Morgunblaðið - 11.12.2002, Page 35

Morgunblaðið - 11.12.2002, Page 35
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. DESEMBER 2002 35 Það er alltaf jafn sárt er góðir vinir yfirgefa þessa jarðvist og nú er vinur okkar Þórður Þórðarson farinn á vit feðra sinna. Hann bar aldur sinn með ólíkindum vel og gaf yngri mönnum ekkert eftir í vinnusemi og dugnaði, heilsuhraustur og stæltur. Þetta er það fyrsta sem okkur samstarfsfólki hans hjá Flytjanda kemur í hug, er við minnumst hans nú á þeim degi, er við kveðjum þennan sómamann. Frumkvöðullinn og keppnismaðurinn Þórður var flutningamaður af gamla skólanum, rak sitt fjölskyldufyrir- tæki með miklum skörungshætti, þar sem gömul og góð gildi voru í fyr- irrúmi. Sjaldan var lognmolla í kring- um Þórð og hélt hann fast í sínar skoðanir og ekki voru menn alltaf sammála honum. Það hefur verið okkur sönn ánægja að hafa fengið það tækifæri að starfa með honum í flutningunum og ekki síst að hafa fengið að kynnast persónunni sjálfri. Kæra Ester og fjölskylda, með þessum örfáu orðum viljum við votta ykkur okkar dýpstu samúð. Foringi er fallinn. Starfsfólk Flytjanda. Aðfaranótt laugardagsins 30. nóv- ember varð dugnaðarmaðurinn Þórð- ur Þ. Þórðarson framkvæmdastjóri bráðkvaddur á heimili sínu á Akra- nesi. Þar kvaddi einn af bestu sonum bæjarins, maður sem hafði frá æsku- dögum sínum sett sterkan svip á heimabyggð sína. Ungur að árum varð hann þjóð- frægur sem einn af sterkustu knatt- spyrnumönnunum í gullaldarliði Akraness. Hann varð snemma fyrir- mynd ungra manna, glæsilegur á velli, sókndjarfur og þrekmikill, en jafnframt afar bóngóður og vinfast- ur. Faðir Þórðar og nafni hans hafði rekið umsvifamikið flutningafyrir- tæki um langan aldur og tók Þórður yngri við rekstrinum og hefur fyrir- tækið stækkað mjög í höndum hans. Þó að stundum væri á brattann að sækja lét Þórður erfiðleikana aldrei beygja sig. Ég hef þekkt Þórð og fjölskyldu hans um langt árabil og get ekki hugsað mér betri og traustari vini. Gott var að leita til Þórðar, þó að hann væri ákveðinn og fastur fyrir fannst jafnan lausn á þeim vanda sem við var að etja hverju sinni. Við Inga kveðjum Þórð með virð- ingu og þökk og vottum konu hans, Ester Teitsdóttur, og öðrum ástvin- um dýpstu samúð við skyndilegt frá- fall góðs drengs langt um aldur fram. Hörður Pálsson. Hann Þórður lést í nótt. Þannig frétti ég um andlát Þórðar Þ. Þórð- arsonar laugardagsmorguninn 30. nóv. sl. í símtali við Guðlaug Þórð- arson vin minn. Þegar svo skyndilegt fráfall verð- ur, manns, sem var í fullu fjöri nokkr- um klukkustundum áður, setur mann hljóðan og enn sannast að enginn fær því breytt sem ætlað er. Ég set þessi kveðjuorð á blað mér sjálfum til hugarhægðar og sem kveðju til manns sem ég virti mikils. Ég man fyrst eftir Þórði sem knatt- spyrnumanni í gullaldarliði Akra- ness, stórum og spengilegum svo af bar, síðar tók ég eftir þessum manni akandi rútum, vöruflutningabílum og þeim tækjum sem voru í tækjaflota Þ.Þ.Þ. á Akranesi. Okkar kynni persónuleg tókust svo þegar ég þurfti sem starfsmaður ÞÓRÐUR ÞÓRÐARSON ✝ Þórður Þórðar-son bifreiðastjóri og framkvæmda- stjóri á Akranesi fæddist 26. nóvem- ber 1930. Hann lést á heimili sínu hinn 30. nóvember síðastlið- inn og var útför hans gerð frá Akranes- kirkju 7. desember. Sementsverksmiðju ríkisins að leita eftir þjónustu fyrirtækis hans. Þaðan var veitt þjónusta með það sama á hvaða tíma dags sem var og hvort sem um var að ræða virkan dag eða helgi og ekkert múður eða mas um það. Kynnin urðu svo meiri eftir því sem árin liðu, við deildum skoðunum um marga hluti þótt pólitík skildi okkur að. Ég hef saknað þeirra orðaskipta sem við átt- um oft um bæjarmálefni frá þeim tíma að undirritaður sat í bæjar- stjórn Akraness. Þau orðaskipti voru skýr og snjöll af hálfu Þórðar, það fór enginn í grafgötur varðandi hans skoðanir. Ég minnist þess að eitt sinn hittumst við niðri við hafnarvog á Akranesi og tókumst svo kröftuglega á að starfsfólk Heimaskaga sem þá var við vinnu í frystihúsinu kom út á götu til að gá hvað um væri að vera enda við báðir háværir og hvorugur lét sinn hlut. Ég minnist þess einnig að eitt sinn var ég á leið heim frá vinnu til að mæta á bæjarstjórnarfund að Þórður kallaði mig upp í dráttarbíl, ók beina leið út úr bænum upp í Leirár- og Melasveit, þótt ég kvartaði og kvein- aði um að ég þyrfti að mæta á fund þá heyrði Þórður það ekki, ég átti að hlusta á hann og aðstoða við að ná í jarðýtu. Allt þetta gekk eftir og ég náði á bæjarstjórnarfund á síðustu mínútu, en sagan af þessu tiltæki Þórðar var skemmtiefni í kaffitímum á Hvítanesi um langan tíma. Þórður Þ. Þórðarson reyndist undirrituðum sérstaklega vel, var með stórt og hlýtt hjarta. Hann var hrjúfur á yf- irborði en mátti ekkert aumt vita án þess að vilja hjálpa þar til. Með þess- um fáu orðum rifja ég upp örlítið brot af kynnum mínum við mann sem var stór í orðsins fyllstu merkingu. Ég votta þér, ágæta Ester, og fjöl- skyldu þinni innilega samúð, ég þekki af eigin reynslu að svona snöggt brottfall er eftirlifendum ákaflega þungt en minnumst Þórðar eins og hann var, það fór ekki framhjá nein- um þegar hann var nálægur. Gísli S. Einarsson og fjölskylda. Þórður Þórðarson trúði á dugnað einstaklingsins, var íhaldssamur á grunngildi samfélagsins og í honum bjó mikill „Bjartur í Sumarhúsum“. Hann hélt verndarhendi yfir stórfjöl- skyldunni, en var henni jafnframt kröfuharður húsbóndi svo sumum þótti nóg um. Allir eru þó sammála um að kröfurnar sem hann gerði til sjálfs sín voru síst minni, því vinnu- samari maður var vandfundinn. Þau tvö af börnum hans sem ég þekki, Sigga og Óli, hafa fengið úr foreldrahúsum eiginleika sem eru hverfandi í nútímasamfélagi; trygg- lyndi, ósérhlífni og vináttubönd sem ná út í geim og aftur heim, eins og segir í ævintýrunum. Fyrstu ár ævinnar má segja að ég hafi alist upp í túnfætinum á heimili þeirra og samgangurinn var mikill. Því réð miklu að ég og Sigga erum jafngamlar og Óli Þórðar ári eldri en Lalli bróðir, auk traustra gamalla tengsla fjölskyldu mömmu við fjöl- skyldu bæði Estu og Þórðar. Það voru saumuð á okkur eins jólaföt og við sjónvarps- og bíllausa fjölskyldan nutum góðs af tækjaeigninni á Sól- eyjargötunni. Í minningunni birtast myndir; forstofa yfirfull af skóm, börn á víð og dreif, eldhúsborð hlaðið af normalbrauði með kæfu og niður- skornu vínarbrauði. Síðan birtast kraftmiklir menn sem tala hátt og mikið á milli þess sem þeir drekka kaffi í lítravís með mjólk og miklum sykri. Dagurinn á Sóleyjargötunni byrjaði snemma, endaði seint og mér rólega verndaða sveimhuganum stóð oft hálfgerð ógn af atganginum. Síðan fluttum við og sambandið minnkaði. Árin liðu og maður sá Þórði bregða fyrir hér og þar, að sjálfsögðu alltaf að vinna. Þegar ég fór í nám til Reykjavíkur vorum við oft samtímis inn og út úr Akraborg- inni. Ég á mínu reiðhjóli og hann á flutningabílnum. Þá flugu stundum setningar eins og: „Þurfa þeir ekki að fara að bæta við deildum þarna uppi í Háskóla svo að þú getir haldið enda- laust áfram að læra?“ eða þegar ég hjólaði eftir Tryggvagötunni og Þórður keyrði framhjá og kallaði út um gluggann: „Hafa þeir uppi í Há- skóla ekki sagt þér að það er búið að finna upp bílinn.“ Þannig virkaði yfirborðið tiltölulega hrjúft og eflaust hafa margir aðeins séð það. En hinir sem þekktu hann betur vissu um blíðuna sem bjó undir. Eiginleikar sem gerðu það að verkum að oft tók hann hagsmuni annarra fram yfir sína eigin eða fyrirtækisins. Eftir því sem maður verður eldri lærir maður að ekki er allt sem sýnist í henni ver- öld. Elsku besta Esta, Sigga, Óli og all- ir hinir í stórfjölskyldunni. Megi góð- ur Guð styrkja ykkur í söknuði eig- inmanns, pabba og vinnufélaga. Fyrir hönd okkar allra sem tengj- umst Bjarkargrundinni. Helena Guttormsdóttir. Margvísleg minningarbrot frá traustum og góðum samskiptum um margra áratuga skeið koma upp í hugann við hið skyndilega fráfall Þórðar Þórðarsonar. Skal hér aðeins stiklað á stóru í því sambandi þótt til- efni væri til margra orða. Mér koma þá fyrst í hug umsvifin sem voru á æskuheimili Þórðar á Hvítanesi. Stöðugur erill fólks og far- artækja og fjölskyldan öll meiri og minni þátttakendur í amstri dag- anna. Það sem mest bar á voru hóp- ferðabílarnir, rúturnar og hálfkass- arnir svokölluðu og svo vöruflutn- ingar að og frá nærsveitunum. Smátt og smátt breyttist sviðið og Þórður sem verið hafði að feta sín fyrstu spor með fólkinu sínu tók for- ystuna og tók að axla síaukna ábyrgð í rekstri fyrirtækis fjölskyldunnar. Með tímanum tók Þórður síðan öll mál fyrirtækisins í sínar hendur. Það var sótt fram og við bættist sá þátt- urinn sem síðar varð aðalsvið fyrir- tækisins. Hafist var handa við rekst- ur vöruflutningabifreiða samhliða rútuútgerðinni og vöruflutningar fyr- ir Hvalfjörð, milli Akraness og höf- uðborgarinnar, urðu með tímanum uppistaðan í rekstri fyrirtækisins en rútuútgerðin lagðist af. Það var svo sem ekki hægt að byrja nema smátt því öll skilyrði til slíks rekstrar voru næsta frumstæð, bæði bifreiðar og vegir. Ein mín fyrsta minning um þessa vöruflutn- inga er um gamlan herbíl, sem fyr- irtækið hafði fest kaup á í þessum til- gangi. Bíllinn var að koma með vörur í verslun okkar og var allur uppfennt- ur, vörurnar á pallinum og kyrfilega bundið segl yfir farminn. Tímarnir áttu svo sannarlega eftir að breytast og umsvifin jukust jafnt og þétt. Bíl- arnir stækkuðu og urðu betur búnir og leitast var við að vera í fremstu röð á sínu sviði. Allt kapp var lagt á að skila jafnan hverjum farmi heilum í höfn. Með áframhaldandi samstarfi við fólkið sitt, foreldra, eiginkonu, börn sín og fjölskyldur, þar sem gjarnan margir ættliðir hafa unnið saman, hefur fyrirtækið orðið öflugt og um- svifamikið. Öllu þessu hefur Þórður stjórnað af myndugleik. Hann hefur verið atorkusamur og aðsópsmikill til orðs og æðis og má um hann segja að hann hafi verið fullhugi að fornum sið. Dugnaði hans voru engin tak- mörk sett. Víst er um það að ávallt var hægt að treysta orðum hans og sú fyrirgreiðsla sem við í verslun okkar höfum notið hefur ávallt verið ein- stök. Þar hefur allt verið sjálfsagt og aldrei talið eftir að veita liðsinni hvernig sem á hefur staðið. Nú þegar hinn svipmikli foringi er fallinn er mér og fjölskyldu minni efst í huga einlægt þakklæti fyrir samskiptin um árin mörg. Eiginkon- unni, aldraðri móður, börnunum og fjölskyldum þeirra vottum við inni- lega samúð, fullviss þess að tekist verður á við lífið svo sem til var sáð af hinum látna. Megi minning hans lifa. Einar Jón Ólafsson. FRÍÐA KRISTÍN GÍSLADÓTTIR ÓLAFS, elli- og hjúkrunarheimilinu Grund, áður til heimilis á Ránargötu 29, er látin. Minningarathöfn og bálför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Gísli Ólafs, Ólöf Alda Ólafsdóttir, Björn Ólafs, Pétur V. Ólafs, Bára Gísladóttir. Okkar ástkæra STEINUNN NÓRA ARNÓRSDÓTTIR, Hrísrima 25, Reykjavík, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju í dag, miðvikudaginn 11. desember, kl. 13.30. Tómas Ríkarðsson, Laufey Lind Sturludóttir, Oddur Sturluson, Ríkarður Tómas Tómasson. Hjartkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og bróðir, SIGURÐUR INGÓLFSSON sendibílstjóri, Bleikjukvísl 16, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Grafarvogskirkju föstu- daginn 13. desember kl. 13.30. Þeim, sem vilja minnast hans, er vinsamlega bent á Heimahlynningu Krabbameinsfélags Íslands eða á deild 11E, Landspítalanum við Hringbraut. Þóranna Erla Sigurjónsdóttir, Ingólfur Sigurðsson, Birna Bjarnadóttir, Sigurjón Sigurðsson, Kristín B. Gunnarsdóttir, Erlingur Sigurðsson, Sigurður Sævar Sigurðsson, Guðfinna Björg Björnsdóttir, barnabörn og systkini. Ástkær eiginmaður minn og besti vinur, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JÓHANN ÁRMANN KRISTJÁNSSON, Sólhlíð 19, Vestmannaeyjum, lést á heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja föstu- daginn 6. desember. Elín Guðlaugsdóttir, Guðlaugur Jóhannsson, Margrét Gunnarsdóttir, Ragna Boklund, Jørn Boklund, Guðný Kristín Jóhannsdóttir, Jóhann Ellert Jóhannsson, Solveig Krúshólm, barnabörn og barnabarnabörn. Faðir okkar, FRIÐRIK JÓNASSON kennari, er látinn. Björk Helga Friðriksdóttir, Jóhanna Arnljót Friðriksdóttir. Elsku maðurinn minn, faðir, tengdafaðir og afi, ELLERT JÓN JÓNSSON, Fífuseli 11, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Seljakirkju föstudaginn 13. desember kl. 10.30. Þórdís Hlöðversdóttir, Hlöðver Ellertsson, Helga Guðmundsdóttir, Hrefna og Þórdís Hlöðversdætur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.