, en í Vest- urfarasetrinu á Hofsósi geti þeir svo kynnst stöðunni eins og hún var þegar vesturfararnir fóru frá land- inu. „Þetta er spennandi verkefni og við getum lært mikið af svona ferð, en mikil og góð samskipti skipta öllu máli,“ segir David. Eiður Guðnason sendiherra og að- alræðismaður í Winnipeg tók í sama streng, en hann sagði m.a. í erindi sínu að mikilvægt væri að utanrík- isráðuneytið héldi úti starfsmanni til að annast tengslin við fólk af íslensk- um ættum í Manitoba og vestur- hluta Kanada, því sendiráðið í Ottawa hefði ærin verkefni við hin hefðbundnu sendiráðsstörf. Hann minntist á nauðsyn þess að greiða fyrir heimsóknum í báðar áttir með því að skipuleggja leiguflug meðan ekki væri reglubundið áætlunarflug milli Íslands og Kanada og sagði að það myndi efla og styrkja samskipt- in, ef íslenska ríkið ætti gestaíbúð í Gimli. Sigrid Johnson, forseti INL, gerði grein fyrir framtíðarsýn varðandi samstarf þjóðræknisfélaganna og sagði að miklar vonir væru bundnar við starf nefndar um málið sem ætti að skila tillögum á þjóðræknis- þinginu í Edmonton í byrjun maí á næsta ári. „Það verður mjög mik- ilvægt þing og vonandi fáum við marga gesti frá Íslandi,“ sagði hún. Morgunblaðið/Golli Markús Örn Antonsson, formaður Þjóðræknisfélags Íslendinga, Sigrid Johnson, forseti INL, og David Gislason á þjóðræknisþinginu í Reykjavík. Fjölmenni að vestan heim í átthagana 2004 Samskiptin skipta öllu máli

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.