Morgunblaðið - 23.11.2002, Page 8

Morgunblaðið - 23.11.2002, Page 8
FRÉTTIR 8 LAUGARDAGUR 23. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Evrópuhús 2002 í Perlunni Kynna sam- starfsáætlanir EVRÓPUHÚS 2002verður haldið íPerlunni í Reykja- vík í dag og á morgun. Við þetta tækifæri verða kynntar nokkrar af um- fangsmestu evrópsku samstarfsáætlunum ESB en í heild eru þessar áætl- anir sem Ísland er aðili að, 32 talsins og eru á sviði menningar, menntunar, atvinnutækifæra, rann- sókna og þróunar svo eitt- hvað sé nefnt, en tilgang- urinn er að ýta undir samskipti á milli fyrir- tækja, stofnana og ein- staklinga í Evrópu. Hjör- dís Hendriksdóttir, forstöðumaður alþjóða- sviðs RANNÍS, svaraði nokkrum spurningum. – Hvað er Evrópuhús? „Evrópuhúsið er samstarf nokkurra upplýsingaskrifstofa um þessar áætlanir á Íslandi og að þessu sinni eru það Byggða- stofnun, Rannsóknarþjónusta HÍ, Alþjóðaskrifstofa háskólastigsins, Ungt fólk á Íslandi, RANNÍS, Barnaheill, Heimili og skóli, CECUA, Samtök iðnaðarins og Madia og Menning.“ – Hvaða markmið hafið þið sett ykkur? „Við höfum sett okkur það markmið, að með því að búa til Evrópuhús í tvo daga gefst al- menningi kostur á að kynna sér á einum stað þá fjölmörgu mögu- leika sem bjóðast til að taka þátt í evrópsku samstarfi, oftar en ekki með einhverjum fjárhags- legum stuðningi. Evrópusamstarf er ekki bara fyrir einhvern af- markaðan hóp eins og fólk heldur stundum, heldur er það á flestum sviðum sem snerta störf okkar, menntun, símenntun og sköpun.“ – Segðu okkur eitthvað meira um þetta … „Yfirleitt byggjast þessar áætl- anir á verkefnabundnu samstarfi. Þeir sem hafa áhuga á samstarfi á tilteknu sviði leita til viðkom- andi upplýsingaskrifstofu, fá upp- lýsingar um viðkomandi áætlun, umsóknarfresti og aðstoð við að finna erlenda samstarfsaðila sem hafa áhuga á að vinna að sameig- inlegu verkefni með stuðningi áætlunarinnar.“ – Geturðu nefnt einhverjar áætlanir? „Á meðal áætlana sem kynntar verða má t.d. nefna Ungt fólk í Evrópu sem veitir styrki til fólks á aldrinum 15 til 25 ára í ung- mennaskipti, sjálfboðaþjónustu og ýmis stuðningsverkefni. Einn- ig má nefna, á sviði menntunar og símenntunar, Sókrates og Leonardo da Vinci. Sókrates veit- ir styrki til símenntunar kennara á öllum skólastigum, til tungu- málanáms- og kennslu, til þróun- ar námsgagna, til fullorðins- fræðslu, til fjarnáms, nýrrar tækni og rannsókna. Leonardo da Vinci styrkir síðan m.a. þróun á nýjum kennsluað- ferðum og námsgögn- um auk þess sem mannaskiptaverkefni gefa fólki tækifæri til að afla sér starfsþjálf- unar í öðru Evrópuríki frá einni viku til eins árs.“ – Og fleira? „Já, tvær áætlanir veita styrki til menningar, MENNING 2000, sem nær til allra listgreina, menningararfleifðar og menning- arsögu, veitir styrki við sam- starfsnet, rannsóknir, starfsþjálf- un, námskeið, vinnubúðir, nýsköpun, sýningar, hátíðir, ráð- stefnur, þýðingar og fleira. Hin áætlunin heitir MEDIA PLÚS sem styður verkefni í hljóðmynd- ræna geiranum í Evrópu með þjálfun fagfólks, undirbúning hljóðmyndrænna verkefna og dreifingu þeirra. Þá er veittur stuðningur til kvikmyndahátíða og markaða sem leggja sérstaka áherslu á evrópskt myndefni. Þá vil ég nefna að á sviði upp- lýsingatækninnar eru kynntar þrjár áætlanir, E-Content, sem er markaðsdrifin áætlun sem styrkir þróun og notkun á evr- ópsku rafrænu efni á veraldar- vefnum, Safer Internet Action Plan, eða Öryggi á Netinu, sem miðar að því að fjarlægja ólöglegt og skaðlegt efni af Netinu, og Upplýsingatækniáætlun 6. RÁ, sem styrkir rannsóknir og þróun á sviði upplýsingatækni. Auk þess veitir 6. rannsóknaráætlunin styrki til rannsókna á sviði lífvís- inda, efnistækni, umhverfis, fé- lagsvísinda, matvæla, þjálfunar vísindafólks svo eitthvað sé nefnt. Að lokum er að nefna sérstak- ar áætlanir sem styrkja verkefni sem miða að uppbyggingu á nor- rænum byggðum. Northern per- ipheri styrkir verkefni sem miða að atvinnusköpun og er sérstök áhersla lögð á verkefni tengd samgöngu- og fjarskiptamálum, í öðru lagi verkefni tengd at- vinnuþróun og vistvænni nýtingu náttúruauðlinda og verkefni tengd eflingu samfélaga á norð- urslóðum. Síðan NORA-verkefn- ið, sem miðar að eflingu sam- starfs innan starfssvæðisins og styðja við atvinnu- og byggð- arþróun. NORA veitir styrki til samstarfsverkefna er tengjast þróun atvinnulífs, nýsköpun og rannsóknarsamstarfi Til viðbótar við þetta kynna nokkrar skrif- stofur þjónustu sína sem tengjast evrópsku samstarfi, t.d. EES- vinnumiðlunin, EURO INFO skrifstofan, IMPRA, MENNT og SOLVIT.“ – Það er því eftir ýmsu að slægjast í Evrópuhúsinu? „Já. Af allri þessari upptaln- ingu má sjá að tækifærin eru ótal mörg á fjölmörgum sviðum og ættu allir að finna eitthvað áhugavert fyrir sig. Íslendingar hafa yfir höfuð nýtt þessi tæki- færi vel.“ Hjördís Hendriksdóttir  Hjördís Hendriksdóttir er for- stöðumaður alþjóðasviðs RANN- ÍS. Hún er með meistarapróf í al- þjóðlegum samskiptum frá University of Kent í Bretlandi. Maki er Jón Smári Úlfarsson, verkfræðingur hjá VSÓ og eiga þau saman fjóra stráka. Ekki bara fyrir afmarkaðan hóp Formaður útvegsbænda í Eyjum ætti ekki að gleyma sér svo í græðginni við útflutning á óunnu hráefni að kalla þurfi „kibba, kibba, komið þið, greyin“ líka hér í Eyjum. Taktu þátt. Þú ferð í spor njósnara hennar hátignar 007 og rekur slóðina að svörunum inn á www.brimborg.is Þú vinnur nítján (19) Bond bíómyndir Focus 007 njósnaleikur Brimborg Reykjavík sími 515 7000 • brimborg.is Opið laugardaga kl.12-16 Bond-blaðið fylgir Mogganum á morgun. Lestu Ford Focus 007 auglýsinguna og njósnaleikurinn hefst. Þú gætir líka fundið svörin á www.brimborg.is. Spurningarnar verða í Bond-blaðinu á morgun, sunnudag. Brimborg og Ford kynna tæknivæddan Ford Focus 007. Bíllinn sem þú getur eignast. Flottur bíll á flottu verði aðeins frá 1.449.000 kr. Þú verður að reynsluaka. Þú fyllir út svarseðil og læðir honum í Happapott Brimborgar. Glæsilegir vinningar - vertu með.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.