Morgunblaðið - 17.11.2002, Síða 29

Morgunblaðið - 17.11.2002, Síða 29
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. NÓVEMBER 2002 29 GUNNAR Þórðarson heldur tón- leika á Hótel Selfossi í kvöld, sunnudag, kl. 21 ásamt hljómsveit og söngvurum. Hljómsveitina skipa Sigfús Óttarsson, trommur, Haraldur Þorsteinsson, bassi, Þórir Úlfarsson, píanó, Jón Kjell Seljeseth, hljómborð, auk Gunn- ars sem leikur á gítar. Söngvarar eru Hjördís Elín Lárusdóttir, Guðrún Árný Karlsdóttir og Kristján Gíslason. Á efnisskrá eru lög eftir Gunnar sem spanna 40 ára feril, „þekkt lög og óþekkt, hröð og róleg, döpur og glaðleg,“ eins og Gunnar kemst sjálfur að orði. Tónleikarnir standa í tvo klukkutíma, með hléi. Tónleikarnir eru liður í tón- leikaferð Gunnars um landið. „Ég er búinn að vera með konserta á Hólmavík, Keflavík, Stykk- ishólmi, Akranesi og Akureyri og fer víðar á næstu vikum,“ segir Gunnar. Gunnar Þórðarson leikur á Selfossi Morgunblaðið/Jim Smart Hljómsveit Gunnars Þórðarsonar verður á Selfossi í kvöld. Nútímadanshátíð stendur yfir í Tjarnarbíói og lýkur í dag. Tvö verk verða flutt kl. 17: Rosered eftir Jó- hann Frey Björgvinsson og Í draumi eftir Nadiu Katrínu Banine. Eitt verk kl. 20.30: Bylting hinna miðaldra eftir Ólöfu Ingólfsdóttur og Ismo-Pekka Heikinheimo. Bíósalur MÍR Kvikmyndin Tund- urskeytaflugsveitin verður sýnd kl. 15. Myndin er frá árinu 1983, byggð á stríðsfrásögnum rússneska rithöf- undarins Júrí Germans og segir frá lífi og hernaðaraðgerðum sovéskra flugsveita á norðurslóðum í seinni heimsstyrjöldinni. Höfundur töku- rits Svetlana Karmalita, leikstjóri Semjon Aranovits. Skýringar með myndinni á ensku. Aðgangur er ókeypis. Opnuð hefur verið sýning í félags- heimili MÍR, Vatnsstíg 10, á mynd- verkum eftir hvít-rússnesku lista- konuna Alenu Los. Um er að ræða 15 myndir, grafík og bókaskreyt- ingar, en Alena Los hefur um langt skeið verið þekktust í heimalandi sínu fyrir myndskreytingar sínar í þjóðsagna-, ævintýra- og barnabók- um. Sýningin verður opin til jóla á sunnudögum, mánudögum og þriðjudögum kl. 15–17. Norræna húsið Danska barna- myndin Hjálp! Ég er fiskur verður sýnd kl. 14. Börnin Plum, Svip og Stella eru á ströndinni þegar þau villast inn í helli þar sem hinn sérvitri prófessor MacKrell gerir tilraunir sínar. Leikstjórar eru Stefan Fjeldmark og Michael Hegn. Handrit: Stefan Fjeldmark og Karsten Kiilerich. Hjallakirkja Douglas A. Brotchie organisti leikur á orgelið kl. 17. Flutt verður prelúdía og sálm- forleikur eftir Dietrich Buxtehude, sálmforleikir eftir Georg Böhm og J. S. Bach, tvö tilbrigðaverk eftir Jean Langlais. Þá flytur hann þrjá sálm- forleiki yfir skosk sálmalög eftir Robin Orr. Kirkja Óháða safnaðarins, Há- teigsvegi Jón Sigurðsson leikur á píanó verk eftir J.S. Bach, R. Schu- mann, S. Barber, M. Moszkowski og A. Scriabin kl. 17. Kl. 17.00 leikur Douglas A. Brotchie organisti Háteigskirkju á orgel Hjallakirkju í Kópavogi. Douglas leikur prelúdíu og sálm- forleik eftir Dietrich Buxtehude, sálmforleiki eftir Georg Böhm og J. S. Bach, tvö tilbrigðaverk eftir Jean Langlais og þrjá sálmforleiki yfir skosk sálmalög eftir Robin Orr. Þriðjudaginn 19. nóvember heldur Trausti Valsson skipulagsfræð- ingur heldur fyrirlestur í hádeg- isfundaröð Sagnfræðingafélags Ís- lands í Norræna húsinu kl. 12.05–13. Erindið, sem haldið er í samstarfi við Borgarfræðasetur, nefnist „Skipulag byggðar á Íslandi. Út- koma yfirlitsrits“. Trausti mun kynna helstu niðurstöður úr nýrri bók sinni sem nefnist Skipulag byggðar á Íslandi. Frá landnámi til líðandi stundar. Trausti Valsson er prófessor við verkfræðideild HÍ. Hann lauk námi af skipulagslínu arkitektadeildar TU í Berlín 1972 og starfaði síðan um nokkurra ára skeið við Þróun- arstofnun Reykjavíkurborgar, m.a. við grænu byltinguna og gerð að- alskipulags fyrir Úlfarsfellssvæðið. Hann lauk doktorsprófi í umhverf- isskipulagi frá UC Berkeley 1987. Trausti hefur gefið út níu bækur um arkitektúr og skipulag, en auk þess liggur eftir hann fjöldi tímarits- greina. Í DAG  Sjá einnig Staður og stund á mbl.is Jóhann Freyr Björgvinsson Á NÆSTUNNI

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.