Morgunblaðið - 11.12.2002, Side 1
STRÍÐ getur stundum verið nauðsynlegt
þótt illt sé. En hversu nauðsynlegt sem
það er getur það aðeins verið illt, aldrei af
hinu góða. Við munum ekki læra að lifa
saman í friði ef við drepum börn hver ann-
ars,“ sagði Jimmy Carter, fyrrverandi
Bandaríkjaforseti, í ræðu sinni í gær er
hann tók við friðarverðlaunum Nóbels.
Verðlaunahafinn gagnrýndi í ræðu
sinni óbeint stefnu George W. Bush
Bandaríkjaforseta gagnvart Írak. Bush
hefur mótað þá stefnu að ráðist skuli að
fyrra bragði gegn ríkjum og öðrum að-
ilum sem Bandaríkjamenn telji fullvíst að
séu að undirbúa árás á þá.
„Ef voldug ríki ákveða að beita fyr-
irbyggjandi hernaði gæti fordæmið haft
skelfilegar afleiðingar,“ sagði Carter.
Hann rifjaði upp að átta ríki réðu nú yfir
kjarnavopnum. Sum þeirra ættu í illvígum
deilum við grannríkin og hefðu hótað að
beita gereyðingarvopnum gegn þeim.
Carter gegn
„fyrirbyggj-
andi hernaði“
Reuters
Nóbelsverðlaunahafinn Jimmy Carter
með skjalið og gullpeninginn í gær. Verð-
launin nema nú nær 100 milljónum ísl. kr.
Ósló. AP, AFP.
Besti/16
SÆNSKA fjármálaeftirlitið hefur
veitt samþykki sitt fyrir yfirtöku
Kaupþings banka á JP Nordiska
bankanum í Stokkhólmi. Þar með
er yfirtöku Kaupþings banka á JP
Nordiska lokið og verður fyrirtæk-
ið að sögn Sigurðar Einarssonar,
forstjóra Kaupþings banka hf.,
skráð í kauphöllinni í Stokkhólmi á
næstu vikum.
Kaupþing banki yrði þar með
eina íslenska fyrirtækið, sem um
þessar mundir yrði skráð í erlendri
kauphöll, en þess bera að geta að
móðurfyrirtæki Íslenskrar erfða-
greiningar, deCODE Genetics,
sem skráð er á verðbréfamarkaði í
Bandaríkjunum, er bandarískt og
hefur aðsetur í Delaware. Kaup-
þing banki yrði hins vegar ekki
fyrsta íslenska fyrirtækið til að
verða skráð í erlendri kauphöll því
að Íslandsbanki var skráður í kaup-
höllinni í Kaupmannahöfn í upphafi
20. aldar.
Í fréttatilkynningu frá Kaup-
þingi segir að í næstu viku muni
þeir hluthafar JP Nordiska sem
tóku yfirtökutilboði Kaupþings
banka, yfir 86% hluthafa, fá afhent
hlutabréf í Kaupþingi banka í
skiptum fyrir hlutabréf í JP Nord-
iska. Þar með er Kaupþing banki
orðinn meirihlutaeigandi JP Nord-
iska sem verður rekið sem dóttur-
fyrirtæki bankans.
Eignir Kaupþings banka eftir
sameininguna nema samkvæmt
upplýsingum úr níu mánaða upp-
gjöri 229 milljörðum króna eftir
sameininguna við JP Nordiska, en
til samanburðar má geta að eignir
Búnaðarbanka eru metnar á tæpa
244 milljarða, eignir Landsbanka á
rúma 275 milljarða og eignir Ís-
landsbanka á tæpa 313 milljarða.
Eigið fé Kaupþings banka er eftir
sameininguna metið á 18,6 millj-
arða miðað við níu mánaða upp-
gjör, en eigið fé Búnaðarbanka 14,9
milljarða, Landsbanka 16,3 millj-
arða og Íslandsbanka 20,4 millj-
arða.
Páll Gunnar Pálsson, forstjóri
Fjármálaeftirlitsins, FME, segir
að Fjármálaeftirlitið þurfi ekki að
samþykkja sérstaklega yfirtöku
Kaupþings á JP Nordiska en hins-
vegar hefðu þeir veitt sænska fjár-
málaeftirlitinu aðstoð við málið og
verið í samstarfi við þá.
Yfirtaka samþykkt
Eftir grænt ljós sænska fjármálaeftirlitsins verður
Kaupþing banki meirihlutaeigandi í JP Nordiska
Kaupþing /14
STOFNAÐ 1913 290 . TBL. 90. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 11. DESEMBER 2002 mbl.is
Sigraði eftir
13 ára hlé
Kjell Elvis syngur lög konungs
rokksins á Íslandi Fólk 47
Sálfræði-
leg saga
Kristján Þórður Hrafnsson og við-
kvæmni karlmannsins Bækur 4
Morgunblaðið/Einar Falur
Börn, foreldrar og kennarar frá Seljaborg sækja jólatré í Heiðmörk í fylgd Askasleikis og Hurðaskellis.
„Í SKÓGINUM stóð kofi einn,“
sungu börnin í leikskólanum
Seljaborg fyrir jólasveinana
Askasleiki og Hurðaskelli sem
brugðu sér í bæinn og aðstoðuðu
þau við að fella jólatré fyrir leik-
skólann í Heiðmörk í gær. Skóg-
arverðir taka þessa dagana á
móti börnum úr leikskólum borg-
arinnar og velja með þeim tré og
grisja með því þétta skógarlundi.
Jólasveinarnir voru snemma á
ferðinni og sumum barnanna
leist ekki á að þeir sætu undir
stýri á rútum, töldu hrein-
dýrasleða ólíkt heppilegri far-
artæki. Önnur notuðu tækifærið
á leiðinni og spurðu sveinana
spjörunum úr, þýfguðu þá eink-
um um tilteknar gjafir sem þeir
höfðu gefið í skóna í fyrra. Sá
fyrsti þeirra bræðra, Stekkjar-
staur, er væntanlegur í reglu-
bundna byggðaferð sína í kvöld.
Með jóla-
sveinum í
skógarhöggi
FULLTRÚAR Sameinuðu þjóðanna komu
í gær áætlun um sameiningu Kýpur í hend-
ur leiðtoga beggja hluta eyjarinnar, hins
gríska og hins tyrkneska, í þeirri von að
eining náist um lausn Kýpurdeilunnar fyrir
leiðtogafund Evrópusambandsins (ESB)
sem hefst í Kaupmannahöfn annaðkvöld.
„Kýpur á stefnumót við söguna. Þetta
tækifæri á að grípa,“ sagði Kofi Annan,
framkvæmdastjóri SÞ. Í áætlun hans er
gert ráð fyrir að Kýpur verði sambandsríki.
Það sem m.a. gerir deiluna erfiða við-
ureignar er að hundruð þúsunda Kýpur-
Grikkja flúðu á sínum tíma heimili sín í
norðurhlutanum en þeir vilja að í sam-
komulaginu sé kveðið á um rétt þeirra til að
snúa heim. Andstæðingar áætlunar SÞ
héldu í gær mótmælafundi báðum megin
víggirðingarinnar sem skipt hefur höfuð-
borginni Nikosíu frá því Tyrkir hertóku
norðurhluta eyjarinnar árið 1974.
Náist ekki samkomulag um að báðir hlut-
ar eyjarinnar gangi sameinaðir í ESB getur
það ógnað öllum stækkunaráformum sam-
bandsins.
Vill að Kýp-
urbúar grípi
tækifærið
Níkosíu. AP, AFP.
MJÖG lítið hefur borið á ölvunar-
akstri í Reykjavík það sem af er
desember, en aðeins ellefu öku-
menn voru teknir fyrir ölvunarakst-
ur fyrstu tíu daga mánaðarins. Til
samanburðar voru tvöfalt fleiri
teknir fyrstu tíu daga desember í
fyrra, eða 22, og enn fleiri 2000, eða
42.
Að sögn Karls Steinars Valssonar
aðstoðaryfirlögregluþjóns er talið
að skipulagðar aðgerðir lögreglunn-
ar gegn ölvunarakstri að undan-
förnu séu að skila sér með stór-
felldri fækkun slíkra tilvika.
Markmiðið er að fyrirbyggja ölvun-
arakstur og hafa Reykvíkingar ver-
ið látnir vita af fyrirhuguðum að-
gerðum. Hafa þeir tekið þeim vel
þrátt fyrir tafir á umferð. „Ég held
að okkur hafi tekist að vekja fólk til
umhugsunar um þessi mál,“ segir
Karl Steinar. „Í lok nóvember hóf-
um við átakið, létum fólk vita hvað
væri í vændum og kynntum því við-
urlög við ölvunarakstri. Í kjölfarið
hófst átakið með skipulögðum að-
gerðum þar sem mikill fjöldi öku-
manna var stöðvaður. Þá kom í ljós
að sárafáir þeirra höfðu freistast til
að drekka áður en þeir settust undir
stýri og það er geysilega jákvæð
þróun og mikil breyting frá því sem
verið hefur.“
Til þessa hefur lögreglan stöðvað
ökumenn á stórum umferðaræðum,
en á næstunni verður einnig eftirlit í
íbúðahverfum borgarinnar. „Hugs-
anlegt er að einhverjar tafir verði á
umferð samhliða þessum aðgerðum
út desember, en besta leiðin til að
komast hjá slíku er að fylgja um-
ferðarreglunum og aka allsgáður.“
Karl Steinar segir að ökumenn
verði einnig að vara sig á akstri
strax daginn eftir umtalsverða
áfengisneyslu, því áfengi sé lengur
að hverfa alveg úr líkamanum en
sumir virðist halda.
Ölvunarakstursmálum fækkaði um helming milli áranna 2001 og 2002
„Geysilega jákvæð þróun“
♦ ♦ ♦
SIGURÐUR Ein-
arsson, forstjóri
Kaupþings banka
hf., segir að sam-
þykkið sé mjög
ánægjulegt skref
fyrir Kaupþing.
Aðspurður
hvort hann hafi einhvern tímann
óttast að kaupin yrðu ekki sam-
þykkt segir hann að Kaupþing
banki hafi unnið undir öflugu eft-
irliti íslenska fjármálaeftirlitsins
og því hafi engin ástæða verið til
að ætla að þeim yrði hafnað í Sví-
þjóð.
Sigurður sagðist eiga von á
skráningu í Stokkhólmi á næstu
vikum. „Við erum núna komnir á
mun stærri markað og erum með
mun meiri seljanleika sem við
teljum að verði til hagsbóta fyrir
hluthafana.“
Ánægjulegt skref
Hermir eftir
kónginum
Guðlaug Þorsteinsdóttir
Íslandsmeistari í fjórða sinn 7