Morgunblaðið - 17.11.2002, Page 48

Morgunblaðið - 17.11.2002, Page 48
DAGBÓK 48 SUNNUDAGUR 17. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT- STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Brú- arfoss kemur í dag. Irena Arctica kemur og fer á morgun. Brúarfoss fer á morgun. Freri kemur á morgun. Mannamót Aflagrandi 40. Á morg- un félagsvist kl. 14, á þriðjudag samsöngur kl. 14, stjórnandi Kári Frið- riksson. Árskógar 4. Á morgun kl. 9-12 opin handa- vinnustofa, kl. 10.15 leikfimi, kl. 11 boccia, kl.13-16.30 opin smíða- stofa/útskurður, opin handavinnustofa, kl. 13.30 félagsvist, kl. 16 myndlist, kl. 10-16 pútt- völlurinn. Bólstaðarhlíð 43. Á morgun kl. 9-16 handa- vinna, kl. 9-12 búta- saumur, kl. 9-17 fótaað- gerð, kl. 10-11 samverustund, kl. 13.30- 14.30 söngur við píanóið, kl. 13-16 bútasaumur. Uppl. í s. 568 5052. Eldri borgarar í Mos- fellsbæ, Kjalarnesi og Kjós. Félagsstarfið opið mánu- og fimmtudaga. Mánud: Kl. 16 leikfimi. Fimmtud: kl. 13 tré- skurður, kl. 14 bóka- safnið, kl. 15-16 bóka- spjall, kl. 17-19 æfing kór eldri borgara í Da- mos. Laugard: kl. 10-12 bókband, línudans kl. 11. Félag eldri borgara í Kópavogi. Félagsvist í Gullsmára 13 á morgun kl. 20.30. Fótaaðgerða- stofan opin frá kl. 10. Skrifstofan Gullsmára 9 er opin á morgun kl. 16.30-18, s. 554 1226. Félagsstarfið, Löngu- hlíð 3. Á morgun kl. 8 böðun, kl. 9 fótaaðgerð, kl. 9 myndlist, kl. 10-12 verslunin opin, kl. 13 föndur og handavinna, kl. 13.30 enska, fram- hald. Félagsstarfið Dalbraut 18-20. Á morgun Kl. 8- 16 opin handa- vinnustofan, kl. 9-12 myndlist, kl. 10-13 opin verslunin, kl. 11-11.30 leikfimi, kl. 13-16 spilað. Félagsstarfið Dalbraut 27. Á morgun Kl. 9-16 handavinnustofan opin, kl. 9-12 myndlist, kl. 13- 16 körfugerð, kl. 11- 11.30 leikfimi, kl. 13-16 spilað, kl. 10-13 versl- unin opin. Félagsstarfið, Hæð- argarði 31. Á morgun böðun kl. 9-12, opin handavinnustofan kl. 9- 16.30, félagsvist kl. 14, hárgreiðslustofan opin 9-14. Félagsstarf aldraðra, Garðabæ. Mánudaginn 18. nóv. Kl. 14 jólakort. fótaaðgerðastofan 899 4223. Félag eldri borgara, Hafnarfirði, Hraunseli, Flatahrauni 3. Á morg- un púttað í Hraunseli kl. 10. Tréskurður kl. 13, félagsvist kl. 13.30. Bilj- ardstofan er opin virka daga frá kl. 13 til 16. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði Glæsibæ. Félagið hefur opnað heimasíðu www.feb.is. Kaffistofan er lokuð vegna breyt- inga í Glæsibæ. Sunnu- dagur: Dansleikur kl. 20, Caprí-tríó leikur. Skrifstofa félagsins er flutt að Faxafeni 12 sími. 588 2111. Fé- lagsstarfið er áfram í Ásgarði Glæsibæ. Upp- lýsingar á skrifstofu FEB. Silfurlínan er opin á mánu- og mið- vikudögum kl. 10-12. Skrifstofa félagsins er í Faxafeni 12 s. 588 2111. Félagsstarfið er í Ás- garði Glæsibæ. Gerðuberg, félagsstarf. Í dag myndalistarsýning Brynju Þórðardótt- uropin kl. 13-16 síðasti sýningardagur. Á morg- un frá kl. 13-16.30 vinnu- stofur opnar frá hádegi spilasalur opinn, Kl. 15.15 danskennsla hjá Sigvalda. Allar upplýs- ingar um starfsemina á staðnum og í síma 575 7720. Gjábakki, Fannborg 8. Á morgun handa- vinnustofan opin, leið- beinandi á staðnum kl. 9-17, kl. 10.45, hæg leik- fimi (stólaleikfimi), kl. 9.30 gler- og postulíns- málun, kl. 13 skák og lomber, kl. 20 skapandi skrif. Gullsmári, Gullsmára 13. Á morgun kl. 9 vefn- aður, kl. 9.05 leikfimi kl. 9.55 róleg stólaleikfimi, kl. 10 ganga, kl. 13 brids, kl. 20.30 fé- lagsvist. Hraunbær 105. Á morg- un kl. 9 postlínsmálun, perlusaumur og fótaað- gerð, kl. 10 bænastund, kl. 13. 30 sögustund og spjall, kl. 13 hárgreiðsla. Hvassaleiti 56–58. Á morgun kl. 9 böðun og föndur, kl. 9 og kl. 10 jóga, kl. 13 spilað, kl 13.30 ganga, fótaaðgerð- ir. Allir velkomnir. Korpúlfarnir, eldri borgarar í Grafarvogi. Fimmtud: Kl. 10, aðra hverja viku, púttað á Korpúlfsstöðum, hina vikuna keila í Keilu í Mjódd. Vatnsleikfimi í Grafarvogslaug á þriðjud. kl. 9.45 og föstud. kl. 9.30. Uppl. í s. 5454 500. Norðurbrún 1. Á morg- un kl. 10-11 ganga, kl. 9- 15 fótaaðgerð, kl. 9-12 myndlist, kl. 9-16 opin handavinnustofa. Vesturgata 7. Á morgun kl. 9-16 fótaaðgerðir og hárgreiðsla, kl. 9.15-12 postulínsmálning, kl 9.15-15.30 almenn handavinna, kl. 9.30- 10.30 boccia, kl.10.30- 11.30 jóga, kl. 12.15- 13.15 danskennsla, kl.13-16 kóræfing. Lyfjafræðingur á staðn- um kl.13 fyrsta og þriðja hvern mánudag. Mánudaginn 18. nóv. kl. 13. Lyf og heilsa veitir lyfjaráðgjöf og mælir blóðþrýsting. Vitatorg. Á morgun kl. 8.45 smíði, kl. 9 hár- greiðsla, kl. 9.30 bók- band, bútasaumur og morgunstund, kl. 10 fótaaðgerðir, sund og boccia, kl. 13 hand- mennt, glerbræðsla og spilað. Háteigskirkja, eldri borgarar, mánudaga fé- lagsvist kl. 13-15, kaffi. Gullsmárabrids. Brids í Gullsmára 13 mánu- og fimmtudaga. Skráning kl. 12.45, spil hefst kl. 13. Gullsmárabrids fell- ur niður mánudag. Áður auglýst sveitakeppni Bridsdeildar FEBK Gullsmára mánudaginn 18. nóvember er frestað til fimmtudags 21. nóv- ember vegna jarð- arfarar Guðmundar Bjarna Guðmundssonar, sem fram fer frá Digra- neskirkju á mánudaginn kl. 13,30. Félag eldri borgara, Suðurnesjum. Bingó í Selinu, Vallarbraut 4, Njarðvík, öll mánudags- kvöld kl. 20. Kvenfélag Kópavogs. Fundur miðvikudaginn 21. nóv. Félagskonur eru hvattar til að mæta og föndra. Basar vinnu- kvöldin eru á mánudög- um kl. 20 í sal okkar í Hamraborg 10. Kristniboðsfélag karla. Fundur verður í Kristni- boðssalnum, Háaleit- isbraut 58-60, mánu- dagskvöldið 18. nóvember kl. 20. Allir karlmenn velkomnir. Kvenfélagið Keðjan heldur fund í Húnabúð, Skeifunni 11, mánudag- inn 18. nóvember kl. 20. Snyrtivörukynn- ing verður á fundinum. Slysavarnadeild kvenna í Reykjavík. Slysavarna- konur, fundur verður miðvikudaginn 20. nóv- ember og hefst kl. 20. Kaffiveitingar, Þórhall- ur miðill kemur á fund- inn. Félagskonur fjölmennið og takið með ykkur gesti. Sjálfsbjörg, félag fatl- aðra á höfuðborg- arsvæðinu Hátuni 12. Á morgun kl. 19 brids. Minningarkort Minningarkort Minn- ingarsjóðs hjónanna Sigríðar Jakobsdóttur og Jóns Jónssonar á Giljum í Mýrdal við Byggðasafnið í Skógum fást á eftirtöldum stöð- um: Í Byggðasafninu hjá Þórði Tómassyni, s. 487- 8842, í Mýrdal hjá Ey- þóri Ólafssyni, Skeiðflöt, s. 487-1299, í Reykjavík í Frímerkjahúsinu, Laufásvegi 2, s. 551- 1814 og hjá Jóni Að- alsteini Jónssyni, Geita- stekk 9, s. 557-4977. Slysavarnafélagið Landsbjörg, Stangarhyl 1, 110 Reykjavík. S. 570 5900. Fax: 570 5901. Netfang: slysavarna- felagid@landsbjorg.is Í dag er sunnudagur 17. nóvember, 321. dagur ársins 2002. Orð dagsins: Fyrir því segi ég yður: Hvers sem þér biðjið í bæn yðar, þá trúið, að þér hafið öðlast það, og yður mun það veitast. (Mark. 11, 24.) 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 K r o s s g á t a LÁRÉTT: 1 þreifa á, 4 nabbar, 7 uppnám, 8 rótarávöxtum, 9 herma eftir, 11 ránfugl- ar, 13 þráður, 14 viljuga, 15 brjóst, 17 skaði, 20 skinn, 22 haldast, 23 spil, 24 fjasa, 25 kaka. LÓÐRÉTT: 1 rífast, 2 hnarreista, 3 skynfæri, 4 drepa, 5 hrammur, 6 hásan, 10 gabba, 12 rödd, 13 op, 15 stubbur, 16 litla flugvél, 18 viðurkennir, 19 fífls, 20 skotts, 21 styrk. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: 1 léttfætta, 8 seint, 9 tyfta, 10 tía, 11 rausa, 13 rændi, 15 stegg, 18 hirta, 21 jól, 22 gyðja, 23 ausan, 24 limlestir. Lóðrétt: 2 élinu, 3 totta, 4 ættar, 5 tófan, 6 ásar, 7 gati, 12 sag, 14 æði, 15 segg, 16 eyðni, 17 gjall, 18 hlass, 19 ræsti, 20 anna. Víkverji skrifar... MARGAR þjóðir eru mjög stoltaraf áfengum drykkjum, sem þær framleiða. Frakkar eru afar stoltir af léttvínum sínum, kampavín- um og koníaki, Spánverjar af léttvín- um, Portúgalar af portvínum, Skotar og Írar af miklu úrvali af viskíi og eyjaskeggjar í Karíbahafinu bjóða stoltir upp á romm, Rússar upp á vodka. Í flestum löndum heims er flaska af úrvalsvíni einhver besta tækifærisgjöf, sem hægt er að hugsa sér. Við Íslendingar þekkjum það vel. x x x VÍKVERJI gat ekki eins lands íupptalningunni hér að framan. Það er Holland, en Hollendingar eru afar stoltir af miklu úrvali af séníver (genever). Víkverji gleymir því aldrei er hóteleigandi á Van Walsum í Rot- terdam bauð honum og vini hans á bar hótelsins – fór inn fyrir barborðið og vildi gefa þeim smá innsýn í sögu séníversins með tilheyrandi smökk- un og fræðslu um bragðtegundir. Hóteleigandinn bauð stoltur upp á séníver bragðbættan með rifsberjum (bessengenever), með sítrónusafa (citroengenever), þurran séníver, sterkan séníver, ungan og hráan séníver og séníver sem var bestur geymdur í frysti eins og íslenskt brennivín. Hann sýndi okkur grænar flöskur, brúnar flöskur og leirbrúsa, smáa og stóra. x x x NEI, ÞETTA á ekki að vera vín-þáttur. En það er ástæða fyrir því að Víkverji taldi Holland ekki upp í byrjun. Stutt saga. Vinur Vík- verja, sem á hús vestur á Ströndum, ók fram á Hollendinga í sumar sem leið, þar sem þeir voru á ferðinni með bakpoka sína uppi á heiði. Vinurinn stöðvaði bifreið sína og bauð Hol- lendingunum far, sem þeir þáðu með þökkum, enda búnir að vera lengi á göngu. x x x VINUR Víkverja fékk bréf á dög-unum, þar sem honum var til- kynnt að hann ætti sendingu sem hann mætti vitja á pósthúsinu. Það var sending frá Rika van Ryn, Hol- lendingi, sem hann tók upp í bíl sinn fyrr í sumar. Á póstaðflutnings- skýrslu mátti sjá að til að fá send- inguna afhenta yrði að greiða gjöld, alls 3.078 krónur. Vinur Víkverja var forvitinn um hvað van Ryn væri að senda honum og kallaði á gjöld upp á þrjú þúsund krónur. Þegar pakkinn var opnaður – í annað sinn, á eftir tollafgreiðslumönnum, kom í ljós leirpottur af séníver, sem var þakk- lætis- og vinargjöf. Já, dýr var mjöð- urinn. 3.078 kr. skiptust þannig, að 537 krónur voru virðisaukaskattur, 350 kr. gjald fyrir tollmeðferð póst- sendinga, 6 króna jöfnunargjald og 2.185 króna tollur af brúsanum, með innihaldi. Gjöld þessi eru nær jafn há því sem séníverflaska kostar í vínbúðum ÁTVR, kr. 3.280. Á kassanum um brúsann sást að brúsinn kostaði 960 kr. í Hollandi og sendingarkostnaður var 1.479 kr. Kostnaðarverð brúsans, með öllu – kominn í vínskáp vinar Víkverja, var 5.517 kr. Er það eðlilegt? Vinur Víkverja prísaði sig sælan að brúsarnir voru ekki fleiri. Ef svo hefði verið, hefði verið ódýrara fyrir Van Ryn að koma sjálfur með gjöfina til Íslands. Hvað um framsóknarfólk? ÉG vil koma á framfæri gagnrýni á þáttinn Ísland í býtið fyrir að vera sífellt með viðtöl við aðila frá Sjálfstæðisflokknum, Sam- fylkingunni og Vinstri grænum en lítið hefur sést hjá þeim af framsóknar- mönnum. Það er eins og það sé allt- af sama fólkið sem talað er við og hefur það ekkert nýtt fram að færa. Mér finnst að framsókn- armenn og -konur og ungt fólk í framboði hafi margt fram að færa og gæti komið á framfæri nýjum hug- myndum. Finnst mér að það fólk eigi að fá tækifæri til að tjá sig eins og fólk úr öðrum flokkum, sérstaklega úr Reykjaneskjördæmi. Brynja Dögg. Hvað er vopnaeftirlit? SORGLEGT er að verða vitni að hugmyndaleysi blaða/fréttamanna sem sér- hæfa sig í erlendum frétt- um. Fróðir eru þeir og ekki efast ég um það. En af hverju reyna þeir ekki að miðla visku sinni í meira uppfræðandi farveg með fréttum sínum af yfirvof- andi átökum í Írak. T.d. með því að upplýsa lesend- ur um grundvallaratriðin í framkvæmd vopnaeftirlits, í stað þess að éta upp stein- geldar klisjur hver eftir öðrum um hinar endalausu ályktanir sem eru að verða ansi þreyttar fréttir. Fróðleiksfúsir lesendur hefðu gaman af því að fá að vita hvenær vopnaeftirlit varð löglegt verkfæri í al- þjóðlegri stjórnsýslu. Hvernig vita menn tækni- lega séð þegar þjóðir eru að koma sér upp vopnum? Hvernig er ólöglegum vopnum „fargað“? Erlendir diplómatar eru kannski með þetta allt á hreinu en eigum við hin bara að muna þetta frá því í Persaflóastríðinu? Mogginn stendur sig al- mennt vel með því að fara djúpt í hlutina á sunnudög- um. – Hér ætti að vera komið tilefni fyrir slíkt. Brynjar. Tapað/fundið Blátt hjól týndist BLÁTT Moongoose strákahjól hvarf frá Brúna- landi miðvikudaginn 13. nóvember sl. Á sama stað var skilið eftir fjólublátt Trek-hjól. Hafið samband í síma 581 4377. Gleraugu í óskilum GLERAUGU í gylltri um- gjörð til hálfs, fundust við styttuna Björgun eftir Ás- mund Sveinsson á göngu- stígnum við Ægisíðu. Eig- andi getur vitjað þeirra í síma 561 1816. Göngustafur tapaður SVARTLAKKAÐUR göngustafur, með T-laga handfangi og gúmmíhlíf á neðri enda, tapaðist sl. laugardag í verslunarferð í Nettó í Mjódd. Hefur lík- lega orðið eftir í innkaupa- grind sem skilin var eftir við útgöngudyrnar hjá Bakarameistaranum. Finn- andi er beðinn að hringja í síma 557 1624 eða skila stafnum í skrifstofu Nettó í Mjódd. Dýrahald Kettlingar fást gefins TVEIR 8 vikna kettlingar, fress og læða, fást gefins. Upplýsingar í síma 567 5404 eða 699 4056. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15. Netfang velvakandi@mbl.is Morgunblaðið/ÓmarPollar í Tjarnarborg.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.