Morgunblaðið - 17.11.2002, Side 1

Morgunblaðið - 17.11.2002, Side 1
HIÐ umfangsmikla málverkafölsunarmál, sem komst í hámæli upp úr miðjum síðasta áratug, hefur haft vond áhrif á listaverkamarkað á Ís- landi svo ekki sér fyrir endann á, en talið er að allt að 900 verk gætu hafa verið fölsuð. „Ég hreifst af þessum verkum, sem ég fékk,“ segir viðmælandi Morgunblaðsins, sem uppgötvaði að þrjú fölsuð verk héngu á veggjum heimilis- ins. „Þannig að það var mjög auðmýkjandi svona eftir á að uppgötva að verkin voru fölsuð og það svo greinilega að ekki er hægt að líta framhjá því þegar farið er að skoða þau.“ Rannsókn embættis ríkislögreglustjóra á meintum málverkafölsunum er senn að ljúka. Jón H. Snorrason, yfirmaður efnahagsbrota- deildar embættis ríkislögreglustjóra, sagði að um væri að ræða umfangsmestu rannsókn lög- reglunnar frá upphafi og skipti kostnaður tug- um milljóna, en hann vildi ekki tjá sig um hversu mörg verk hefðu verið til rannsóknar. Ólafur Ingi Jónsson, forvörður hjá Mork- inskinnu, hefur kannað umfang málsins og skráð þá listamenn, sem urðu fyrir barðinu á fölsurunum. Einnig hefur hann skoðað hundr- uð verka. Ólafur Ingi er sannfærður um að ein- ar 900 falsanir á verkum 16 látinna íslenskra listamanna hafi farið í sölu hér á landi og í Dan- mörku. Aðalsteinn Ingólfsson listfræðingur segir að málverkafölsunarmálið hafi haft vond áhrif á listaverkamarkaðinn hér á landi og fólk hafi hvorki þorað að selja né kaupa verk í langan tíma. Listunnendur hafi ekki aðeins haldið sig frá viðskiptum með verk gömlu meistaranna, held- ur veigrað sér við að kaupa málverk yngri kyn- slóðar myndlistarmanna. Aðalsteinn er þeirrar hyggju að niðurstaða málsins ráði miklu um hvenær málverkamarkaður hér á landi færist í fyrra horf. Auðmýkjandi að uppgötva að verkin voru fölsuð  Í nafni meistaranna/B 1–7 STOFNAÐ 1913 270. TBL. 90. ÁRG. SUNNUDAGUR 17. NÓVEMBER 2002 mbl.is Sjálfstæð lögregla Haraldur Johannessen um uppbyggingu lögreglunnar 10 Ný plata bítilsins sáluga kemur út á morgun Fólk 58 Nútíma öskubuska Birna Anna fjallar um markaðs- setningu og ímyndir Listir 26 „HÚN er spennandi en maður verður samt ekkert hræddur,“ segir ellefu ára gamall breskur drengur, Dominic Howard, um nýju Harry Potter-myndina sem var frumsýnd á föstudagskvöld bæði í Bandaríkjunum og í Bretlandi. „Persónurnar eru frábærar, sagan er frábær, þetta er bara alveg ótrúleg mynd,“ sagði táningurinn Courtney Smith en hún beið lengi í biðröð í Ontario í Kaliforníu eftir að fá keyptan miða á myndina, sem heitir á íslensku Harry Potter og leyniklefinn. Fastlega er gert ráð fyrir því að nýja Harry Potter-myndin slái fyrri sýningarmet í Banda- ríkjunum en hún er sýnd í 3.682 sýningarsölum um helgina. Í Bretlandi er hún sýnd fyrstu dag- ana í meira en eitt þúsund sýningarsölum og þar var búið að selja um 350 þúsund aðgöngu- miða í forsölu. Sums staðar í Bandaríkjunum bárust jafnvel fréttir af því að foreldrar tilkynntu skólum að börn þeirra væru veik – til að þau gætu eytt deginum í biðröð eftir bíómiða þá um kvöldið. Harry Potter og leyniklefinn er eins og fyrri myndin, Harry Potter og viskusteinninn, gerð eftir sögu J.K. Rowling en bækur hennar hafa notið mikilla vinsælda meðal barna og ung- linga um heim allan. Harry Potter og leyniklef- inn verður frumsýnd hér á landi nk. föstudag. „Spennandi en samt ekkert hræddur“ AP Los Angeles. AFP. Emma Watson, Rupert Grint og Daniel Radcliffe í nýju Harry Potter-myndinni. HU Jintao mátti sætta sig við það í gær að vera áfram í skugga forseta landsins, Jiangs Zemins, en Hu tók á föstudag formlega við helstu valda- embættum í kínverska kommúnista- flokknum af Jiang. Rætt hefur verið um að leiðtogaskipti væru nú að eiga sér í kínverskum stjórnmálum en umfjöllum ríkisfjölmiðla í landinu í gær virtist staðfesta þann grun margra að Jiang væri hvergi nærri horfinn af sjónarsviðinu. Dagblöð hrósa Jiang Á forsíðu Dagblaðs alþýðunnar, málgagns kínverska kommúnista- flokksins, gat að líta myndir af þeim Jiang og Hu hlið við hlið og þar fyrir neðan mátti sjá Jiang ásamt níu manna framkvæmdanefnd flokksins. Í ríkissjónvarpinu kínverska fór mest fyrir Jiang, eins og í flestum öðrum fjölmiðlum landsins, og var þar m.a. sýnt frá fundi sem hann átti með fulltrúum kínverska hersins á flokksþingi kommúnistaflokksins. Sást hvar Hu kom í humátt á eftir Jiang sem líklega mun láta Hu eftir forsetaembættið í mars á næsta ári. Var Jiang hrósað mjög í leiðurum helstu dagblaða en umfjöllun um hinn nýja leiðtoga kommúnista- flokksins var hins vegar stillt í hóf. Jiang Zemin hvergi nærri horfinn af sjónarsviðinu Skyggir áfram á Hu Jintao Peking. AFP. PÁLL Pétursson félagsmálaráð- herra hættir þingmennsku í vor en hann hafnaði í fjórða sæti í fyrstu umferð kosninga um fyrsta sætið á væntanlegum framboðslista Fram- sóknarflokksins á kjördæmisþingi flokksins í Norðvesturkjördæmi sem haldið var á Laugum í Dalasýslu í gær. Hann hlaut 61 atkvæði, eða 14,09%. Páll sagði við Morgunblaðið að hann hefði átt von á þessum úrslitum. „Þessar kosningar eru mjög svæðis- bundnar. Það er að segja menn kjósa eftir gömlu kjördæmunum og þar sem ég var búinn að fá fyrrverandi aðstoðarmann minn í mótframboð var augljóst að það yrði mjög á bratt- ann að sækja fyrir mig þegar fylgið klofnaði og skiptist á milli tveggja,“ sagði hann. „Skagfirðingar munu hafa valið þann kostinn að styðja Árna Gunnarsson í meirihluta.“ Magnús Stefánsson alþingismaður mun fara fyrir lista Framsóknar- flokksins í kjördæminu eftir að hann hafði betur í baráttu við Kristin H. Gunnarsson þingflokksformann um fyrsta sætið. Kristinn fékk fleiri at- kvæði eftir fyrstu umferð en úrslitin breyttust í annarri umferð. Magnús tryggði sér þá fyrsta sætið með 231 atkvæði eða 53,97% atkvæða en Kristinn hlaut 197 atkvæði eða 46,03%. Í 3. umferð tryggði Kristinn sér annað sætið með 226 atkvæðum eða 53,8% atkvæða. Páll Pétursson hefur verið þing- maður Norðurlandskjördæmis vestra frá árinu 1974 en hann hefur verið félagsmálaráðherra frá árinu 1995. Þá var hann formaður þing- flokks Framsóknarflokksins á árun- um 1980 til 1994 auk þess sem hann hefur setið í utanríkismálanefnd, iðn- aðarnefnd og sérnefnd um stjórnar- skrármál. Magnús leiðir og Páll hættir Kristinn H. Gunnarsson kosinn í annað sæti hjá Framsókn í Norðvesturkjördæmi Magnús StefánssonPáll Pétursson Heilaþveginn Harrison KÍNVERSK kona flettir Dagblaði alþýðunnar í gær þar sem fjallað var um flokksþing kommúnistaflokksins. Fæstir Kínverjar vita ýkja mikið um Hu Jintao jafnvel þó að lengi hafi verið gengið út frá því að hann tæki við sem leiðtogi kínverska kommúnistaflokksins. Hu lítt kynntur í Kína AP

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.