Morgunblaðið - 16.11.2002, Side 37

Morgunblaðið - 16.11.2002, Side 37
HEILSA MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. NÓVEMBER 2002 37 Verið velkomin á Radison SAS Hótel Ísland, Ármúla 9, 108 Reykjavík, Sími 869 5450 Lau. 16. nóv. 9-21 Sun.17. nóv. 9-21 Mán. 18. nóv. 9-21 Mikið úrval af viðurkenndum efnum innfluttum frá Englandi, Frakklandi og Ítalíu Tökum við kreditkortum Sendingarkostnaður og tryggingar innifaldar í verði Herrar 2 jakkaföt 2 skyrtur 2 silkibindi Aðeins 39.000 Dömur 2 dragtir 2 silkiblússur 2 silkislæður Aðeins 39.000 Herrar (fyrir athafnamanninn) 3 jakkaföt 3 skyrtur (silki/bómull) 3 silkibindi Aðeins 65.000 Dömur (fyrir athafnakonuna) 3 dragtir 3 silkiblússur 3 silkislæður Aðeins 65.000 P Gerum einnig tilboð eftir þínum óskum Klæðskera saumuð föt fyrir dömur og herra „MAXIMUM AWARDED TAILOR 2001“ „GRAND SALE WINTER 2002“atricks International Tailoring KOSTAR MINNA A‹EINS A‹ KEILUGRANDA 1, 200 METRA FRÁ JL HÚSINU í lagerhúsnæ›i Krónunnar OPI‹ VIRKA DAGA 12-18 OG 11-16 UM HELGAR f a s t la n d - 8 4 2 3 50% afsláttur LAGERSALA Á JÓLASKRAUTI, GJAFAVÖRU, VERKFÆRUM, BÚSÁHÖLDUM OG MÖRGU FLEIRA! M EÐ auknum fjölda fólks sem er of þung- ur vex fjöldi þeirra sem fá sykursýki af gerð 2. Árið 1985 var áætlað að í heiminum væru 30 millj- ónir manna með sykursýki. Árið 1995 var talan komin í 135 milljónir og árið 2000 í 177 milljónir. Alþjóðaheilbrigð- ismálastofnunin áætlar að árið 2025 verði fjöldi fólks með sykursýki orðinn 300 milljónir. Sykursýki af gerð 2 á eftir að verða þjóðfélaginu dýr baggi, en það sem er enn verra er að hún hefur í för með sér aðra sjúkdóma og að fólk deyr fyrir aldur fram. Forvarnir Besta leiðin til að koma í veg fyrir að þessi spá rætist eru forvarnir, bæði til að fækka þeim sem fá sykursýki og koma í veg fyrir fylgikvilla sjúkdómsins. Ráðin eru í sjálfu sér einföld:  Haltu þyngdinni í skefjum.  Hreyfðu þig reglulega.  Borðaðu fjölbreyttan og hollan mat í hófi. Einkenni Einkenni sykursýki af gerð 2 geta verið lúmsk. Helstu einkennin eru:  Þorsti  Tíð þvaglát  Sjóntruflanir  Kláði í nára eða fótum  Þreyta Hafðu samand við lækninn þinn ef þú hefur þessi einkenni og láttu mæla blóðsykurinn. Góð ráð fyrir sykursjúka Fyrir þá sem þjást af sykursýki af gerð 2 er mikilvægt að hafa eftirfarandi ráð í huga:  Margir eru of þungir og verða að grenna sig – hugsanlega þarf þá ekki lyf.  Hollur matur – lítil fita, grófmeti, grænmeti, forðast sykur og borða 5–6 máltíðir á dag.  Ekkert tóbak og áfengi í hófi.  Fylgjast með blóðþrýstingnum og blóðfitunni.  Hreyfa sig í að minnsta kosti hálftíma á dag.  Reglulegt eftirlit hjá lækninum þínum.  Vegna hættu á blóðrásartruflunum þarf að passa fæturna vel. Fræðsluefni Samtaka sykursjúkra Samtök sykursjúkra standa nú fyrir fræðsluherferð í því augnamiði að vekja athygli fólks á því hvernig draga megi úr hættu á að fá sykursýki af gerð 2 og minnka líkur á fylgikvillum sjúkdómsins. Samtökin hafa gefið út fræðsluefni fyrir almenning og heilbrigðistarfsfólk sem nálgast má á heilsu- gæslustöðvum, í apótekum og hjá Samtökum sykursjúkra. Anna Björg Aradóttir hjúkrunarfræðingur Frá Landlæknisembættinu Heilsan í brennidepli Lifðu lengur – lifðu betur Sykursýki er vaxandi vandamál. Reglubundin hreyfing og hollt mataræði dregur úr áhættu. GAGNASAFN MORGUNBLAÐSINS mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.