Morgunblaðið - 17.11.2002, Page 19

Morgunblaðið - 17.11.2002, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. NÓVEMBER 2002 19 Hnattreisan hófst í London með þægilegu flugi BA yfir nótt til Jóhannesarborgar og áfram til Port Elizabeth, þar sem lent var um hádegi næsta dag. Allir voru hressir í bragði og til- búnir að hefja aksturinn á Blómaleiðinni, svo að haldið var áfram til PLETTENBERG, þar sem okkar beið kvöldverður og gisting á afar skemmtilegu sveitasetri mitt í náttúrudýrð- inni. Næsta dag fengum við gott sýnishorn af óviðjafnanlegri náttúrufegurð Suður-Afríku í hinum töfrandi bæ KNYSNA, áður en við ókum yfir skarðið í Outeniqua yfir í Litlu Karoo að skoða fegurstu hella heimsins, CANGO CAVES. Hinar ein- stöku formmyndanir úr dropasteinum hafa á milljónum ára skapað furðuveröld, sem engu öðru líkist, s.s. Pípuorgelið, gluggatjöldin, steinstytta Kleópötru, fossinn, og aðrar skraut- legar furðumyndir, sem helst minna á listmuni úr fílabeini. Næst tók við heimsókn á frægasta strútabúgarð heims, HIGHGATE í Oudtshoorn, þar sem sumir fóru í útreið á strútsbaki við mikla hrifningu áhorfenda, og margar úr fríð- um kvennahópi skreyttu sig með strútsfjöðrum að hætti hefð- armeyja, að loknum ljúffengum hádegisverði, þar sem góm- sætar afurðir strútsins runnu ljúflega niður með eðalvínum landsins. Þessum degi lauk svo við varðeld á villidýrabúgarði og afrískri tónlist innfæddra, en að morgni næsta dags tók við akstur í fjallabílum út á villtar lendur dýranna, þar sem við sáum sýnishorn allra hinna „5 stóru“ og tókum myndir. Ekki gleymist rómantísk heimsókn til MOSSEL BAY að sjá skip hins fræga Bartolomeas Diaz, Karavelluna, eftirlíkingu fyrsta skipsins sem sigldi fyrir Góðrarvonarhöfða, og rifja upp sögu „Stígvélapósthússins“. Lá nú leiðin áfram undir fögrum fjöllum í glampandi sólskini, sem við raunar höfum baðað okkur í alla leiðina til þessa. Allir eru heillaðir af feg- urð þessa lands, og hefur hver dagur verið öðrum betri. Þetta er sjálft ævintýrið á ferðalagi, búið á frábærum gististöðum og það fegursta valið til skoðunar, s.s. ógleymanleg kynnisferð með Ingólfi um CAPE TOWN, Góðrarvonarhöfðinn og ekki síst Vínlöndin. Það er almenn skoðun hópsins, að slíka fegurð náttúrunnar hafi þeir hvergi séð áður. Frá töfrum þessa fagra lands liggur leiðin til Ástralíu með dvöl í SYDNEY, og segjum við frá því síðar. Við sendum okkar bestu kveðjur heim, og vildum óska að þið væruð hér líka. Þátttakendur í Hnattreisu HEIMSKLÚBBS INGÓLFS PRÍMA 12. nóv. 2002 Fréttabréf úr Hnattreisu 2002 Fagnandi ferðalangar í Suður-Afríku Austurstræti 17, 4. hæð, 101 Reykjavík, sími 562 0400, fax 562 6564, netfang: prima@heimsklubbur.is, heimasíða: http://www.heimsklubbur.is meðan, allt sem hann hefði átt að láta ógert, allt sem hann hefði átt að koma í verk. Ekki eru allir svo heppnir að hafa öxl að grípa í á slíkri ögurstundu. Menn kútveltast niður á jafnsléttuna með hljóðum. Sumir taka til bragðs að krækja saman örmum og mynda langa keðju til að geta komist sem hæst. Einn styður sig við gítar eins og hann sé skíðastafur. Ókosturinn við að sitja svona neðarlega er sá að fólk er sífellt að reyna að troðast framhjá mér og hikar ekki við að styðja sig jafnvel við höfuðið á mér á meðan það klöngrast upp í móti. Ein- hverjum skrikar fótur með þeim af- leiðingum að ég fæ duglegt spark í bakið. Litlu síðar slettist bjór inn í eyrað á mér. Bjartsýnustu menn telja greinilega gott að halda í carls- bergbauk til að missa ekki jafnvæg- ið. Ofan á allt þetta leggst kuldinn því nú hef ég farið í flísjakka og regnstakk í stað dúnúlpunnar. Það fer lítið fyrir handsnyrtingunni minni núna í 66° norður vettlingun- um. Ég sit í hnút með hnén upp und- ir höku og skelf. Þetta er þjáning og það veit ung- lingurinn sem rís skyndilega upp úr þvögunni fyrir framan mig með gsm- símann við eyrað. Hann snýr sér við og horfir upp eftir mannfjöldanum sem reynir hvað hann getur að finna sér heppilega drullu að setjast ofan í. Þeir sem þegar hafa komist yfir þann áfanga sitja sem frosnir og þora ekki að leysa vind af ótta við að húrra niður brekkuna. Svo galar hann í gegnum veðurhaminn: „Þetta er svo ömurlegt!“ Messa á Woodstock – Ameríkaninn er mættur við hlið- ina á mér og hefur fundið mig aftur í öllu þessu myrkri. „Þetta er eins og á Woodstock,“ segir hann þegar haugdrullugur unglingur skottast framhjá okkur. Samt finnst honum þjóðhátíð einna líkust trúarsam- komu: „Hér eru altarisdrengirnir, það er að segja ljós- og hljóðmenn- irnir, og síðan æðstipresturinn, Árni Johnsen.“ Serimóníurnar hefur heldur ekki vantað, bálköstinn, flugeldana og nú samsönginn. Rödd æðstaprestsins hljómar úr hátölurunum og þar með hefst sjálfur brekkusöngurinn. Árni hvetur okkur til að vera til þegar vorið kalli á okkur og viðurkennir að jafnvel lóan hafi sagt honum til synd- anna. Stúlkurnar í Desert Storm búningunum taka undir hvert lag, Ameríkaninn stendur sig með prýði í „óle, óle, óle, óle“, ég gríp rímorðin í „Undir bláhimni“ og þegar „Kátir voru karlar“ er leikið stendur upp heil hersing fyrir framan mig og tek- ur hressilega undir með tilheyrandi vaggi. Kannski er þetta fólk allt af Skaganum og jafnvel afkomendur áhafnarinnar af Kútter Haraldi. Kuldinn gerir það að verkum að ég get ekki beðið eftir að þessu ljúki. Svo kem ég heldur ekki auga á for- söngvarann því þaðan sem við sitjum sést ekki upp á sviðið. Loks kynnir Árni síðasta lagið, sjálfan þjóðsöng- inn. Þá tek ég á rás niður hlíðina, ég verð að sjá Árna. Á miðri leið finn ég til ábyrgðarkenndar og sný til baka. „This is the national anthem,“ æpi ég að Ameríkananum í gegnum rok- ið. „I know,“ æpir hann á móti. „It’s a psalm. To God.“ „I know.“ Þá loks get ég flengst niður á danspallinn sem er í raun bara gang- stétt. Uppi á sviðinu er ekki nokkur kjaftur. Hvar var karlinn eiginlega allan tímann? Síðan er ekki kveikt upp í bálinu vegna veðurs. Hvað er að gerast eiginlega? Þjóðsöngurinn fjarar út og ekkert heyrist nema vindhvinurinn. Enn ein serimónían er eftir. Hátt uppi í hlíðinni hefur röð manna stillt sér upp en þeir sjást ekki fyrr en þeir kveikja allir sem einn á rauðum kyndlum. „… og allur dalurinn verður rauður,“ hafði Rósa Ísfirðingur sagt andaktug. Jú, þetta er býsna fallegt en það er bara svo kalt. Það slokknar á blysunum, nokkrum flugeldum er fretað upp og síðan erum við skilin eftir í myrkr- inu. Morgunblaðið/Kristinn Ég veit þú kemur – Þjóðhátíð í Vest- mannaeyjum 2002 eftir Gerði Kristnýju er gefin út af Máli og menn- ingu. Bókin er 164 bls. að lengd.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.