Morgunblaðið - 17.11.2002, Qupperneq 42
MINNINGAR
42 SUNNUDAGUR 17. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
vináttu við fráfall og útför
GUÐMUNDÍNU ÞÓRUNNAR
SAMÚELSDÓTTUR,
Heiðargerði 24,
Akranesi.
Þórunn Selma,
Hafþór Örn,
Albert Máni
og systkini hinnar látnu.
Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við fráfall
og útför okkar ástkæra
JÓHANNESAR B. SVEINBJÖRNSSONAR,
Sæviðarsundi 35,
Reykjavík.
Guð blessi ykkur öll.
Halla Hjálmarsdóttir,
Margrét J.S. Jóhannesdóttir,
Ólafur Daði Jóhannesson,
Viktor Már Kristjánsson,
Maríanna Rún Kristjánsdóttir
og systkini hins látna.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý-
hug við andlát og útför elskulegs föður okkar,
stjúpföður, tengdaföður, afa og langafa,
JÓNS MATTHÍASAR HAUKSSONAR,
Löngumýri 1,
Akureyri.
Sigurður Jónsson, Júlía Sjöfn Sigurjónsdóttir,
Kristján Jónsson, Margrét Rósa Jónsdóttir,
Árni Haukur Gunnarsson, Elísabeth Gunnarsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Við þökkum af einlægum huga, öllum þeim
sem auðsýndu okkur samúð og hluttekningu
við andlát og jarðarför
RÖGNVALDS RÖGNVALDSSONAR
bifreiðarstjóra,
Víghólastíg 17,
Kópavogi.
Guð blessi ykkur öll.
Guðrún Albertsdóttir,
börn og barnabörn.
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur
samúð og hlýhug við andlát og útför elsku-
legrar eiginkonu minnar, móður og ömmu,
SÆUNNAR GUÐMUNDSDÓTTUR,
Kambsvegi 23,
Reykjavík.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólkinu
á hjúkrunarheimilinu Eir fyrir góða umönnun.
Daði Daníelsson,
Elín I. Daðadóttir
og dóttursynir.
Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem
sýndu okkur samúð og hlýju við andlát og
útför eiginmanns míns, föður okkar, tengda-
föður og afa,
KRISTINS GESTSSONAR
píanóleikara,
Kársnesbraut 11,
Kópavogi.
Ásdís Gísladóttir,
börn, tengdabörn og barnabörn.
✝ RögnvaldurJónsson fæddist
á Marbæli í Óslands-
hlíð, Skagafirði 23.2.
1918. Hann lést á
lyfjadeild FSA 8.
nóvember síðastlið-
inn. Foreldrar hans
voru hjónin Jón Er-
lendsson, f. 18.12.
1870, d. 26.9. 1960,
og Anna Rögnvalds-
dóttir, f. 5.8. 1878, d.
2.3. 1955. Rögnvald-
ur var yngstur sinna
systkina en þau
voru: Guðrún, f.
1900, d. 1978, Sigurlaug, f. 1904,
d. 1979, Ingibjörg, f. 1907, d.
1955, Ásta, f. 1909, d. 1975, Þór-
leif, f. 1911, d. 1927, og Ragn-
heiður, f. 1915, d. 1997.
Rögnvaldur kvæntist 4. ágúst
1945 Huldu Jónsdóttur, f. 1.9.
1921. Hún er dóttir Jóns Pálma-
sonar frá Svaðastöðum, f. 7.10.
1900, d. 12.8. 1955, og Sigurlaug-
ar Sigurðardóttur, f. 6.5. 1903, d.
23.2. 1971.
Börn Rögnvaldar og Huldu
eru: 1) Anna Sigfríður, f. 9.1.
1946, búsett á Akureyri. 2) Sig-
urður Pálmi, f. 14.7. 1949, kona
hans er Bryndís Óladóttir. Þau
eru búsett á Hofsósi og eiga fjög-
ur börn og fimm barnabörn. Jón
Grétar, f. 29.2. 1960, kona hans
er Svanfríður Sigurðardóttir.
Þau eru búsett á Akureyri og
eiga fjögur börn. 3)
Margrét Hulda, f.
14.10. 1962, maður
hennar er Árni
Ragnarsson. Þau
eru búsett á Sauðár-
króki og eiga þrjár
dætur. Margrét á
eina dóttir úr fyrri
sambúð með Birgi
Arasyni. 4) Rögn-
valdur Bragi, f. 2.9.
1965, kona hans er
Birna Guðrún Bald-
ursdóttir. Þau eru
búsett á Akureyri
og eiga einn son.
Rögnvaldur ólst upp hjá for-
eldrum sínum við almenn sveita-
störf og gekk í barnaskóla í Ós-
landshlíð. Eftir það vann hann að
búi foreldra sinna þar til hann
fór í bændaskólann á Hólum og
lauk þaðan prófi árið 1940. Eftir
að þau Hulda giftu sig tóku þau
alfarið við búinu og breyttu því
frá fortíð til nútímans, byggðu
öll hús frá grunni og ræktuðu
upp tún. Árið 1972 ákváðu þau
að bregða búi og fluttu þá til Ak-
ureyrar þar sem Rögnvaldur hóf
störf hjá Byggingarvörudeild
KEA og starfaði þar við af-
greiðslu þar til hann lét af störf-
um fyrir aldurssakir.
Útför Rögnvaldar verður gerð
frá Glerárkirkju á morgun,
mánudaginn 18. nóvember, og
hefst athöfnin klukkan 14.
Á morgun, 18. nóvember, verður til
moldar borinn frá Glerárkirkju á Ak-
ureyri góður vinur minn og velgerð-
armaður, Rögnvaldur Jónsson, fyrr-
um bóndi að Marbæli í Óslandshlíð,
en hann lést á Fjórðungssjúkrahús-
inu á Akureyri 8. nóvember sl. eftir
stutta legu. Kynni okkar hófust einn
vordag 1947 þegar hann kom í heim-
sókn út í Tumabrekku og sagði mér
að þau hjónin hefðu verið að ræða
saman og ákveðið að bjóða mér að
vera kaupamaður hjá þeim í sumar ef
ég vildi.
Mér fannst þetta góður kostur fyrir
mig og fann að þetta var boðið fram af
vinarhug og samkennd með aðstæð-
um mínum og þáði þetta góða boð. Ég
hafði misst föður minn þá um vetur-
inn og heimilið átti að leysa upp og
koma þurfti okkur systkinunum fyrir
á góðum heimilum, en ég átti að ferm-
ast þá um vorið. Rögnvaldur var ná-
granni okkar og kona hans Hulda
Jónsdóttir frá Svaðastöðum hafði ver-
ið kaupakona hjá föður mínum á Hofi
í Hjaltadal sumarið 1943. Við Hulda
urðum um sumarið góðir vinir og unn-
um saman á teignum, hún tuttugu og
tveggja ára en ég tíu ára.
Ég fór að Marbæli og var þar um
sumarið en um haustið fór ég til náms
í Gagnfræðaskóla Siglufjarðar, Hulda
og Rögnvaldur tóku mér afar vel,
veittu mér hlýju og öryggi og á heimili
þeirra leið mér vel og átti þar heimili
og öruggt skjól á næstu árum og alltaf
vinum að mæta.
Rögnvaldur var fæddur á Marbæli,
en þar hófu foreldrar hans búskap
rétt um aldamótin 1900 og bjuggu þar
farsælu búi í yfir fjörutíu ár. Þau eign-
uðust sjö börn, sex dætur og soninn
Rögnvald sem var yngstur. Systkinin
eru nú öll látin. Rögnvaldur naut al-
mennrar barnafræðslu á Hlíðarhús-
inu sem var félagsmiðstöð sveitarinn-
ar og barnaskóli til margra ára og
stendur á mel rétt neðan við túnið, en
faðir hans hafði gefið væna landspildu
undir húsið áður en það var byggt.
Hann vann að búi foreldra sinna, fór í
Bændaskólann á Hólum og lauk þar
búfræðinámi vorið 1940 með láði,
enda næmur og áhugasamur nem-
andi. Fljótlega eftir námið á Hólum
hóf hann búskap á Marbæli, fyrst í
samvinnu við foreldra sína en tók al-
farið við búinu 1945, þá nýgiftur sinni
yndislegu og góðu konu Huldu Jóns-
dóttur og þar bjuggu þau góðu búi til
ársins 1972, er þau seldu jörðina og
fluttu til Akureyrar.
Þegar þau hófu búskap var enn bú-
ið í gamla bænum á Marbæli, túnið
fremur lítið og útihús öll úr torfi og
grjóti. En ungu hjónin voru full af
bjartsýni og trú á lífið og framtíðina,
voru kát og hress. Þrátt fyrir að
þröngt væri í bænum var þar nægt
rými fyrir alla, þar ríkti góður heim-
ilisbragur, hjartahlýja og tillitssemi
og Jón og Anna, foreldrar Rögnvald-
ar, áttu hjá þeim notalegt ævikvöld.
Með dugnaði og ráðdeild var hafist
handa og í áranna rás, reis nýtt íbúð-
arhús á Marbæli, túnið var stækkað á
hverju ári og ný fjárhús og fjós urðu
að veruleika. Hjónin áttu barnaláni að
fagna, þau eignuðust fimm hraust og
mannvænleg börn, sem þegar aldur
leyfði, hjálpuðu til við búreksturinn
og fjölskyldan var einstaklega sam-
taka og samhent. Starf einyrkjabónd-
ans er erfitt og reynir á þrek og heilsu
og um 1970 fór Rögnvaldur að finna
fyrir heymæði og hafði af því tals-
verðan baga, en var að öðru leyti
hraustur. Vegna þessa huguðu þau
hjón til þess að hætta búskapnum og
selja jörðina og hverfa til annarra
starfa. Vorið 1972 seldu þau jörð og
bústofn og fjölskyldan flutti til Akur-
eyrar og keyptu þar ágætt einbýlis-
hús, Víðimýri 5, og þar stóð glæsilegt
heimili þeirra til margra ára, en síðar
færðu þau sig um set í Skarðshlíð 14
A. Rögnvaldur fór að vinna hjá Bygg-
ingavöruverslun KEA og starfaði þar
í mörg ár eða fram yfir sjötugt, en
Hulda starfaði í hlutastarfi hjá Gefj-
un.
Þau fóru frá Marbæli með nokkr-
um trega og eftirsjá, en voru mjög
ánægð með að dugandi bóndi keypti
jörðina og hélt þar áfram uppbygg-
ingarstarfi þeirra.
Rögnvaldur fann sig og líkaði vel í
starfi sínu hjá byggingadeildinni, þar
var hann í góðu sambandi við bændur
sem voru að kaupa aðföng til bygg-
inga á jörðum sínum og að geta að-
stoðað þá var honum mjög ljúft.
Þannig hafa árin liðið, þau hjón
voru alla tíð ástfangin og hamingju-
söm enda einstakir öðlingar bæði tvö.
Lífið var þeim gjöfult, þau eignuðust
fimm börn, sem öll eru mannkosta-
fólk, barnabörn og barnabarnabörn,
sem elskuðu afa sinn og ömmu og
komu oft í heimsókn til þeirra og áttu
þar margar hamingjustundir. Fyrir
fjórum árum bar skugga á, Hulda
veiktist illa fékk heilablóðfall og hefur
síðan dvalist sem sjúklingur á Krist-
neshæli, lifir hún mann sinn að mestu
heimi horfin. Svo mikið var ástríki
fjölskyldunnar og samheldni að flesta
daga þessi fjögur ár fóru Rögnvaldur
eða börnin í heimsókn til hennar inn
að Kristnesi.
Á kveðustund leitar þakklátur hug-
ur minn til ljúfra samverustunda á
liðnum áratugum.
Við hjónin sendum innilegar sam-
úðarkveðjur til Huldu, barna hennar
og fjölskyldna þeirra og biðjum þeim
öllum blessunar.
Farðu í friði, góði vinur og fóstri, og
Guð blessi þig.
Sigurður Þórhallsson.
Nú ertu horfinn á braut, en minn-
ingarnar um þig, elsku afi minn,
munu aldrei hverfa úr hjarta mér.
Minningarnar um þig eru svo hlýjar
og góðar og mér líður svo vel þegar
þær koma upp í huga minn. Þú varst
svo góður og mér fannst svo notalegt
að vera í kringum þig. Ég man svo vel
þegar ég var lítil og amma passaði
mig á daginn, þá sat ég svo oft í afa-
stól og lúrði þangað til að þú komst
heim. Þegar ég vaknaði sagðir þú yf-
irleitt góðan daginn eða komdu nú
sæl, Inga litla. Um helgar þegar ég
gisti hjá ykkur ömmu svaf ég alltaf á
milli, með annan fótinn undir þinni
sæng og hinn undir ömmusæng og
svo héldumst við öll í hendur. Þegar
ég vaknaði á morgnana fórum við út
og gáfum litlu fuglunum okkar fugla-
korn og svo þurftir þú að fara inn og
elda grautinn, afagraut, sem er besti
mjólkurgrautur í öllum heiminum.
Það getur enginn gert eins góðan
graut og þú afi. Ég er þakklát fyrir
það að fá að kynnast þér svona vel
eins og ég gerði og fá að vera svona
mikið með þér. Ég ætla að vera dug-
leg að segja litlu systrum mínum frá
þér því þær fengu því miður ekki að
kynnast þér eins vel og ég.
Elsku afi, ég veit að þú ert sáttur,
það er ég líka, þó að mér finnist erfitt
og skrýtið að þú sért farinn. Þú varst
veikur og þú vildir að þetta færi
svona. Nú ert þú kominn til elsku litlu
Rakelar okkar og ég veit að þið passið
hvort annað. Ég verð svo góð við
ömmu fyrir þig, það veistu, og við
pössum hana öll. Elsku afi minn. Ég
kveð þig með söknuð í hjarta og tár á
hvarmi, minning þín lifir og hvílir í
hjarta mér svo lengi sem ég lifi.
Hvíl í friði, þín
Inga Berglind.
Ævibraut vor endar senn,
er vér hljótum sjá,
allir Drottins munu menn
mætast heima þá.
Ef ei dauðinn undan fer,
ástkær frelsarinn
kemur senn og burt oss ber
beint í himininn.
Ó, er okkar vinir
allir mætast þar,
ganga á geislafögrum
grundum eilífðar,
lofa Guð og Lambið
lífið sem oss gaf.
Sorgin dvín, sólin skín,
sjá Guðs náðarhaf.
(Sigríður Halldórsd.)
Elsku afi.
Nú kveðjum við þig í hinsta sinn.
Okkur finnst skrítið að hugsa til þess
að eiga ekki eftir að fara oftar til þín í
Skarðshlíðina, sjá þig annaðhvort
sitja í rauða stólnum þínum í stofunni,
með bók í hendi, líta upp og segja: Nei
ert þú komin heillin mín! Eða sjá þig
bardúsa eitthvað í eldhúsinu, leggja á
borð eða þvo upp. Nú skreppum við
ekki oftar til þín og spjöllum um svo
ótal margt. Þú varst alltaf svo ótrú-
lega ljúfur og góður við okkur systk-
inin.
Við munum öll svo vel eftir því þeg-
ar þú varst að kenna okkur Svarta-
Pétur þegar við vorum lítil, svo þegar
við tókum að eldast reyndir þú að
kenna okkur „vist“. Ekki varð árang-
urinn eins góður þar og með Svarta-
Pétur en við kunnum þó orðið eitt-
hvað fyrir okkur í þessu.
En elsku afi, við þökkum þér fyrir
alla þína væntumþykju og góðu
stundirnar sem við höfum átt með þér
og hugsum til þín með hlýju í hjarta.
Hvíli í friði elsku afi.
Kveðja
Sigurður, Hulda Dröfn, Val-
dís Anna og Ásta Heiðrún.
Þegar ævigöngu lýkur er ljúft fyrir
þá sem eftir eru að eiga góðar minn-
ingar til að orna sér við. Þessar minn-
RÖGNVALDUR
JÓNSSON