Morgunblaðið - 17.11.2002, Side 33

Morgunblaðið - 17.11.2002, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. NÓVEMBER 2002 33 breiðslu. Ágætt dæmi er kvikmyndin 101 Reykjavík sem hefur farið víða og varð til dæmis á síðasta ári fyrsta íslenska kvikmyndin er komst í almenna dreifingu í frönskum kvikmyndahús- um. Í næsta mánuði verður myndin Regína frum- sýnd í frönskum kvikmyndahúsum. Einnig mætti nefna Djöflaeyjuna, Tár úr steini og þær vin- sældir sem margar mynda Hrafns Gunnlaugs- sonar hafa notið á Norðurlöndunum. Árið 1979 var Kvikmyndasjóður stofnaður til að styðja við bakið á íslenskri kvikmyndagerð og er stundum sagt að þá hafi íslenska kvikmynda- vorið hafist. Með þessu skrefi má segja að ís- lenskum kvikmyndagerðarmönnum hafi verið gert kleift að framleiða fullmótaðar kvikmyndir. Þegar styrkur fæst frá Kvikmyndasjóði opnast einnig dyr hjá ýmsum sjóðum í öðrum Evrópu- ríkjum. Framleiðsla kvikmynda er bæði dýr og áhættusöm. Samkeppnin er hörð á þessum markaði og evrópskar kvikmyndir geta ekki att kappi við stórmyndirnar frá Hollywood. Mark- aðurinn er hins vegar til staðar fyrir réttu mynd- irnar, eins og greinilega hefur sýnt sig. Það virð- ist hins vegar stundum há íslenskri kvikmyndagerð nokkuð hversu miklar deilur ríkja meðal kvikmyndagerðarmanna. Þótt hags- munir þeirra séu að mörgu leyti sameiginlegir eru þeir einnig að bítast um sömu, litlu kökuna. Íslensku fyrirtækin eru líka mörg og flest hver smá og skuldug. Oft hefur það verið gagnrýnt að Kvikmyndasjóður hefur fylgt þeirri stefnu að styðja mörg verkefni með fremur lágum fjár- hæðum í stað þess að veita hærri og myndarlegri styrki til færri verkefna. Framlög til Kvikmyndasjóðs hafa aukist veru- lega á síðustu árum og á síðasta löggjafarþingi voru samþykkt ný lög um kvikmyndamál sem taka gildi eftir áramót. Kvikmyndastofnun Ís- lands mun þá taka við af Kvikmyndasjóði en markmið breytinganna er að efla enn frekar stuðning við íslenska kvikmyndagerð. Þótt nokk- urrar svartsýni hafi gætt meðal kvikmyndagerð- armanna síðastliðin ár, ekki síst vegna fjárhags- legra erfiðleika, er ástæða til að binda vonir við íslenska kvikmyndagerð. Gífurleg reynsla hefur byggst upp síðasta áratug, jafnt á kvikmynda- gerð sem hinum alþjóðlega kvikmyndamarkaði. Lög um tímabundna endurgreiðslu vegna kvik- myndagerðar hafa einnig orðið til að efla kvik- myndagerð á Íslandi. Í Morgunblaðinu á föstu- dag var greint frá að um 63 milljónir hefðu verið endurgreiddar frá því lögin voru sett fyrir tveim- ur árum. Meðal verkefna sem fengu endur- greiðslu voru myndirnar Tombraider, James Bond-myndin Die Another Day og Mávahlátur. Heildarframleiðslukostnaður þeirra verkefna, sem þegar er lokið, nemur 445 milljónum króna og er virðisaukinn verulegur þrátt fyrir endur- greiðslu. Því er oft haldið fram að styrkir til kvik- myndagerðar skili sér margfalt aftur til ríkisins ef rétt er á málum haldið og er þetta gott dæmi um það. Möguleikarnir eru miklir, líkt og fram kom í skýrslu Viðskiptafræðistofnunar um kvik- myndamál, sem unnin var árið 1998, og mikil- vægt að þeir séu nýttir. Í skýrslunni var því hald- ið fram að á árinu 1997 hefðu tekjur ríkissjóðs umfram framlög til kvikmyndagerðar numið hálfum milljarði króna og munaði þar ekki síst um aukinn fjölda ferðamanna vegna áhrifa ís- lenskra kvikmynda. Tískuvor í París Það eru hins vegar ekki einungis íslensk tónlist og kvikmyndir sem vekja athygli á Íslandi. Á síðustu árum hefur orðið sprenging í hönnun og tískuiðnaði sem smám saman er að skila sér í auknum áhuga stærri tískufyrirtækja á Íslandi. Tíska og hönn- un eru atvinnugreinar sem velta ótrúlegum upp- hæðum ekki síður en afþreyingariðnaðurinn. Í Frakklandi er þetta ein mikilvægasta atvinnu- greinin og í höfuðborginni París er tíska og sala á tískuvörum næstmikilvægasta atvinnugreinin. Greinilegt er á þeim mikla áhuga sem ríkir á hönnun meðal íslenskra ungmenna að þetta gæti einnig orðið mikilvæg atvinnugrein á Íslandi. Sem stendur eru um 700 félagar í Formi, sam- tökum íslenskra hönnuða. Árlega útskrifast um 100 nemendur úr hönnunarnámi frá íslenskum skólum og síðastliðinn vetur sóttu 127 manns um lán frá LÍN vegna margvíslegs hönnunarnáms við erlenda skóla. Því hefur verið spáð að eftir fimm ár verði 1.800 hönnuðir og arkitektar á vinnumarkaðnum. Innan Listaháskóla Íslands er starfandi öflug deild á þessu sviði. Það hefur sýnt sig að undanförnu að íslenskir hönnuðir geta náð árangri á heimsmælikvarða ekki síður en tónlistarmenn og kvikmyndagerð- armenn. Hvergi er tískuiðnaðurinn jafnþroskað- ur og í Frakklandi og er því spennandi að fylgjast með því, hversu mikla athygli margir íslenskir hönnuðir hafa fengið. Nefna má hönnuðinn Sig- rúnu Úlfarsdóttur og fyrirtækið Sjávarleður á Sauðárkróki sem vakið hafa mikla athygli. Sjáv- arleður hefur um árabil þróað sútun roðs af laxi, hlýra og nílarkarfa og er orðið að leiðandi fyr- irtæki í heiminum á því sviði. Þarna er einstakt dæmi um nýsköpun. Fiskroði er breytt í leður er vakið hefur athygli nokkurra af þekktustu tísku- húsum heims, ekki síst fyrir tilstilli hönnunar Sigrúnar. Meðal þeirra sem nota afurðir Sjáv- arleðurs eru tískuhúsin John Galliano, Christian Dior, Prada og La Perla. Þetta eru fyrirtæki sem leggja línurnar í tískuheiminum og má því telja líklegt að fjölmörg önnur tískufyrirtæki muni fylgja á eftir. Þessi markaður er harður og það er erfitt að komast inn á hann. Ekki síst getur það reynst erfitt fyrir einstaklinga sem eiga á hættu að týn- ast í fjöldanum, óháð því hversu hæfileikaríkir þeir eru. Sum ríki hafa tekið upp þá stefnu að styðja hóp hönnuða í markaðssetningu hverju sinni og hefur það skilað miklum árangri, til dæmis hjá Belgum. Útflutningsráð hefur nú tek- ið upp svipaða stefnu og stutt samsýningu ís- lenskra hönnuða í París. Sumir þeirra hafa vakið töluverða athygli og má nefna systurnar Báru og Hrafnhildi Hólmgeirsdætur er starfa undir nafn- inu Aftur og vinna fatnað úr endurunnum fatnaði og þær Hönnu Pétursdóttur og Ástu Guðmunds- dóttur sem hvor um sig hefur nýtt íslensku ullina á nýjan hátt. Hæfileikarnir og hugmyndirnar eru á heims- mælikvarða en hins vegar getur oft verið erfitt að taka skrefið úr listrænni sköpun yfir í markaðs- framleiðslu. Hér á landi er ekkert stoðkerfi að ráði fyrir hendi fyrir fólk á þessu sviði líkt og til dæmis í Frakklandi. Í síðasta mánuði átti Valgerður Sverrisdóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra fund með Lyne Cohen-Solal, aðstoðarborgarstjóra Parísar, þar sem rætt var um stoðkerfi Parísarborgar við unga hönnuði. Einnig hitti hún fulltrúa franska viðskiptaráðuneytisins er fjalla um tískumál. Bauðst borgarstjórinn til að taka á móti íslenskri sendinefnd og lagði jafnframt til samvinnu Par- ísar og Íslands á þessu sviði til dæmis með „hönnuðaskiptum“. Við getum mikið lært af Frökkum og slíkt samstarf gæti komið í veg fyrir að stuðningur við hönnuði yrði ómarkviss og til- viljanakenndur. Framleiðsla á tískuvarningi verður líklega aldrei stór atvinnugrein á Íslandi, til þess er framleiðslukostnaður of hár hér á landi. Hins vegar eigum við góða möguleika á sviði hágæðahönnunar og einnig gætu íslensk hráefni orðið dýrmæt útflutningsafurð líkt og Sjávarleður hefur sannað. Líkt og minnst var á í upphafi eru þetta allt greinar af sama meiði. Íslensk hönnun í Frakk- landi nýtur góðs af þeirri athygli sem Ísland hef- ur vakið vegna Bjarkar, Gus Gus og íslenskra kvikmynda. Árangur íslenskra hönnuða gæti á mótið orðið til að vekja enn frekari athygli á ís- lenskri tónlist og kvikmyndum. Í framtíðinni eru möguleikarnir óendanlegir á þessu sviði ef rétt er haldið á málum og heppnin er með okkur. Við eigum fjársjóð, spurningin er hvort okkur tekst að nýta hann. Morgunblaðið/SverrirHljómsveitin Sigur Rós á sviði Laugardalshallar. Auðvitað liggur leiðin að árangri ekki í gegnum rík- iskerfið fyrst og fremst. Það býr eng- in ríkisnefnd til aðra Björk. Hún verður heldur ekki sköpuð með lögum. Hins vegar er spurning hvort ekki sé skyn- samlegt að þessi list- grein njóti sömu vel- vildar og aðrar, ekki síst í ljósi þess að um verulega viðskipta- hagsmuni getur verið að ræða fyrir Íslendinga ef rétt er að málum staðið. Laugardagur 16. nóvember

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.