Morgunblaðið - 17.11.2002, Qupperneq 4
FRÉTTIR
4 SUNNUDAGUR 17. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
ÞAÐ fer ekki mikið fyrir Hýsingu
við Skútuvoginn í Reykjavík en þar
er um 11.000 fermetra vöruhús með
fullkomnu tölvustýrðu færibanda-
kerfi á þremur hæðum. Allar vörur
koma í vöruhúsið í kössum á brett-
um í gámum og fyrst eru þær settar
á svonefnt biðsvæði.
Guðmundur Oddgeirsson, fram-
kvæmdastjóri Hýsingar, segir að
þar fari fram skoðun á þeim og í
raun endurspegli Hýsing búðirnar.
„Ef vörurnar eiga að hanga á
herðatrjám í verslununum setjum
við þær á herðatré.“
Tæknin í fyrirrúmi
Vörurnar eru flokkaðar og
merktar og eru síðan hengdar á
svonefnda „ketti“ sem koma þeim á
réttan stað á lagernum eftir færi-
bandi í loftinu, en hluti hverrar
sendingar fer reyndar beint í versl-
anirnar eftir móttöku og flokkun.
Kerfið er tölvustýrt og er því ekki
um neinn burð að ræða.
Eftir að varan hefur selst er
herðatréð látið í sérstakan kassa
við afgreiðsluborðið og er tæmt úr
honum í annan stærri sem síðan er
fluttur til Hýsingar og þaðan til
Örva, sem er verndaður vinnu-
staður í Kópavogi. Þar eru herða-
trén flokkuð og síðan send aftur til
Hýsingar þar sem hringrásin hefst
á nýjan leik, jafnvel tveimur vikum
eftir að herðatrén fóru frá sama
stað hulin flíkum. „Við setjum fatn-
að á um og yfir 100.000 herðatré á
mánuði,“ segir Guðmundur, en um
þessar mundir er mesti annatími
ársins.
Margar tegundir
30 manns vinna við vörumót-
tökuna hjá Hýsingu og þar af 22 við
merkingu á fatnaði. Sumar flíkur
koma með herðatrjám og þarf að
hengja þær upp eins og annan fatn-
að en síðan er mikilvægt að hver
tegund fatnaðar fái rétta stærð og
tegund af herðatré. Hlutverk
starfsfólks Hýsingar er m.a. að sjá
til þess en úr um 20 tegundum er að
velja.
Þegar pantanir eru afgreiddar
eru vörurnar settar á „ketti“
merkta viðkomandi búð og fara
þeir síðan sína leið í afhending-
arrýmið, þar sem vörurnar eru
settar í sérstakar flutningagrindur,
sem síðan er ekið með í versl-
anirnar.
Góð nýting
Tvisvar í viku er farið með kassa
af óflokkuðum herðatrjám til Örva.
Þar eru herðatrén fyrst gróf-
flokkuð og um 30 gerðum hent, en
eftir standa um 20 tegundir sem
eru aðgreindar í kassa og sendar
þannig til Hýsingar tilbúnar til
notkunar á ný.
Í Örva er unnið á tveimur 16
manna vöktum og eru tveir starfs-
menn í grófflokkun herðatrjáa
hverju sinni og jafnmargir sjá um
lokaflokkunina.
„Við fáum um það bil 12 stóra
kassa með óflokkuðum herðatrjám
vikulega,“ segir María Guðmunds-
dóttir starfsráðgjafi og María Sig-
urjónsdóttir verkstjóri bætir við að
góð nýting sé á herðatrjánum. „Það
slæðast alltaf með einnota tegundir
en við komum miklu frá okkur til
Hýsingar í hverjum mánuði.“
Morgunblaðið/Þorkell
Guðmundur Oddgeirsson, framkvæmdastjóri Hýsingar, gengur um lagerinn á þriðju hæð í Skútuvoginum.
Íris Jóhanna Ólafsdóttir setur herðatré í kassa eftir sölu vöru.
Edda Margrét Kjartansdóttir gróf-
flokkar herðatré hjá Örva.
Kristín Sveinsdóttir setur peysur á
herðatré í Hýsingu.
Fatnaðurinn sett-
ur á um 100.000
herðatré á mánuði
ÁKVEÐIÐ hefur verið að hækka
laun bæjarfulltrúa og nefndarmanna
í Kópavogi en oddvitar Framsókn-
arflokks, Sjálfstæðisflokks og Sam-
fylkingarinnar lögðu fram sameig-
inlega tillögu þar um á fundi
bæjarráðs í síðustu viku. Hækkunin
nemur á bilinu 4,8 prósent til 104,5
prósent en í einum flokki nefnda
lækka nefndarlaun um 10 prósent.
Nefndarlaun eru reiknuð sem
hlutfall af þingfararkaupi og var
hækkunin því framkvæmd með því
að hækka hlutfall frá því sem það
var áður. Þannig hækka laun for-
manns bæjarráðs úr 144.731 krón-
um á mánuði í 151.623 krónur sem er
4,8 prósenta hækkun.
Laun almennra bæjarstjórnarfull-
trúa hækka um 22,7 prósent úr
75.811 krónum í 93.041 krónu á mán-
uði en hækkunin er hæst hlutfalls-
lega hjá nefndarmönnum í stærri
nefndum, sem eru tilgreindar fé-
lagsmálaráð, skólanefnd, skipulags-
nefnd og íþrótta- og tómstundaráð.
Hækka laun almennra nefndar-
manna í þessum nefndum úr 7.581
krónu á fund í 15.507 krónur og laun
formanns nefndarinnar hækka úr
11.372 krónum á fund í 23.260 krón-
ur. Nemur hækkun þessara nefnd-
armanna því 104,5 prósentum.
Í einu tilfelli lækka nefndarlaun
og það er laun fulltrúa í sérnefndum
bæjarráðs og bæjarstjórnar. Þau
fara úr 17.230 krónum á fund í
15.507 krónur og nemur lækkunin
því 10 prósentum.
Lengi verið langlægstir
Að sögn Gunnars I. Birgissonar,
oddvita sjálfstæðismanna og for-
manns bæjarráðs, hefur lengið verið
beðið með að hækka nefndarlaun í
Kópavogi en hingað til hafi þau verið
mun lægri en gengur og gerist í ná-
grannasveitarfélögunum. Við hækk-
unina nú hafi verið miðað við með-
altal þeirra bæjarfélaga að undan-
skilinni Reykjavík en að sögn
Gunnars hafa nefndarlaun í Reykja-
vík verið töluvert hærri en í ná-
grannasveitarfélögunum.
„Þegar ég kom að þessu árið 1991
lagði ég til að nefndarlaun yrðu
lækkuð,“ segir hann. „Þá fóru nefnd-
arlaun bæjarins úr 32 milljónum á
ári í 18 milljónir. Þetta gerðum við
þegar var erfitt um vik og litlar
tekjur en nú er þetta orðið það lágt
að það fæst varla nokkur maður til
að sinna þessu. Hin sveitarfélögin
eru að auki með bílastyrki og annað
slíkt sem við höfum ekki haft.“
Verið að samræma launin
Aðspurður hvers vegna laun séu
lækkuð hjá fulltrúum í sérnefndum
bæjarráðs og bæjarstjórnar segir
hann að með því sé verið að sam-
ræma laun í nefndum bæjarins.
„Þessi laun voru mun hærri hjá
þeim en öðrum og árið 1990 voru
þau um þreföld miðað venjulegar
nefndir. Nú verða launin nokkurn
veginn þau sömu milli nefnda. Með
þessu erum við að hækka hinn al-
menna nefndarmann sem er að fá
12–15 þúsund á fund, eða 25–30 þús-
und á mánuði.“
Gunnar telur að heildarkostnaður
bæjarsjóðs vegna nefndarlauna á
næsta ári verði á bilinu 30–40 millj-
ónir króna en breytingarnar taka
gildi hinn 1. janúar næstkomandi.
4,8–104% hækk-
un nefndalauna
TVEIR menn á þrítugsaldri voru
handteknir aðfaranótt laugardags
vegna innbrota í fimm raðhús og eitt
einbýlishús í Breiðholti í Reykjavík á
föstudagskvöld. Innbrotin voru til-
kynnt hvert af öðru seint á föstu-
dagskvöld og tókst lögreglunni að
handsama mennina skömmu eftir
miðnætti. Annar þeirra var með þýfi
í fórum sínum er hann var handtek-
inn en þegar félagi hans var gripinn
fannst taska með þýfi í nágrenni við
handtökustaðinn.
Þótt innbrot á heimili séu hlut-
fallslega fátíð miðað við innbrot í bíla
og fyrirtæki þekkist það engu að síð-
ur að þjófar leggist á heimili með
skipulögðum hætti. Dæmi eru um að
þeir fylgist með mannaferðum í
hverfinu dögum og vikum saman áð-
ur en þeir láta til skarar skríða þegar
þeir telja minnstar líkur á að til
þeirra sjáist.
Handteknir
vegna innbrota
í Breiðholti
ÁKVEÐIÐ var að auka úthafskarf-
akvótann á Reykjaneshrygg um
20%, úr 95 þúsund tonnum á þessu
ári í 119 þúsund tonn á því næsta, á
fundi Norðaustur-Atlantshafsfisk-
veiðinefndarinnar (NEAFC) í
London á föstudag.
Ísland er ekki aðili að samkomu-
lagi NEAFC um úthafskarfaveiðar
og ákveður kvóta sinn einhliða.
Verði kvóti Íslendinga hins vegar
aukinn sem nemur aukningu á
heildarkvótanum verður hann um
52 þúsund tonn á næsta ári eða 7
þúsund tonnum meiri en á yfir-
standandi ári. Lauslega áætlað er
verðmæti þessa viðbótarafla upp úr
sjó um 560 milljónir króna.
Sendinefnd Íslands lagði á fund-
inum fram tillögu um að veiðum úr
úthafskarfastofninum á Reykjanes-
hrygg verði stjórnað með svæða-
skiptingu enda sé þar um tvo
stofna að ræða og vernda beri
karfa sem haldi sig fyrir ofan 500
metra dýpi, hinn eiginlega úthafs-
karfa. Ísland hefur áður lagt fram
tillögur þess efnis á vettvangi
NEAFC en þær hafa ekki fengið
þar hljómgrunn. Íslendingar
ákváðu því einhliða að stjórna veið-
unum með svæðaskiptingum á síð-
asta ári til að skilja að veiðar úr
stofnunum. Grænlendingar og
Færeyingar stóðu að þessu sinni að
tillögunni ásamt Íslandi en hún var
engu að síður felld. Helgi Laxdal,
formaður Vélstjórafélags Íslands,
sem átti sæti í nefndinni, segir að
tillagan hafi þó aldrei verið jafn-
nærri því að vera samþykkt. „Evr-
ópusambandið óskaði til að mynda
eftir því að skipuð yrði nefnd til að
skoða málið og kynna niðurstöður
sínar á næsta fundi. Þó að tillagan
hafi ekki verið samþykkt tel ég að
þarna hafi náðst mikilvægt skref í
rétta átt,“ segir Helgi.
Úthafskarfakvótinn eykst
♦ ♦ ♦