Morgunblaðið - 16.11.2002, Side 38

Morgunblaðið - 16.11.2002, Side 38
38 LAUGARDAGUR 16. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. G EORGE W. Bush Bandaríkjaforseti vann tvo stórsigra í síðustu viku. Annars vegar í þing- kosningunum þriðjudaginn 5. nóvember og hins vegar í öryggisráði Sameinuðu þjóð- anna (SÞ) föstudaginn 8. nóvember. Raunar var því haldið á loft í fjölmiðlum, að nú vissu menn fyrir hvaða orð stafurinn W. stæði – millinafn forsetans væri Winner, eða sigurvegari. Repúblíkanar, flokksbræður forsetans, juku þing- mannafjölda sinn í báðum deildum Bandaríkjaþings og eiga nú meirihluta bæði í fulltrúadeildinni og öld- ungadeildinni. Er það einstætt, sögulegt afrek repúblík- ana á forsetastóli að ná þessum árangri á miðju kjör- tímabili sínu. Forsetinn getur fagnað sigrinum með góðri samvisku, því að hann lagði hart að sér og raunar allt und- ir í kosningabaráttunni. Eftir hinn nauma sigur yfir Al Gore í forsetakosning- unum haustið 2000, er meira virði en ella fyrir Bush að ná þessum góða árangri í þingkosningunum. Hann eyðir með því öllum vangaveltum um, að hann hafi óljóst eða veikt umboð til að leiða bandarísku þjóðina. Einróma samþykkt öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna á tillögu Bandaríkjamanna um hertar og ótvíræðar aðgerð- ir til að knýja Saddam Hussein, einræðisherra í Írak, til að uppræta gjöreyðingarvopn sín, veitir síðan George W. Bush skýrt umboð til að beita herafla Bandaríkjamanna. x x x Sigurganga Bush í síðustu viku gengur þvert á allar hrakspár andstæðinga hans innan og utan Bandaríkj- anna. Honum hefur tekist að ná markmiði sínu og tryggja sér samtímis aukið fylgi heima fyrir og einhuga samstöðu í öryggisráðinu. Hér á þessum vettvangi var því haldið fram, eftir að Bandaríkjaþing samþykkti stuðning við Bush í Íraksmál- inu og það var lagt fyrir öryggisráð SÞ, að heiður Samein- uðu þjóðanna væri í húfi. Innan vébanda þeirra yrðu þjóð- ir heims að hafa þrek til að fylgja eftir fyrri samþykktum um afvopnun Saddams Husseins. Ef það gerðist ekki, yrðu samtökin marklaus. Ég átti þess kost að hlusta á umræður í öryggisráði SÞ í aðdraganda þess, að tillaga Bandaríkjamanna var lögð fyrir það. Varð mér betur ljóst eftir það en áður, að með öllu er óviðunandi fyrir Sameinuðu þjóðirnar að líða fram- komu Saddams Husseins lengur. Hann hefur haft sam- þykktir þeirra að engu í fjögur ár. Að álasa Ban stjórn fyrir að hvetja Sameinuðu þjóðirnar til d þessa máls, er fráleitt, ef menn vilja á annað bo samtökin hafi einhverju hlutverki að gegna. Thomas L. Friedman, dálkahöfundur við Th York Times og sérfræðingur í samskiptum Ban anna við arabalöndin, sagði síðastliðinn miðvik einróma samþykkt öryggisráðsins 8. nóvember kveikt fyrstu vonina um betri framtíð í brjósti s 11. september 2001. „Í fyrsta sinn síðan þá virtist þjóðasamfélagi tilbúið til að ýta öllum menningarlegum, trúarl hernaðarlegum ágreiningi sínum til hliðar til að hnattræna reglu – að ríki sem nauðgaði nágran og hefði að engu kröfur SÞ um að uppræta gjör arvopn sín, kæmist ekki upp með það,“ segir F og spyr síðan: „Hvernig gerðist þetta? Í stuttu máli má seg höfum kynnst dálitlu furðulegu í síðustu viku – þar sem aðeins er eitt voldugt risaveldi, verði v yggisráðs SÞ jafnvel meiri en áður en ekki min ar, Rússar og Kínverjar komust að því, að best ið gegn yfirþyrmandi mætti Bandaríkjamanna líklega ekki að hundsa hann, heldur að beina ho gegnum SÞ. Og menn Bush komust að því, að b til að beita þessum mikla mætti á lögmætan há að eigin vali – fælist ekki í því einu að láta til sk skríða heldur að beina honum í gegnum SÞ.“ x x x Sú mynd af utanríkisstefnu George W. Bush einkennist af einangrunarhyggju og ofurtrú á e Bandaríkjanna til að fá sitt fram með einhliða a á ekki við rök að styðjast. Myndin er líka oftast andstæðingum Bandaríkjastjórnar heima fyrir lendis. Árásin á New York og Washington 11. septe hefur ekki orðið til þess að ýta undir einangrun Bandaríkjastjórnar. Þvert á móti hefur stjórni fram um að virkja sem flesta í baráttunni við hr verkamenn og aðra illvirkja. Henni tókst það í sinni til að koma talibönum frá völdum í Afgani réttu ári. Sú aðgerð tók mun skemmri tíma en og leiddi ekki til þeirra allsherjarátaka, sem ma spáðu. VETTVANGUR Bush saumar að Sad Eftir Björn Bjarnason N Ú ÞEGAR hin nýja forystu- sveit Kína er að koma í ljós hafa augu manna beinst að eftirmanni Jiang Zemins forseta. Það gefur hins veg- ar ekki rétta mynd þar sem mikilvægasta augnablikið á breytinga- og útþenslu- skeiði Kína var líklega árið 1998 er Zhu Rongji var skipaður í forsæti Ríkisráðsins en þeirri stöðu hafði Deng Xiaoping gegnt áður. Í ljósi hins augljósa vægis þeirrar stöðu gæti það reynst enn mik- ilvægara hver tekur við af Zhu en það að Jiang Zemin hverfi af sviðinu. Jafnvel áður en hann varð forsætisráð- herra var litið á Zhu, er áður var formað- ur bankaráðs kínverska seðlabankans, sem manninn á bak við 8% árlegan hag- vöxt Kína á síðasta áratug og þann er lagt hafði á ráðin um að ráða niðurlögum verð- bólgunnar. Segja má að Zhu hafi verið í hlutverki eins konar kínversks Jacks Welch, hins harðsnúna aðalstjórnanda General Electric um árabil, er gat sér orð fyrir hreinskilni sína, heimsborgaralega siðfágun og stöðugar kröfur um árangur. Raunar var Zhu þekktur fyrir að refsa þeim er stóðu ekki undir væntingum hans. Þegar hann gegndi embætti borg- arstjóra Shanghai refsaði hann eitt sinn embættismönnum á skrifstofu ferðamála- ráðs með því að láta þá sjálfa skrúbba al- menningssalerni borgarinnar. Skömmu eftir að hann var skipaður for- sætisráðherra hélt Zhu ræðu þar sem hann setti fram „loforðin þrjú“. Hann hét því að með þremur róttækum aðgerðum yrði tryggð breyting í átt að öflugu og sjálfbæru hagkerfi. Í fyrsta lagi lofaði hann því að end- urskipuleggja 300 þúsund ríkisfyrirtæki sem réðu enn yfir yfirgnæfandi meiri- hluta af kínversku viðskiptalífi og voru þungamiðja kínversks efnahagslífs. Rúm- lega 70% þessara fyrirtækja voru rekin með tapi og var haldið uppi með rík- isstyrkjum. Rétt eins og Welch hét því að „laga, leggja niður og selja“ þær deildir General Electric sem skiluðu ekki arði er hann tók við fyrirtækinu hótaði Zhu að reka stjórn- endur þeirra kínversku fyrirtækja er rek- in voru með tapi tvö ár í röð. Að því búnu myndi hann annaðhvort leggja fyrirtækin niður eða selja þau. Þetta knúði fram einkavæðingu ríkisfyrirtækja og skrán- ingu á markað eða þá að rekstur þeirra var tekin breyting stýringu er enn ei Í öðru skrifa þæ „alþjóðleg ljóst var arnir höf Zhu Rongji endurme Eftir Kenichi Ohmae © The Project Syndicate. Hu Jintao varaforseti og Zhu Rongji forsætisráðherra b segir að Rongji, sem nú er að hverfa úr forystusveit Kína NÝI OG GAMLI LANDBÚNAÐURINN Neytendur eiga í vændum lægraverð á kjúklinga- og svínakjötiá næstu vikum og mánuðum vegna mikils framboðs af þessum kjöt- vörum. Eftirspurn eftir þessum afurð- um hefur aukizt verulega á síðustu ár- um, þannig kemur fram í Morgun- blaðinu í gær að árið 1995 borðaði hver Íslendingur 6,4 kíló af kjúklingi, en í fyrra var þessi tala 13,2 kíló. Margir spá enn frekari stækkun markaðarins. Í því ljósi er eðlilegt að kjötframleið- endur hafi bæði viljað auka fram- leiðslugetu sína og lækka verðið til að vera í stakk búnir að ná til sín sem stærstum hluta þeirra auknu við- skipta. Hörð samkeppni er á milli framleiðenda og afurðafyrirtækja á kjúklinga- og svínakjötsmarkaðnum og neytendur njóta góðs af. Ætla má að hún geti enn harðnað í framtíðinni með vaxandi innflutningi þessara afurða og framleiðendur þurfa jafnframt að hugsa fyrir því þegar þeir verðleggja vöru sína. Eins og fram kemur í fréttaskýringu í blaðinu í gær má eflaust spyrja, hvort menn hafi farið sér of hratt í að auka framleiðslugetuna. Þannig eru margir kjúklingaframleiðendur að tapa pen- ingum. Eðli frjáls markaðar er hins vegar að framboð og eftirspurn nær jafnvægi. Ef um raunverulega offram- leiðslu á kjúklinga- og svínakjöti er að ræða, má gera ráð fyrir að einhverjir framleiðendur heltist úr lestinni. Aðrir munu lifa, enda vill fólk áfram kaupa kjúklinga- og svínakjöt, sennilega í auknum mæli eins og áður sagði. Það athyglisverða við þessa þróun, er að hún á sér stað í þeim geira land- búnaðarins, sem ekki er reyrður í höft og miðstýringu og nýtur ekki veru- legra ríkisstyrkja nema þá óbeint í formi innflutningshafta og tolla á er- lent kjöt. Leið framleiðenda til að glíma við afleiðingar mikillar fram- leiðslu er að lækka verðið á henni. Enginn borgar þeim milljarða úr sjóð- um skattgreiðenda fyrir að draga úr framleiðslunni, enginn gerir kröfu um að hluti framleiðslunnar sé fluttur til útlanda til að halda verðinu innanlands uppi, enginn lætur sér detta í hug að henda framleiðslunni, urða hana eða geyma hana endalaust í frysti með til- heyrandi kostnaði. Þetta eru aðferðir, sem tilheyra hinu gamla, ófrjálsa land- búnaðarkerfi. Nú sjáum við hins vegar að hinir frjálsu viðskiptahættir á kjúklinga- og svínakjötsmarkaðnum eru farnir að hafa neikvæð áhrif á hefðbundnu bú- greinarnar, sem eru ríkisstyrktar, bundnar á klafa miðstýringar og rekn- ar án nokkurrar innbyrðis samkeppni að ráði. Eðlilega bætir lækkandi verð samkeppnisstöðu svína- og kjúklinga- kjöts gagnvart t.d. kinda- og nauta- kjöti. Þess vegna minnkar salan á síð- arnefndu vörunum, þótt þær séu sízt minni að gæðum, og framleiðendur þeirra eru nauðbeygðir að lækka verð- ið. Þeir eru hins vegar fjötraðir í alls kyns kvóta og önnur höft og í raun bannað að keppa við aðra framleiðend- ur í sömu grein. Einstakir framleið- endur eiga þess því ekki kost að taka sömu áhættu og svína- eða kjúklinga- framleiðendur með því að auka fram- leiðsluna og lækka verðið í því skyni að stækka markaðinn og standa betur að vígi þegar samkeppnin hefur lagt að velli þá, sem lakar standa sig. Niður- staðan er sú að allir lepja dauðann úr sömu skel. Eftir því sem sá geiri landbúnaðar- ins stækkar, þar sem markaðslögmálin fá að njóta sín, blasir betur við hvað hefðbundnu búgreinarnar, þar sem dauð hönd ríkisafskiptanna heldur enn um stjórnartaumana, eru í vonlausri stöðu. Það hlýtur að vera jafnt hagur framleiðenda og neytenda til lengri tíma litið að þessu kerfi verði útrýmt og markaðslögmálin fái að njóta sín. KRAFTUR FRUMKVÖÐLA Frumkvöðlar eru drifkraftur ný-sköpunar í þjóðlífinu. Samkvæmt alþjóðlegri rannsókn, sem greint var frá í Morgunblaðinu í gær, er starfsemi frumkvöðla talsvert meiri hér á landi en á öðrum Norðurlöndum og lendir Ís- land í 10. sæti af þeim 37, sem tóku þátt. Háskólinn í Reykjavík tók þátt í rannsókninni fyrir Íslands hönd. Sam- kvæmt henni töldust 11% Íslendinga á aldrinum 18 til 64 ára til þeirra, sem taka þátt í frumkvöðlastarfsemi á síð- asta ári. Svo dæmi sé tekið var hlut- fallið 10,5% í Bandaríkjunum og 9% á Írlandi. Ýmsar ástæður liggja að baki því að munur er á Íslandi og öðrum Norður- löndum í þessum efnum. Íslenskt þjóð- félag er ungt og í því er að finna mikið svigrúm. Fyrir vikið getur verið auð- velt að athafna sig og hrinda hlutum í framkvæmd. Smæð þjóðfélagsins stendur frumkvöðlum fyrir þrifum að því leyti að neytendahópurinn er ekki stór, en á móti kemur að mun auðveld- ara er að komast áfram og vekja á sér athygli en í stærri þjóðfélögum og ekki er fjarri lagi að ætla að fámennið ýti að einhverju leyti undir sjálfstraust. Í það minnsta gerir fólksfæðin það að verk- um að oft þarf minna til að menn séu látnir axla ábyrgð, en í stærri þjóð- félögum, án þess að það þyki sérstak- lega merkilegt og í raun sjálfsagt. Í slíku andrúmslofti verður til ákveðið hugarfar, sem ryður burt hindrunum og ýtir undir framtakssemi og gæti skýrt þann mun milli Íslands og hinna Norðurlandanna, sem kemur fram í frumkvöðlarannsókninni. Á hinum Norðurlöndunum eru hlut- irnir í mun fastari skorðum. Áhersla er lögð á skipulag, röð og reglu. Fyrir vik- ið er ekki jafnárennilegt að ráðast í ný verkefni og freista þess að láta hug- myndir rætast. Þannig er ekki hlaupið að því hjá nágrönnum okkar að opna verslun þar sem samkvæmt skipulagi á að vera opinber starfsemi, en hér á landi er kerfið mun viðráðanlegra. Hlutverk frumkvöðulsins er mikil- vægt í hverju landi, en ekki síst í litlu landi, þar sem nauðsynlegt er að ný- sköpun sé stöðug og leita verður leiða til að draga úr einsleitni í efnahagslíf- inu. Könnunin, sem hér er vitnað til, sýnir að á Íslandi ríkir ákveðinn frum- kvöðulsandi og hann verður að virkja með því að tryggja að kerfið sé á bandi frumkvöðla en ekki dragbítur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.