Morgunblaðið - 11.12.2002, Qupperneq 46

Morgunblaðið - 11.12.2002, Qupperneq 46
ÆÐIÐ sem kvikmyndun Hringadróttins- sögu hefur hrundið af stað á sér engin mörk og keppst er við að setja á markað hinn ótrúlegasta varning sem sögunum, eða réttara sagt sjálfum kvikmyndunum, tengj- ast. Þannig gætu einhverjir haldið að Hringadróttinssöguspil væri af sama meiði en svo er þó ekki. Spil sem gerð eru eftir sjálfum sögum Tolkiens hafa löngum notið vinsælda og komu til skjalanna langt á und- an kvikmyndunum. Oftast nær er um svo- kölluð spunaspil að ræða, eða einhvers kon- ar hlutverkaleiki, þar sem leikmenn bregða sér í líki ákveðinna persóna í sögunni og taka þannig beinan þátt í framvindunni, sem í grunninn er byggð á bókunum, að því leyti að leikurinn gerist í Miðgarði og snýst um þær persónur sem þar búa en að öðru leyti er sagan spunnin upp á staðnum. Fyrir skömmu kom út á íslensku annars konar Hringadróttinsspil, sem heitir einfaldlega Hringadrótt- insspilið. Þetta spil, sem víðast hvar hefur slegið í gegn, sker sig að því leyti frá öðrum Hringadróttinsspilum að það er ekki hlutverkaspil heldur borðspil, meira í ætt við þau sem almenningur á að venjast. Þetta er fjölskylduspil fyrir 2 til 5 leikmenn frá 10 ára aldri og upp úr. Í tilkynningu frá Fjölva, útgefanda spilsins hérlendis, segir að spilið ætti vel að geta brúað kynslóðabilið botn, Rofadal, Moría, Lotlóríen, Hjálms- dýpi, Skellubæli og Mordor. Spilið er hannað af þýska leikjahönn- uðinum Reiner Knizia og John Howe sá um alla listræna hönnun, þar með taldar magn- aðar myndskreytingar, en hann var annar listhönnuða fyrir kvikmyndirnar, ásamt Al- an Lee. Spilið var þýtt af þeim feðgum Birni og Þorsteini Thorarensen en það var einmitt Þorsteinn sem þýddi bækur Tolk- iens yfir á íslensku. Að sögn útgefenda hafa viðtökur við spilinu verið það góðar nú þegar að farið er að leggja drög að útgáfu fleiri spila tengdra Hringadróttinssögu. Má þar nefna Hobbitaspilið, Barna-Hringadróttinsspilið, tvö minni Hringadróttinsspil fyrir 2 leik- menn, auk þess sem á næsta ári verða gefn- ar út tvær viðbætur við Hringadrótt- insspilið. því þótt það höfði helst til barna og ung- linga á aldrinum 10 til 20 ára ættu hinir eldri ekki síður að geta haft af því gaman. Sérstaða Hringadróttinsspilsins er að leikmenn keppa ekki sín á milli eins og venja er heldur vinna þeir saman að sam- eiginlegu markmiði, sem er að komast með hringinn eina til Dómsdyngju og ná að eyða honum þar í tæka tíð áður en þeir verða illum öflum að bráð. Leikmenn, sem í raun eru Hobbitarnir hugdjörfu, þurfa þannig að ferðast saman í gegnum helstu staði í sögunni; Bagga- Hringur í spilinu Morgunblaðið/Golli „Og Hann er alls staðar.“ Nick Cave lék í vel á annan tíma á mánudag og var tvisvar sinnum klappaður upp. NICK CAVE var í öðrum heimi og að niðurlotum kom- inn, jafnt andlega sem líkamlega, er hann lék og söng fyr- ir landslýð fyrir einum 16 árum síðan. Síðan þá hefur hann risið upp, svo að segja frá dauðum. Og það var hinn upprisni Cave sem steig á svið Broadways á mánudags- kvöldið. Upprisinn Cave er snyrtimenni í hvívetna, íklæddur brúnum flauelsjakkafötum, í hvítri skyrtu með brúnköflótt slifsi, tinnusvart hárið vel greitt, kurteisin uppmáluð og hneigði sig eftir hvert lag. Eina sýnilega „ósómann“, sígarettuna, leikur hann við á milli fingra sér og hvílir síðan kulnaða í öskubakka á svartglansandi Steinway-flyglinum fremst á sviðinu. Og söfnuðurinn sem kominn var saman á Broadway til áheyrnar ákallaði hann líka sem hinn upprisni væri; klappaði, stappaði, hrópaði og grét gleðitárum yfir því að fá loksins að sjá goðið sitt á íslensku sviði – í alvöru, slík var múgsefjunin – og iðraðist aldrei að hafa þurft að hanga í biðröð lengur en sjálfir tónleikarnir stóðu yfir. Rétt eins og í rómversku hringleikahúsi lék Cave um- vafinn söfnuði sínum, studdur lærisveinunum þremur, eðaltríói skipuðu snillingum á sínum sviðum, Watts-Roy á bassa, White á trommum en þó sér í lagi Bad Seeds- félaga Caves, Ellis, sem framkallaði jöfnum höndum feg- urð og grodda úr fiðlu sinni. Í ofsalegri lögum lék hann svo á fiðluna sem rafgítar væri og vakti upp skemmti- legar vangaveltur um samanburðinn, eða réttara sagt andstæðuna, við Jónsa í Sigur Rós sem leikið hefur á raf- gítar sem fiðla væri. Í þessum ofsalegri lögum – gjarnan lög í breyttum útgáfum eins og „Henry Lee“ og „West Country Girl“ – var stemmningin í hringleikahúsinu líka hreint ótrúleg, krafturinn og hljóðveggurinn sem tromm- ur, bassi, píanó og fiðla náðu að skapa hreint lygilegur. Lungann úr kvöldstundinni var Cave þó á rólegri nótum tveggja síðustu platna sinna No More Shall We Part og Boatman’s Call og var hrein unun að sjá og heyra hann – þeir sem ekki voru á bak við súlu, bar eða breitt bak – flytja af djúpstæðri innlifun þessi ofurpersónulegu og viðkvæmu sönglög sín, vangaveltur tilvist Guðs, dauð- ann, ástina og lífið. Sum þessara laga sem Cave hefur samið í gegnum tíðina eru æði mikil vöxtum og hann við- urkenndi líka fúslega, breyskur maðurinn, fyrir sókn- arbörnum sínum að hann réði hreint ekki við þau öll. En þótt röddin hafi á stundum verið bjöguð þá var túlkunin fullkomlega einlæg – nokkuð sem maður verður síður en svo vitni að á hverjum degi. Síðast var hann í öðrum heimi en að þessu sinni var hann hvergi annars staðar en á sviði hins íslenska Breiðvangs, fullur einbeitingar, sannur listamaður á há- tindi ferils síns, í faðmi safnaðarins. Og söfnuðurinn ákallaði Cave sinn. Hallelúja, hallelúja! Ekki hætta að spila, snúðu aftur og það áður en önnur 16 ár eru liðin. Upprisinn Nick Cave BROADWAY Tónleikar með ástralska söngvaskáldinu Nick Cave á Broadway mánudaginn 9. desember. Cave söng og lék á píanó og munn- hörpu. Með honum léku Warren Ellis á fiðlu, Norman Watts-Roy á bassa og Jim White á trommur. Hera sá um upphitun. Tónleikar Skarphéðinn Guðmundsson Tónlist 46 MIÐVIKUDAGUR 11. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Sýnd kl. 6, og 10.45 “Besta Brosnan Bond-myndin” GH Kvikmyndir.com i i i BOND ER MÆTTUR FLOTTARI EN NOKKRU SINNI FYRR ÍSLAND Í AÐALHLUTVERKI- ÓMISSANDI Sýnd kl. 6, 8 og 10. DV RadíóX YFIR 30.000 GESTIR Á 10 DÖGUM Miðasala opnar kl. 15.30 HUGSAÐU STÓRT Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. Bi 14. BOND ER MÆTTUR FLOTTARI EN NOKKRU SINNI FYRR ÍSLAND Í AÐALHLUTVERKI- ÓMISSANDI “Besta Brosnan Bond-myndin” GH Kvikmyndir.com i i i DV Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10.4, 7 og 10 Sýnd kl. 5, 8 og 10.50. B.i.12 ára RadíóX EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINS YFIR 30.000 GESTIR Á 10 DÖGUM Skuldabréf Frjálsa fjárfestingarbankans hf., 1 og 2. flokkur 2002, skráð í Kauphöll Íslands hf. Kauphöll Íslands hf. hefur ákveðið að taka eftirfarandi skuldabréf á skrá Kauphallarinnar þann 11. október nk. 1. flokkur 2002 Skuldabréfin í 1. flokki 2002 eru vaxtalaus kúlubréf. Útgáfudagur bréfanna var 15. júlí 2002. Endurgreiða skal höfuðstól skuldarinnar í einu lagi á lokagjaldaga þann 15. júlí 2005. Stærð flokksins verður a.m.k. 1000.000.000,- að nafnverði. Flokkurinn er opinn. Bréfin eru óverðtryggð. 2. flokkur 2002 Skuldabréfin í 2. flokki 2002 eru vaxtagreiðslubréf og bera þau fasta flata 7,25% ársvexti frá útgáfudegi. Útgáfudagur bréfanna var 15. júlí 2002. Endurgreiða skal höfuðstól skuldarinnar með einni afborgun þann 17. júlí 2008. Vextir reiknast frá 15. júlí 2002 og greiðast á 6 gjalddögum eftir á, hinn 17. júlí ár hvert, í fyrsta sinn 17. júlí 2003 og í síðasta sinn 17. júlí 2008. Stærð flokksins verður a.m.k. 1.000.000.000,- að nafnverði. Flokkurinn er opinn. Skuldabréfin eru verðtryggð og bundin vísitölu neysluverðs. Skráningarlýsingar og þau gögn sem vitnað er til í þeim er hægt að nálgast hjá umsjónaraðila skráningarinnar, Kaupþingi banka hf. Ármúla 13, 108 Reykjavík Sími 515-1500, fax 515-1509 Skuldabréf Kaupþings banka hf., 1. og 2. flokkur 2002, skráð í Kauphöll Íslands hf. Kauphöll Íslands hf. hefur ákveðið að taka eftirfarandi skulda- bréf á skrá Kauphallarinnar þann 16. desember nk. 1. flokkur 2002 Skuldabréfin í 1. flokki 2002 eru vaxtagreiðslubréf og bera þau fasta flata 6,50% ársvexti frá útgáfudegi. Útgáfudagur bréf- anna var 8. október 2002. Endurgreiða skal höfuðstól skuldar- innar með einni afborgun þann 8. október 2010. Vextir reiknast frá 8. október 2002 og greiðast á 8 gjalddögum eftir á, hinn 8. október ár hvert, í fyrsta sinn 8. október 2003 og í síðasta sinn 8. október 2010. Stærð flokksins verður a.m.k. 2.000.000.000 að nafnverði. Flokkurinn er opinn. Skuldabréfin eru verðtryggð og bundin vísitölu neysluverðs með grunnvísitölu í október 2002, 222,9. 2. flokkur 2002 Skuldabréfin í 2. flokki 2002 eru vaxtalaus kúlubréf. Útgáfu- dagur bréfanna var 8. október 2002. Endurgreiða skal höfuð- stól skuldarinnar í einu lagi á lokagjaldaga þann 10. október 2005. Stærð flokksins verður a.m.k. 2000.000.000 að nafn- verði. Flokkurinn er opi n. Bréfin e u óverðtryggð. Skráningarlýsingar og þau gögn sem vitnað er til í þeim er hægt að nálg st hjá umsjónaraðila skráning rinnar, Kaupþi gi bank hf. r l , j í . í i 1500, fax 515 1509 AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.