Morgunblaðið - 16.11.2002, Side 47
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. NÓVEMBER 2002 47
Greiðsluáskorun
Innheimtumenn ríkissjóðs skora hér með á gjaldendur
eftirtalinna gjalda að gera skil nú þegar eða í síðasta lagi innan
15 daga frá dagsetningu áskorunar þessarar:
Gjöldin eru: Staðgreiðsla og tryggingagjald sem fallið hafa í eindaga til og með 15. nóvember
2002, virðisaukaskattur sem fallið hefur í eindaga til og með 5. nóvember 2002 og önnur gjaldfall-
in álögð gjöld og ógreiddar hækkanir er fallið hafa í eindaga til og með 15. nóvember 2002 á stað-
greiðslu, tryggingagjaldi og virðisaukaskatti, virðisaukaskatti í tolli, áfengisgjaldi, launaskatti, bif-
reiðagjaldi, slysatryggingagjaldi ökumanna, föstu árgjaldi þungaskatts, þungaskatti skv. ökumæl-
um, viðbótar- og aukaálagningu söluskatts vegna fyrri tímabila, skemmtanaskatti og miðagjaldi,
virðisaukaskatti af skemmtunum, tryggingagjaldi af skipshöfnum ásamt skráningargjöldum, búnað-
argjaldi, iðgjaldi í Lífeyrissjóð bænda, vinnueftirlitsgjaldi, vörugjaldi af innlendri framleiðslu,
vörugjaldi af ökutækjum, eftirlitsgjöldum, aðflutningsgjöldum og útflutningsgjöldum, skilagjaldi á
umbúðir, verðbótum á ógreiddan tekjuskatt og verðbótum á ógreitt útsvar, fasteignagjöldum, skipu-
lagsgjaldi, skipagjaldi, fisksjúkdómagjaldi, jarðarafgjaldi og álögðum opinberum gjöldum, sem
eru:
tekjuskattur, útsvar, aðstöðugjald, sérstakur tekjuskattur manna, eignarskattur,
sérstakur eignarskattur, slysatryggingagjald vegna heimilisstarfa, tryggingagjald,
iðnlánasjóðs- og iðnaðarmálagjald, þróunarsjóðsgjald, kirkjugarðsgjald, markaðsgjald,
gjald í framkvæmdasjóð aldraðra, skattur af verslunar- og skrifstofuhúsnæði,
ofgreiddar barnabætur, ofgreiddur barnabótaauki og ofgreiddar vaxtabætur.
Fjárnáms verður krafist án frekari fyrirvara að þeim tíma liðnum fyrir vangoldnum eftirstöðvum
gjaldanna ásamt dráttarvöxtum og öllum kostnaði, sem af innheimtu skuldarinnar kann að leiða, á
kostnað gjaldenda.
Athygli skal vakin á því að auk óþæginda hefur fjárnám í för með sér verulegan kostnað fyrir gjald-
anda. Fjárnámsgjald í ríkissjóð er allt að 11.500 kr. fyrir hvert fjárnám. Þinglýsingargjald er 1.200
kr. og stimpilgjald 1,5% af heildarskuldinni, auk útlagðs kostnaðar eftir atvikum. Eru gjaldendur
hvattir til að gera full skil sem fyrst til að forðast óþægindi og kostnað.
Þá mega þeir gjaldendur, sem skulda staðgreiðslu, staðgreiðslu tryggingagjalds, vörugjald, afdreg-
inn fjármagnstekjuskatt og virðisaukaskatt, búast við því að starfsemi þeirra verði stöðvuð án frek-
ari fyrirvara. Loks mega þeir gjaldendur er skulda bifreiðagjöld og þungaskatt eiga von á að skrán-
ingarnúmer verði tekin af ökutækjum þeirra án frekari fyrirvara. Fyrrgreindur 15 daga frestur frá
dagsetningu áskorunar þessarar gildir ekki í þessum tilvikum.
Reykjavík, 16. nóvember 2002.
Tollstjórinn í Reykjavík
Sýslumaðurinn í Kópavogi
Sýslumaðurinn í Hafnarfirði
Sýslumaðurinn í Keflavík
Sýslumaðurinn á Keflavíkurflugvelli
Sýslumaðurinn á Akranesi
Sýslumaðurinn í Borgarnesi
Sýslumaðurinn í Stykkishólmi
Sýslumaðurinn í Búðardal
Sýslumaðurinn á Ísafirði
Sýslumaðurinn í Bolungarvík
Sýslumaðurinn á Patreksfirði
Sýslumaðurinn á Hólmavík
Sýslumaðurinn á Siglufirði
Sýslumaðurinn á Sauðárkróki
Sýslumaðurinn á Blönduósi
Sýslumaðurinn á Akureyri
Sýslumaðurinn á Húsavík
Sýslumaðurinn á Ólafsfirði
Sýslumaðurinn á Seyðisfirði
Sýslumaðurinn á Eskifirði
Sýslumaðurinn á Höfn
Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum
Sýslumaðurinn á Selfossi
Sýslumaðurinn í Vík
Sýslumaðurinn á Hvolsvelli
Gjaldheimta Vestfjarða
Gjaldheimta Austurlands
Gjaldheimtan í Vestmannaeyjum
Á FUNDI fræðsluráðs á mánu-
dag komu fram þær upplýsingar
frá starfsmönnum Fræðslumið-
stöðvar að því fer fjarri að grunn-
skólinn sé fíkniefnalaus. Dæmi eru
um sölumenn dauðans í miklu ná-
vígi við einstaka skóla og vandi
þeirra unglinga sem orðið hefur að
senda í svokölluð ,,sérstök úrræði“
er mikill. Skólakerfið eitt ræður
ekki við þessi mál.
Í fyrsta lagi er ljóst að nemendur
sem staðnir eru að sölu fíkniefna til
skólasystkina sinna geta ekki átt
rétt á skólavist í almennum grunn-
skóla. Lög um skólaskyldu og rétt
til náms geta ekki átt við þá sem
svo freklega brjóta í bága við lands-
lög og skólastarf. Lögregla og
barnaverndaryfirvöld verða að taka
á slíkum málum um leið og þeirra
er vart.
Í öðru lagi verður skólakerfið að
greina á milli þeirra sem sendir eru
í ,,sérstök úrræði“ eins og það er
kallað vegna félagslegra erfiðleika,
og hinna sem eru á kafi í neyslu.
Vissulega eru þetta oft sömu ein-
staklingarnir, en þó ekki alltaf. Það
er að bæta gráu ofaná svart að
blanda saman einstaklingum sem
eiga við svo ólíkan vanda að etja.
Það leiðir af sjálfu sér að grunn-
skólabörn sem langt eru leidd í
neyslu vímuefna þurfa að komast í
meðferð og það fljótt. Það leysir
ekki vandann að reka þau úr skóla
og út á götur, eða hafa þau innan
um önnur skólabörn. Við viljum
auðvitað fá þau inn í skólana, heil-
brigð. Staðan er nú sú að grunn-
skólabörn sem þurfa á meðferð að
halda standa í löngum biðröðum
fyrir utan lokaðar dyr heilbirgðis-
og félagsmálakerfa. Það er ekki
hægt að ætlast til þess að grunn-
skólarnir leysi þennan vanda,
hvorki í hinu almenna kerfi né í
sérskólum.
Góðar fréttir
og slæmar
Nýleg könnun, ,,Börnin í borg-
inni“ sýnir að neysla fíkniefna eykst
ekki í skólum. En þótt þeim börn-
um fækki hlutfallslega sem leiðast í
hið hættulega fikt, þá breytir það
ekki þeirri staðreynd að ástand
mála er óviðunandi. Markmið um
fíkniefnalausan grunnskóla er for-
takslaust, en við erum fjarri að ná
því.
Forvarnarstarf er að einhverju
leyti ómarkvisst. Könnunin sem
kennd er við börnin í borginni sýnir
að lítill minnihluti á við vanda að
etja. Flest börn eru ekki í hættu,
þeim líður vel í skóla, eiga foreldra
sem fylgjast með og eru vinmörg.
Lítill minnihluti kann hins vegar að
glíma við stóran vanda. Þess vegna
hefur fræðsluráð óskað eftir að
þessi hópur verði greindur sérstak-
lega eftir nýfengnum gögnum og
leitast við að sýna aðstæður og or-
sakir þess að honum líður illa í
skóla.
Er forvarnaáætlun
í skólanum þínum?
Enn hafa ekki allir skólar sett á
laggirnar forvarnaáætlun, sem þó
er stefna, og má ætla að hafi víða
skilað þeim árangri að færri börn
prófa hættuleg efni en áður. Sam-
starfsnefnd um áfengis- og fíkni-
efnavarnir hefur örugglega unnið
þarft starf líka. En það blasir við að
upplýsingamiðlun þurfi að auka og
úrræði verða markvissari. Dæmi
voru nefnd á fundi fræðsluráðs um
það að lögregluaðgerðir í tilteknu
hverfi, söfnun upplýsinga og kort-
lagning sölumanna hefði skilað ár-
angri. Skóli, lögregla og barna-
verndaryfirvöld verða að vinna
saman, og það hratt, um leið og upp
kemur alvarlegur vandi. Skilvirk
aðgerðaáætlun er nauðsynleg í
skólum.
Hlutfallslega fá barnaverndarmál
koma til félagsþjónustunnar eftir
ábendingum úr skólakerfinu. Vænt-
anlega þekkja samt fáir betur en
skólafólk hagi einstakra nemenda.
Hugsanlega hafa foreldrar og skóli
gefið of mikinn slaka í einstökum
tilfellum eða í almennum aðgerð-
um? Ekki verið á verði? Á fundi
fræðsluráðs komu fram þær raddir
að heilbrigðum og vel þenkjandi
nemendum liði oft illa að sitja uppi
með upplýsingar um aðstæður fé-
laga og athafnir sem engin leið virt-
ist til að hafa áhrif á. Einnig kom
fram að í sumum skólum er til að-
gerðaáætlun vegna fíkniefnamála,
en svo er ekki í öllum. Því þarf að
breyta. Og beintengja við lögreglu,
barnavernd og meðferðarúrræði.
Niðurstaðan er þessi: Skólakerfið
má ekki sitja uppi með vandann.
Grunnskólinn getur ekki veitt fíkni-
efnaneytendum þann stuðning sem
þarf. Grunnskólinn getur ekki kom-
ið í veg fyrir glæpastarfsemi. En
skólinn hefur ríku hlutverki að
gegna í þessu samhengi – eins og
mörg dæmi eru um meðal foreldra
og skólafólks – og um það er góður
skilningur í fræðsluráði sem vill að
eftir sé tekið.
Fíkniefnamálin rædd
í fræðsluráði
Eftir Stefán Jón
Hafstein
Höfundur er formaður fræðsluráðs.
„Grunn-
skólabörn
sem þurfa á
meðferð að
halda
standa í löngum bið-
röðum fyrir utan lokaðar
dyr heilbrigðiskerf-
isins.“
Í APRÍL árið 2000 skilaði nefnd fé-
lagsmálaráðherra um úttekt á leigu-
markaði tillögum til ráðherra. Nefnd-
in lagði til við ráðherra m.a.
að hætt yrði niðurgreiðslu á lánum
vegna leiguhúsnæðis
að veitt yrði fé til hækkunar á
húsaleigubótum
að greiddir yrðu sérstakir stofn-
styrkir til leigufélaga á vegum
sveitarfélaga og til félagasamtaka,
einstaklinga og fyrirtækja sem
ættu og rækju leiguhúsnæði
að húsaleigulög yrðu endurskoðuð
til að auka öryggi leigutaka og um
íbúalýðræði.
Hér voru á ferðinni mjög róttækar
tillögur um að brjóta upp og endur-
skipuleggja leigumarkað hér á landi.
Í nefndinni sátu fulltrúar félags- og
fjármálaráðuneytis, formaður Sam-
bands íslenskra sveitarfélaga, félags-
málastjórinn í Reykjavík o.fl. auk
fulltrúa BSRB og ASÍ.
Nefndin sat að störfum í tæp tvö
ár. Á þeim tíma myndaðist breið sam-
staða um þær breytingar sem gera
þyrfti til þess að takast á við þann
húsnæðisvanda sem við var að glíma
á starfstíma nefndarinnar og hefur
farið hratt vaxandi síðan hún lauk
störfum. Félagsmálaráðuneytið gaf
tillögur nefndarinnar út í sérstökum
bæklingi í apríl 2000. Síðan þá hefur
fátt annað gerst á þess vegum. Það
var skoðun ASÍ, að afnám félagslega
húsnæðiskerfisins á árinu 1998
myndi skapa veruleg vandræði á hús-
næðismarkaði, skort á leiguhúsnæði,
hærri húsaleigu og hækkun á kaup-
verði. Talað var fyrir daufum eyrum
og alþjóð veit í hvern farveg stjórn-
völd eru nú búin að koma húsnæðis-
málum almennings með illa grunduð-
um og fljótfærnislegum aðgerðum
sínum.
Nýlega lýsti félagsmálaráðherra
því yfir, að stofnstyrkjaleið sú sem
nefndin mælti með að farin yrði væri
ófær. Merkileg skoðun og órökstudd.
Á dögunum kynntu dönsk stjórn-
völd átak til þess að mæta brýnni
þörf fyrir leiguhúsnæði á skikkan-
legu verði. Annars vegar er sjónum
beint að höfuðborginni og hins vegar
að landinu öllu. Borgaryfirvöld í
Kaupmannahöfn ákváðu að greiða
stofnstyrki til þess að reistar yrðu
1000 íbúðir á fjórum árum fyrir til-
tekna sérhópa. Stofnstyrkir nema 7%
af byggingarkostnaði og renna til
sjálfstæðra húsnæðisfélaga sem fjár-
magna rest. Samhliða á að tryggja
byggingu 4.000 leiguíbúða í landinu
öllu en gert ráð fyrir því að stór hluti
þeirra verði þó byggður í Kaup-
mannahöfn og nágrenni. Til þess að
gera það mögulegt hyggst danska
ríkisstjórnin gera róttækar breyting-
ar á skattareglum vegna byggingar
íbúðarhúsnæðis til útleigu í atvinnu-
skyni. Reglunum er sérstaklega
beint að fjárfestum á almennum
markaði, tryggingafélögum, lífeyris-
sjóðum og öðrum sem þörf hafa fyrir
að fjárfesta til langs tíma. Ávöxtun
fjármuna í einkafyrirtækjum og fé-
lögum sem eiga og reka leiguhúnæði
hefur ekki getað keppt við aðra
ávöxtunarkosti á markaðinum um
nokkuð langt skeið. Til þess að lag-
færa það er lagt til að fyrirtækin
megi gjaldfæra allan byggingar-
kostnað á móti tekjum á 5 árum. [Hér
á landi er þessi fyrningartími 25 ár.]
Reglur verða og settar um hámarks-
fjárfestingu á ári og hámarkskostnað
á hvern fermetra.
Hér á Íslandi hefur húsnæðisvandi
almennings, sérstaklega lágtekju-
fólks með mikla framfærslu, ungs
fólks og öryrkja, vaxið hratt og nú er
svo komið að óviðunandi er. Hafi ein-
hvern tíma verið nauðsynlegt að hér
yrði byggður upp manneskjulegur al-
mennur leigumarkaður og sterkur
félagslegur leigumarkaður er það nú.
Það gengur ekki að ríkisstjórnum og
félagsmálaráðherrum, hverjum á
fætur öðrum, haldist uppi að hringla
stefnulítið í húsnæðismálum. Með
þeim hætti og með vanhugsuðum að-
gerðum hafa þeir valdið fjölskyldum
og einstaklingum óvissu og óöryggi
og aukið erfiðleika og fátækt þeirra
verst settu. Spjótin standa nú á Páli
Péturssyni og hafa raunar gert lengi.
Húsnæðismál –
aðgerða er þörf
Eftir Magnús M.
Norðdahl
Höfundur er deildarstjóri lög-
fræðideildar ASÍ.
„Það gengur
ekki að rík-
isstjórnum
og félags-
málaráð-
herrum haldist uppi að
hringla stefnulítið í hús-
næðismálum.“