Morgunblaðið - 17.11.2002, Page 28

Morgunblaðið - 17.11.2002, Page 28
LISTIR 28 SUNNUDAGUR 17. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Styrkur til námsmanna Steinsteypufélag Íslands stefnir að því að veita árlega, á Steinsteypudegi, 1—2 styrki til námsmanna sem vinna að lokaverkefnum í tækniskóla eða að meistara- eða doktorsverkefnum í háskóla. Áskilið er, að verkefnin fjalli um grunnrannsóknir á steinsteypu eða rannsóknir tengdar notkun steinsteypu, sem a.m.k. að hluta til eru úr íslenskum efnum eða ætluð til notkunar við íslenskar aðstæður. Hér með er auglýst eftir umsóknum og skal þeim skilað fyrir 15. desember ár hvert til Steinsteypufélags Íslands, Suðurhrauni 6, 210 Garðabæ, eða með tölvupósti til steinsteypufelag@steinsteypufelag.is. Í umsókn skal koma fram nafn umsækjanda, heiti verkefnis ásamt ítarlegri lýsingu, heiti stofnunar sem verkefnið er unnið við og nafn/nöfn leiðbeinanda. Frekari upplýsingar veitir Leó Jónsson í síma 585 5044 eða 860 5044. Steinsteypufélag Íslands. BORÐ og tveir stólar sem banda- ríski listamaðurinn Donald Judd hannaði og lét smíða úr maghony árið 1988, seldust fyrir rúmar 25 milljónir króna á uppboði hjá Christie’s í fyrrakvöld. Judd, sem lést árið 1994, var einn af frumherjum listhreyfingar sem kennd hefur verið við míni- malisma. Samhliða því að vinna myndverk hannaði hann húsgögn og byggingar. Judd gerði grein- armun á listaverkum og hús- gögnum, sem hann hannaði með notagildið í huga. Engu að síður voru borðið og stólarnir á upp- boði á samtímalist og seldust hátt yfir matsverði, sem var um tíu milljónir króna. Húsgögnin voru meðal þeirra fyrstu sem Judd lét smíða eftir þessari hönnun og er borðið árit- að af listamanninum. Listaverk Judds seldust talsvert yfir matsverði á uppboðum Christie’s og Southeby’s á sam- tímalist sem fóru fram í New York í vikunni. Borð og tveir stólar sem bandaríski myndlistarmaðurinn Donald Judd hannaði og lét smíða árið 1988 seldust á uppboði hjá Christie’s í fyrrakvöld fyrir rúmar 25 milljónir króna. Borð og stólar á 25 milljónir króna REYKJAVÍK Dansfestival hófhátíð sína á fimmtudaginn var. Að hátíðinni standa að þessu sinni sjö danshöfundar. Höfundarnir eiga það sameiginlegt að vera sjálfstætt starfandi og er markmiðið að skapa sjálfstætt starfandi danshöfundum vettvang til kynningar á verkum sín- um. Fyrsta kvöldið samanstóð af þremur dansverkum eftir þau Ást- rósu Gunnarsdóttur, Cameron Cor- bett og Sveinbjörgu Þórhallsdóttur. Verk Ástrósar Gunnarsdóttur hefst á tónum úr óperu eftir Verdi. Niður úr loftinu hanga rauðir kaðlar og dansarinn, Emelía Benedikta, hreyfir sig mjúklega um sviðið undir viðkvæmum söngnum. Verkið er sjónrænt og stílfast. Lýsingin ýkir rauða litinn í köðl- unum í mótvægi við grámann í um- hverfinu og í búningi dansarans. Það er óperusöngurinn sem ákvarðar túlkun tilfinninga í verkinu. Fallegt hreyfiflæði er í því sem skapast af hreyfingum dansarans svo og sveifl- um kaðlanna. Kaðlarnir eru ekki nýttir á nýstárlegan máta og þjóna fremur þeim tilgangi að skreyta verkið. Ekki reynir mikið á þolrif dansarans þar sem dansgerðin er fremur einföld. Emelía skilaði sínu hlutverki engu að síður vel og er óhætt að segja að hún eigi framtíðina fyrir sér. Skin er byggt upp á einfaldan máta en það takmarkast af því að vera stílfast. Dansgerð og leikmynd annarsvegar og óperusöngurinn hinsvegar eru af ólíkum meiði, bæði afgerandi á sinn hvorn mátann og ná ekki að styðja hvort annað. Engar upplýsingar lágu fyrir um hvað var sungið en verkið er augljóslega hlað- ið trega. Þetta var áferðarfallegt verk og um margt skemmtilegt áhorfs. Solo2 eftir Cameron Cor- bett samanstendur af tveim- ur dans- og tónlistarköflum. Fyrri kaflinn er saminn við hljóð af rennandi vatni. Hreyfingar sem efri hluti líkama dansarans fram- kvæmir má einna helst líkja við hreyfiflæði sem tekur engan enda. Seinni hlutinn er saminn við tónlis J.S. Bach og færast hreyfingarnar í all- an líkamann. Kaflarnir tveir runnu ljúflega saman í eina heild í meðförum höfundar/ dansara. Corbett hefur yfir- vegaða nærveru og ró á sviði. Hreyf- ingar hans voru vel mótaðar og er augljóslega fagmaður á ferð. Verkið var vel uppbyggt. Þetta tíu mínútna langa dansverk var sjón- rænn konfektmoli sem fyllti vitin og hélt alveg til enda. Rúsínan í pylsuendanum var dans- leikhúsverk Sveinbjargar Þórhalls- dóttur, Rokstelpan. Á sviðinu eru þrír einstaklingar; kona full gremju sem prjónar í endaleysu. Hún er klædd blóðrauðri pilsdrakt og hreyf- ir sig stíf um sviðið. Í mótvægi við hana er par sem dansar ljóðrænt hvort í sínu lagi. Dans þeirra er draumkenndur og endurtekinn í sífellu. Þetta er mynd- rænt, huglægt dansverk. Það síast inn sem abstrakt og á mörkum þess að vera raunverulegt. Textinn segir til um hugarástand konunnar en hana túlkar Harpa Arnardóttir. Hún er föst í rokinu sem er í huga hennar. Rokið tengist ástinni sem Jóhann Freyr og Sveinbjörg túlka í dansi. Tengingin milli konunnar annars- vegar og parsins hinsvegar var óljós og opin til túlkunar. Mörkin voru óskýr sem hentaði verkinu vel og ýtti undir óraunveru- leika þess. Parið gat verið að túlka fortíðina sem konan eða rokstelpan rifjaði upp. Sársaukafullur hugar- heimur þar sem spáð er í fortíðina. Persónurnar voru ýktar í verkinu. Þær voru jafnframt einangraðar á sviðinu og létu eins og þeim kæmi nærvera hvorrar annarar ekki við. Þær voru óraunverulegar á köflum eins og þær væru ekki lífs. Þakkar- ræða konunnar minnti á miðil sem er með annan fótinn í okkar heimi, hinn hinum megin. Vatnshljóðið ýtti undir hráslagaleikann og rokið undir átak- anlegt hugarástandið. Flytjendum tókst að endurspegla þetta hugar- ástand rokstelpunnar á sviðinu. Þau gerðu verkið abstrakt, jafnvel abs- úrd á köflum án þess að það yrði ruglingslegt. Þetta var athyglisvert og vel unnið dansverk. Reykjavík Dansfestival saman- stendur af ólíkum danshöfundum. Höfundum með mismikla reynslu sem eiga það sameiginlegt að vera sjálfum sér trúir. Dansverk þeirra bera þess glöggt merki. Reykjavík Dansfestival er allrar athygli vert. Merkis- viðburður í danslistinni LISTDANS Tjarnarbíó Skin: Höfundur: Ástrós Gunnarsdóttir. Dansari: Emelía Benedikta. Tónlist: Verdi. Leikmynd: Rebekka Rán Samper. Lýsing: Kári Gíslason. Tjarnarbíó 14.-17. nóvember. REYKJAVÍK DANSFESTIVAL Reykjavík Dansfestival samanstendur af ólíkum danshöfundum. Höfundum með mis- mikla reynslu sem eiga það sameiginlegt að vera sjálfum sér trúir. Úr verki Ástrósar Gunnarsdóttur, Skin. Lilja Ívarsdóttir Solo2: Höfundur: Cameron Cor- bett. Dansari: Cameron Cor- bett. Tónlist: Trevor Wishart, J.S. Bach. Lýsing: Kári Gísla- son. Rokstelpan: Höfundur: Sveinbjörg Þór- hallsdóttir. Dansarar/leikarar: Harpa Arnardóttir, Jóhann Freyr Björgvinsson, Sveinbjörg Þórhallsdóttir. Leikstjórn: Sveinn Geirsson, Sveinbjörg Þórhalls- dóttir. Tónsmíð: Matthías Hemstock. Texti: Elísabet Jökulsdóttir. Rödd og spuni: Tena Palmer. Búningar: Hildur Haf- stein. Lýsing: Kári Gíslason.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.