Morgunblaðið - 16.11.2002, Side 65

Morgunblaðið - 16.11.2002, Side 65
Virkjunarframkvæmdirnar við Kára- hnjúka munu hafa í för með sér miklu fleiri möguleika fyrir þjóðina en flest- ir gera sér í hugarlund eða hægt væri að reifa í stuttu bréfi. Eina góða hug- mynd setti vinur minn Simmi sjóari fram á góðri stund uppi í fjalli: Það má taka yfirfallsvatnið af Háls- lóni og leiða í minna lón þar sem gruggið fengi að setjast og síðan væri vatnið látið renna sjálfkrafa til sjávar. Menn setja nokkrar síur á leiðsluna og þá er komið þangað kristalstært ísvatn sem tappað verður beint á risa- olíuskip. Vatnið þrýstir svo hráol- íunni sem fyrir er í tönkum skipsins beint í land en síðan siglir skipið nið- ureftir með vatnið og sækir meiri ol- íu. Vindmyllur á dekkinu knýja loftun vatnsins svo það helst ferskt og gott (á viðunandi verði) og við fáum nóg af olíu (langbest að fara strax að venja sig við væntanlegan olíuiðnað á Norð- austurlandi) sem duga myndi stórri olíuhreinsunarstöð, sérstaklega ef 20–30 risaskip verða á þessari rútu. Ég ætti kannski ekki að útmála þessa hugmynd neitt nánar að sinni. Maður getur varla til þess hugsað að rauðasti þingmaðurinn af svæðinu reki augun í þessi skrif, það verður nógu slæmt að hlusta á úrtölurnar vegna olíu- og gasfundarins þarna úti á miðunum. Það má fullyrða að nú séu komnir fram á sjónarsviðið nógu margir vel menntaðir Íslendingar, að ekki sé nú minnst á alla útlendingana sem vilja vinna með okkur og eru alls góðs maklegir, svo varla er hætta á að við verðum gabbaðir í svona risaviðskipt- um, ef einhver skyldi halda það. Við hina hikandi vil ég segja: Því fleiri risafyrirtæki sem borga mikla skatta í þjóðarbúið (milljarða hvert) þess fleira getur ríkið gert til hags- bóta fyrir alla. Öll ráðuneytin fá hærri fjárhæðir til að spila úr og eft- irspurn eftir menntun og vinnuafli vex. Það er næstum ósvífið að enda þessi tilskrif á einni setningu um Norðlingaölduveitu en menn vita að ég á þetta til: Viltu gull eða garg- end- ur inni á fjöllum? PÁLL P. DANÍELSSON Vogatungu 25, Kópavogi. Fleiri hliðar á framkvæmdun- um miklu Frá Páli P. Daníelssyni: BRÉF TIL BLAÐSINS MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. NÓVEMBER 2002 65 Ertu slæm í húðinni? Micro Peeling húðhreinsi- klúturinn er lausnin Klúturinn fjarlægir mjúklega allar dauðar húðfrumur og „djúp-hreinsar“ húðina. Klúturinn hreinsar farðaleifar, jafnvel úr fínustu svitaholum, gefur húðinni ferskt út- lit og örvar blóðstreymi til húðarinnar. Hann hentar því sérstaklega vel fyrir við- kvæma húð. Klúturinn er margnota og þol- ir þvott í 100 skipti. Lyfja, Lyf & heilsa, Plús-apótek Apótekið, Apótek og Hagkaup UNDANFARNA daga hefur mikil umræða verið í þjóðfélaginu um prófkjör sjálfstæðismanna í Norð- vesturkjördæmi og eru flestir á einu máli um að allmikið hafi þar farið úr- skeiðis. Vilhjálmur Egilsson hefur farið mikinn í þessari umræðu og skilgreint sjálfan sig sem fórnarlamb í þessu máli. Talar hann þar alger- lega gegn betri vitund enda er hon- um fullljóst að sá „misskilningur“ sem Guðjón Guðmundsson og stuðn- ingsmenn hans stóðu að beindist að öllu leyti gegn Sturlu Böðvarssyni en ekki gegn Vilhjálmi sjálfum. Þessi „misskilningur“ var hins vegar nærri búinn að færa Vilhjálmi 1. sæt- ið á silfurfati. Spurningin sem eftir stendur er sú hvað gengur Vilhjálmi til með þess- um ósannindum. Kann að vera að hér sé um leikþátt að ræða sem enda á með sérframboði Vilhjálms undir listabókstöfunum DD og eiga þar með möguleika á uppbótarsæti sem annars gæti fallið Sjálfstæðisflokkn- um í skaut. Hvað sem öllu þessu líður má það ljóst vera að ágallar á prófkjörinu sjálfu og framkvæmd þess eru svo miklir að skynsamlegast væri að endurtaka prófkjörið og þá eingöngu með þátttöku flokksbundinna sjálf- stæðismanna. BJARNI EINARSSON, Tröðum, Snæfellsbæ. Prófkjör í Norð- vesturkjördæmi Frá Bjarna Einarssyni: ÍSLENSKU skákmennirnir urðu að sætta sig við tap gegn úrvalsliði Katalóníu í keppni sem haldin var á heimaslóðum hinna síðarnefndu nú í vikunni. Tefldar voru tvær um- ferðir. Í fyrri umferðinni tapaði ís- lenska liðið naumlega, 3½–4½. Það voru íslensku skákkonurnar, þær Guðlaug Þorsteinsdóttir og Áslaug Kristinsdóttir, sem komu í veg fyr- ir stærra tap með því að sigra í sín- um skákum. Síðari umferðin tap- aðist hins vegar 2-6 og lokaúrslitin urðu því 5½-10½, þeim katalónsku í vil. Guðlaug Þorsteinsdóttir stóð sig best íslensku keppendanna, en hún hlaut 1½ vinning. Fyrir jafnteflið í síðari umferðinni hafði Guðlaug sigrað í sjö kappskákum í röð. Ár- angur íslensku skákmannanna: Guðlaug Þorsteinsdóttir 1½ v. Jón Viktor Gunnarsson, Sigurð- ur Daði Sigfússon, Áslaug Krist- insdóttir 1 v. Bragi Þorfinnsson, Davíð Kjart- ansson ½ v. Arnar E. Gunnarsson, Halldór Brynjar Halldórsson 0 v. Farar- og liðsstjóri íslenska liðs- ins var Jóhann H. Ragnarsson. Að- alstyrktaraðili íslenska liðsins var Guðmundur Arason og einnig styrkti Edda mótið. Skák frá Ólympíu- skákmótinu Íslenska liðinu gekk vel í seinni hluta Ólympíuskákmótsins og náði sínum langbesta árangri frá 1996. Helgi Áss Grétarsson hrökk heldur betur í gang í síðustu umferðunum og átti drjúgan þátt í góðum ár- angri liðsins. Eftirfarandi skák var tefld í næstsíðustu umferð mótsins. Hvítt: Sadvakasov (Kazakstan) Svart: Helgi Áss Grétarsson Skoski leikurinn 1.e4 e5 2.Rf3 Rc6 3.d4 exd4 4.Rxd4 Rf6 5.Rxc6 bxc6 6.e5 De7 7.De2 Rd5 8.c4 Rb6 9.Rd2 a5 10.b3 a4 11.Bb2 axb3 12.axb3 Hxa1+ 13.Bxa1 Da3 14.Dd1 Bb4 15.Bd3 Da5 16.Ke2 d6 Önnur leið er 16...d5 17.Dc2 Be6 18.Rf3 dxc4 19.bxc4 Da4 20.Dxa4 Rxa4 21.Rd4 c5 22.Rb5 Kd7 23.Hd1 Kc8 24.Hc1 Hd8 25.Rc3 Rxc3+ 26.Bxc3 Bxc3 27.Hxc3 Hd4 28.Ke3 g6, með jafnri stöðu (Þröstur Þór- hallsson-Pedersen, Þórshöfn 1997). 17.Dc2 dxe5 18.Rf3 Bg4 19.Be4 Ke7!? Nýr leikur. Í skákinni, Keskinen- Nevanlinna, Finnlandi 1998, náði hvítur vinningsstöðu, eftir 19...0–0 20.h3 Bxf3+ 21.gxf3 g6 22.Hd1 Dc5 23.Db2 He8 24.f4 f6 25.fxe5 Hxe5 26.Kf1 De7 27.Bxc6 De6 28.Bf3 Dxh3+ 29.Bg2 De6 30.Dc1 Hg5 31.Df4 Bd6 32.Dxf6 Dxf6 33.Bxf6 Hf5 34.Bd4 Rc8 35.Bh3 Re7 36.Bxf5 Rxf5 o.s.frv. 20.Hd1 Hd8 21.Bb2 -- Líklega er betra að leika 21.Hxd8 Kxd8 22.Bb2, t.d. 22. -- Rd7 23.h3 Bxf3+ 24.Bxf3 Ba3 25.Bxa3 Dxa3 26.Bxc6 Rc5 27.Dd2+ Ke7 28.Bd5 Dxb3 29.Dg5+ Kd6 30.Dd8+ Rd7 31.Bxf7 Db2+ 32.Ke3 Dd4+ 33.Ke2 Db2+, með jafntefli. 21...Hxd1 22.Kxd1 g6 23.Bxc6 f6 24.h3 Bf5 25.Be4 Bxe4 26.Dxe4 Da2 27.Dc2 Rd7 28.Bc3 Da5 Eða 28....Dxc2+ 29.Kxc2 Bc5 30.Ba5 Kd8 31.Be1 e4 32.Rh2 f5 33.f3 e3 34.f4 Bd6 35.g3 h6 36.Rf3 Ke7 37.Rd4 (37.b4 c5 38.b5 g5!?) 37. -- Ba3 38.Kd3 Rc5+ 39.Kxe3 Bc1+ 40.Kf3 Bb2 41.Rb5 Rxb3 42.Rxc7 Kd6 43.Rd5 Kc5 44.Re7 Kxc4 45.Rxg6 og hvítur stendur betur. 29.Bxb4+ Dxb4 30.Rd2 -- Betra er 30.Re1 Dd6+ 31.Dd2 h5 32.Kc2 c5 33.Rf3 e4 34.De3 De6 35.Rg1 f5 36.Re2 o.s.frv. 30...Rc5 31.Da2 -- Í þessari stöðu bauð hvítur jafn- tefli, en boðinu var hafnað. 31...Dc3 32.Da7 Re6 33.g3 -- Eftir 33.Da3+ Kf7 34.Da4 f5 35.Dd7+ Kf6 36.Dxh7 Da1+ 37.Kc2 Rd4+ 38.Kd3 e4+ 39.Rxe4+ fxe4+ 40.Kxe4 Rxb3 ætti svartur að vinna. 33...h5 34.Da3+ Kf7 35.Dc1 Dd4 36.Ke2 h4 37.Rf3 De4+ 38.De3 Dc2+ 39.Dd2 Dxd2+ 40.Rxd2 hxg3 41.fxg3 c5! 42.Rf3 e4 43.Re1 Rd8 44.Rc2 Rc6 45.Ke3 f5 46.Kf4 Kf6 47.h4 -- Ekki 47.Re3 g5+ mát. 47...Rd4! 48.Rxd4 -- Ekki 48.Re3 Re6+ mát. Svartur vinnur, eftir 48.Ra1 Re2+ 49.Ke3 Rxg3 50.Rc2 Ke5 51.b4 f4+ 52.Kf2 cxb4 53.Rxb4 Rf5 o.s.frv. 48...cxd4 49.b4 -- Eða 49.g4 fxg4 50.Kxe4 g3 51.Kf3 d3 52.b4 g2 53.Kxg2 d2 54.Kf3 d1D+ o.s.frv. 49...Ke6 50.b5 Kd6 51.b6 Kc6 52.c5 Kb7! Skemmtileg leikþröng. Hvítur gafst upp, því að hann getur ekki komið í veg fyrir fæðingu nýrrar svartrar drottningar: 53.g4 d3 54.Ke3 fxg4 55.Kd2 g3 56.Ke3 g2 57.Kf2 d2 58.Kxg2 d1D o.s.frv. Ingvar Þór Jóhannesson efst- ur á Atskákmóti Reykjavíkur Ingvar Þór Jóhannesson er efst- ur á Atskákmóti Reykjavíkur þeg- ar fjórum umferðum af sjö er lokið. Ingvar hefur unnið allar sínar skákir, en annar er Björn Þorfinns- son með 3½ vinning: 1. Ingvar Þór Jóhannesson 4 v. 2. Björn Þorfinnsson 3½ v. 3.-4. Stefán Þór Sigurjónsson, Vigfús Ó. Vigfússon 3 v. 5.-10. Benedikt Jónasson, Páll Þórarinsson, Jón Árni Halldórsson, Elsa María Þorfinnsdóttir, Gunnar Nikulásson, Ingvar Ásmundsson 2½ v. 11.-13. Björgvin Kristbergsson, Atli Freyr Kristjánsson, Sigurður Ingason 2 v. o.s.frv. Athygli vekur að sjá unga og efnilega stúlku, Elsu Maríu Þor- finnsdóttur, með sama vinninga- fjölda og þrautreyndir skákmenn. Hún hefur verið í mikilli framför að undanförnu og er m.a. Íslands- meistari stúlkna. Keppendur á mótinu eru 20. Mótinu lýkur mánudaginn 18. nóv- ember með þremur síðustu umferð- unum. Mótið er jafnframt Atskák- mót Hellis. Unglingameistaramót Hellis Unglingameistaramót Hellis 2002 hefst mánudaginn 18. nóvem- ber kl. 16:30, þ.e. nokkru fyrr held- ur en venjulegar mánudagsæfing- ar. Mótinu verður svo fram haldið fimmtudaginn 21. nóvember kl. 16:30. Tefldar verða 7 umferðir eft- ir Monrad-kerfi. Fyrri keppnisdag- inn verða tefldar fjórar skákir og þrjár þann seinni. Umhugsunar- tími á hverja skák er 20 mínútur. Mótið er opið öllum 15 ára og yngri en titilinn sjálfan getur aðeins fé- lagsmaður í Helli unnið. Núverandi unglingameistari Hellis er Hilmar Þorsteinsson. Teflt verður í Hellisheimilinu, Álfabakka 14a í Mjódd. Ókeypis er fyrir félagsmenn í Helli en fyrir aðra er þátttökugjald kr. 500. Með- an á mótinu stendur falla venjuleg- ar barna- og unglingaæfingar nið- ur. Næsta barna- og unglingaæfing verður mánudaginn 25. nóvember. Verðlaun: 1. Unglingameistari Hellis fær farandbikar til varðveislu í eitt ár. 2. Þrír efstu fá verðlaunagripi til eignar. 3. Fimm efstu fá bókaverðlaun. 4. Dregnar út tvær pizzur frá Dominós 5. Dregin út þrenn bókaverðlaun. Tap gegn Katalóníu Daði Örn Jónsson Bragi Kristjánsson SKÁK Katalónía ÍSLAND – KATALÓNÍA 12.–13. nóv. 2002 dadi@vsk.is SENN fara fjölskyldur og einstak- lingar að umdirbúa jólin, fæðing- arhátíð frelsarans, hátíð kennda við ljós og frið. Gjarnan er talað um hátíð ljóssins, hátíð friðarins, hátíð barnanna og fleira í þeim dúr. Undir þetta er svo sannarlega hægt að taka, þetta er ein mesta hátíð kristinna manna. Hátíð gleði og gjafmildi. Mestu skiptir að taka við boðskap frelsarans af einlægni og tendra ljós jólahátíðarinnar í hjarta sínu. Kaupa jólatré, gera betur við sig og fjölskylduna í mat og gleðja sína nánustu með gjöfum. En er þá nokkuð að! Er ekki bara að opna hjarta sitt og huga og taka við kærleik frelsarans, er einhver ástæða að staldra við og hugsa málið? Já, það er rík ástæða til að staldra við! Það hljómar eins og öfugmæli að segja, miða við það sem stendur hér að ofan að þetta sé sá tími sem flestir öryrkjar og fjölskyldur þeirra kvíða hvað mest fyrir. Það er á þessum tíma sem það verður hvað sárast að hafa hvorki of- an í sig né á. Það er á þessum tíma sem það er hvað sárast að geta ekki gefið sínum nánustu gjafir eða keypt nýja flík á börnin. Það er á þessum tíma sem öryrkjar flykkjast til líkn- arfélaga eftir stuðningi, flykkjast í betligöngur stofnana á milli eftir nauðþurftum. Er ekki mál að linni! Undanfarin misseri hefur talsvert verið fjallað um málefni öryrkja, flestir eru sammála um að kjör ör- yrkja verður að leiðrétta, örorkulaun verði umsvifalaust hækkuð verulega og tengd launaþróun í landinu og sú staðreynd verði afmáð að missi fólk heilsuna sé það ávísun á fátækt. Kosningar til Alþingis eru næsta vor og stjórnmálamenn í óða önn að dusta rykið af gömlum kosningalof- orðum og reyna hvað þeir geta til að hljóma trúverðugir í eyrum kjós- enda en með misjöfnun árangri þó. Það er alveg ljóst og það hafa ör- yrkjar reynt á eigin skinni að sú rík- isstjórn sem nú situr hefur ekki og mun ekki hafa það á stefnuskrá sinni að bæta kjör þeirra að einu eða neinu leyti. Það hefur engin ríkisstjórn þjarmað eins að öryrkjum eins og sú sem nú situr! MARGRÉT GUÐMUNDSDÓTTIR, Skipholti 16. Málefni öryrkja! Frá Margréti Guðmundsdóttur: Úr • Skart • Silfurborðbúnaður www.erna.is Ársskeið sterling silfur Tilvalin gjöf við öll tækifæri Sif gullsmíðaverkstæði Laugavegi 20b s. 551 4444 Gull- og silfursmiðjan Erna Skipholti 3 s. 552 0775 Verð 5.900 SMS FRÉTTIR mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.