Morgunblaðið - 17.11.2002, Blaðsíða 10
10 SUNNUDAGUR 17. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Átti aldrei að vera fámen
M
eð lögreglulög-
um, sem tóku
gildi 1. júlí 1997,
var sett á fót
embætti ríkislög-
reglustjóra og
um leið var Rannsóknarlögregla
ríkisins lögð niður. Hlutverk rík-
islögreglustjóra er margþætt. Hon-
um ber að kynna lögreglustjórum
boð og ákvarðanir æðstu handhafa
ríkisvaldsins sem snerta starfsemi
lögreglunnar og fylgjast með að
þeim ákvörðunum sé fylgt. Hann
hefur upplýsingaskyldu um málefni
lögreglunnar gagnvart dómsmála-
ráðherra og gerir tillögur til ráð-
herra um fyrirmæli til lögreglu-
stjóra, vinnur að hagræðingu,
samræmingu, framþróun og öryggi
í starfsemi lögreglunnar, annast al-
þjóðasamskipti á sviði löggæslu og
veitir lögreglustjórum aðstoð og
stuðning í lögreglustörfum. t.d. við
rannsókn alvarlegra brota. Emb-
ættið hefur með höndum samræm-
ingu eða miðstýringu starfa lög-
reglu og stýrir verkefnum sem
kalla á viðamikinn undirbúning eða
þátttöku lögreglumanna úr fleiri en
einu umdæmi. Þá heldur embættið
málaskrá og er úrvinnsla tölfræði-
legra gagna verulegur þáttur í
starfseminni.
Auk þessara starfa hefur emb-
ætti ríkislögreglustjóra sérstök
verkefni. Þar eru rannsökuð skatta-
og efnahagsbrot, landráð og brot
gegn æðstu stjórn ríkisins, emb-
ættið skráir upplýsingar um lög-
reglumálefni og hefur umsjón með
bíla- og tækjakaupum lögreglu.
Starfsemin er umfangsmikil og
verður ekki öll tíunduð hér.
Lögregla nýtur
trausts almennings
Haraldur Johannessen hefur
gegnt embætti ríkislögreglustjóra
frá 1. febrúar 1998, en áður var
hann fangelsismálastjóri frá stofn-
un Fangelsismálastofnunar ríkisins
1. október 1988 og þar til í upphafi
árs 1997 að hann hóf undirbúning
að starfi embættis varalögreglu-
stjóra í Reykjavík. Því gegndi hann
frá 1. júlí 1997 og þar til hann tók
við af Boga Nilssyni sem ríkislög-
reglustjóri. Nýtt fimm ára skipun-
artímabil Haraldar hefst 1. febrúar
á næsta ári.
Haraldi er ofarlega í huga það
traust, sem almenningur ber til lög-
reglunnar. „Gallup hefur mælt af-
stöðu almennings til ýmissa stofn-
ana í Þjóðarpúlsi sínum undanfarin
ár. Í niðurstöðum mælinga á þessu
ári, sem birtar voru í apríl, kom í
ljós að frá 1997 hefur traustið til
lögreglu aukist um sjö prósentustig
og er nú 71%. Háskóli Íslands nýt-
ur einn stofnana meira trausts en
lögreglan, en alþingi, dómskerfið,
heilbrigðiskerfið og þjóðkirkjan
njóta ekki trausts í sama mæli.
Lögreglulögin tóku gildi um mitt ár
1997 og frá þeim tíma hefur traust
almennings á lögreglunni vaxið
jafnt og þétt. Ég fullyrði ekki að
þarna séu bein tengsl á milli, en
breytingin á skipulagi lögreglunnar
hefur að minnsta kosti ekki leitt til
þess að traust almennings á lög-
reglu hafi minnkað.“
– Telur þú að sú miðstýring, sem
komið var á í málefnum lögregl-
unnar með stofnun embættis rík-
islögreglustjóra, eigi sinn þátt í
auknu trausti á störfum hennar?
„Ég vona að embættið eigi þarna
einhvern hlut að máli og einnig að
almenningur, sem og lögreglumenn,
líti svo á að nú séu gerðar ríkari
kröfur um fagleg vinnubrögð lög-
reglu. Að sama skapi vona ég að um-
fjöllun um lögreglumál verði smám
saman faglegri og málefnalegri, en
mér finnst stundum sem stjórnmál
blandist um of inn í slíka umfjöllun.
Við höfum, sérstaklega á undanförn-
um vikum og misserum, þurft að
svara ýmsum fullyrðingum sem sett-
ar hafa verið fram um starfsemi lög-
reglunnar og þessa embættis sér-
staklega, og það höfum við reynt að
gera með málefnalegum hætti. Hægt
og sígandi breytist umræðan von-
andi. Ef hún er ekki á málefnalegum
grunni er grafið undan lögreglunni í
landinu og um leið öryggi borgar-
anna. Hér duga engir sleggjudóm-
ar.“
– Hvernig getur lögreglan brugð-
ist við því sem þú kallar ómálefna-
lega gagnrýni á vinnubrögð henn-
ar?
„Lögreglan á ekki hægt um vik
þegar vinnubrögð hennar við rann-
sókn mála eru gagnrýnd. Hún á
skiljanlega erfitt með að verjast í
málum þar sem þess er beinlínis
krafist, bæði að lögum og sam-
kvæmt siðferðisvitund almennings,
að lögreglan tjái sig ekki um hvað
sem er opinberlega. Almenningur
verður að geta treyst því að vitn-
eskja lögreglunnar berist ekki út úr
stofnunum hennar, eða frá einstaka
lögreglumönnum. Það er stutt á
milli frétta og slúðurs og almenn-
ingur á heimtingu á að lögreglan
fari með upplýsingar lögum sam-
kvæmt. Ef lögreglan bregst því
trúnaðartrausti, þá grefur hún sína
eigin gröf.“
Nýlega gaf ríkislögreglustjóri út
leiðbeiningar um samskipti lögreglu
við fjölmiðla, sem lögreglustjórum
er ætlað að fara eftir. „Mikilvægt
er að samskipti lögreglu og fjöl-
miðla séu góð. Leiðbeiningarnar
gera greinarmun á hvernig lögregl-
an getur aðstoðað fjölmiðla og veitt
upplýsingar um mál og því hvað á
að liggja í þagnargildi og á ekki er-
indi til almennings. Lögreglan fær
oft á tíðum upplýsingar sem eru
þess eðlis að við fyrstu sýn mætti
ætla að tilefni væri til rannsóknar
máls. Síðar kemur í ljós að tilefnið
er ekkert og þá er betra að hafa
veitt minni upplýsingar en meiri.
Lögreglan hefur þó að sjálfsögðu
ákveðnar skyldur um upplýsinga-
gjöf til fjölmiðla og þar með al-
mennings.“
Leiðbeiningar á landsvísu um
samskipti fjölmiðla og lögreglu hafa
ekki verið til áður, en ríkislögreglu-
stjóri skipaði nefnd, með aðild
Blaðamannafélags Íslands, til að
vinna þær. Þær eru aðgengilegar á
lögregluvefnum, www.rls.is, þar
sem lögregla kemur gjarnan upp-
lýsingum á framfæri.
„Lögreglan hefur eðlilega þurft
að aðlaga sig breyttum fjölmiðla-
heimi, eins og frekast er kostur.
Auðvitað vilja fjölmiðlamenn marg-
ir vita hvaðeina sem lögreglan veit,
en ég held að best sé að fara var-
lega í þeim efnum.“
Lögreglan ein megin-
stoð réttarríkisins
– Embætti ríkislögreglustjóra
hefur verið gagnrýnt í tengslum við
rannsóknir á umfangsmiklum og
viðkvæmum málum, s.s. hinu svo-
kallaða Baugsmáli og máli Árna
Johnsens. Í Baugsmálinu var m.a.
sagt að viðskiptahagsmunum fyr-
irtækisins væri ógnað vegna fram-
göngu lögreglunnar gegn forsvars-
mönnum fyrirtækisins.
„Ég hef vissulega orðið var við að
einhverjir telji að ríkislögreglu-
stjóri eigi ekki að rannsaka meintar
sakargiftir í þessu svokallaða
Baugsmáli, heldur taka tillit til
markaðssjónarmiða og sérhags-
muna fyrirtækja. Mér finnst þetta
afar sérkennilegur málflutningur.
Ef lögreglan er í þeirri stöðu að
meta hvaða mál hún á að rannsaka
út frá slíkum sjónarmiðum, þá er
réttarríkið í uppnámi. Þá er lög-
reglan í þeim sporum að huga að
því hvort um sé að ræða hina ríku
og áhrifamiklu, eða þá sem minna
mega sín. Og þá erum við jafnvel
farin að tala um pólitík hinna ráð-
andi afla í þjóðfélaginu. Ef unnið er
á þessu hála svelli, þá er engin lög-
regla til sem stofnun lengur og ekk-
ert réttarríki. Hér er rík lýðræð-
ishefð og þingræðishefð, en ekki
hvað síst réttlætiskennd og rétt-
arríkisvitund. Við búum í landi þar
sem dómstólar eru sjálfstæðir,
embætti ríkissaksóknara er sjálf-
stætt og lögreglan er ein af grund-
vallarstoðum réttarríkisins. Ef hún
hagar störfum sínum í þá veru sem
ég lýsti, þá hrynur ein af meg-
instoðum réttarríkisins. Á meðan
ég sit í embætti mun ég reyna allt
til þess að lögreglan verði áfram
sterk og sjálfstæð.
Embættið var einnig gagnrýnt í
máli Árna Johnsen, fyrrverandi al-
þingismanns. Þá heyrði ég að vísu
aldrei sjónarmið í þá veru að lög-
reglan skyldi ekki rannsaka sak-
argiftir á hendur honum, heldur að
embættið hefði kannski átt að tak-
marka sig og ekki ganga jafnlangt
og raunin varð á í niðurstöðu
ákæruvaldsins. Umræðan um störf
lögreglunnar er því oft sérkennileg,
en ég held að langflestir landsmenn
sjái í gegnum þetta og átti sig á að
hún er harla ómálefnaleg, svo ekki
sé meira sagt. Það verður að hafa í
huga að allir eru jafnir fyrir lög-
unum. Þannig er það í reynd, þótt
ýmsir vilji halda því fram að þessu
sé á annan veg farið. Eftirlitsstofn-
anir ríkisins eru enda með því móti
að enginn embættismaður kæmist
upp með slíka misnotkun. Ég undr-
ast því þegar fólk setur fram þær
kenningar, í fullri alvöru, að lög-
reglan misbeiti valdheimildum sín-
um með slíkum hætti.“
– Hafa breytingar á skipulagi
lögreglunnar gengið að óskum frá
því að embætti ríkislögreglustjóra
var stofnað?
„Já, en hafa ber í huga að lög-
reglan er í eðli sínu íhaldssöm stofn-
un og nokkuð langan tíma tekur að
gera breytingar innan hennar, miðað
við einkafyrirtæki eða ýmsar aðrar
opinberar stofnanir. Það ber líka að
líta til þess að ekki er endilega skyn-
samlegt að gera snöggar og illa und-
irbúnar breytingar á starfi lögreglu,
því ekkert má fara úrskeiðis. Þær
breytingar sem hafa orðið hafa verið
vel ígrundaðar. Hins vegar líta ýmsir
innan lögreglunnar svo á að breyt-
ingarnar sem urðu með lögreglulög-
unum séu aðeins fyrsti áfangi í nokk-
uð löngu ferli. Við höfum fylgt þróun
löggæslumála á Norðurlöndunum og
sótt fyrirmyndir þangað, einkum til
Noregs og Danmerkur. Þar er fyr-
irkomulagið með þeim hætti að nán-
ast öll verkefni lögreglunnar eru á
hendi ríkislögreglustjóra. Í Noregi
eru sérstakir lögreglustjórar undir
norska ríkislögreglustjóranum og
fara ekki með annan starfa. Hér á
Rúm fimm ár eru frá stofnun embættis ríkislög-
reglustjóra og tæp fimm ár frá því að Haraldur
Johannessen var skipaður ríkislögreglustjóri.
Ragnhildur Sverrisdóttir ræddi við Harald um
traust almennings á lögreglunni, ómálefnalega
umræðu, Baugsmálið, hugmyndir um breytt
skipulag lögreglustjórnar, afbrotagreiningu og
uppbyggingu embættisins.
Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri: „Ég hef aldrei verið varðhundur fyrir ríkisstofnanir, en reynt að ganga þannig til verka
að ég þurfi ekki að skammast mín að loknum vinnudegi.“
Haraldur Johannessen ríkislög-
reglustjóri segir uppbyggingu
embættisins hafa gengið að óskum