Morgunblaðið - 16.11.2002, Side 39

Morgunblaðið - 16.11.2002, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. NÓVEMBER 2002 39 R EYKJAVÍK og landsbyggðin í breyttu alþjóðlegu umhverfi voru um- fjöllunarefni fyr- irlestrar Stefáns Ólafssonar pró- fessors á Vísindadögum Háskóla Íslands. Fundurinn var til marks um þá hugsun að háskólasamfé- lagið leggi sitt af mörkum við að greina þau álitaefni sem efst eru á baugi hverju sinni. Framlag Stefáns til umræðunnar um áhrif hnattvæðingar fyrir Ísland var mjög til skilningsauka og jafn- framt var áhugavert að kynnast þeim sjónarmiðum sem sett voru fram í vel skipuðu pallborði. Kristján Júlíusson bæjarstjóri á Akureyri andmælti því sér- staklega að rætt væri um Eyja- fjörð sem mótvægi við Reykja- vík. Hann vill nota orðið valkostur þess í stað. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri tók undir. Þátttakendur í pall- borðinu virtust í meginatriðum sammála um að landsmenn ættu sameiginlega hagsmuni af því að höfuðborgarsvæðið stæðist al- þjóðlega samkeppni um fólk, fjármagn og fyrirtæki. Þetta er án efa uppskera byggðaumræðu síðustu ára. Slík samstaða hefði verið óhugsandi fyrir fáeinum misserum. Hið sameiginlega verkefni er að gera Ísland að val- kosti fyrir komandi kynslóðir. Þar mun þróun höfuðborg- arsvæðisins ráða úrslitum. Samkeppni borga og borg- arsvæða er þegar orðin að veru- leika á heimsvísu og ástæða er til að ætla að hún muni fara harðn- andi. Áhugavert er að velta fyrir sér hvaða lærdóm við getum dregið af byggðaþróun á Íslandi þegar alþjóðleg samkeppni borg- arsvæða er annars vegar. Lík- lega er ekki hægt að fullyrða neitt um það. Lítum þó á vís- bendingar. Í niðurstöðum rann- sókna Stefáns Ólafssonar á byggðaþróun á Íslandi frá 1997 kemur fram að það sem ræður úrslitum um flutning fólks af landsbyggðinni til höfuðborg- arsvæðisins er einkum þrennt: óánægja með búsetuskilyrði, at- vinnuþróun og kvótakerfi í sjáv- arútvegi. Búsetuskilyrðin vega þyngst af þessu þrennu. Skipti þau jafnmiklu máli fyrir sam- keppnisstöðu Reykjavíkur í al- þjóðlegu samhengi er augljós styrkur í því fólginn að þegar mæld er „ánægja með lífið í evr- ópskum borgum“ er Reykjavík einna efst á blaði. Þetta kemur fram í rannsókn sem unnin var með þátttöku Borgarfræðaset- urs árið 2000. Aðeins Helsinki var feti framar. Engin evrópsk borg tók Reykjavík hins vegar fram þegar kom að „ánægju með starfið“. Kvótakerfi í sjávarútvegi hef- ur aðeins óbein áhrif á sam- keppnisstöðu Reykjavíkur. At- vinnuþróun er án efa úrslitaatriði. Það er því fyllsta ástæða til að bregða ljósi á rekstrarumhverfi og vaxtarskil- yrði fyrirtækja í alþjóðlegum samanburði. Nýleg skýrsla KPMG sem kynnt var í sept- emberlok virðist sýna sterka samkeppnisstöðu Reykjavíkur. Borinn var saman viðskipta- kostnaður á 87 borgarsvæðum í 7 löndum Evrópu auk Bandaríkj- anna og Japans. Samanburð- urinn náði til 14 mismunandi teg- unda atvinnurekstrar innan iðnframleiðslu, hugbún- aðargerðar, hátækni og fyr- irtækjaþjónustu. Viðskipta- kostnaðurinn var reiknaður út frá kostnaði við vinnuafl sem vó þyngst, skattaumhverfi, flutn- ingskostnaði á markað viðkom- andi vöru, orkukostnaði auk kostnaðar við lóðir, byggingu og leigu á atvinnuhúsnæði. Niðurstöður samanburðarins voru þær að Reykjavík hafði lægstan viðskiptakostnað miðað við meðaltal borga samanburð- arlandanna í 9 af 14 tegundum atvinnurekstrar. Aðeins borgir í Kanada höfðu að jafnaði lægri viðskiptakostnað en Reykjavík. Þegar rýnt er í niðurstöðurnar kemur raunar fram að þær eru ekki eins einsleitar og virðist í fyrstu. Þannig stendur Reykja- vík sterkt í samanburði við með- altal samanburðarlandanna en er ekki alltaf lægri en einstakar borgir í löndunum. Almennt gild- ir að minni borgir Evrópu hafa gjarnan lægri viðskiptakostnað en hinar stærri. Þær búa margar einstökum atvinnugreinum betri skilyrði en Reykjavík og það á jafnvel við um einstaka stór- borgir á afmörkuðum sviðum og jafnvel að meðaltali. Þar skiptir þó máli að kostnaður matvæla- og plastiðnaðar reiknast sérlega hár í Reykjavík og dregur það meðalkostnað borgarinnar um- talsvert upp. Reykjavík er til að mynda með lægstan kostnað allra borganna 87 þegar litið er til fyrirtækjaumhverfis á sviði líf- tækni, hugbúnaðargerðar, net- þjónabúa og netlausna. Þótt niðursstöður sam- anburðarskýrslu KPMG hafi þannig verið í meg- inatriðum jákvæðar verður þó að hafa skýran fyrirvara. Gengi krónunnar sem við var miðað við vinnslu henn- ar breyttist umtalsvert frá því gagnasöfnun lauk og þar til hún var kynnt. Þetta rýrir ekki aðeins gildi skýrslunnar við kynningu á Reykjavík sem fjár- festingarkosti heldur vekur brýnar spurningar um stöð- ugleika efnahagslífsins í landinu. Gengissveiflur eru grundvall- aratriði í rekstrarumhverfi at- vinnulífsins. Þær gera fyr- irtækjum erfitt að gera áreiðanlegar framtíðaráætlanir, ná til sín erlendu fjármagni svo ekki sé minnst á hættu á verð- bólgu og tilheyrandi launaskriði. Stöðugleiki í efnahagslífi og gengismálum hlýtur því að vera eitt mikilvægasta verkefnið til að tryggja samkeppnisstöðu höf- uðborgarsvæðisins og landsins alls til framtíðar. Verkefnin eru þó mun fleiri. Sterk áhrif búsetuskilyrða á flutning fólks milli landshluta ættu að verða stjórnvöldum til- efni til að setja lífsgæði íbúa einna efst í forgangsröð stefnu- mörkunar sinnar um samkeppn- ishæfni samfélagsins. Menntun, menning, öryggi og fallegt um- hverfi eiga að vera meðal aðal- áhersluatriða stjórnvalda til að styrkja stöðu höfuðborgarsvæð- isins í hnattvæddum heimi. At- vinnulífinu á þó ekki síður að búa frjótt umhverfi. Um þetta snúast meðal annars hugmyndir um að gera þekkingarþorp í Vatnsmýri að veruleika. Þar eiga sprotafyr- irtæki að eiga þess kost að vaxa úr grasi í návígi við rannsóknar- og háskólastofnanir. Hið al- menna fyrirtækja- og frumkvöðl- aumhverfi verður þó raunar allt að vera til sífelldrar skoðunar, hvort sem rætt er um skatta og önnur opinber gjöld, óþarflega flóknar reglur eða skrifræði sem full ástæða getur verið til að gera uppskurð á. Verkefni næstu ára er í stuttu máli, að Reykjavík skipi sér jafnan í hóp þeirra borgarsvæða þar sem hvað best er að stofna og reka fyrirtæki. Samkeppnisstaða Reykjavíkur Eftir Dag B. Eggertsson ’ Reykjavík á aðskipa sér í hóp þeirra borgarsvæða þar sem hvað best er að stofna og reka fyrirtæki. ‘ Höfundur er læknir og borgarfulltrúi. ndaríkja- dáða vegna orð, að he New ndaríkj- udag, að r hefði sér síðan ið vera legum og ð setja nna sínum reyðing- Friedman gja, að við – að í heimi, vegur ör- nni. Frakk- ta mótvæg- a væri onum í besta leiðin átt – í stríði karar h, að hún eigin mátt aðgerðum, t dregin af r og er- ember 2001 narstefnu n lagt sig ryðju- viðleitni istan fyrir spáð var argir Nú hefur öryggisráð SÞ sameinast um tillögu Banda- ríkjastjórnar gegn gjöreyðingarvopnum Saddams Huss- eins. Hans Blix, yfirmaður eftirlitsaðgerða SÞ, ætlar að fara til Bagdad á mánudaginn. Einræðisherrann í Írak samþykkti á miðvikudag, tveimur dögum fyrir lok frests- ins, sem honum var gefinn, að hlíta ályktun öryggisráðs- ins nr. 1441. Þar eru Írökum gefin fyrirmæli um að af- vopnast eða taka ella „alvarlegum afleiðingum“ þess að gera það ekki. x x x Írakar höfðu sjö daga frá samþykkt ályktunar örygg- isráðsins til að fallast á að hlíta henni. Hefðu þeir neitað því, jafngilti það stríðsyfirlýsingu. Írakar hafa allt að 30 dögum til að skýra frá því, hvernig þeir hafa staðið að áætlunum um efnavopn, líf- ræn vopn og kjarnorkuvopn og smíði flugskeyta eða eld- flauga. Bandaríkjamenn hafa lýst yfir því, að verði ekki skýrt frá þessu undanbragðalaust jafngildi það „efn- islegu broti“ á skuldbindingum Íraka, það er að forsenda sé til styrjaldaraðgerða. Vopnaeftirlitsmenn skulu hafa hafið störf í Írak innan 45 daga frá samþykkt ályktunarinnar. Eins og áður sagði ætlar fyrsti hópur þeirra að fara til Bagdad mánu- daginn 18. nóvember, tíu dögum eftir afgreiðslu örygg- isráðsins. Eftirlitsmennirnir skulu innan 60 daga gefa örygg- isráðinu skýrslu. Af ályktun 1441 verður ekki ráðið, hvort byrjað hafi verið að telja dagana 8. nóvember eða það hefjist ekki fyrr en eftirlitsmennirnir koma til Íraks. Eftirlitsmennirnir geta hvenær sem er komist að þeirri niðurstöðu, að þeim sé gert ókleift að sinna verkefni sínu. Neiti Írakar að eiga samstarf við eftirlitsmennina, ætla Bandaríkjamenn að taka málið upp við ríki í örygg- isráðinu. Bandaríkjastjórn hefur hins vegar gefið til kynna, að hún þurfi ekki að bíða eftir annarri ályktun ör- yggisráðsins, áður en hún ákveður að grípa til vopna gegn Saddam. Eftirlitsmennirnir hafa ótakmörkuð réttindi til að kanna allt, sem þeir telja nauðsynlegt vegna starfa sinna. Þeir mega fara í hallir Saddams og aðra þá staði, sem voru þeim lokaðir samkvæmt fyrra umboði öryggisráðs- ins frá 1991. Nú geta þeir í fyrsta sinn kallað vitni og fjöl- skyldur þeirra út fyrir Írak, svo að þau geti skýrt frá vitneskju sinni án ótta við hefndaraðgerðir Saddams. x x x Saddam Hussein hefur sagst óhræddur við allar rann- sóknir á vegum SÞ, af því að hann hafi ekkert að fela. Hann hrakti þó vopnaeftirlitsmenn öryggisráðsins úr landi sínu 1998. Hans Blix vildi ekki taka að sér núver- andi verkefni sitt án skýrara og skarpara umboðs ráðs- ins. Áður en eftirlitsmennirnir taka til við að grandskoða líklega felustaði Saddams munu þeir láta reyna á sam- starfsvilja hans og skoða sannleiksgildi skýrslnanna, sem hann á að leggja fram um vopnakerfi sín innan 30 daga. Hann hefur hingað til neitað því staðfastlega, að hann sé að hlaða gjöreyðingarvopnum í vopnabúr sín. Er líklegt, að Saddam snúi við blaðinu og viðurkenni, að hann hafi stundað lygar og pretti gagnvart örygg- isráðinu til þessa? Hann er alræðisherra, sjálfsmynd hans og leyndardómsfullir stjórnarhættir byggjast á því, að hann þurfi aldrei að lúta í lægra haldi fyrir keppinaut sínum eða öðru ríki. Arabískir stjórnarerindrekar segja, að Saddam muni vinna með Hans Blix og mönnum hans. Hann eigi ekki annarra kosta völ og geti hvergi leitað skjóls. Hann verði að sætta sig við niðurlæginguna, sem felst í eftirlitsferl- inu, til að halda lífi, og því sé hann ekki tilbúinn til að fórna. x x x Staðfesta George W. Bush hefur dugað honum best, frá því að árásin var gerð á New York og Washington. Hann hefur náð ótrúlegum árangri heima fyrir og á al- þjóðavettvangi. Næstu daga og vikur fylgist öll heimsbyggðin með því, hver verður framvinda mála í Írak. Það er undir við- brögðum Saddams Husseins komið, hvort grípa þarf til vopna til að knýja hann til hlýðni við einróma samþykkt öryggisráðs SÞ. Fyrsti frestur hans rennur út 8. desem- ber. Bush hefur sagt, að engin undanbrögð verði liðin: Af- vopnist Saddam Hussein ekki afvopni Bandaríkjamenn hann. Íraska þjóðin hefur þolað miklar raunir undir hrammi harðstjórans. Fyrir hana er mest í húfi, að hann hlíti sam- þykkt 1441 í einu og öllu og kalli ekki yfir sig og þjóðina hina miklu refsingu, sem við blasir, geri hann það ekki. ddam bjorn@centrum.is nn yfir af héraðsstjórnum. Sú olli því að verulega dró úr mið- kínverska stjórnkerfisins, en það inn hornsteinninn í arfleifð Zhus. lagi sagði Zhu að hann myndi af- ær skuldir kínverskra banka og gra fjárvörslufyrirtækja“ sem að ekki fengjust greiddar. Bank- fðu veikt efnahagslíf Kína með því að lána fé til gjaldþrota fyrirtækja. Á sama tíma voru rekin 245 fjárvörslufyr- irtæki sem höfðu það slæmt orð á sér varðandi endurgreiðslur lána á alþjóðleg- um peningamörkuðum að margir fjárfest- ar voru farnir að sniðganga Kína. Zhu lýsti því yfir að það myndi taka tíu ár að endurskipuleggja þessi fyrirtæki. Í þriðja lagi sagði Zhu að hann myndi gera miðstjórnina skilvirkari og taka á einu helsta vandamáli Kína: spillingu á æðstu stöðum hjá ríkisstofnunum. Hann sagðist ætla að leggja fram tillögur til úr- bóta en í þeim myndi m.a. felast að skorið yrði á tengsl milli stjórnar og skipulagðr- ar glæpastarfsemi og að settar yrðu regl- ur sem torvelduðu embættismönnum að þiggja mútur. Stjórnmálamenn lofa gjarnan gulli og grænum skógum en standa sjaldan við lof- orð sín. Hinn 1. júlí 2001, þegar haldið var upp á áttatíu ára afmæli kínverska komm- únistaflokksins, lagði Zhu mat á hvernig til hefði tekist. Mat hans var einstaklega nákvæmt og sannleikanum samkvæmt og til vitnis um skilvirka forystu hans. Zhu lýsti því yfir fyrir framan forystu Kommúnistaflokksins að hann hefði staðið við fyrsta loforð sitt. Fjölmörg kínversk ríkisfyrirtæki væru nú annaðhvort arðbær einkafyrirtæki eða rekstri þeirra hafði verið hætt. Þau fyrirtæki sem enn voru í eigu ríkisins urðu að uppfylla ströng skil- yrði um arðsemi, þeim voru gefnar frjáls- ar hendur varðandi ráðningar og þau voru hvött til að afla sér fjár með skráningu á einkareknum hlutabréfamörkuðum, sem í raun leiddi til þess að þau færðust í einka- eigu. Hvað annað loforðið varðar sagði Zhu að rúmlega 50 yfirmenn fjármálastofnana hefðu verið reknir (fleiri áttu eftir að bæt- ast í þann hóp) og að umbæturnar hefðu bætt fjárfestingaumhverfið verulega. Í stað þess að flýja Kína flæddi fjármagn nú inn af meiri krafti en nokkurn tíma fyrr. Árangurinn við að uppfylla þriðja lof- orðið er hins vegar ekki eins glæsilegur. Verulega hefur dregið úr umsvifum mið- stjórnarinnar og má nefna að starfsmönn- um Ríkisráðsins hefur verið fækkað um helming eða úr 34 þúsund í 17 þúsund. Spilling lifir hins vegar enn góðu lífi. Til- raunir Zhus hafa mætt harðri andstöðu hagsmunahópa í stjórnkerfinu – ekki síst á æðstu stöðum – sem hægt hefur á um- bótum. Eigi að síður hafa umbætur Zhus myndað þann grunn jafnra leikreglna og lögræðis, sem nauðsynlegur er til að kap- ítalismi geti dafnað. Sú pólitíska arfleifð á sér engann líka í nútímasögu Kína. etinn Reuters era saman bækur sínar á 16. þingi Kínverska kommúnistaflokksins. Höfundur a, sé maðurinn á bak við einhverjar mikilvægustu breytingar í nútímasögu Kína. Kenichi Ohmae er einn helsti sérfræðingur heims á sviði viðskiptaþróunar. Hann er for- stjóri Ohmae & Associates og hefur verið ráðgjafi fjölmargra japanskra ríkisstjórna.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.