Morgunblaðið - 11.12.2002, Page 40

Morgunblaðið - 11.12.2002, Page 40
40 MIÐVIKUDAGUR 11. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ                   BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. GAGNRÝNI á málstað þeirra sem stöðva vilja áform um virkjun við Kárahnjúka hefur m.a. beinst að því að ekki sé bent á hvað atvinnulausir eigi að gera í staðinn fyrir að reisa virkjanir. Gagnrýnendur vilja margir meina að andstæðingar virkjana séu rómantískir kjánar sem hafi ekkert vit á gangi mála innan viðskipta- og hagkerfis landsins og láti stýrast af tilfinningum til lands sem þau hafi aldrei séð. Mögulega er undirritaður einn af þeim. En þegar ég horfi á landsmálin úr mínu horni fer ég að hugsa um ástæður þess að atvinnuleysi er að aukast núna. Er það ekki rétt að á grundvelli kvótakerfisins hafi skap- ast möguleikar til að fjársterkari að- ilar en gengur og gerist hafi getað selt hluta af lífsviðurværi almennings úr byggðum eins og Reyðarfirði? Er þá ekki líka rétt hjá mér að hluti af þessum fjársterku aðilum séu jafn- framt hluti af þeim einstaklingum sem komu kvótakerfinu á koppinn? Ef það er rétt þá verður vinnan við uppbyggingu álvers aldrei annað en plástur á reiði þeirra sem voru skilin eftir atvinnulaus þegar lifibrauðið var selt úr þeirra byggð. Verkamað- ur sem er tvítugur í dag verður ekk- ert minna atvinnulaus tuttugu og þriggja ára þegar búið er að reisa ál- ver. Verða þá ekki einhverjir tugir ráðnir áfram til að vinna við viðhald og rekstur meðan hundruðum verður sagt upp aftur? Efnahagsástandið kemur ekki til með að kippa sjálfu sér í liðinn þegar efnahagskerfið leyfir fjársterkum aðilum að vaða uppi og „skammta sjálfum sér laun“ eins og landbúnaðarráðherra orðaði það einhverntímann og „safna auð með augun rauð“ svo vitnað sé í Hall- dór Laxness. Að halda því fram að nóg sé að plástra yfir óréttlæti innan efnahagskerfisins með virkjanaáætl- un til örfárra ára er móðgun við þá atvinnulausu auk þeirra árása á nátt- úru landsins sem fjallað hefur verið um í þessu blaði áður og annarsstað- ar. Ég trúi því að ríkisstjórnin verði að brjóta odd af siðferðilegu oflæti sínu og skammast til að hafa í frammi ráðstafanir til að upplýsa og leiðrétta raunverulegar ástæður þess að at- vinnuleysi grasserar í áður blómleg- um útvegsbyggðum. Hið heilaga frelsi til að græða peninga snýr út úr merkingu sinni þegar frelsi fárra bindur hendur margra. SIGURÐUR HARÐARSON, Barónsstíg 57, 101 Reykjavík. Virkjun og atvinnuleysi Frá Sigurði Harðarsyni: SJÚKRANUDDARAR eru ein af heilbrigðisstéttum þessa lands. Þessi endurvakta stétt er tiltölulega ung að árum, í núverandi samfélagi, því var í upphafi talið að skjólstæð- ingar sjúkranuddara þyrftu að greiða virðisauka af meðferð sinni. Það var síðan leiðrétt. Eins og allir vita er virðisauki ekki lagður á komugjöld í heilbrigðiskerfinu. Enn virðist þessi draugur þó vera í gangi og fólki sagt að ef það komi með læknisvottorð þurfi það ekki að greiða „vaskinn“. Þetta er sama vill- an, það er engin virðisaukaskattur af heimsóknum til sjúkranuddara. Sjúkranudd er ævafornt meðferð- arform og meðal þeirra elstu sem vitað er með vissu að maðurinn hafi beitt í lækningaskyni. Kennsla í sjúkranuddi er talin hafa hafist árið 1813 við hið konunglega Central Institut í Stokkhólmi og þaðan barst sá vísindalegi grunnur til lækna sem nútíma sjúkranudd byggir á. Í Evr- ópu reis upp mikill fjöldi heilbrigðis- og endurhæfingarstofnana sem beittu sjúkranuddi í ríkum mæli, samhliða öðrum meðferðum. Flestar starfa þær samkvæmt sömu grund- vallar hugmyndum enn þann dag í dag. Víða, þar á meðal hér á landi, datt sjúkranuddið hins vegar niður, þegar nýjar áherslur komu fram í merðferðarformi. Upp úr sjúkra- nuddinu spratt ný stétt sem við þekkjum sem sjúkraþjálfa. Hin unga grein, sjúkraþjálfun, varð víðast samnefnari alls þess nýja sem var að gerast í endurhæfingu sjúkra á sama tíma og innlend þekking á möguleik- um sjúkranuddsins fjaraði út meðal læknaséttarinnar. Þessi varð raunin á Íslandi og öðrum Norðurlöndum nema Finnlandi. Árið 1962 var síð- asta (sjúkra)nuddaranum gert að segja sig úr Félagi íslenskra nudd- kvenna og nafni félagsins breytt í Félag íslenskra sjúkraþjálfara. Það er síðan ekki fyrr en með reglugerð 1987 að sjúkranuddarar eru lög- formlega viðurkenndir sem sjálf- stæð heilbrigðisstétt á Íslandi. Í þeim löndum sem nýtt félag sjúkraþjálfa var stofnað samhliða sjúkranuddarafélögum þróuðust báðar þessar stéttir og nutu stuðn- ings hvor af annarri jafnframt því að munurinn á venjulegu hressingar- nuddi og sjúkranuddi skerptist til mikilla muna. Þar er áratuga hefð fyrir samvinnu þessara stétta og sem betur fer er slíkt einnig að aukast hér á landi, sjúklingum til hagsbóta. Væri vel ef þessi samvinna ykist enn, því þá væri enn frekar tryggt að okkar sameiginlegu mark- mið, að reyna að hjálpa fólki til betri heilsu, næðist betur. Nú virðist vera í tísku að fara í nudd og er það sannarlega af hinu góða. Hins vegar þarf fólk að ákveða hvernig nudd það vill fara í. Margar stofur auglýsa að þær hafi sjúkra- nuddara innanborðs sem reynist svo ekki þegar betur er að gáð. Þar sem löggiltur sjúkranuddari starfar, á að hanga uppi á vegg löggildingarpapp- ír frá heilbrigðisráðuneyti þar sem segir að viðkomandi hafi löggildingu í sinni grein. Sjúkranuddarafélag Ís- lands (SNFÍ) hefur verið að taka á þessum málum að undanförnu og biðjum við almenning að vera vak- andi því það er ekki sama nudd og sjúkranudd. Sjúkranudd er meðferð- arform, viðurkennt af heilbrigðisyf- irvöldum á Íslandi. BIRNA G. KONRÁÐSDÓTTIR, formaður SNFÍ. Sjúkranudd ber ekki virðisaukaskatt Frá Birnu G. Konráðsdóttur:

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.