Morgunblaðið - 17.11.2002, Síða 39

Morgunblaðið - 17.11.2002, Síða 39
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. NÓVEMBER 2002 39 Herra Jesú hjá mér ver hallar degi rökkva fer Leið þú mig er ljósið dvín líka þegar sólin skín. (V.V. Snævarr.) Á sjöunda áratug síðustu aldar var umhverfið kargt á Kópavogs- hálsinum þar sem ungur drengur sleit barnsskóm. Mold og melar og vart stingandi strá. Fyrir drenginn unga var það líkast ævintýri að fljúga austur til Egilsstaða til afa og ömmu. Á flugvellinum beið afi. Ferðataskan varð ógnarsmá kom- inn upp á pallinn á stóra Scanian- um. Á grösugu Héraðinu uxu tré, meira að segja skógur. Og mann- lífið litaðist af allri þessari grósku og veðurblíðunni rómuðu. Birkihlíð var eitt af fyrstu íbúðarhúsunum sem reist var í þorpinu. Það var fal- legt hús, reisulegt og snyrtilegt og bar vitni myndarbrags og metnað- ar. Þar voru vistarverur margar, gestir og gangandi velkomnir og í mörg horn að líta. Staður ömmu var í stóru eldhúsinu og óvenju stóru þvottahúsi, en þar var sér- stök lykt sem endurspeglaði hið margþætta hlutverk þvottahússins. Á hlaðinu í Birkihlíð dittaði afi að vörubílum sínum undir lyktar- synfóníu dísilútblásturs og koppa- feiti. Í stofunni í Birkihlíð var ein- hver stemmning, menningar- stemmning. Forláta grammófónn fyllti stofuna af tónlist sem kitlaði tónnæmt eyra. Orgelið hafði yfir sér dulúð og var tákn tónlistar- menningarinnar sem var órjúfan- legur hluti lífsins í Birkihlíð. Afi og amma settust síðar að í vesturbænum í Reykjavík, fluttu af æskuslóðum sínum til að setjast að í nágrenni við afkomendur sína. Þau bjuggu sér hlýlegt heimili sem ekki hafði eins margar vistarverur og Birkihlíð. Lyktin af þvottahúsi, dísilútblæstri og koppafeiti til- heyrðu sögunni. Afi var hár og grannvaxinn, ávallt teinréttur í fasi, hægur, með þýðan bassaróm og reykti pípu sem lyktaði vel. Amma hafði þann mjúka faðm sem bara ömmur höfðu, hún var húsmóðirin sem stjanaði við gesti. Hún var stál- minnug, með mikinn áhuga á ætt- fræði og bjó yfir mikilli þekkingu á því sviði. Bæði voru þau trúuð. Afi þjónaði kirkjunni árum saman með orgelleik og kórstjórn í kirkjum á Héraði. Amma komin frá heimili þar sem guðstrúin átti ríkan sess, enda hafði hún gjarnan þann fyr- irvara á flestu sem snerti framtíð- ina og lýsti lotningu hennar fyrir lífinu: „ef Guð lofar“. Ungur dreng- ur sem fyrrum flaug austur, settist ungur maður á skólabekk þar sem stutt var að koma við á Hjarðar- haganum og þiggja mat eða kaffi og njóta hlýju og hvatningar. Há- tíðarstundir fjölskyldunnar voru hátíðlegar, afi spilaði á orgelið og söng undir með sinni þýðu bassa- rödd og amma vissi upp á hár núm- er sálmanna bæði í nýju og gömlu sálmabókinni. Ævikvöldið bjuggu þau í þjón- ustuíbúðum við Dalbraut þar sem þau nutu öryggis og einstakrar um- hyggju starfsfólksins alls, um- hyggju sem seint verður þökkuð. Minningin mun lifa sem ljós á lífsvegi okkar sem eftir lifum. Jón Steinar. Við eigum telpu með augun blá, með engillokka er silkigljá – og nebbakörtu sem væna vörtu. Ó, viltu sjá. (Valdemar V. Snævarr.) Fyrir stuttu sat ég við rúmstokk ömmu minnar. Er hún skynjaði nærveru mína heyrði ég hana fara með ljóðlínur. Ég teygði mig í ljóðabók langafa sem stóð á org- elinu og fann ljóðið um telpuna með bláu augun og engillokkana. Ég las öll erindi ljóðsins upphátt og það var augljóst að amma naut lesturs- ins. Það hvíldi yfir henni ró og hún sagði stolt: „Þetta samdi pabbi um mig.“ Ég horfði á myndina fyrir of- an rúm hennar, mynd af lítilli fal- legri stelpu með ljósa lokka. Þó að mynd mín af ömmu sé önnur er hún ekki síður falleg. Hún er af ömmu sem ávallt var til staðar, hafði næg- an tíma til að hlusta, átti hlýjan faðm, virti skoðanir mínar og var stolt af því sem ég tók mér fyrir hendur. Hún kenndi mér að prjóna, baka og strauja. Hún kenndi mér að biðja. Hún hafði að geyma allt sem góða ömmu prýðir og miklu meira til. Samverustundir okkar hafa allar verið mér dýrmætar en ekki síst þessi. Með sitt óbrigðula minni rifj- aði amma upp atburði úr fortíð og nútíð rétt eins og hún vildi að ég fengi sýn á lífshlaup sitt. Ég skynj- aði að hún var sátt og var tilbúin að kveðja, tilbúin að fara á fund afa Stefáns. Ég vissi að það var komið að kveðjustund. Ég átti erfitt með að yfirgefa ömmu en hún ýtti við mér. Hún breiddi út faðm sinn, bað okkur öllum guðs blessunar og sagði svo: „Farðu nú heim til strák- anna þinna.“ Ævi bláeygðu telpunnar með engillokkana er nú lokið. Ég er þakklát fyrir að hafa fengið að fylgja henni í rúm 34 ár. Ég vil trúa því að amma Laufey hafi fundið afa Stefán á ný og að þau vaki yfir okk- ur eins og þau hafa ávallt gert. Bestu þakkir fyrir allt, elsku amma. Þín nafna Laufey. Ömmur eru ekki eilífar þó manni finnist oft sem svo eigi að vera. Ömmur eru eins og sólin. Alltaf til staðar. Jafnvel þó að við finnum ekki alltaf þörf til að nýta okkur geislana sem frá þeim stafar. Þannig var amma Lullú. Alltaf til staðar fyrir börn sín, tengdabörn og aðra niðja. Alin upp í nánast öðrum heimi, á fyrri hluta 20 aldar, þegar lífsbaráttan var harðari en nú er. Heimavinnandi nánast allt sitt líf með fremur lítinn áhuga á því sem við myndum kalla lífs- gæðakapphlaup. Nægjusöm. Lítil- lát. Hjartahlý. Nú er amma dáin. Hefur dvalið í nokkur ár á Dalbraut við góða að- hlynningu. Búin að vera heilsulítil síðustu misserin en með sama áhugann á því sem henni þótti dýr- mætast, fjölskyldunni. Margur kveður þetta líf með langa afreka- skrá og háreista minnisvarða. Það gerir amma ekki. Hún kveður þessa tilveru hins vegar við mikinn kærleik, hlýjar bænir og þökk allra sem þekktu. Það voru forréttindi að eiga ömmu Lullú. Stefán Pétursson.  Fleiri minningargreinar um Laufeyju Valdemarsdóttur Snævarr bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. OPIÐ HÚS - BAKKAGERÐI 13 Mjög gott lítið einbýli ásamt stórum bílskúr í algerri „draumagötu“ í Smá- íbúðahverfinu. Grunnflötur 80 fm, ris með 2 herbergjum og geymslu- plássi. Bílskúr er 34 fm. Eign í góðu standi. Parket og flísar á stærstum hluta hússins. Tvær bjartar og rúmgóðar stofur. Tvö svefnherbergi. Ris panelklætt. Bílskúr frístandandi, einangraður að hluta. Rafmagn í bílskúr. Lóð 462 fm. Leyfi er fyrir viðbygg- ingu. Verð 18,4 millj. Björgvin Ibsen Helgason hjá RE/MAX Þingholt sýnir eignina í dag á milli kl. 14 og 16. Verið velkomin. Björgvin Ibsen Helgason GSM 896 1945 Heimilisfang: Bakkagerði 13. Byggingarár: 1957 Stærð: 80 fm og ris. Bílskúr 34 fm. Opið hús: Sunnud. 17. nóv. kl. 14-16. Skoðunartímar virka daga : Þriðjud. og föstud. kl. 18-20 í samráði við Björgvin Ibsen. Frekari upplýsingar: www.thingholt.is Sigurbjörn Skarphéðinsson lögg. fasteignasali OPIÐ HÚS - VESTURGATA 35B Mikið endurnýjað sérbýli, 128 fm hæð og ris ásamt 18 fm aukaíbúð. Fal- legt gegnheilt parket o.fl. á gólfum. Rúmgóðar stofur og eldhús, þrjú svefnherbergi í risi. Nýtt gler og gluggar, lagnir endurnýjaðar. Stór sólpallur. Sögulegt hús, byggt 1902. Verð 18 millj. Áhvílandi hagstæð lán Opið hús í dag, sunnudag, kl. 12 og 14. Þórður, sölufulltrúi RE/MAX, sýnir húsið. Verið velkomin. Þórður Grétarsson 897 3640 Heimilisfang: Vesturgata 35b. Byggingarár: 1902 Stærðir: 199-201 fm. Opið hús: Sunnudag 17. nóv. milli kl.12 og 14. Frekari upplýsingar: www.thingholt.is Sigurbjörn Skarphéðinsson lögg. fasteignasali OPIÐ HÚS - NAUSTABRYGGJA 43-49 Sýni í dag glæsileg og vönduð raðhús á sjávarlóð við smábáta- höfnina í Bryggjuhverfi. Húsin verða afhent fullfrágengin að utan með einangrun og innbrenndum lituðum álplöt- um, fokheld að innan og frágenginni lóð. Kristinn Gestsson hjá RE/MAX Þingholt, sími 694 1930, sýnir eignirnar í dag milli kl. 14 og 16. Kristinn Gestsson 694 1930 Heimilisfang: Naustabryggja 43-49. Byggingarár: 2001 Stærðir: 199-201 fm. Opið hús: Sunnudag 17. nóv. milli kl.14 og 16. Frekari upplýsingar: www.thingholt.is Sigurbjörn Skarphéðinsson lögg. fasteignasali OPIÐ HÚS - HAGAMELUR 51 Góð 3ja herbergja íbúð á fjórðu hæð (í raun á 3. hæð) í fjölbýl- ishúsi í vesturbænum. Húsið hefur allt verið ný- lega tekið í gegn að utan. Stutt í sundlaug, skóla og verslun. Guðmundur Valtýsson hjá RE/MAX Þingholti sýnir eignina í dag milli kl. 14 og 16. Guðmundur Valtýsson 865 3022 Heimilsfang : Hagamelur 51, 107 Reykjavík. Byggingarár : 1977 Stærð : 79,7 fm. Verð : 11.900.000. Opið hús : Sunnudag 17. nóv. milli kl. 14 og 16. Frekari upplýsingar: www.thingholt.is Sigurbjörn Skarphéðinsson lögg. fasteignasali OPIÐ HÚS - ENGIHJALLI 25 KÓPAVOGI Snyrtileg, 4ra herb. íbúð á 2.hæð í lyftuhúsi. Björt og rúmgóð stofa með útgangi út á austursvalir. Hjónaherb.með útgangi út á norð-vestursvalir. Þvottahús á hæðinni. Verð 11,8 millj. Elísabet sölufulltrúi RE/MAX mun sýna eignina í dag á milli kl. 12-14. Elísabet Agnarsdóttir Gsm 822 0336 Heimilisfang: Engihjalli 25 Stærð: 97 fm Opið hús: Sunnudagur 17. nóv kl. 12-14 Hrafnhildur Bridde lögg. fasteignasali SUÐURLANDSBRAUT Sími 520 9300 Ingólfur G. Gissurarson, logg. fast. www.valholl.is - Opið virka daga frá kl. 9-17.30. Samt. ca 4000 fm. Kjallari/lager ca 2000 fm. 2. hæð öll hæðin, ca 2000 fm. Hæðin er í dag innréttuð undir tölvuskóla. Skrifst., kennslust., opin vinnurými o.fl. Hagst. kaup/leiga. Til sölu/leigu Faxafen Rvík Uppl. veitir Magnús Gunnarsson s. 588 4477 eða 822 8242. Bæjarhrauni 10 • Hafnarfirði  Melabraut - Hf. Vandað fjölnotahús (atvhúsn.) á tveimur hæðum, samtals ca 1.500 fm. Innkeyrsludyr. Selst í einu eða tvennu lagi. Fullbú- in eign. Ath. að öll fiskvinnslutæki geta fylgt. Hagstætt verð og kjör. Eigandi bankastofnun. 55429 Magnús Emilsson löggiltur fasteignasala Alltaf á þriðjudögum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.