Morgunblaðið - 11.12.2002, Side 36
MINNINGAR
36 MIÐVIKUDAGUR 11. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Gunnlaugur Sig-urbjörnsson, fyrr-
verandi bóndi á Tóka-
stöðum, fæddist á
Ketilsstöðum í
Vallnahreppi hinn 7.
febrúar 1917. Hann
lést á Sjúkrahúsinu á
Egilsstöðum hinn 24.
nóvember síðastlið-
inn. Foreldrar hans
voru Sigurbjörn
Snjólfsson, bóndi í
Gilsárteigi í Eiða-
þinghá, f. 22. septem-
ber 1893, d. 13. júlí
1980, og Gunnþóra
Guttormsdóttir, húsmóðir á Gilsár-
teigi, f. 14. október 1895, d. 4. júlí
1988. Gunnlaugur var næstelstur
af 15 systkinum. Þau eru, auk
Gunnlaugs, í aldursröð: Aníta, f.
17.11. 1911, d. 22.10. 1972; Gutt-
ormur, f. 27.9. 1918; Sigurður, f.
27.5. 1920, d. 7.5. 1979; Snæþór, f.
15.3. 1922, d. 3.10. 1980; Vilhjálm-
ur, f. 1.6. 1923, d. 28.10. 1973;
Magnús, f. 19.12. 1925, d. 12.8.
1927; Þórhalla, f. 5.4. 1927, d. 5.6.
1934; Guðfinna, f. 10.5. 1928; Sig-
urborg, f. 5.8. 1929; Halldóra, f.
24.2. 1931; Sigurlaug, f. 23.1. 1933,
d. 19.7. 1985; Heiðrún, f. 10.9. 1934;
Benedikt, f. 3.10.
1935, d. 24.4. 1981;
og Ari, f. 13.11. 1936.
Gunnlaugur ólst
upp á Ketilsstöðum
hjá afabróður sínum,
Gunnari Pálssyni, og
konu hans, Þor-
björgu Þórarinsdótt-
ur, sem hann kallaði
fóstru sína
Kona Gunnlaugs
var Kristín Eyjólfs-
dóttir, f. á Fáskrúðs-
firði 4. október 1912,
d. 4. október 1992 á
Sjúkrahúsinu á Nes-
kaupstað. Gunnlaugur kynntist
konuefni sínu á Ketilsstöðum. Þau
bjuggu á ýmsum stöðum en lengst
af á Tókastöðum í Eiðaþinghá og
síðustu árin á Egilsstöðum. Gunn-
laugi og Kristínu varð sex barna
auðið. Þau eru: Eyjólfur, f. 23.4.
1936, d. 15.5. 1997; Þorbjörg, f.
14.5. 1939; Björnþór, f. 23.6. 1940;
Snjólfur, f. 27.3. 1945; Gunnar, f.
22.1. 1951; Kristbjörg, f. 16.9. 1952.
Afkomendur Gunnlaugs og Krist-
ínar eru orðnir 97 talsins.
Útför Gunnlaugs fór fram í kyrr-
þey 30. nóvember að ósk hins
látna.
Nú er komið að kveðjustund hjá
okkur, gamli minn, að minnsta kosti
um stundarsakir. Fráfall þitt bar
brátt að, segja má að loknum vinnu-
degi. Þessum síðasta degi þínum
hér á jarðríki varðir þú hjá Diddu
systur og Atla, syni hennar. Didda
sagði mér að þið Atli hefðuð setið
við spil, en þú hafðir gaman af því
að taka í spil og þá sérstaklega
Marías sem var í miklu uppáhaldi
hjá þér. Manstu eftir því þegar við
spiluðum í lestinni alla leiðina frá
Malmö til Gautaborgar í Svíþjóð?
Hafdís sagði að það hefði verið von-
laust að ná sambandi við okkur, en
þú sagðir að þetta hefðu nú bara
verið 65 slagir.
Við vorum búnir að ákveða að þú
yrðir hjá okkur Hafdísi núna um
jólin, en það verður bara að bíða
betri tíma. Síðast þegar þú varst
hjá okkur fyrir tveimur mánuðum
er mér mikils virði. Mér þótti vænt
um að sjá hversu hraustur þú varst
þrátt fyrir háan aldur og að þú
skyldir geta verið við brúðkaup
okkar Hafdísar er ómetanlegt.
Þessa fáu daga sem þú stoppaðir
hjá okkur notuðum við til að spjalla
og spila. Þú rifjaðir upp gamla daga
og sagðir okkur frá uppvexti þínum
á Ketilsstöðum, fóstra og fóstru
þinni þar á bæ og hestunum. Eftir á
að hyggja virðist þú hafa þurft að
tala heilmikið um Ketilsstaði og for-
eldra þína í Gilsárteigi. Það var
gaman að hlusta á sögurnar þó svo
að ég þekkti ekki hestana sem þú
sagðir frá né fóstra þinn sem þú
skírðir mig í höfuðið á.
Ég man vel eftir dvölinni á Tóka-
stöðum þar sem ég ólst upp hjá
ykkur mömmu, en þar varstu bóndi
lengst af og lærði ég að umgangast
dýrin eftir þinni leiðsögn. Þetta var
góður tími og mikið að gera eins og
ávallt er til sveita. Þú byggðir upp
þessa jörð og þar áttu nánast hvert
handtak sem sjá má en því miður
gekk þessi búskapur ekki upp. Tún-
in kól og ekki var hægt að fá fyr-
irgreiðslu fyrir ræktun svo bústofn-
inn var seldur. Þú byrjaðir með
hestaleigu og þar varst þú braut-
ryðjandi, að minnsta kosti á Héraði,
að því er ég best veit. Þótt öll dýr
hafi verið þér hugstæð er hesturinn
það dýr sem þú hélst mest upp á.
Flestar þínar sögur frá því í gamla
daga og fram á síðasta dag snerust
að einhverju leyti um hesta. Þú áttir
góða hesta. Ég man t.d. eftir Þokka,
Lýsingi og Gáska.
Margt hefði ég getað rifjað upp
en einhvers staðar þarf að stoppa
og því segi ég takk fyrir samfylgd-
ina og takk fyrir mig. Það biður öll
fjölskyldan í Keflavík fyrir ykkur
mömmu. Megið þið njóta ykkar sem
best á nýjum slóðum, kæru foreldr-
ar. Ég veit að þú skilar kveðju til
Eyjólfs.
Kær kveðja frá Hafdísi, börnum
okkar og barnabörnum. Sjáumst
síðar.
Gunnar.
GUNNLAUGUR
SIGURBJÖRNSSON
Kæri bróðir, ævinlega kemur að
hinstu kveðju. Hugurinn er hjá
þér, þótt ég hafi ekki verið við-
stödd útför þína. Mikilvægar eru
mér minningarnar frá síðasta
sumri er við hittumst á Egils-
stöðum er ég var þar í fríi, margt
var spjallað um liðna daga. Ekki
síður er þú á haustdögum komst í
heimsókn til sona þinna. Eyddir
þú lunga úr degi hjá mér. Þar sem
þú gast verið pínulítið kerskinn
léstu þau orð falla að jafnvel nú
væri þetta okkar hinsta kveðja, er
hundgamall karl ætti í hlut.
Kveðjur urðu engu að síður hlýj-
ar. Dauðinn kom með sama hætti
og þú lifðir.
Þín systir,
Halldóra Sigurbjörnsdóttir.
HINSTA KVEÐJA
Bústaðakirkja. Opið hús fyrir aldraða í dag
kl. 13.
Dómkirkjan. Hádegisbænir kl. 12.10. Létt-
ur málsverður á eftir. Prestarnir taka við fyr-
irbænum í síma 520 9700.
Grensáskirkja. Jólasamvera eldri borgara
kl. 12.10 (ath. tímann). Helgistund, jóla-
matur, happdrætti.
Hallgrímskirkja. Opið hús fyrir foreldra
ungra barna kl. 10–12. Fræðsla: Kynning á
glasafrjóvgun. Sigríður Brynja Snorradóttir,
hjúkrunarfræðingur. Samverustund fyrir
6–8 ára börn kl. 15 í kórkjallara. 910 klúbb-
urinn kl. 16. 112 klúbburinn kl. 17.30.
Háteigskirkja. Bænaguðsþjónusta kl. 11.
Kvöldbænir kl. 18.
Langholtskirkja. Kl. 12.10 bænagjörð
með orgelleik og sálmasöng. Allir velkomn-
ir. Kl. 12.30 súpa og brauð í safnaðarheim-
ilinu (300 kr.). Kl. 13–16 opið hús fyrir eldri
borgara. Litlu jólin með góðum veitingum
og dagskrá. Söngur, spjall, föndur og tekið í
spil. Kl. 17–18.10 Krúttakórinn, 4–7 ára.
Kl. 18–18.15 kvöldbænir í kirkjunni.
Neskirkja. Foreldramorgnar kl. 10–12.
Slysavarnir ungbarna. Herdís Storgaard
kemur í heimsókn. Umsjón Elínborg Lár-
usdóttir. Kirkjustarf fyrir 7 ára börn kl.
14.30. Sögur, leikir, föndur og fleira. Opið
hús kl. 16. Kaffi og spjall. Biblíufræðsla kl.
17. Rætt um bakgrunn jólaguðspjallsins.
Umsjón sr. Frank M. Halldórsson. Fyrir-
bænamessa kl. 18. Sr. Frank M. Halldórs-
son.
Seltjarnarneskirkja. Kyrrðarstund kl. 12.
Léttur hádegisverður eftir stundina.
Árbæjarkirkja. Kl. 12 kyrrðarstund í há-
degi. Orgeltónlist, altarisganga, fyrirbænir
og íhugun. Kl. 13–15 opið hús.
Breiðholtskirkja. Kyrrðarstund í dag kl.
12.10. Tónlist, altarisganga, fyrirbænir.
Léttur málsverður í safnaðarheimilinu eftir
stundina. Kirkjuprakkarar. Starf fyrir 7–9
ára börn kl. 16.30. TTT-starf fyrir 10–12
ára kl. 17.30. Æskulýðsstarf á vegum
KFUM & K og kirkjunnar kl. 20.
Grafarvogskirkja. Kyrrðarstund í hádegi kl.
12. Altarisganga og fyrirbænir. Boðið er
upp á léttan hádegisverð á vægu verði að
lokinni stundinni. Allir velkomnir.
Hjallakirkja. Fjölskyldumorgnar kl. 10–12.
TTT-starf fyrir 10–12 ára kl. 17. 12-spora
námskeið kl. 20.
Kópavogskirkja. Starf með 8–9 ára börn-
um í dag kl. 16.45–17.45 í safnaðarheim-
ilinu Borgum. Starf með 10–12 ára börn-
um, TTT, á sama stað kl. 17.45–18.45.
Seljakirkja. Kyrrðar- og bænastund í dag
kl. 18. Beðið fyrir sjúkum. Allir hjartanlega
velkomnir. Tekið á móti fyrirbænaefnum í
kirkjunni í síma 567 0110. Æskulýðsfund-
ur fyrir unglinga 14–15 ára kl. 20.
Bessastaðasókn. Dagur kirkjunnar í
Haukshúsum í boði Bessastaðasóknar.
Foreldramorgnar, starf fyrir foreldra ungra
barna kl. 10–12. Heitt á könnunni. Fjöl-
mennum. Opið hús fyrir eldri borgara kl.
13–16 í samstarfi við Félag eldri borgara á
Álftanesi. Notalegar samverustundir með
fræðslu, leik, söng og kaffi. Auður eða Er-
lendur sjá um akstur á undan og eftir.
Vídalínskirkja. Foreldramorgnar í safnað-
arheimilinu Kirkjuhvoli kl. 10–12. Hittumst
og spjöllum. Heitt á könnunni og djús fyrir
börnin. Allir foreldrar velkomnir með eða án
barna.
Hafnarfjarðarkirkja. Kyrrðarstund í kirkj-
unni kl. 12, íhugun, altarisganga, fyrirbæn-
ir. Léttur hádegisverður kl. 13 í Ljósbroti
Strandbergs.
Víðistaðakirkja. Kyrrðar- og fyrirbæna-
stund í dag kl. 12. Boðið er upp á súpu og
brauð í safnaðarheimilinu á eftir. Hægt er
að koma fyrirbænaefnum til sóknarprests
eða kirkjuvarðar. Bókakynning. Í tilefni af
áttræðisafmæli sr. Jörg Zink verður bóka-
kynning í safnaðarheimilinu í kvöld kl. 20.
Þorlákskirkja. Barna- og foreldramorgnar í
dag kl. 10–12.
Landakirkja í Vestmannaeyjum. Kl. 16.20
TTT-yngri hópur, 9–10 ára. Jólaföndur. Kl.
17.30 TTT-eldri hópur, 11–12 ára. Jóla-
föndur. Kl. 20 Opið hús í KFUM & K-húsinu
hjá Æskulýðsfélagi KFUM & K – Landa-
kirkju.
Keflavíkurkirkja. Kirkjan opnuð kl. 12.
Kyrrðar- og fyrirbænastund í kirkjunni kl.
12.10. Samverustund í Kirkjulundi kl.
12.25, súpa, salat og brauð á vægu verði,
allir aldurshópar. Umsjón Ólafur Oddur
Jónsson. Hugleiðing: Samspil ljóss og
skugga. (í síðasta skipti fyrir jól). Æfing
Kórs Keflavíkurkirkju frá kl. 19–22.30.
Stjórnandi Hákon Leifsson.
Kletturinn, kristið samfélag. Kl. 20.30
bænahópar í heimahúsum. Upplýsingar í
síma 565 3987.
Kefas. Samverustund unga fólksins kl.
20.30. Lofgjörð, hugleiðingar, fróðleiks-
molar og vitnisburðir. Allt ungt fólk velkom-
ið.
Kristniboðssalurinn, Háaleitisbraut 58.
Samkoma kl. 20.30. Skúli Svavarsson tal-
ar. Allir hjartanlega velkomnir.
Sauðárkrókskirkja. Kyrrðarstund kl. 21.
Akureyrarkirkja. Mömmumorgunn kl. 10.
Jólaföndur fyrir börnin. Kaffi og spjall, safi
og dót. Fundur í Æskulýðsfélagi Akureyr-
arkirkju, yngri deild, kl. 20 í safnaðarheim-
ili.
Þingvallakirkja. Aðventustund við kerta-
ljós verður föstudagskvöldið 13. desember
kl. 20.
Safnaðarstarf
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur
samúð og hluttekningu við andlát og útför
KRISTJÁNS KRISTJÁNSSONAR
frá Þingvöllum,
dvalarheimilinu Stykkishólmi.
Ingibjörg, Unnur, mágur og fjölskyldur.
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð
og hlýhug við andlát og útför ástkærrar systur
okkar,
GUÐRÚNAR SIGURÐARDÓTTUR,
Fagurhólsmýri,
Öræfum.
Sérstakar þakkir færum við Brynjari Viðarssyni
lækni og starfsfólki á 11G, Landspítalanum við
Hringbraut.
Fyrir hönd aðstandenda,
Nanna Sigurðardóttir,
Tryggvi Sigurðsson,
Ari B. Sigurðsson.
KIRKJUSTARF
✝ Björn Ólafssonfæddist á Stóra-
Bakka í Hróars-
tungu 14. október
1906. Hann lést á
Seyðisfjarðarspítala
17. október síðastlið-
inn. Foreldrar hans
voru Ólafur Magnús-
son og Steinunn Þor-
láksdóttir og var
hann einkabarn
þeirra.
Björn kvæntist
1966 Valborgu Þor-
steinsdóttur, f. 18.
júlí 1915, d. 15. febr-
úar 2001. Foreldrar hennar voru
Þorsteinn Magnússon og Ingi-
björg Magnúsdóttir, sem lengi
bjuggu í Litluvík.
Foreldrar Björns voru í vinnu-
mennsku framan af árum, fyrst á
Héraði en til Borgarfjarðar fluttu
þau 1913. Árið 1918 keyptu þau
húsið Brautarholt í Bakkagerð-
isþorpi, sem þá hét Einbúi og þar
var heimili Björns alla tíð síðan.
Björn missti föður sinn ungur og
bjó eftir það með
móður sinni þar til
hún lést. Framan af
árum stundaði
Björn sjó á sumrum
og verkamanna-
vinnu, sem til féll,
einkum hjá Kaup-
félaginu, en þar
hafði hann síðar
verkstjórn með
höndum í áratugi
við afgreiðslu
strandferðaskipa og
sauðfjárslátrun.
Björn byggði upp
búskaparaðstöðu í
Bakkalandi og hafði þar bland-
aðan smábúskap framan af árum
en hin síðari ár eingöngu sauðfé,
um 150 fjár. Björn vann mikið að
félagsmálum framan af ævi.
Bindindismaður á vín og tóbak
var hann alla tíð. Hann var lengi
formaður Ungmennafélagsins og
heiðursfélagi þess hin síðari ár.
Útför Björns var gerð frá
Bakkagerðiskirkju laugardaginn
26. október.
Þegar ég frétti, að hann Bubbi í
Borgarfirði eystra væri allur, kom
mér það lítt á óvart. Hann var orð-
inn vel hálftíræður, fæddur 1906.
Þegar ég kom sem skólastjóri til
Borgarfjarðar eystri haustið 1980
var Bubbi einn af þeim fyrstu sem
ég kynntist í þorpinu Bakkagerði.
Hann bjó, ásamt konu sinni, Val-
borgu Þorsteinsdóttur, í húsi því,
sem Brautarholt nefnist og er rétt
við sjóinn. Oft hittumst við og
ræddum málin. Bubbi var vinsæll
maður og naut trausts á heimaslóð-
um. Þannig var hann lengi formað-
ur ungmennafélags þar og gerður
að heiðursfélaga þess. Sýndi hann
mér innrammað skjal þess efnis.
Bubbi, en það var hann oftast
nefndur af kunnugum, var reglu-
maður sem kallað er. Hann fór
stundum með vísu um böl áfeng-
isins, á þessa leið:
Ef þú vilt, að ævin þín
öll í hunda fari,
daglega þá drekktu vín,
– dýrum vitlausari.
Ég gat að mér gert að minnast á
Bubba með nokkrum orðum í bók
minni „Kennari á faraldsfæti“, sem
út kom 1990. Það endurtek ég ekki
hér, en ég verð að segja, að fáum
mönnum heilsteyptari hef ég kynnst
en honum Birni Ólafssyni, eða
Bubba í Brautarholti. Að lokum
langar mig til að birta hér vísu, sem
Hjalti Pétursson, bóndi í Snotru-
nesi, orti eitt sinn um Bubba, og er í
fullu gildi, þegar hann er kvaddur
hinstu kveðju:
Heim þá Bubbi héðan fer,
hérna sést ei lengur,
þögnin hvíslar því að mér:
þar fór góður drengur.
Undir það munu allir þeir, sem
kynntust honum Bubba, taka heils
hugar. Vandamönnum votta ég
samúð við brottför hans.
Auðunn Bragi Sveinsson.
BJÖRN
ÓLAFSSON
Það er komið að
leiðarlokum. Hann afi
minn kvaddi heiminn
með sömu reisn og
hann lifði lífinu og
fyrir það er ég þakk-
lát.
Hann var mikið glæsimenni, allt-
af óaðfinnanlega til fara og var á
leiðinni í klippingu þegar kallið
kom.
Allar mínar fyrstu minningar
eru tengdar honum afa mínum, afi
JÓHANNES
EGGERTSSON
✝ Jóhannes Egg-ertsson fæddist í
Reykjavík 31. maí
1915. Hann lést á
Hrafnistu í Reykja-
vík 20. nóvember síð-
astliðinn og var útför
hans gerð frá Bú-
staðakirkju 28. nóv-
ember.
að æfa sig á selló-
ið…afi glæsilegur að
vanda kominn í lúðr-
arsveitargallann á
leiðinni í skrúðgöngu
á 17. júní og ég alltaf
fast á hæla honum svo
ekki færi á milli mála
að þetta væri afi min-
n…ég og afi í sveit-
inni, bæði að læra á
traktor…afi að kenna
mér á trommur, þvílík
þolinmæði…ég loksins
að sjá hann á sinfón-
íutónleikum, stolt…afi
og ég saman á sveita-
balli, mikið hlógum við þá, enda
var hann óborganlegur húmoristi
sem alltaf sá spaugilegar hliðar á
lífinu.
Vertu sæll, afi minn, kankvísa
blikið gleymist aldrei.
Steinunn B. Egg.