Morgunblaðið - 16.11.2002, Qupperneq 53

Morgunblaðið - 16.11.2002, Qupperneq 53
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. NÓVEMBER 2002 53 NÁTTÚRUVÍSINDAMENN sem unnið hafa að rannsóknum í Þjórsárverum hafa andmælt vinnu- brögðum Landsvirkjunar við gerð matsskýrslunnar. Þeir telja að mis- farið hafi verið með upplýsingar sem frá þeim hafi komið til þess að ná hagstæðu mati á umhverfisáhrifum og hafa nefnt nokkur dæmi því til stuðnings. Viðbrögðin af hálfu ráða- manna hafa valdið vonbrigðum, þannig hefur iðnaðarráðherra gefið til kynna að viðkomandi vísindamenn skilji ekki á milli pólitískra skoðana og vísinda. Forstjóri Landsvirkjunar hefur snúið umræðunni á þann veg að ekki hafi verið bent á neinn ákveð- inn starfsmann sem hafi beitt þrýst- ingi og formaður iðnaðarnefndar Al- þingis hefur tekið undir þessi sjónarmið. Á þessu sést að umræðan er ekki aðeins orðin ósmekkleg – heldur er hún klárlega á villigötum. Ef einróma framburður vísinda- mannanna fjögurra á við rök að styðjast, að Landsvirkjun hafi í matsskýrslu sinni valið upplýsingar úr rannsóknaniðurstöðum til þess að ná hægstæðu mati og komist upp með það, þá hefur Skipulagsstofnun brugðist hlutverki sínu eins og því er lýst í lögum um mat á umhverfis- áhrifum. Hlutverk Skipulagsstofnunar Hlutverk Skipulagsstofnunar er að úrskurða um mat á umhverfis- áhrifum fyrirhugaðrar fram- kvæmdar og ber henni samkvæmt stjórnsýslulögum að sjá til þess að ákvörðun hennar verði efnislega rétt. Framkvæmdaraðili vinnur að mats- áætlun og matsskýrslu í náinni sam- vinnu við stofnunina og nýtur ráð- legginga hennar í matsferlinu. Þegar framkvæmdaraðili hefur síðan lokið matsskýrslunni metur stofnunin hvort skýrslan uppfylli þær kröfur sem lögin gera. Skipulagsstofnun hefur aðgang að þeim gögnum sem liggja til grundvallar mati, rannsókn- arniðurstöðum og athugasemdum sem gerðar hafa verið. Stofnunin get- ur á síðari stigum málsins kallað eftir frekari gögnum og upplýsingum telji hún að málið sé ekki nægjanlega upplýst. Á þessu sést að hafi Lands- virkjun kosið að halda ákveðum upp- lýsingum utan matsskýrslunnar eða hagrætt rannsóknarniðurstöðum hefur Skipulagsstofnun brugðist hlutverki sínu með því að fallast á framkvæmdina, að minnsta kosti ef upplýsingarnar skipta máli við matið. Landsvirkjun getur ekki verið óháð Fyrirkomulag umhverfismats er mismunandi eftir þjóðum og hafa Bandaríkjamenn farið þá leið að fela opinberri umhverfisstofnun mat á umhverfisáhrifum. Náttúruverndar- samtök, fyrirtæki og almenningur hafa síðan greiðan aðgang að dóm- stólum til þess að fá ákvörðun stofn- unarinnar endurmetna. – Í sjálfu sér er það ekkert athugavert að fela framkvæmdaraðila umhverfismatið. Það er hann sem hefur hagsmuni af því að framkvæmdin megi fara fram, hann hefur á að skipa sérfræðingum og fjárhagslegt bolmagn til þess að ráðast í nauðsynlega rannsókna- vinnu vegna umhverfismatsins. En framkvæmdaraðili er auðvitað ekki hlutlaus enda hefur hann augljóslega hagsmuni af því að umhverfisáhrifin verði metin ásættanleg og að fram- kvæmdin megi fara fram. Faglega sterk og pólitískt óháð Skipulagsstofnun Til þess að kerfið virki og að um- hverfismatið verði það verkfæri sem því er ætlað að vera, þ.e. að koma í veg fyrir umhverfisspjöll, verður eft- irlitið með gerð og efnistökum mats- skýrslu að vera virkt. Það er því brýnt að styrkja Skipulagsstofnun og búa henni það umhverfi sem nauð- synlegt er til þess að hún fái að sinna hlutverki sínu. Allir muna viðbrögð forsætisráðherra þegar stofnunin lagðist gegn Kárahnjúkavirkjun, enda þótt hún teldi sig vera að fram- fylgja lögum sem hann átti þátt í að semja. Það þarf að tryggja stofnun- inni sjálfstæði gagnvart stjórnvöld- um og styrkja hana faglega og fjár- hagslega svo hún verði fær um að leysa þetta hlutverk vel af hendi. Norðlingaölduveita – umræða á villigötum? Eftir Katrínu Theodórsdóttur „Það þarf að tryggja stofnuninni sjálfstæði gagnvart stjórnvöldum.“ Höfundur er lögmaður stjórnar Landverndar vegna kæru á úrskurði um Norðlingaölduveitu. sérsniðin innheimtulausn                                  
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.