Morgunblaðið - 17.11.2002, Síða 6

Morgunblaðið - 17.11.2002, Síða 6
FRÉTTIR 6 SUNNUDAGUR 17. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ „ÞAÐ síðasta sem ég mundi var grjótgarðurinn og frussandi sjór- inn,“ segir Tómas Sigurðsson, vinnuvélastjóri frá Ólafsvík, sem lokið hefur spítalavist sinni eftir lífshættulegt vinnuslys við Ólafs- víkurenni á mánudaginn. Hjóla- skófla sem hann ók um Ennið lenti í sjónum og hann var hætt kominn. „Ég kom keyrandi eftir akrein- inni þar sem öðrum megin var vörubíll. Á móti mér kom síðan Volkswagen rúgbrauð. Sennilega hef ég ætlað að fara utarlega í kantinn þannig að hjólaskóflan hef- ur kannski tekið af mér stýrið. Ég man vel eftir því þegar ég hentist upp í loftið og högginu sem kom í hausinn á mér þegar ég kastaðist til inni í vélinni. Svo sá ég sjóinn fyrir framan mig. Þetta var alveg hrikalegt útlit,“ segir hann. „Ég hef aldrei lent í svona löguðu fyrr, en ég hef keyrt frá því ég var 16 ára gamall.“ Tómas er síðan ekki til frásagnar um það sem gerðist í framhaldinu enda komst hann ekki til meðvitundar fyrr en daginn eftir á Landspítalanum. „Ég er marinn og með fjóra skurði á hausnum,“ segir hann um meiðsli sín. Hann slapp við beinbrot en fékk vatn í lungu og er óðum að hressast. Í vélinni er sætisbelti þótt ekki hafi Tómas verið spenntur að þessu sinni en segist þó oft nota beltin, t.d. í snjómokstri. Þegar hann hafði stöðvast á vél- inni í briminu 10 metrum neðan við vegkantinn hófust strax snarpar björgunaraðgerðir við slæmar að- stæður. Svanur, sonur Tómasar, bjargaði föður sínum út úr vélinni og kom honum á land ásamt björg- unarsveitamönnum og fleiri Ólafs- víkingum og var hætt kominn sjálf- ur þegar hann tók út með öldunum og lamdist utan í klappirnar. Þeir feðgar komu til Ólafsvíkur á fimmtudag og var vel fagnað af vinum og vandamönnum með blóm- um og árnaðaróskum. Tómas segir móttökurnar á Landspítalanum ekki hafa verið síðri, enda þjón- ustan þar eins og best verði á kosið að hans mati. „Þetta var eins og heima hjá manni á jólunum,“ segir hann. Af hjólaskóflunni er það að segja að hún er komin á þurrt og virðist ekki alvarlega skemmd eftir sjó- baðið. Tómas Sigurðsson gröfustjóri eftir vinnuslys við Ólafsvíkurenni „Þetta var alveg hrikalegt útlit“ Morgunblaðið/Alfons Viðburðarík vika eftir miklar hremmingar er nú að baki hjá feðgunum Svani Tómassyni og Tómasi Sigurðssyni frá Ólafsvík. VEGNA ábendinga um að börn og unglingar séu að sniffa kveikjara- gas til að komast í vímu vill Holl- ustuvernd ríkisins vekja athygli á takmörkun á sölu slíks gass. Einn- ig er vakin athygli á því að gasið er stórhættulegt og hefur leitt til al- varlegra slysa, jafnvel dauðaslysa. Bannað er að selja gasið í al- mennum verslunum, lofttegundirn- ar bútan, þar með talið ísóbútan og própan, í ílátum sem ætluð eru til áfyllingar á kveikjara. Kveikjara- gas má því aðeins selja á bens- ínstöðvum og öðrum sérverslunum og eingöngu þeim sem eru orðnir 18 ára. Bannað að selja kveikj- aragas í almennum verslunum GUÐJÓN Ólafur Jónsson, for- maður kjördæmissambands Framsóknarflokksins í Reykja- víkurkjördæmi suður, hefur ákveðið að taka ekki þátt í ákvörðun stjórnar sambands- ins um skipan uppstillingar- nefndar eða störfum hennar að öðru leyti þar til nefndin hefur lokið störfum. Guðjón Ólafur sendi frá sér yfirlýsinu þessa efnis, þar sem jafnframt kemur fram að nafn hans hafi um nokkurt skeið ítrekað verið nefnt í tengslum við framboð fyrir Framsóknar- flokkinn í Reykjavíkurkjör- dæmi suður. Hann hafi ekki tekið ákvörðun um framboð en hafi ákveðið að koma ekki að fyrrnefndum málum til þess að uppstillingarnefnd flokksins í kjördæminu njóti fyllsta trausts í störfum sínum. Formað- urinn kem- ur ekki að málum HEILBRIGÐISRÁÐHERRA telur Guðmund Hallvarðson, stjórnarformanns Hrafnistu, ganga nokkuð langt í gagnrýni sinni á ráðu- neytið fyrir stefnuleysi í daggjöldum vist- og hjúkrunarheimila enda telji hann þennan mála- flokk vera einn þann mikilvægasta sem hann og ráðuneytið fáist við. Í viðtali í Morgunblaðinu gagnrýndi Guð- mundur ráðuneytið m.a fyrir takmarkaðan áhuga á samvinnu við Hrafnistu um lausn á vistunar- og hjúkrunarvanda aldraðra. Mikið unnið í málefnum aldraðra „Mér finnst Guðmundur reiða nokkuð hátt til höggs,“ segir Jón Kristjánsson heilbrigðisráð- herra, „ekki síst þegar tekið er mið af sam- skiptum ráðuneytisins við þessar stofnanir upp á síðkastið. Staðreyndin er sú að við höfum lagt mikla vinna í þennan málaflokk síðastliðið ár og m.a. gefið út skýrslu um öldrunarmál til þess að meta þörfina en skýrslan er nauðsynleg til þess að menn geti gert sér góða grein fyrir stöðunni í heild. Í annan stað höfum við stöðugt verið að vinna í því að leiðrétta og fá fjármagn til þess að leiðrétta daggjöld bæði á dvalar- og hjúkrunarheimilum. Við höfum einsett okkur að ljúka þeirri vinnu fyrir aðra umræðu fjárlaga og það eru þegar komnar inn verulegar upp- hæðir í fjárlög og fjáraukalög til þess að leið- rétta þessi gjöld.“ Ekki áhugaleysi Jón telur ekki skorta áhuga af hálfu ráðu- neytisins. Sjálfseignarstofnanir í öldrunarmál- um hafi stofnað með sér samtök og hann hafi nú í tvígang á nokkrum vikum átt fundi með forystumönnum þeirra samtaka. „Ég hef lagt áherslu á að þeir séu í sem bestu sambandi við fjármáladeild heilbrigðisráðuneytisins vegna þessara mála. Þar að auki höfum við tekið þátt í starfi samráðsnefndar aldraðra og höfum þar verið að ræða stofnkostnaðarmálin. Það mál höfum við haft til meðferðar hér í ráðuneytinu en það er einmitt verið að reyna að fá fjármagn í þau. Þannig að ég kannast alls ekki við áhuga- leysi, hvorki mitt né ráðuneytisins, á þessum málaflokki undanfarna mánuði.“ Jón segist ekki vilja elta ólar við fullyrðingar um fortíðina eða hvað mönnum hafi farið á milli á árum áður. „Ég tel þennan málaflokk einn af mikilvægustu málaflokkum hér í ráðuneytinu og við höfum lagt í það mikla vinnu að reyna að tryggja það fjármagn sem þarf til þess að leið- rétta daggjöldin þannig að þessar stofnanir séu á rekstrarhæfum grundvelli. Ég tel,“ heldur ráðherra áfram, „að við Guðmundur séum sam- herjar í því efni og finnst hann því reiða nokk- uð hátt til höggs í Morgunblaðinu.“ Heilbrigðisráðherra telur ummæli um stefnuleysi í daggjaldamálum ómakleg Segir reitt hátt til höggs EKKI verður farið í uppbyggingu hálendisvega fyrr en lokið er frá- gangi vega á láglendi að ferða- mannastöðum. Þetta kom meðal annars fram í máli Sturlu Böðvars- sonar samgönguráðherra á sam- gönguþingi Samtaka sveitarfélaga sem haldið var á Hótel Selfossi í gær. Ráðherra sagði einnig að helsta verkefni í samgöngumálum á Suður- landi væri úrbætur í samgöngum til Vestmannaeyja og að beðið væri nið- urstöðu starfshóps sem ynni að út- tekt og áætlun um bættar sam- göngur til langs tíma milli lands og Eyja. Nýtt skip þyrfti að taka til allra öryggisþátta og þeir þættir yrðu væntanlega í tillögum starfs- hópsins. Í ávarpi Sturlu kom einnig fram að Selfossflugvöllur yrði mögulega fyr- ir valinu varðandi flutning æfinga- og kennsluflugs frá Reykjavíkur- flugvelli. Góðir möguleikar væru fyr- ir flugvöllinn til aukinna verkefna vegna góðra tengsla við Vestmanna- eyjar og við samgöngunet landsins. Niðurstöðu vegna flutnings æfinga og kennsluflugs frá Reykjavíkur- flugvelli er að vænta bráðlega. Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Sturla Böðvarsson samgönguráðherra ávarpar samgönguþingið. Æfinga- og kennsluflug mögulega til Selfoss LÖGÐ hefur verið inn um- sókn til samgönguráðuneytis- ins um leyfi til að reka nýja ferðaskrifstofu og er umsókn- in nú til skoðunar. Að umsókninni stendur fé- lag í eigu Helga Jóhannsson- ar, fyrrverandi framkvæmda- stjóra Samvinnuferða-Land- sýnar, og Gunnars Fjalars Helgasonar hagfræðings og Þorsteinn Guðjónsson við- skiptafræðingur. Helgi segir að ráðgert sé að bjóða innan skamms upp á orlofsferðir innanlands í samvinnu við stéttarfélög. „Við viljum afsanna þá hjátrú að Íslendingar geti ekki farið í frí innanlands,“ sagði hann. Um frekari fram- hald á starfsemi félagsins sagðist Helgi ekki vilja tjá sig meðan umsóknin væri enn óafgreidd. „Það fellur örugg- lega ýmislegt skemmtilegt til,“ sagði hann. Helgi Jóhannsson Sækir um leyfi til að reka ferða- skrifstofu

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.