Morgunblaðið - 11.12.2002, Side 21

Morgunblaðið - 11.12.2002, Side 21
LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. DESEMBER 2002 21 Á ÞEMADÖGUM í Lýsuhólsskóla í sunnanverðum Snæfellsbæ unnu nemendur meðal annars að papp- írsgerð, leirmótun og ýmsum um- hverfisverkefnum en Lýsuhólsskóli fylgir umhverfisstefnu sem byggð er á Staðardagskrá 21. Pappírinn sem nemendur unnu er úr afgangspappír sem til fellur í skólanum og safnað er til endur- vinnslu en slíkt er hluti af umhverf- isstefnu skólans. Nemendur gera síðan jólakort úr pappírnum og teikna myndir á þau auk þess sem þeir gera kort með klippimyndum. Kortin eru síðan seld til fjáröflunar fyrir nemendafélag skólans. Með kortagerð og leirmótun fá nem- endur útrás fyrir sköpunargleði sína. Almennur föndurdagur með þátttöku foreldra verður síðan í lok nóvember. Umhverfismálin eru ofarlega á baugi í skólanum, enda hefur Lýsu- hólsskóli náð verulegum árangri í því að samþætta umhverfisstefnu sína almennri starfsemi skólans. Eldri sem yngri nemendur notuðu því einnig tímann á þemadögum til að vinna að ýmsum umhverfisverk- efnum og bjuggu m.a. til vegg- spjöld með leiðbeiningum og upp- lýsingum tengdum umhverfisvernd. Morgunblaðið/Guðrún G. Bergmann Nemendurnir önnum kafnir við að móta leir á þemadögum sem haldnir voru í Lýsuhólsskóla. Pappírsgerð og leirmótun á þemadögum Hellnar SAUMASTOFAN Rebekka ehf. á Hvammstanga var með opið hús fyr- ir skömmu í tilefni tíu ára afmælis fyrirtækisins. Eigendur Rebekku ehf. eru mæðgurnar Dóra Eðvalds- dóttir og Ingibjörg Rebekka Helga- dóttir og eru þær einnig starfsmenn fyrirtækisins. Ingibjörg er klæð- skeri að mennt. Rebekka ehf. vinnur hvers kyns saumaskap, s.s.tískufatnað og annan fatnað, rúmföt o.fl., bæði fyrir versl- anir til endursölu og einnig fyrir ein- staklinga. Einnig taka þær mæðgur að sér breytingar á fötum. Rebekka ehf. er í nýbyggðu húsi við höfnina á Hvammstanga, í sam- býli við fjölskyldufyrirtækið Skjanna ehf., sem er rafeindaverkstæði og verslun með rafmagnsvörur og raf- lagnaefni. Skjanni ehf. er í eigu Dóru og manns hennar Helga S. Ólafsson- ar rafvirkjameistara og sonar þeirra Sigurvalds. Í þessari starfsstöð vinna alls sex manns, tvær konur við sauma, þrír starfsmenn við rafvirkjun og einn er sölu- og þjónustufulltrúi. Í tilefni af- mælisins var á staðnum hljómsveitin Málbandið og lék hún ljúfa tónlist. Morgunblaðið/Karl Á. Sigurgeirsson F.v. mæðgurnar Áróra Hlín Helgadóttir, Ingibjörg Rebekka Helgadóttir og Dóra Eðvaldsdóttir með sýnishorn af framleiðslu Rebekku ehf. Saumar tískufatnað Hvammstangi JÓLAHLAÐBORÐSNEFNDIR Kvenfélagsins Baugs og Kíwanis- klúbbsins Gríms geta sannarlega verið ánægðar með mætinguna á jólahlaðborðið þeirra í Múla. Því segja má að hún hafi verið 100% og geri önnur byggðarlög betur! Til margra ára buðu félögin tvö upp á jólaglögg fyrir íbúana í des- ember. En 1998 var söðlað um og jólahlaðborð með öllum sínum kræs- ingum og kertadýrð tók yfir. Gríms- eyingar eru að vonum glaðir að geta notið jólahlaðborðs í sinni heima- byggð eins og hinir Íslendingarnir. Til gamans má geta þess að kvöld- ið endaði í útileikjum léttklæddra barna á stéttinni fyrir framan fé- lagsheimilið. Enda 9 gráðu hiti úti. 100% mæting í jólaboðið Morgunblaðið/Helga Mattína Jónína Sigurðardóttir, Brynjólfur Árnason, Steinunn Stefánsdóttir, Áslaug Alfreðsdóttir, Sæmundur Ólason og Þór Vilhjálmsson gáfu sér tíma til að líta upp úr önnum í eldhúsinu í Múla, þegar fagnaðurinn var undirbúinn. Grímsey

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.