Morgunblaðið - 16.11.2002, Page 66
DAGBÓK
66 LAUGARDAGUR 16. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar:
569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156,
sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT-
STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið.
Skipin
Reykjavíkurhöfn: : Kur-
oshio Maru No.11 fer í
dag.
Hafnarfjarðarhöfn:
Linda Kosan kemur og
fer í dag.
Mannamót
Félag eldri borgara,
Hafnarfirði, Hraunseli,
Flatahrauni 3. Nám-
skeið í mótun á leir verð-
ur föstudaga kl. 13–16
vantar fleiri þáttak-
hendur. Biljardstofan er
opinn virka daga frá kl.
13–16. Skráning og upp-
lýsingar í Hraunseli
síma 555 0142. Á mánu-
dag púttað í Hraunseli
kl. 10 tréskurður og fé-
lagsvist kl. 13.30.
Eldri borgarar í Mos-
fellsbæ, Kjalarnesi og
Kjós. Félagsstarfið opið
mánu- og fimmtudaga.
Mánud: Kl. 16 leikfimi.
Fimmtud: kl. 13 tré-
skurður, kl. 14 bókasafn-
ið, kl. 15–16 bókaspjall,
kl. 17–19 æfing kór eldri
borgara í Damos. Laug-
ard: kl. 10–12 bókband,
línudans kl. 11.
Korpúlfarnir, eldri
borgarar í Grafarvogi.
Fimmud: Kl. 10, aðra
hverja viku púttað á
Korpúlfsstöðum, hina
vikuna keila í Keilu í
Mjódd. Vatnsleikfimi í
Grafarvogslaug á
þriðjud. kl. 9.45 og
föstud. kl. 9.30. Uppl. í s.
5454 500.
Félagsstarf aldraðra
Garðabæ.
Félag eldri borgara,
Reykjavík, Ásgarði
Glæsibæ. Félagið hefur
opnað heimasíðu
www.feb.is. Sunnudag-
ur: Dansleikur kl. 20
Caprí-tríó leikur. Mánu-
dagur: Brids kl. 13 Línu-
danskennsla fyrir byrj-
endur kl. 18,
Danskennsla Sigvalda
framh. kl. 19 og byrj-
endur kl. 20.30. Heilsa
og hamingja, fyr-
irlestrar um fjármál
aldraðra í Ásgarði
Glæsibæ laugardaginn
23. nóvember og hefst kl.
13. Silfurlínan er opin á
mánu- og miðvikudögum
kl. 10–12. Skrifstofa fé-
lagsins er að Faxafeni 12
s. 588 2111. Fé-
lagsstarfið er í Ásgarði
Glæsibæ.
Gerðuberg, félagsstarf.
Í dag og á morgun.
Myndalistarsýning
Brynju Þórðardóttur op-
in kl. 13–16 síðasta sýn-
ingahelgi.
Félag eldri borgara
Kópavogi. Púttað á
Listatúni í dag, kl. 10.30.
Gjábakki. Fannborg 8.
Fjölskyldudagur verður
í Gjábakka í dag laug-
ardaginn kl. 14. Fjöl-
breytt dagskrá, m.a.
syngur Samkór Kópa-
vogs nokkur lög, Jón
Oddur og Jón Bjarni frá
Þjóðleikhúsinu líta inn.
Ari Trausti Guðmunds-
son les úr nýútkominni
bók sinni. Þorvaldur
Halldórsson syngur
þekkt lög. Sköp-
unarhornið verður fyrir
unga sem aldna. Vöfflu-
hlaðborð. Alli velkomnir.
Digraneskirkja, kirkju-
starf aldraðra. Opið hús
á þriðjudag frá kl. 11
leikfimi, léttur máls-
verður, helgistund,
fræðsluþáttur, kaffi. All-
ir velkomnir.
Heimsókn í Hjallakirkju
kl. 12 og dagskrá þar.
Gönguklúbbur Hana-
nú. Morgunganga kl. 10
laugardagsmorgna frá
Gjábakka. Krummakaffi
kl. 9. Allir velkomnir
Félag einhleypra. Fund-
ur í kvöld kl. 21 í Konna-
koti Hverfisgötu 105.
Nýir félagar velkomnir.
Munið gönguna mánu-
og fimmtudaga.
Gigtarfélagið. Leikfimi
alla daga vikunnar. Létt
leikfimi, bakleikfimi
karla, vefjagigtarhópar,
jóga, vatnsþjálfun. Einn
ókeypis prufutími fyrir
þá sem vilja. Uppl. á
skrifstofu GÍ, s.
530 3600.
Stuðningsfundir fyrr-
verandi reykingafólks.
Fólk sem sótt hefur
námskeið gegn reyk-
ingum í Heilsustofnun
NLFÍ í Hveragerði,
fundur í Gerðubergi á
þriðjud. kl. 17.30.
GA-fundir spilafíkla, kl.
18.15 á mánudögum í
Seltjarnarneskirkju
(kjallara), kl. 20.30 á
fimmtudögum í fræðslu-
deild SÁA Síðumúla 3-5
og í Kirkju Óháða safn-
aðarins við Háteigsveg á
laugardögum kl. 10.30.
Samtök þolenda kyn-
ferðislegs ofbeldis,
fundir mánudaga kl. 20
að Sólvallagötu 12.
Stuðst er við 12 spora
kerfi AA-samtakanna.
Ásatrúarfélagið,
Grandagarði 8 Opið hús
alla laugardaga frá kl.
14.
Kattholt. Flóamarkaður
í Kattholti, Stangarhyl 2,
er opinn þriðjud. og
fimmtud. frá kl. 14-17.
Leið 10 og 110 ganga að
Kattholti.
Breiðfirðingafélagið.
Félagsvist á morgun kl.
14 þriðji dagur í fjögurra
daga keppni, Kaffiveit-
ingar eftir spilið.
Seyðfirðingafélagið.
Vinafagnaður Seyðfirð-
ingafélagsins verður
haldinn í Gjábakka
Fannborg 8,Kóp. laug-
ardaginn 16. nóv. Matur,
söngur og heimatilbúnir
leikir, mætum vel og
takið gesti með ykkur.
Borgfirðingafélagið í
Reykjavík. Spiluð vist í
dag kl. 14 að Suður-
landsbraut 30 Allir vel-
komnir.
Minningarkort
Minningarkort Hjarta-
verndar, fást á eft-
irtöldum stöðum í
Reykjavík: Skrifstofu
Hjartaverndar, Holta-
smári 1, 201 Kópavogi, s.
535-1825. Gíró og
greiðslukort. Dval-
arheimili aldraðra
Lönguhlíð, Garðs Apó-
tek Sogavegi 108, Ár-
bæjar Apótek Hraunbæ
102a, Bókbær í Glæsibæ
Álfheimum 74, Kirkju-
húsið Laugavegi 31,
Bókabúðin Grímsbæ v/
Bústaðaveg, Bókabúðin
Embla Völvufelli 21,
Bókabúð Grafarvogs,
Hverafold 1-3.
Minningarkort Hjarta-
verndar, fást á eft-
irtöldum stöðum á
Reykjanesi: Kópavogur:
Kópavogs Apótek,
Hamraborg 11. Hafn-
arfjörður: Lyfja, Set-
bergi. Sparisjóðurinn,
Strandgata 8–10, Kefla-
vík: Apótek Keflavíkur,
Suðurgötu 2, Lands-
bankinn Hafnargötu 55–
57.
Minningarkort Hjarta-
verndar fást á eft-
irtöldum stöðum á Vest-
urlandi: Akranes:
Hagræði hf., Borgarnes:
Dalbrún, Brákarbraut 3.
Grundarfjörður: Hrann-
arbúð sf, Hrannarstíg 5.
Stykkishólmur: Hjá
Sesselju Pálsd., Silf-
urgötu 36. Ísafjörður:
Póstur og sími, Að-
alstræti 18. Stranda-
sýsla: Ásdís Guð-
mundsd. Laugarholti,
Brú.
Minningarkort Hjarta-
verndar fást á eft-
irtöldum stöðum á Aust-
urlandi: Egilsstaðir:
Gallery Ugla, Mið-
vangur 5. Eskifjörður:
Póstur og s., Strandgötu
55. Höfn: Vilborg Ein-
arsdóttir Hanarbraut 37.
Minningarkort Hjarta-
verndar fást á eft-
irtöldum stöðum á Norð-
urlandi: Ólafsfjörður:
Blóm og Gjafavörur Að-
algötu 7. Hvammstangi:
Verslunin Hlín
Hvammstangabraut 28.
Akureyri: Bókabúð Jón-
asar Hafnarstræti 108,
Möppudýrin Sunnuhlíð
12c. Mývatnssveit: Póst-
húsið í Reykjahlíð.
Húsavík: Blómasetrið,
Héðinsbraut 1, Rauf-
arhöfn: Hjá Jónu Ósk
Pétursdóttur, Ásgötu 5.
Minningarkort Hjarta-
verndar fást á eft-
irtöldum stöðum á Suð-
urlandi:
Vestmannaeyjar: Apó-
tek Vestmannaeyja
Vestmannabraut 24. Sel-
foss: Selfoss Apótek
Kjarninn.
Félag MND-sjúklinga
selur minningarkort á
skrifstofu félagsins á
Norðurbraut 41, Hafn-
arfirði. Hægt er að
hringja í síma 565-5727.
Allur ágóði rennur til
starfsemi félagsins.
Landssamtökin Þroska-
hjálp. Minningarsjóður
Jóhanns Guðmunds-
sonar læknis. Tekið á
móti minningargjöfum í
síma 588-9390.
Minningarkort For-
eldra- og vinafélags
Kópavogshælis fást á
skrifstofu endurhæfing-
ardeildar Landspítalans
Kópavogi (fyrrverandi
Kópavogshæli), síma
560-2700 og skrifstofu
Styrktarfélags vangef-
inna, s. 551-5941 gegn
heimsendingu gíróseðils.
Í dag er laugardagur 16. nóvember,
320. dagur ársins 2002. Orð dagsins:
Ég er góði hirðirinn. Góði hirðirinn
leggur líf sitt í sölurnar fyrir sauðina.
(Jóh. 10, 11.)
K r o s s g á t a
LÁRÉTT:
1 létta á fæti, 8 síðla, 9
refsa, 10 spil, 11 þvaðra,
13 stal, 15 karlfugl, 18
veita ráðningu, 21 hátíð,
22 kvenguð, 23 sleifin, 24
beinbrýtur.
LÓÐRÉTT:
2 snjókomunni, 3 sjúga, 4
kyns, 5 lágfótan, 6 hæðir,
7 opi, 12 duft, 14 hátterni,
15 mann, 16 sjúkdómur,
17 sori, 18 æki, 19 gerði
hreint, 20 hafa undan.
LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU:
Lárétt: 1 bjarg, 4 sýnin, 7 rækta, 8 eiður, 9 sær, 11 aurs,
13 ásum, 14 andar, 15 karl, 17 illt, 20 hrá, 22 pútur, 23
reglu, 24 raust, 25 senda.
Lóðrétt: 1 birta, 2 askur, 3 glas, 4 sver, 5 næðis, 6 nýr-
um, 10 ældir, 12 sal, 13 ári, 15 kopar, 16 réttu, 18 lagin,
19 tauta, 20 hrút, 21 árás.
Víkverji skrifar...
AFHENDING Edduverðlaun-anna heppnaðist bara býsna vel
að þessi sinni. Staðsetningin sú rétta
og virðulegasta sem völ er á, um-
gjörðin stílhrein. Sem sagt framfarir
á ýmsum sviðum, sérstaklega frá því
í fyrra og þeirri hörmung sem þá fór
fram í Broadway og kennd var við
sömu Eddu. Hátíðin virðist hafa
spurst vel og mikið út en sérstaklega
hefur mönnum þó orðið tíðrætt um
meint „óvænt“ úrslit í vali almenn-
ings á sjónvarpsmanni ársins. Vík-
verji hefur haft lúmskt gaman af
málflutningi þeirra sem hafa leyft
sér að efast um að „einhver“ Sverrir
Sverrisson skuli vera langvinsælasti
sjónvarpsmaðurinn eins og niður-
stöður margumtalaðrar netkönnun-
arinnar gáfu til kynna. Fólk hefur
haldið fram að ekkert sé að marka að
Sveppi, eins og þeir kalla hann sem
til hans þekkja, hafi fengið langflest
atkvæði fyrst komið hafi á daginn að
auðvelt sé að greiða atkvæði oftar en
einu sinni úr sömu tölvu.
Úr málflutningnum hefur mátt
lesa að Sveppi og stuðningsmenn
hans einir hafi vitað um þennan
„leynda galla“ á kosningafyrirkomu-
laginu og að víst sé að einungis þeir
sem völdu Sveppa hafi nennt að
bögglast við að kjósa oftar en einu
sinni. Vissulega var einhver herferð í
gangi á Netinu þar sem markhópi
hans var bent á að greiða sínum
manni atkvæði, en þetta stunduðu
sjónvarpsstöðvarnar einnig grimmt
milli dagskrárliða.
Ósáttir hafa og bent á að ósann-
gjarnt sé að efna til netkosningar
vegna þess að slíkt fyrirkomulag
höfði til of þröngs hóps, að nær ein-
göngu ungt fólk greiði þá atkvæði og
niðurstöðurnar gefi því skakka
mynd og endurspegli aðeins smekk
unga fólksins. Víkverji hélt samt að
Netið væri opinn miðill og aðgengi-
legur orðinn á flestum heimilum í
landinu, bæði fyrir eldri og yngri.
x x x
VÍKVERJI hefur soðið samanaðra kenningu. Hann hefur
nefnilega sterkan grun um að vanga-
velturnar um hvort Sveppi hafi rétti-
lega verið valinn vinsælasti sjón-
varpsmaðurinn tengist þegar á
botninn er hvolft ekki því hvort net-
kosningin gefi rétta eða ranga mynd
– aðstandendur keppninnar hafa
enda bent á að „svindlið“ hafi í engu
skekkt niðurstöður – heldur hafi
miklu meira með ráðleysi hinna eldri
að gera, að þeir hafi í raun ekki haft
hugmynd um hver þessi Sveppi væri
og ennþá minni hugmynd um að
börnin þeirra hefðu svona mikið dá-
læti á honum. Það sem kom með öðr-
um orðum í ljós með valinu á Sveppa
var það sem Víkverja hefur grunað í
nokkuð langan tíma: Foreldrar hafa
ekki hugmynd um orðið hvað börnin
þeirra eru að horfa á í sjónvarpinu á
kvöldin. Enda ekki nema von þegar
flest börn eiga orðið sín eigin sjón-
varpstæki sem þau góna á alein og
óáreitt bak við luktar dyr. Það sem
kom í ljós á Eddunni þegar foreldr-
arnir og allir hinir „eldri“ litu spyrj-
andi hver á annan þegar nafn vinsæl-
asta sjónvarpsmanns Íslands var
tilkynnt var því ekki að einhver
brögð hefðu verið í tafli heldur miklu
fremur það að þeir höfðu ekki hug-
mynd um að Sveppi væri langvinsæl-
asti sjónvarpsmaðurinn hjá dygg-
asta áhorfendahópnum, unga
fólkinu. Og í netkosningu hefur það
kosningarrétt. Þvílíkt óréttlæti!
Ég mótmæli
MIG langar til þess að mót-
mæla lokun á útvarpsstöð-
inni Klassík FM. Ég hef
hlustað mikið á þessa stöð
og finnst það alveg ófært að
hún skuli ekki vera starf-
rækt lengur.
Það eina sem er í boði á
útvarpsstöðvunum er sí-
byljupopp sem er afskap-
lega þreytandi til lengdar.
Hlustandi.
Íshokkí
ÉG er búinn að vera að
velta því fyrir mér af
hverju Stöð 2, Sýn eða
RÚV sjá sér ekki fært að
sýna íshokkí. Það þarf ekki
endilega að vera frá NHL,
þess vegna mætti það vera
einhver deild í Evrópu.
Þessar stöðvar fjalla lítið
sem ekkert um hokkí.
Ég vil samt þakka RÚV
fyrir þá umfjöllun sem var í
helgarsportinu fyrir
skömmu síðan. Þó held ég
að það hafi verið meira
fjallað um hokkí í Stundinni
okkar ekki alls fyrir löngu.
Ég skora á þessar stöðv-
ar að fjalla um Brynju-mót-
ið sem fram fer á Akureyri
næstu helgi þar sem yngri
flokkar félaganna munu
keppa.
Þorsteinn Sævarsson.
Þakkir fyrir
jóganámskeið
MIG langar að koma á
framfæri þökkum til henn-
ar Arnhildar S. Magnús-
dóttur sem sér um jóga-
námskeið fyrir krabba-
meinssjúklinga. Nám-
skeiðin eru haldin í Bolholti
og eru alveg frábær. Hún
er einstakt ljúfmenni, blíð
og góð. Við fáum góða slök-
un, sem er okkur afar mik-
ilvæg. Hafi hún mínar
bestu þakkir fyrir.
Svana.
Tapað/fundið
Bíllykill týndist
BÍLLYKILL tapaðist í
Borgahverfi í Grafarvogi
merktur Land Rover. Uppl
í síma 892 6788. Fundar-
laun.
Lyklakippa
í óskilum
LYKLAKIPPA með fleira
smádóti áföstu fannst í Dal-
húsum í Grafarvogi 2. nóv-
ember sl. Upplýsingar í
síma 846 9824.
Aberdeen-bolur
týndist á Akureyri
ABERDEEN-bolur týnd-
ist á Akureyri í sumar. Bol-
urinn er eiganda mikils
virði. Skilvís finnandi hafi
samband í síma 562 1643.
Dýrahald
Elvis er týndur
ELVIS
týndist
frá heim-
ili sínu að
Lerkihlíð
13 (í Suð-
urhlíðun-
um) hinn
12. nóv.
sl. og er
hans sárt
saknað.
Þeir sem hafa orðið hans
varir hafi samband í
456 7060, 822 7482 og
822 7483.
Kötturinn Dúlli
er týndur
KÖTTURINN Dúlli hvarf
frá heimili sínu að Drápu-
hlíð 47, sunnudaginn 10.
nóv. Hann ratar ekki heim
til sín þar sem hann er ný-
fluttur í hverfið.
Dúlli er rauðbröndóttur
og var með rauða hálsól
þegar hann hvarf. Þeir sem
kunna að hafa séð hann eru
vinsamlegast beðnir um að
hafa samband við Þórð í
síma 698 1801 eða Lilju í
síma 698 6369.
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15.
Netfang velvakandi@mbl.is
Í VIÐTALI við Davíð
Oddsson forsætisráðherra
í Morgunblaðinu 12. nóv-
ember sl., í tengslum við
kröfur Evrópusambands-
ins um hærri framlög
EFTA-ríkjanna segir á
einum stað: „Jafnframt
höfum við talið að þeim
væri skylt að tryggja að
fríverslunarsamningar
sem við kynnum að hafa
við ríki í fyrrum Austur-
Evrópu héldu þrátt fyrir
breytingar“.
Þetta orðalag, að tala
um ríki í „fyrrum Austur-
Evrópu“ hefur heyrst áð-
ur og þykir mér æði und-
arlegt. Hafa þessi ríki
eitthvað færst til í álfunni
þannig að þau séu nú í
einhverjum öðrum hluta
Evrópu? Það hef ég ekki
orðið var við, frekar en að
við einhverjar tilteknar
breytingar á stjórnarfari
hér á Íslandi yrði hægt að
tala um „fyrrum Austur-
land“.
Nei, ríkin í Austur-
Evrópu eru enn í Austur-
Evrópu, þrátt fyrir breyt-
ingar á stjórnarfari þar á
síðustu árum og þrátt fyr-
ir hugsanlega inngöngu
þeirra í Evrópusam-
bandið.
Sigurður Einarsson.
„Fyrrum Austur-Evrópa“
6
8
11
15
22
1
24
12
3
10
17
21
4
9
13
18
23
14
5
19
7
20
2
16