Morgunblaðið - 16.11.2002, Qupperneq 67

Morgunblaðið - 16.11.2002, Qupperneq 67
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. NÓVEMBER 2002 67 DAGBÓK STJÖRNUSPÁ eft ir Frances Drake SPORÐDREKI Afmælisbörn dagsins: Þú býrð yfir leiðtoga- hæfileikum og kemur miklu í verk. Þú býrð yfir hugmyndaauðgi, sjálfstæði og atorku. Mikil vinna og uppbygging einkenna komandi ár. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Þú ert tilfinningamikil(l) í dag. Ekki festast svo í nafl- anum á þér að þú gefir við- horfum annarra ekki gaum. Naut (20. apríl - 20. maí)  Sambönd þín við konur munu reynast krefjandi í dag. Þig langar alls ekkert til að blanda geði við fólk í dag, heldur eiga stund í einrúmi. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Þér er mikið í mun að vernda vin þinn í dag. Þig langar til að hjálpa þessari manneskju, sumpart vegna þess að þér þykir vænt um hana og sum- part vegna þess að þú vilt að henni þyki mikið til þín koma. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Dagurinn er kjörinn til sölu- mennsku eða kynninga. Þér reynist auðvelt að sýna öðr- um tillitssemi. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Þú kannt að afla þér nýrra vina í dag sem hafa annan menningarlegan bakgrunn en þú. Þar sem þér leiðist dálítið í dag finnst þér gaman að kynnast fólki sem er þér ólíkt. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Það kann að vera að þig langi í eitthvað sem tilheyrir öðr- um. Þú verður að átta þig á því að þetta er ekki raunveru- leg þörf heldur aðeins ávísun á vandræði. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Vinir þínir og maki eru þér mikilvægari í dag en alla jafna. Viðræður við þetta fólk eru tilfinningaríkar, ástríkar og hlýjar því að þú þráir hvatningu þess og samþykki. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Þú snýst til varnar samstarfs- manneskju þinni í dag. Aðrir mega telja sig lánsama fyrir það að þú skulir standa með þeim. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Hjartað tekur kipp í dag vegna daðurs eða ástarneista. Þú elskar augnablikið sem er hugsanlega kveikjan að nýju ástarsambandi. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Kröfurnar frá umhverfinu virðast yfirþyrmandi í dag. Reyndu að finna þér stund í einrúmi svo þú getir slakað á. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Léttar samræður virðast búa yfir meiri tilfinningadýpt en endranær. Kvenkyns ætt- ingjar kunna að leika stórt hlutverk á þessum degi. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Þig langar til að hafa muni er tengjast fortíðinni í kringum þig. Mundu að hluturinn sjálfur skiptir ekki svo miklu máli heldur tilfinningalegt gildi hans fyrir þig. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. LJÓÐABROT Á NÓTTU Hver eru ljósin logaskæru, er ég lít um ljóra? munu það blikandi, blíðmálugar, heimasætur himins? Eigi er það; – en annað fegra svífur mér að sjónum: það eru augu unnustu minnar, þau í svartnætti sjást. Jón Thoroddsen Árnað heilla 80 ÁRA afmæli. Í dag,laugardaginn 16. nóv- ember, er áttræður Gunnar Bjarnason, áður bóndi Böðv- arsholti, Staðarsveit. Hann er að heiman í dag. 50 ÁRA áfmæli. Í dag,laugardaginn 16. nóvember er fimmtug Hólmfríður Kristjánsdóttir, bóndi í Sýrnesi í Aðaldal, S-Þingeyjarsýslu. Hún er stödd ásamt eiginmanni sín- um, Ragnari Þorsteinssyni, á heimili dóttur þeirra í Kaupmannahöfn. VEL lesnir spilarar kann- ast kannski við nafnið Clyde E. Love. Ekki það? Nú jæja; Love var banda- rískur spilari og stærð- fræðiprófessor sem lést ár- ið 1960. Árinu áður kom út bók eftir Love sem enn er gefin út með reglulegu millibili – Bridge Squeezes Complete, eða „Þvingun frá a til ö.“ Þar er að finna þetta athyglisverða spil: Norður ♠ KDG1032 ♥ ÁG ♦ Á73 ♣ÁK Suður ♠ Á986 ♥ 4 ♦ KD54 ♣10643 Sagnir eru aukaatriði hjá Love, en niðurstaðan er 7G í suður (tvímenning- ur) og útspilið hjartakóng- ur. Hvaða möguleika á sagnhafi og hvernig er best að spila? Tólf slagir blasa við og sá þrettándi kemur ef tíg- ullinn liggur 3-3. Ef vestur á tígullengd með hjarta- drottningu þvingast hann sjálfkrafa þegar sagnhafi tekur síðasta svarta slag- inn. Ennfremur gæti aust- ur þvingast með tígullengd og DG í laufi. En hvað er til ráða ef austur valdar tíg- ulinn og litlu hjónin í laufi eru skipt? Norður ♠ KDG1032 ♥ ÁG ♦ Á73 ♣ÁK Vestur Austur ♠ 54 ♠ 7 ♥ KD97652 ♥ 1083 ♦ 10 ♦ G9862 ♣D92 ♣G875 Suður ♠ Á986 ♥ 4 ♦ KD54 ♣10643 „Nákvæmlega ekki neitt,“ segir Love, en bætir því við að suður ætti samt að vinna slemmuna! Þving- un er nefnilega eitt, en sál- fræði annað. Ekkert liggur á að kanna tígulinn eða taka ÁK í laufi. Til að byrja með er best að spila fimm sinnum spaða. Austur mun henda fyrst tveimur hjört- um og einum tígli. En þeg- ar fimmta spaðanum er spilað á hann eftir gosann fjórða í báðum láglitum og mun vafalaust henda tígli á þeirri forsendu að suður sé líklegri til að eiga fjórlit í laufi en tígli. Það kemur margt á óvart í lífinu. Í frægustu „skvísbók“ fyrr og síðar víkur tækni fyrir sálfræði. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson 50 ÁRA afmæli. Í dag,laugardaginn 16. nóvember, er fimmtugur Ásgeir Hinrik Þorvarðar- son. Eiginkona hans er Sól- veig Hrafnsdóttir. Í tilefni dagsins taka þau á móti ætt- ingjum og vinum að heimili sínu, Logasölum 2, Kópa- vogi, á milli kl. 18 og 21. 1. e4 c5 2. Rf3 Rc6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 a6 6. Bc4 e6 7. Bb3 Bb4 8. Rxc6 bxc6 9. O-O h6 10. e5 Bxc3 11. bxc3 Rd5 12. Dg4 g6 13. Bd2 Re7 14. Bc4 a5 15. De2 Kf8 16. Hab1 Kg7 17. Be3 Rf5 18. Bc5 h5 19. Hfd1 Dg5 20. g3 Rh6 21. f4 Dg4 22. Dg2 h4 23. Be7 h3 24. Df2 He8 25. Bg5 Rg8 26. Be2 Df5 27. Bf3 Rh6 Staðan kom upp í fyrri hluta Íslandsmóts skákfélaga sem fram fór í húsa- kynnum B&L. Gunnar Finn- laugsson (2150) brá sér í bæjar- ferð frá Lundi í Svíþjóð og leiddi skáksveit Sel- fyssinga til for- ystu að fyrra hlutanum lokn- um. Hann hafði hvítt gegn Halldóri Garð- arssyni (1855). 28. g4! Rxg4 29. Dh4 Dxc2 30. Dxg4 Dxc3 31. Bf6+ Kg8 32. Dxh3 og svartur gafst upp. SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. Hlutavelta Morgunblaðið/Sverrir Þessar duglegu stúlkur héldu tombólu til styrktar Rauða krossi Íslands og söfnuðu kr. 3.985. Þær heita Pálína Þrast- ardóttir, Ólafía Skarphéðinsdóttir, Ólöf María Jónsdóttir og Dagný Ísafold Kristinsdóttir. Bridsdeild Sjálfsbjargar Mánudaginn 11. nóv. lauk 5 kvölda hraðsveitakeppni, spilað var á 11 borðum, í efstu sætum urðu; Karl Kalrsson og Sigurður R. Steingrímsson – Ólafur Ingvar og Sharion 3115 Sigrún Pálsdóttir og Bragi Sveinsson – Helgi Ketilsson og Sigþór Haraldsson 2909 Jón Úlfljótsson og Þórarinn Bech – Sig. Björnsson og Sveinbjörn Axelsson 2897 Ingólf Ágústsson og Sigtryggur Jónsson – Halldór Aðalsteinsson og Jósvin 2897 Bridsfélag Hreyfils Þegar þrjár umferðir eru eftir í aðalsveitakeppninni er staðan þessi: Daníel Halldórsson 115 Vinir 105 Rúnar Gunnarsson 101 Jón Egilsson 97 Hlynur Vigfússon 95 Nk. mánudagskvöld verða spilað- ar 7. og 8. umferðir. Spilað er í Hreyfilshúsinu kl. 19.30. Akureyrarmótið í tvímenningi Nú er þrem kvöldum af fjórum lokið í Akureyrartvímenningi Brids- félags Akureyrar. Staðan að loknum 12 umferðum af 17 er þannig: Björn Þorláksson – Stefán Stefánsson 111 Reynir Helgason – Örlygur Örlygsson 75 Pétur Guðjónsson – Stefán Ragnarsson 66 Stefán Sveinbjörnsson – Víðir Jónsson 46 Sveinn Pálsson – Jónas Róbertsson 29 Að venju var spilaður sunnudags- brids á sunnudaginn var. Það var góð mæting og ánægjulegt að sjá mörg ný andlit. Spilað var á 5 borð- um og var staða efstu manna þannig: Stefán Vilhjálmss. – Guðm. V. Gunnl. 136 Pétur Guðjónsson – Jónas Róbertsson 134 Sveinbjörn Sig. – Sigurður Marteinss. 122 Landstvímenningurinn verður spilaður á föstudaginn kemur. Hefst spilamennskan kl. 19.30 og er spilað í Hamri, félagsheimili Þórs. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Gallafatnaður Bankastræti 11 • sími 551 3930 Lára Margrét áfram í 5. sæti Kynntu flér stefnumálin á www.laramargret.is e›a hringdu í síma 551 3339 og 861 3298 Námskeið í orkuheilun Karina Becker frá hinum viðurkennda Barbara Brennan School of Healing er komin aftur til landsins Hún býður upp á tvö námskeið í orkuheilun lau.-sun. 23.-24. nóv.: „Orkusvið mannsins“ og lau.-sun. 30. nóv.-1. des.: „Hara-víddin“ frá kl. 10-17 í Heilsusetri Þórgunnu í Skipholti 50c, 4. hæð. Hún býður einnig upp á einkatíma Pantanir í síma 552 6625 og 861 3174. Höfum opnað tannlæknastofu í Miðstræti 12, 101 Reykjavík. Laser tannviðgerðir og allar almennar tannlækningar. Ingvi Kristinn Jónsson tannlæknir Stefán Hallur Jónsson tannlæknir Tannlæknar Tímapantanir í síma 511 4010 alla virka daga. Bjóðum viðskiptavini velkomna. Guðrún Arnalds, símar 896 2396 og 561 0151 gud.run@mmedia.is Konur Streitulosun • Tilfinningavinna Skapandi tjáning • Að tengjast kynorkunni Tími til að skoða í öruggu umhverfi það sem við höfum sett í skuggann og leita inn í hjartað. Námskeið helgað konum á öllum aldri frá 23.-24. nóvember líföndun • jóga • hugleiðsla
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.