Morgunblaðið - 16.11.2002, Qupperneq 49

Morgunblaðið - 16.11.2002, Qupperneq 49
S M Á R A L I N D s ím i 544 2140 12 59 / T A K T ÍK 1 5. 11 ´0 2 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. NÓVEMBER 2002 49 VÉR höfum lengi sár-þarfnast slíks orðasafnseða orðabókar, miklulengur en síðan er Blaðamannastafsetningin komst á stokkana. Ætti fyrir því kver þetta að koma í góðar þarfir öllum þeim, er íslenzka tungu rita, nærri því hvaða rithætti sem þeir fylgja. Og sérstaklega er munurinn á skólastafsetningunni og vorum rit- hætti, blaðamanna, eigi meiri en svo, að hvorirtveggja rita meiri hluta orða alveg eins, eða að minnsta kosti mestalt það, er vandasamast er í íslenzkri staf- setningu, t.d. ber þeim alveg sam- an um, hvar rita skuli y og ý og z að allmiklu leyti.“ – – – Svo ritar Björn Jónsson í for- mála Íslenzkrar stafsetning- arorðabókar fyrir réttum 102 ár- um, en bókin var gefin út að tilhlutun Blaðamannafélagsins ár- ið 1900. Því er vitnað í þessa bók nú, að Íslensk orðabók hefur nú verið gefin út, mikið aukin og end- urbætt. Það er athyglivert að fylgjast með breyttri ræðu um rit- hátt og málfar með hundrað ára millibili. Sífellt er deilt um það hvaða orð eigi rétt á sér í íslensk- unni, hvenær hið svokallaða slang- ur fái að upphefjast í gott og gilt íslenskt mál. Um það eru engar reglur til og því verður aldrei sátt um það. Á hinn bóginn er ljóst að þróun tungunnar verður ekki stöðvuð með því að taka ekki mælt mál inn í orðabækur. Fyrir hundr- að árum hefðu líklega fáir skilið orðin bögg og sjitt og eflaust eru þau einhverjum enn framandi. – – – Í Stafsetningarorðabók Blaða- mannafélagsins segir svo: „Til- drög þessa kvers eru samtök Blaðamannafélagsins fyrir fáum missirum um útrýming hins sívax- andi stafsetningarglundroða í ís- lenzku máli, sem spillir tungu vorri og gerir ritmálið torveldara æskulýð vorum en ella mundi.“ En þar er einnig tekið á mállýtum og um það segir meðal annars í áðurnefndum formála: „Með því að félagið gerði sér að reglu að sneiða hjá sérkreddum og þarf- lausri nýbreytni, var viðleitni þess mætavel tekið.“ Og „Um við- bótina: Nokkur mállýti er það að segja, að orð þau og orðtæki, sem þar eru talin, eru hvergi nærri öll rangmæli í sjálfum sér, heldur er það hitt, að þau eru þá þrásinnis höfð í rangri merkingu; og er þeim litla bráðabirgðaleiðarvísi ætlað að benda viðvaningum á hvernig betur megi þar að orði komast að jafnaði. Þess skal getið að flestöll eru rangmælin (bögumæli, dönskuslettur o. fl.) tekin úr íslenzkum ritum, nýjum eða mjög nýlegum.“ – – – Það er fróðlegt að sjá hvað var álitið mállýti fyrir 102 árum. Að- vara og aðvörun eru talin mállýti, en þess í stað átti að segja vara við eða viðvörun. Ekki mátti nota orðið byggingar yfir hús, heldur skyldi nota húsakynni eða mann- virki. Að eyðileggja þótti ekki boðlegt, heldur glata, spilla eða tortíma. Að vera gamaldags hlaut heldur ekki náð fyrir orðabók- arhöfundi, þess í stað voru menn fornfálegir, úreltir eða fornlegir. Blöð máttu ekki vera útbreidd, heldur víðlesin og menn æfðu ekki fyrir hundrað árum, heldur iðkuðu eða tömdu sér. Dæmin eru mun fleiri og flest finnst okkur þau einkennileg nú. – – – Þessi barátta virðist endalaus og er auk þess alls ekki aðeins bundin okkur Íslendingum. Sama baráttan er líklega háð um veröld víða. Einhvern tíma á síðustu öld gaf Færeyingurinn Jógvan við Ána út rit til varnar færeyskunni en mjög var sótt að henni, bæði úr dönsku og ensku. Mörgum þótti hann ganga fulllangt í aðfinnslum sínum og gerð nýrra orða í stað þeirra, sem honum mislíkaði. Spunnust um það ýmsar sögur og sagt er að hann hafi viljað láta barnavagninn heita ástarleiks- afleiðingaríleggingartæki. Um- sjónarmaður selur þetta ekki dýr- ara en hann keypti. Sama virðist hve margar orðabækur eru gefnar út, aldrei tala eða skrifa allir rétt. – – – Ummerki um íkveikju á nokkr- um stöðum sagði í fyrirsögn á baksíðu Morgunblaðsins fyrir skömmu. Ekki þarf að skoða grannt til að sjá að þarna er einu ummi ofaukið. Það er óþarfi að hafa tvær forsetningar til að stýra sama fallinu. Þegar forsetningin um hefur orðið að forskeyti í orð- inu ummerki er óþarfi að láta hana fylgja með. Fyrirsögnin hefði annaðhvort átt að vera: Um- merki íkveikju á nokkrum stöð- um eða Merki um íkveikju á nokkrum stöðum. Af svipuðum toga spunnið er þegar við tölum um eftirspurn eftir einhverju. Réttara er að segja spurn eftir einhverju, en að sjálfsögðu má líka tala um mikla eftirspurn. Fyrir skömmu var greint í fjöl- miðlum frá dómi yfir manni sem braust heimildarlaust inn. Mann- inum láðist sem sagt að fá heimild til innbrotsins. Vafalítið er þessi orðanotkun komin úr dómnum, en það réttlætir varla að gefa hana út í tugum þúsunda eintaka. Nafn- orðið innbrot og sögnin að brjót- ast inn fela það í sér að um ólög- legt athæfi er að ræða. Orðinu heimildarlaust er vissulega ofauk- ið þarna. Loks hnaut umsjónarmaður um það í auglýsingu nýlega að lægstu fargjöldin væru uppseld. Í málvit- und hans eru fargjöld ekki seld. Heldur kemur gjald fyrir farið, væntanlega flugfarið. En hvernig hefði þá átt að orða auglýsinguna? Líklega að uppselt væri í ódýr- ustu sætin. „Með því að fé- lagið gerði sér að reglu að sneiða hjá sér- kreddum og þarflausri ný- breytni“ hgji@mbl.is ÍSLENSKT MÁL Eftir Hjört Gíslason EITURLYFIN eru komin inn í grunnskólana. Af því má ráða að hinn hefðbundni markaður eitur- lyfjaheimsins sé fullur af eiturlyfjum og þurfi sífellt á fleiri neytendum að halda. Við sem erum foreldrar og eigum börn í grunnskóla verðum mjög áhyggjufull við þessar fréttir. Börn þessa lands eru orðin gróðavon glæpamanna sem vilja gera þau háð eiturlyfjunum og græða á þeim. Um daginn spurði mig maður: „Er til meiri glæpur en að skipuleggja inn- flutning og dreifingu á eiturlyfjum?“ Svo bætti hann við: „Þeir sem standa í þessu ættu að hugsa um annað en peningana sem þeir fá fyrir sölu eit- urlyfjanna. Þeir ættu að hugsa um þau líf sem verið er að eyðileggja með þessu vonda athæfi.“ Þessi orð ættu að vera okkur mikið umhugs- unarefni. Slæm byrjun Flestir þeir sem farnir eru að neyta eiturlyfja byrjuðu neysluna á bjór eða öðrum alkóhóldrykkjum, en það eru vímugjafar sem ríkið selur. Ríkið fær miklar tekjur af þessum vímuefnabissness og ætti að leggja „hagnaðinn“ af þessum umsvifum sínum í forvarnir, löggæslu og með- ferðarúrræði. Samfélagið verður að bregðast við eiturlyfjavánni með mun kröftugri hætti en nú er gert. Skólafólk og foreldrar verða að taka höndum saman og fara út í sam- hæfðar aðgerðir sem ná út í sam- félagið allt. Við verðum að hafa það á tilfinningunni að börnin okkar séu örugg í skólanum, allt annað er al- gerlega ólíðandi. Skylda yfirvalda Það er skylda menntamála-, fé- lagsmála- og heilbrigðisyfirvalda að vinda sér nú þegar í stórsókn gegn þessum vágesti. Þetta er mikil alvara og hér verða þeir að koma að sem mesta reynslu hafa af þessum mál- um. Annars vegar þeir sem vinna að því að hlúa þannig að börnum og unglingum að þau eignist þann styrk og þá lífssýn að þau segi NEI TAKK þegar þeim er boðið eitrið. Þetta er aðallega gert í samvinnu heimilanna og skólanna. Og þegar við hugsum um þetta vakna spurningar um það hvort við þurfum ekki að vinda okkur í að breyta skólastarfinu til muna. Leikni í að lifa Leggja verður ríkari áherslu á „lífsleiknina“ þannig að hún komist enn frekar út úr skólastofunni en nú er. En til þess að þetta sé hægt verða foreldrar líka að koma meira inn í starfið og um leið verður að bæta til muna aðbúnað og aðstæður margs barnafólks hér á landi. Þeir sem vinna að meðferðarmálum verða einnig að koma að þessu starfi. Í þeim geira eigum við margt mjög gott fólk sem býr yfir mikilli þekk- ingu og reynslu, sem nýst gæti í bar- áttunni við eiturlyfin. En að lokum verðumvið að hætta að mala og mala um forvarnir, látum hendur standa fram úr ermum og biðjum svo Guð að styrkja okkur í þessu starfi. Eiturlyf í grunnskólum Eftir Karl V. Matthíasson Höfundur er alþingismaður. „Það er skylda mennta- mála-, fé- lagsmála- og heilbrigðisyfirvalda að vinda sér nú þegar í stórsókn gegn þessum vágesti.“ Málning fyrir vandláta
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.