Morgunblaðið - 23.11.2002, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 23.11.2002, Qupperneq 8
FRÉTTIR 8 LAUGARDAGUR 23. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Evrópuhús 2002 í Perlunni Kynna sam- starfsáætlanir EVRÓPUHÚS 2002verður haldið íPerlunni í Reykja- vík í dag og á morgun. Við þetta tækifæri verða kynntar nokkrar af um- fangsmestu evrópsku samstarfsáætlunum ESB en í heild eru þessar áætl- anir sem Ísland er aðili að, 32 talsins og eru á sviði menningar, menntunar, atvinnutækifæra, rann- sókna og þróunar svo eitt- hvað sé nefnt, en tilgang- urinn er að ýta undir samskipti á milli fyrir- tækja, stofnana og ein- staklinga í Evrópu. Hjör- dís Hendriksdóttir, forstöðumaður alþjóða- sviðs RANNÍS, svaraði nokkrum spurningum. – Hvað er Evrópuhús? „Evrópuhúsið er samstarf nokkurra upplýsingaskrifstofa um þessar áætlanir á Íslandi og að þessu sinni eru það Byggða- stofnun, Rannsóknarþjónusta HÍ, Alþjóðaskrifstofa háskólastigsins, Ungt fólk á Íslandi, RANNÍS, Barnaheill, Heimili og skóli, CECUA, Samtök iðnaðarins og Madia og Menning.“ – Hvaða markmið hafið þið sett ykkur? „Við höfum sett okkur það markmið, að með því að búa til Evrópuhús í tvo daga gefst al- menningi kostur á að kynna sér á einum stað þá fjölmörgu mögu- leika sem bjóðast til að taka þátt í evrópsku samstarfi, oftar en ekki með einhverjum fjárhags- legum stuðningi. Evrópusamstarf er ekki bara fyrir einhvern af- markaðan hóp eins og fólk heldur stundum, heldur er það á flestum sviðum sem snerta störf okkar, menntun, símenntun og sköpun.“ – Segðu okkur eitthvað meira um þetta … „Yfirleitt byggjast þessar áætl- anir á verkefnabundnu samstarfi. Þeir sem hafa áhuga á samstarfi á tilteknu sviði leita til viðkom- andi upplýsingaskrifstofu, fá upp- lýsingar um viðkomandi áætlun, umsóknarfresti og aðstoð við að finna erlenda samstarfsaðila sem hafa áhuga á að vinna að sameig- inlegu verkefni með stuðningi áætlunarinnar.“ – Geturðu nefnt einhverjar áætlanir? „Á meðal áætlana sem kynntar verða má t.d. nefna Ungt fólk í Evrópu sem veitir styrki til fólks á aldrinum 15 til 25 ára í ung- mennaskipti, sjálfboðaþjónustu og ýmis stuðningsverkefni. Einn- ig má nefna, á sviði menntunar og símenntunar, Sókrates og Leonardo da Vinci. Sókrates veit- ir styrki til símenntunar kennara á öllum skólastigum, til tungu- málanáms- og kennslu, til þróun- ar námsgagna, til fullorðins- fræðslu, til fjarnáms, nýrrar tækni og rannsókna. Leonardo da Vinci styrkir síðan m.a. þróun á nýjum kennsluað- ferðum og námsgögn- um auk þess sem mannaskiptaverkefni gefa fólki tækifæri til að afla sér starfsþjálf- unar í öðru Evrópuríki frá einni viku til eins árs.“ – Og fleira? „Já, tvær áætlanir veita styrki til menningar, MENNING 2000, sem nær til allra listgreina, menningararfleifðar og menning- arsögu, veitir styrki við sam- starfsnet, rannsóknir, starfsþjálf- un, námskeið, vinnubúðir, nýsköpun, sýningar, hátíðir, ráð- stefnur, þýðingar og fleira. Hin áætlunin heitir MEDIA PLÚS sem styður verkefni í hljóðmynd- ræna geiranum í Evrópu með þjálfun fagfólks, undirbúning hljóðmyndrænna verkefna og dreifingu þeirra. Þá er veittur stuðningur til kvikmyndahátíða og markaða sem leggja sérstaka áherslu á evrópskt myndefni. Þá vil ég nefna að á sviði upp- lýsingatækninnar eru kynntar þrjár áætlanir, E-Content, sem er markaðsdrifin áætlun sem styrkir þróun og notkun á evr- ópsku rafrænu efni á veraldar- vefnum, Safer Internet Action Plan, eða Öryggi á Netinu, sem miðar að því að fjarlægja ólöglegt og skaðlegt efni af Netinu, og Upplýsingatækniáætlun 6. RÁ, sem styrkir rannsóknir og þróun á sviði upplýsingatækni. Auk þess veitir 6. rannsóknaráætlunin styrki til rannsókna á sviði lífvís- inda, efnistækni, umhverfis, fé- lagsvísinda, matvæla, þjálfunar vísindafólks svo eitthvað sé nefnt. Að lokum er að nefna sérstak- ar áætlanir sem styrkja verkefni sem miða að uppbyggingu á nor- rænum byggðum. Northern per- ipheri styrkir verkefni sem miða að atvinnusköpun og er sérstök áhersla lögð á verkefni tengd samgöngu- og fjarskiptamálum, í öðru lagi verkefni tengd at- vinnuþróun og vistvænni nýtingu náttúruauðlinda og verkefni tengd eflingu samfélaga á norð- urslóðum. Síðan NORA-verkefn- ið, sem miðar að eflingu sam- starfs innan starfssvæðisins og styðja við atvinnu- og byggð- arþróun. NORA veitir styrki til samstarfsverkefna er tengjast þróun atvinnulífs, nýsköpun og rannsóknarsamstarfi Til viðbótar við þetta kynna nokkrar skrif- stofur þjónustu sína sem tengjast evrópsku samstarfi, t.d. EES- vinnumiðlunin, EURO INFO skrifstofan, IMPRA, MENNT og SOLVIT.“ – Það er því eftir ýmsu að slægjast í Evrópuhúsinu? „Já. Af allri þessari upptaln- ingu má sjá að tækifærin eru ótal mörg á fjölmörgum sviðum og ættu allir að finna eitthvað áhugavert fyrir sig. Íslendingar hafa yfir höfuð nýtt þessi tæki- færi vel.“ Hjördís Hendriksdóttir  Hjördís Hendriksdóttir er for- stöðumaður alþjóðasviðs RANN- ÍS. Hún er með meistarapróf í al- þjóðlegum samskiptum frá University of Kent í Bretlandi. Maki er Jón Smári Úlfarsson, verkfræðingur hjá VSÓ og eiga þau saman fjóra stráka. Ekki bara fyrir afmarkaðan hóp Formaður útvegsbænda í Eyjum ætti ekki að gleyma sér svo í græðginni við útflutning á óunnu hráefni að kalla þurfi „kibba, kibba, komið þið, greyin“ líka hér í Eyjum. Taktu þátt. Þú ferð í spor njósnara hennar hátignar 007 og rekur slóðina að svörunum inn á www.brimborg.is Þú vinnur nítján (19) Bond bíómyndir Focus 007 njósnaleikur Brimborg Reykjavík sími 515 7000 • brimborg.is Opið laugardaga kl.12-16 Bond-blaðið fylgir Mogganum á morgun. Lestu Ford Focus 007 auglýsinguna og njósnaleikurinn hefst. Þú gætir líka fundið svörin á www.brimborg.is. Spurningarnar verða í Bond-blaðinu á morgun, sunnudag. Brimborg og Ford kynna tæknivæddan Ford Focus 007. Bíllinn sem þú getur eignast. Flottur bíll á flottu verði aðeins frá 1.449.000 kr. Þú verður að reynsluaka. Þú fyllir út svarseðil og læðir honum í Happapott Brimborgar. Glæsilegir vinningar - vertu með.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.