Morgunblaðið - 11.12.2002, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 11.12.2002, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. DESEMBER 2002 43 DAGBÓK PAUL Soloway er gífurlega „rútíneraður“ spilari, sem dvelur ekki lengi yfir hlutun- um og lætur í slagina fyrir- hafnarlaust með jöfnum hraða. „Snilldin“ gerir engin boð á undan sér og er þeim mun hættulegri fyrir vikið. Norður ♠ Á96 ♥ 7532 ♦ K742 ♣G4 Vestur Austur ♠ 853 ♠ D1042 ♥ KD106 ♥ 8 ♦ ÁG8 ♦ 10963 ♣Á107 ♣9653 Suður ♠ KG7 ♥ ÁG94 ♦ D5 ♣KD82 Soloway og Dave Tread- well unnu eins-dags tví- menningskeppni í upphafi haustleikanna í Phoenix og er spilið frá því móti. Suður vakti á einu grandi og var kyrrsettur þar. Soloway var í vestur og kom út með hjarta- kónginn og fékk að eiga slag- inn. Hann skipti yfir í spaða, sem sagnhafi tók heima og spilaði laufi á gosann og aftur laufi á kónginn. Soloway tók með ásnum og spilaði spaða. Ásinn í borði tók þann slag og síðan kom tígull á drottn- ingu og ás. Og enn spilaði Soloway spaða. Sagnhafi á sjö slagi, en hann vildi meira. Hann tók laufdrottninguna og spilaði tígli að blindum. Soloway lét gosann, eins og ekkert væri sjálfsagðara, og sagnhafi tók með kóng. Sagnhafi þóttist viss um að skipting vesturs væri 3-4-3-3. Tígulgosinn benti til að vestur ætti ÁG10 og sagnhafi stóðst ekki freistinguna að senda meist- arinn inn á tígul og fá send- ingu upp í hjartagaffalinn. En það fór á annan veg – austur lagði upp í vörninni með spaðatíu, 109 í tígli og laufníu! Einn niður. Sagnhafi spilaði þetta ógætilega, en spurningin er þessi: Myndi hann hafa reynt innkastið ef vestur hefði látið tígulgosann eftir umhugsun? Tæplega. Hann hefði jafnvel fundið besta leikinn – að dúkka tígulgosann. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson 80 ÁRA afmæli. Í dag,miðvikudaginn 11. desember, er áttræð Hulda Thorarensen, Öldugötu 61, Reykjavík. Hún tekur á móti gestum í félagsheimili Fáks í Víðidal laugardaginn 14. desember kl. 16–19. 60 ÁRA afmæli. Í dag,miðvikudaginn 11. desember, er sextugur Ein- ar Friðrik Sigurðsson, framkvæmdastjóri Auð- bjargar ehf. í Þorlákshöfn. Hann og eiginkona hans, Helga Jónsdóttir, munu taka á móti gestum föstu- daginn 13. desember í Ver- sölum (Ráðhúsinu) í Þor- lákshöfn. Húsið verður opnað kl. 19. Árnað heilla STJÖRNUSPÁ eft ir Frances Drake BOGMAÐUR Afmælisbörn dagsins: Afmælisbarn dagsins er ákveðið og fast fyrir og á erf- itt með að taka ósigri. Því ber að muna að enginn verð- ur óbarinn biskup. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Nú eru það fjármálin og fjölskyldan sem þú þarft að beina athyglinni að. Fagn- aðu þessu sem tækifæri til að sinna eigin hagsmunum. Naut (20. apríl - 20. maí)  Það skiptir engu máli hvernig viðrar hið ytra ef þið gætið þess að hafa sól í sinni. Vertu því á verði gagnvart þeim sem ala á illu umtali um aðra. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Til þín kann að verða leitað um forustu fyrir ákveðnum hópi. Taktu samt lífinu með ró og láttu hlutina hafa sinn gang. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Það getur verið dýrkeypt að blanda sér í annarra mál að ástæðulausu. Hlustaðu vel og gefðu af sjálfum þér. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Þú þarft að gefa sjálfum þér tíma þessa dagana. Gefðu þér tíma til þess að kanna allar hliðar þess vandlega áður en þú afræð- ur nokkuð. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Einhver er afbrýðisamur út í þig. Láttu það engin áhrif á þig hafa. Leita þú þíns sannleika í friði. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Oft eru það smáatriðin, sem gera útslagið um árangur- inn. Þeim tíma sem þau taka er því vel varið. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Það er enginn heimsendir þótt þú fáir ekki allt það út úr samstarfsmanni þínum sem þú vilt. Sinntu honum og leggðu allt annað til hlið- ar á meðan. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Heppnin er oft í liði með þeim duglegu, það færð þú að reyna nú. Fjárhagslegur sem og annar hagnýtur stuðningur er kannski ekki það sem hann virðist vera. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þú munt sjá að þú átt margt sameiginlegt með samstarfsfélögum þínum. Þú getur alltaf lært eitthvað af öðrum. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Þetta er dagur athafna svo þá er bara að ríða á vaðið og fara sínar eigin leiðir. Treystu innsæi þínu og því að hollur er heimafenginn baggi. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Ýmsir möguleikar standa þér til boða sem er bara það sem þú átt skilið. Kannaðu hvort fleiri vilja vera með. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. BRÚÐKAUP. Hinn 31. ágúst sl. voru Júlía Rissinger og Jamie Costabilo gefin saman í hjónaband í Little Church by the Wayside í Wayne, Illinois, USA. Júlía er dóttir Guðrúnar Halldórsdóttur og Karls Sævars Jónssonar sem eru búsett í Trumbull, Connecticut, USA. Jamie er sonur Jim og Debbie Costabilo sem eru búsett í Rolling Meadows, Illinois. Ungu hjónin hafa nú stofnað heimili í Rolling Meadows. LJÓÐABROT JÓLAVÍSA Jólum mínum uni eg enn – og þótt stolið hafi hæstum guði heimskir menn: hef eg til þess rökin tvenn, að á sælum sanni er enginn vafi. Jónas Hallgrímsson 1. d4 d5 2. c4 e6 3. Rf3 c5 4. e3 Rc6 5. Rc3 Rf6 6. cxd5 exd5 7. Bb5 Be7 8. dxc5 Bxc5 9. O-O O-O 10. b3 Bg4 11. Bb2 a6 12. Bxc6 bxc6 13. Hc1 Bd6 14. Re2 Hc8 15. Rg3 He8 16. Dd3 Re4 17. Hc2 Rxg3 18. hxg3 Be6 19. Dxa6 Ha8 20. Dd3 Hxa2 Staðan kom upp á Ólympíu- skákmótinu í Bled sem lauk fyrir nokkru. Al- exander Moi- seenko (2.570) hafði hvítt gegn Priit Leito (2.372). 21. Bf6! Dxf6 21...Da5 gekk ekki upp vegna þess að eftir 22. Hxa2 Dxa2 23. Ha1 yrði svarta drottningin innikróuð. 22. Hxa2 c5 23. Hfa1 Bf8 24. Ha8 Hd8 25. e4 d4 26. Rd2 g6 27. f4 Hxa8 28. Hxa8 Kg7 29. Db5 De7 30. Db8 Dd6 31. Rc4 Dxb8 32. Hxb8 Be7 33. He8 Bf8 34. Hb8 Be7 35. Kf2 h5 36. Ke2 Bf8 37. Hb7 Kg8 38. Re5 Bd6 39. Kd3 Bxe5 40. fxe5 Kg7 41. Kc2 Kh6 42. Hb5 c4 43. b4 Bd7 44. Hd5 Ba4+ 45. Kc1 og svartur gafst upp. SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. Peysur og pils Bankastræti 11 • sími 551 3930 Skrefi framar Sokkar, sokkabuxur, undirföt. oroblu@islensk-erlenda.is Kynnum OROBLU jólavörurnar í dag kl. 13-17 í Lyf og heilsu Hamraborg, á morgun kl. 13-17 í Lyf og heilsu Melhaga, föstudag kl. 13-17 í Lyf og heilsu Austurstræti. Glæsilegur kaupauki ef keypt er tvennt frá Oroblu 20% kynningarafsláttur KYNNING í dag frá kl. 14-18 í Árbæjarapóteki Mikið úrval af vönduðum ítölskum bolum úr ull-silki, ull-bómull og ull-microfibra frá Vajolet. Einnig gott úrval af frábærum Vajolet nærfatnaði úr bómull og microfibra. JANNIZZI óskar eftir ís- lenskum pennavini sem safnar símakortum. Jannizzi Robert, 37. rue de Tetange, 3672 Kayl, Luxembourg. DANIS óskar eftir ís- lenskum pennavini sem safnar nýjum og notuðum frímerkjum, peningaseðl- um og mynt. Danis Abas, a/d 1651, 2010 Vilnius – 10, Lithuania. PASCAL óskar eftir ís- lenskum pennavini sem safnar frímerkjum. Europa cept., hefur áhuga á íþrótt- um, dýrum og landslagi. Pascal Restiaux, 51, Rue Delfosse, B – 7170 Manage, Belgium. KEVIN Gilles, sem er 19 ára frá Skotlandi, óskar eftir íslenskum pennavini. Hann hefur m.a. áhuga á Íslandi, kvikmyndum, tón- list og fótbolta. Vinsam- lega skrifið á netfangið: kevin04yessa@aot.com. AMOS óskar eftir ís- lenskum pennavini. Amos Nnanna, Medical School, Ulyanovsk, State University, Russia. Pennavinir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.