Morgunblaðið - 16.11.2002, Síða 73

Morgunblaðið - 16.11.2002, Síða 73
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. NÓVEMBER 2002 73 Sýnd kl. 10.10. B.i. 12. Vit 444  Ó.H.T. Rás2 1/2 SV. MBL Sýnd kl. 2, 4 og 6. Vit 441. Sýnd kl. 8. Vit 455 Sýnd kl. 6 og 8. Vit 448 Sýnd kl. 6, 8 og 10. Vit 460 Sýnd kl. 2. Frábær grínhasar með hinum eina sanna Jackie Chan. Frá framleiðendum Men in Black og Gladiator Sjáið Jackie Chan í banastuði Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10.10. Vit 474 Sýnd kl. 2, 4 og 10. Vit 474 Sýnd kl. 2, 4, 6, 8 og 10.10 Vit 479 Sýnd kl. 8 og 10.Vit 479 Big Fat Liar THE GURU Pétur og kötturinn Brandur 2 Þegar tveir ólíkir menn deila getur allt gerst. Stórbrotin og óvenjuleg spennumynd með Samuel L. Jackson og Óskarsverðlaunahafanum, Ben Affleck. Margir vilja meina að hér sé á ferðinni ein besta og eftirminnilegasta kvikmynd ársins. FRUMSÝNING 8 Eddu verðlaun. Yfir 49.000 áhorfendur Sýnd kl. 1.40, 3.40, 5.50, 8 og 10.10. B.i. 12. Vit 433 Sýnd kl. 2. Ísl tal. Vit 429 ÁLFABAKKI ÁLFABAKKI ÁLFABAKKI ÁLFABAKKI ÁLFABAKKI AKUREYRI AKUREYRI KEFLAVÍK KEFLAVÍK Sýnd kl. 1.40, 3.40, 5.50, 8 og 10.10. Vit 461 Sýnd kl. 4, 6 og 8. Vit 461 Sýnd kl.2, 4 og 6. Vit 461 ÁLFABAKKI ÁLFABAKKI KEFLAVÍK AKUREYRIÁLFABAKKI AKUREYRI Sýnd kl. 2 og 4. Ísl tal. Sýnd kl. 10. E I N N I G S Ý N D Í L Ú X U S V I P Sýnd í lúxussal kl. 4, 6, 8 og 10.10. B. i. 16. Vit 480. FYRSTA breiðskífa Afkvæma guðanna, Dæmisögur, gleymdist nánast á síðasta ári, datt milli þilja og það að ósekju, hún var með bestu plötum ársins og gott ef hún var ekki besta hiphopskífan, í það minnsta ef litið er til rímnanna og innihalds þeirra. Það er því ekki nema von að menn hafi beðið nýrrar plötu með eftir- væntingu og skemmst frá því að segja að platan nýja, Ævisögur, uppfyllir allar væntingar og gott betur. Líkt og með rokkið greinist ís- lenskt hiphop í óteljandi kvíslir, segja má að hver sveit sé með sinn sérstaka stíl hvort sem er í rímna- spuna eða töktum og í engri tónlist- arstefnu skiptir einstaklingurinn eins miklu máli, hvert lag stendur og fellur með rímnamanninum, ef hann er ekki góður er eiginlega ekk- ert gott, ólíkt rokkinu. Gróflega má skipta hiphopinu eft- ir hlutföllum skemmtunar og inni- halds í tónlistinni, þ.e. hversu mikla áherslu leggja menn á að vera skemmtilegir á kostnað þess að vera að fjalla um hluti sem skipta máli og öfugt; slíkur mælikvarði er vitan- lega langt frá því að teljast vísinda- legur og oftar en ekki getur verið snúið að finna út hvort menn eru al- varlega skemmtilegir eða skemmti- lega alvarlegir. Á þeim mælikvarða hallast þeir félagar í Afkvæmum guðanna að innihaldinu, eða eins og Elvar Gunnarsson segir í „Hvað get ég gert“: „Ég geri flókin lög, ég bæði rappa og pæli / en stelpur skilja mig ekki og strákar segja að ég sé allt of væminn / þau segja að ég sé ekkert nema þunglyndisrapp- ari.“ Það lag er reyndar hreint af- bragð, góður taktur undir og textinn skemmtileg úttekt á stöðu Afkvæm- anna í rappsamfélaginu; nota bene, menn eru ekki að taka sjálfa sig of alvarlega (manni getur nefnilega verið alvara án þess að taka sjálfan sig of alvarlega). Nokkur lög á skíf- unni ganga reyndar þvert á þá stað- hæfingu að þeir félagar séu þung- lyndisrapparar, sjá til að mynda „Tínsur“ sem er frábærlega fyndið lag með broddi, og „Stöðva partíið“ þar sem þeir félagar eru ekki síst að gera grín að sjálfum sér. Einnig er „Öryrkjabandalagið“ skemmtilegur gortari, þ.e. lag þar sem rímurnar snúast um að gera lítið úr öðrum textasmiðum, ekki síst þeim sem treysta sér ekki til að „frístæla“, eða að öryrkja, nema þeir séu komnir á skallann. Þeir fá og sneið í því lagi sem fela sig á Netinu; það verður enginn metinn að verðleikum nema hann standi á sviði og „battli“ fyrir allra augum. Í „Öryrkjabandalag- inu“ fara þeir á kostum Afkvæma- félagar en einnig Örn Tönsberg, sem flestir þekkja sem 7berg í Bent og 7berg, og Halldór Halldórsson, Dóri DNA úr Bæjarins bestu. Elvar Gunnarsson er stjarna þessarar plötu, textar hans eru allir mjög góðir og frábærir á köflum, lít- ið um nástöðu og klaufalegt rím finnst varla. Best þykir mér lagið „Rigning á heiðskírum degi“ sem hann flytur af mikilli innlifun, en það er líka talsvert spunnið í lagið „Þjóð- ernishyggja“ sem er áleitin og kraft- mikil pólitísk ádeila. Kristján Þór Matthíasson á líka sína spretti og gerir upp gömul mál með skemmti- lega groddalegum rímum í „F.Y.B“. Ekki er síst gaman að heyra dissið á liðið sem situr fast í sinni íhaldssemi og gamaldags þröngsýni; „Fyndið, íslenskt hiphop var best þegar eng- inn samdi á móðurmálinu / eftir Subta engin víð föt og engar plötu- útgáfur“. Útsetningar á skífunni eru yfir- leitt til fyrirmyndar, þvælast ekki fyrir textunum, heldur draga þá fram og undirstrika. Á stundum virka þær stirðar, til að mynda í „Rigning á heiðskírum degi“, en í „Skugga 2“, „Þjóðernishyggju“ og þá sérstaklega „Efnishyggju“ eru bráðskemmtilegar útsetningar. Ólíkt því sem jafnan tíðkast í hip- hopi er hljóðfæraleikur að miklu leyti lifandi, þ.e. í stað þess að smala af skífum annarra leika hljóðfæra- leikarar takta og laglínur undir sem gefur skífunni skemmtilega lífræn- an blæ. Eins og getið er í upphafi voru Dæmisögur með bestu skífum síð- asta árs og þar sem Ævisögur eru enn betri þarf ekki að spyrja að leikslokum. Tónlist Bæði rapp og pæl Afkvæmi guðanna Ævisögur HITT Ævisögur Afkvæma guðanna sem eru þeir Elvar Gunnarsson, Kristján Þór Matthíasson, Hjörtur Már Reynisson og Páll Þorsteinsson. Auk þeirra Elvars, Kristjáns og Páls koma fram á plötunni Guðmundur Steinn Gunnarsson gítarleik- ari, Egill Antonsson bassaleikari, Dagný Magnúsdóttir flautuleikari, Grímur Helgason klarinettleikari, Matthías Birg- ir Nardeau óbóleikari og rímnamennirnir Örn Tönsberg og Halldór Halldórsson, en útsetjarar eru auk Páls þeir Eiríkur Ásþór Ragnarsson og Sigurður Pálmarsson. Tekið upp og hljóðblandað í Helli Gula drekans. Páll Þorsteinsson stýrði upp- tökum. Árni Matthíasson skrefi framar Gjafavara – matar- og kaffistell . All ir verðflokkar. - Gæðavara Heimsfrægir hönnuðir m.a. Gianni Versace. VERSLUNIN Laugavegi 52, s. 562 4244.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.