Morgunblaðið - 11.12.2002, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 11.12.2002, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. DESEMBER 2002 47 Taktu lottó í áskrift á lotto.is eða næsta sölustað N O N N I O G M A N N I | Y D D A / si a. is N M 0 7 6 4 7 • Þínar tölur eru alltaf í pottinum • Frír útdráttur fjórum sinnum á ári – gildir um Lottó, Víkingalottó og Jóker • Þú styrkir gott málefni Hverfisgötu  551 9000 Sýnd kl. 5.30. Sýnd kl. 8 og 10 Sýnd kl. 5.30 og 8.30. B.i.12 ára BOND ER MÆTTUR FLOTTARI EN NOKKRU SINNI FYRR ÍSLAND Í AÐALHLUTVERKI- ÓMISSANDI I “Besta Brosnan Bond-myndin” GH Kvikmyndir.com www.regnboginn. is RadíóX DV YFIR 30.000 GESTIR Á 10 DÖGUM Sýnd kl. 6 og 8. www.laugarasbio.is BOND ER MÆTTUR FLOTTARI EN NOKKRU SINNI FYRR ÍSLAND Í AÐALHLUTVERKI- ÓMISSANDI I FYRSTI OG SKELFILEGASTI KAFLINN Í SÖGU HANNIBAL LECTER Sýnd kl. 10. B. i. 16. . “Besta Brosnan Bond-myndin” GH Kvikmyndir.com Sýnd kl. 4.30, 7 og 10. B. i. 12 ára. RadíóX DV YFIR 30.000 GESTIR Á 10 DÖGUM EINN fremsti Elvis-skemmti- kraftur í heiminum skemmtir á Broadway um helgina og hann er norskur. „Ég byrjaði í alvöru að syngja Elvis þegar ég var 19 ára,“ segir Kjell Elvis, sem hef- ur ekki látið staðar numið síðan og verið að í 15 ár. Elvis (norski) hreifst fyrst af Elvis þegar hann sá myndina Love Me Tender þegar hann var sjö ára gamall. Hann segist ferðast mikið vegna þessa óvenjulega starfs. Eða eins og Elvis (norski) orðar það sjálfur „Ég ferðast um all- an heim.“ Kjell hefur tekið þátt í fjöldamörg- um Elvis-keppnum og hefur unnið þær nokkrar. Hann var kosinn besti Elvis-skemmtikrafturinn í Evrópu árið 2001 og einnig í Skandinavíu sama ár. Hann hefur jafnframt skipað sér í röð fimm bestu í heiminum á heimsráðstefnu Elvis-skemmtikrafta. Kjell stefnir á að mæta til annarrar keppni á næsta ári í Memphis eða Las Vegas. Hann hefur að sjálfsögðu heimsótt Graceland og það þrisvar sinnum. Kjell varð vinsæll árið 1997 eftir að norska ríkissjónvarpið gerði heimild- armynd um kappann, sem sýnd var víða um Evrópu. „Hún var sýnd í mörgum löndum og breytti lífi mínu.“ Hann segir mörg lög með kóngin- um vera í uppáhaldi en í dag geti hann nefnt bæði „Always On My Mind“ og „For The Good Times“. „Góðu lögin er svo mörg. Ég gæti líka nefnt „In The Ghetto“ og „Jailhouse Rock“.“ Hann hefur gefið sjálfur út tvo diska með Elvis-lögum og kemur sá þriðji út á næsta ári. Á tónleikum tekur Kjell lög sem spanna allan feril rokkkóngsins. Hann leggur einnig að sjálfsögðu mikið uppúr því að ná hreyfingum og söngstíl Elvis. „Ég haga mér svipað og leikari og reyni að gera mitt besta,“ segir hann. Hann á fjölmarga Elvis-búninga og kemur með tvo hingað til lands. Hvítan galla og svo leðurdress. Fólk má búast við að heyra Kjell taka 20 lög á Broadway um helgina en hann kemur þar fram ásamt íslenskri hljómsveit undir stjórn Gunnars Þórðarsonar. Norskættaður Elvis á leið til Íslands Hermt eftir kónginum í 15 ár Ekki kóngurinn sjálfur heldur Kjell Elvis. Kjell Elvis treður upp á Broadway næsta föstudags- og laugardags- kvöld. Í HIPHOPFLÓÐINU fyrir jól eru tvær plötur sem eiga sér óvenju- legan aðdraganda; fyrir tveimur mánuðum kviknaði hugmynd að setja saman safnplötu með ís- lensku hiphopi og áður en varði var sú plata tilbúin, Bumsquad, og ekki bara safnplata heldur líka breiðskífa með Bæjarins bestu; allt unnið á innan við tveimur mánuðum. Þær koma báðar út í vikunni. Þeir Gísli Gunnarsson og Arnar Helgi Aðalsteinsson hafa starfað saman að þessu plötum en Gísli rekur útgáfuna Castor og Pollux en Arnar hljóðverið Desibel hljóð- vinnslu. Þeir segja að útgáfan hafi átt sér skamman aðdraganda – hugmyndin hafi kviknað fyrir tveimur mánuðum. „Ég var fram- kvæmdastjóri á Gauknum,“ segir Gísli, „og kynntist þar hiphop- menningunni. Svo aðstoðaði ég líka strákana sem eru með Bumsquad vefsvæðið og þekki þá einnig. Svo þegar ég hætti hjá Gauknum fór ég til Arnars og stakk upp á við myndum gefa út safndisk með nokkrum skemmti- legum hljómsveitum og áður en varði vorum við komnir í samband við fimmtán hljómsveitir og það voru allir til í þetta, en við tókum þá ákvörðun um að gefa öllum færi á að vera með á meðan það væri pláss á disknum.“ Tónlist til að slást við Arnar Helgi sá um hljóðvinnsl- una og segir að þeir Desibel-menn hafi lagt mönnum lið þar sem þurfti, spilað bassalínur og ým- islegt fleira eftir því sem lögin kölluðu á það, en eins og hann getur um þá eru flestir rapp- ararnir að vinna með taktsmiðum sem sjá um tónlistina að mestu eða öllu leyti. „Við vorum mis- mikið með puttana í þessu, vorum aðallega að tryggja að allt hljóm- aði eins vel á disknum.“ Það er meira en Bumsquad- diskurinn í vændum því á þessum tveimur mánuðum settu þeir líka saman geisladisk með hiphopsveit- inni Bæjarins bestu, Tónlist til að slást við. Að sögn Gísla kom sú hugmynd upp er þeir voru að setja saman safndiskinn en Bæj- arins bestu eiga einmitt lag á hon- um. „Við vorum þá eðlilega að vinna með Kjarra, Danna og Dóra DNA og kunnum mjög vel við það, þeir eru svo ferskir, hæfileikaríkir og metnaðarfullir. Þegar við kom- umst að því að þeir áttu átta lög ákváðum við að kýla á það, fá þá til að bæta við nokkrum lögum og gefa út fyrir jól. Það var enn meiri hamagangur í því, við vor- um ekki nema tíu daga að klára þá plötu,“ segir Gísli og Arnar skýtur inn í: „Þetta eru mjög klár- ir strákar, snöggir að vinna og vita nákvæmlega hvað þeir vilja, en við vorum líka meira í þessu, spiluðum trommur og bassa.“ Til í allan andskotann Að sögn þeirra stendur til að gera aðra plötu með Bæjarins bestu næsta vor, gefa sér góðan tíma til að vinna að þeirri plötu í vetur. „Að okkar mati erum við með besta hiphopdiskinn í hönd- unum með besta bandinu,“ segir Gísli ákveðinn, „svo það er ljóst að við eigum eftir að geta skilað frábærum diski þegar við fáum meiri tíma til að vinna.“ Þeir ætla líka að vinna með fleiri listamönnum af disknum, segjast vera að hefja samstarf við Tiny til að mynda, og segja að það sé sérstaklega gaman að vinna með hiphopliðinu. „Það er svo gaman að því hvað þau eru fordómalaus og opin fyrir nýjum hugmyndum,“ segir Arnar, „ólíkt mörgum popptónlistarmönnum sem maður hefur kynnst.“ „Þau eru náttúrulega flest svo ung sem eru í þessu og til í ýmislegt ef það skilar þeim áfram í hiphopinu,“ segir Gísli en leggur áherslu á að sú hljómsveit sem eigi eftir að standa uppúr í íslensku hiphopi verði sú sem er með bestu tónlist- ina og bestu sviðsframkomuna. „Þær eru margar með góða músík og góða texta en eru yfirleitt slappar á sviðinu.“ „Það er eins og það sé hallærislegt að vera undirbúinn,“ segir Arnar, „en fólk vill fá að sjá eitthvað skemmtilegt og ég held að þetta eigi eftir að skipta máli þegar við spáum í hvað hiphopið á eftir að ná langt.“ Þeir félagar segjast ætla að halda útgáfutónleika eftir jól, segja að það skipti ekki svo miklu máli fyrir plötusölu að halda svo- leiðis fyrir jól, stefna að því að halda tónleika á annan í jólum á Gauknum „þegar fólk er búið að venjast disknum“, eins og Gísli orðar það. Bumsquad og Bæjarins bestu eru nýjar hiphopplötur Ungt og for- dóma- laust Morgunblaðið/Jim Smart Gísli og Arnar Helgi gefa út Bumsquad og Bæjarins bestu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.