Morgunblaðið - 16.11.2002, Síða 63
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. NÓVEMBER 2002 63
Af öllum þeim gjöldum sem ríkið innheimtir á Íslandi eru
tollar af innfluttum vörum skaðlegastir. Tollar valda
verðhækkunum, eru neyslustýrandi og skattgreiðendur
eru lítt meðvitaðir um þá. Því á að afnema alla tolla,
vörugjöld og innflutningsgjöld á næstu 4 - 8 árum og
draga um leið úr styrkjum til íslensks landbúnaðar svo
ekki þurfi að auka álögur á almenning vegna þessa.
• Enga tvísköttun
Leggja á niður bæði eignaskatt og erfðafjárskatt.
Tollar eru
tímaskekkja!
Guðrún Inga í 9. sætið!
Ný rödd, nýr styrkur –fyrir Sjálfstæðisflokkinn
www.gudruninga.net – www.tikin.is
• Burt með tollana
SPARISJÓÐUR Kópavogs og HK
hafa gert með sér samning þess
efnis að SPK verði aðalstyrktaraðili
Unglingaráðs HK í knattspyrnu og
handknattleik. Með þessum samn-
ingi eykst stuðningur sparisjóðsins
við barna- og unglingastarfi í Kópa-
vogi en það hefur verið eitt af
markmiðum SPK undanfarin miss-
eri.
SPK mun styrkja allt starf ung-
lingaráðs HK og þannig efla hlut
sinn í forvarnastarfi barna og ung-
linga, segir í fréttatilkynningu.
Forsvarsmenn HK, Jón Jörundsson og Pétur H. Pétursson, skrifa undir
samninginn ásamt Carli H. Erlingssyni sparisjóðsstjóra.
SPK aðalstyrktaraðili
unglingaráðs HK
Leiðrétting vegna greinar
um Þjórsárver
Í grein um Þjórsárver 8. nóvem-
ber teygði ég mig heldur langt aftur í
skýringu á hinni miklu tegundaauðgi
sem er í verunum, þ.e. aftur fyrir ís-
öld. Samkvæmt kortlagningu jökul-
menja liggur fyrir að þá lá ís yfir ver-
unum. En rétt er að rekja má
jarðveg þar með gróðri 7.000 til
9.000 ár aftur í tímann. Virðast því
verin hafa klæðst gróðri strax upp úr
ísöld og verið þar samfelldur gróður
síðan. Elín Pálmadóttir.
Konur og raungreinar
Kynning á grein þeirra Brynju
Sigurðardóttur og Steinunnar Völu
Sigfúsdóttur, sem birtist sl. fimmtu-
dag, gaf ekki rétta mynd af innihaldi
hennar og í mótsögn við það. Greinin
bar fyrirsögnina „Þarf að taka tillit
til kvenna í raunvísindum?“ og meg-
ininntak hennar var að mótmæla
þeim hugmyndum, að til greina komi
að draga úr kröfum í stærðfræði í
upphafi náms í háskólanum til að
hvetja konur, sem sumar séu hrædd-
ar við hana, til að stunda nám í raun-
greinum. Greinarhöfundar og aðrir
hlutaðeigendur eru beðnir velvirð-
ingar á þessum mistökum.
LEIÐRÉTT
SUNNUDAGINN 17. nóvember
næstkomandi verða liðin 40 ár frá
því að KFUM og KFUK á Akranesi
voru formlega stofnuð. Í því tilefni
verður afmælissamkoma þar sem
séra Eðvarð Ingólfsson heldur hug-
leiðingu, Gospelkórinn á Akranesi
syngur og stiklað verður á stóru í
sögu félaganna. Þá verða kaffiveit-
ingar að lokinni samkomu.
Félögin voru sameinuð fyrir 15
árum, á 25 ára afmæli félaganna.
Mörg hundruð Akurnesinga eiga
minningar frá starfi félagsins, bæði
í því húsnæði sem félögin höfðu áð-
ur aðsetur í, Fróni á Vesturgötu, og
síðar í félagsheimilinu á Garða-
braut 1. Um miðjan áttunda áratug-
inn réðust félagarnir í KFUM og
KFUK í að byggja félagshús á
Garðabraut 1. Var það mestallt
unnið í sjálfboðavinnu, auk þess
sem Akurnesingar, bæði ein-
staklingar og fyrirtæki, gáfu til fé-
lagsins af miklum myndarskap.
Fyrsti hluti hússins var tekinn í
notkun í febrúar 1977.
Afmælissamkoman hefst kl. 15.30
á sunnudag og eru allir velkomnir.
KFUM & KFUK
á Akranesi 40 ára
Alltaf á þriðjudögum