Morgunblaðið - 05.01.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 05.01.2003, Blaðsíða 1
NÝLIÐINN desembermánuður og fyrstu dag- ar nýs árs munu lengi í minnum hafðir sök- um blíðviðris. Langt er síðan snjór hefur sést í Esjunni á þessum vetri en nú er kominn snjór í efstu hlíðar fjallsins. Þá hefur kuld- anum ekki verið fyrir að fara þótt hávetur sé og dæmi um að fólk hafi grillað úti á aðvent- unni og unnið útistörf í stuttbuxum. Á föstudag var dýrindisveður í höfuðborg- inni og Tjörnin spegilslétt í orðsins fyllstu merkingu. Þó er útlit fyrir veðurbreytingu fljótlega því spáð er suðaustan 8–15 m/s sunnanlands, rigningu eða slyddu og 0 til 6 stiga hita. Norðanlands verður að mestu þurrt. Dýrindisveður í höfuðborginni Morgunblaðið/Júlíus STOFNAÐ 1913 3. TBL. 91. ÁRG. SUNNUDAGUR 5. JANÚAR 2003 mbl.is Kolamolar af hafsbotni Þórir Stephensen rifjar upp sögur frá hafnarbakkanum 18 Víkingur í Afganistan Ríkarður Már Pétursson reisir fimm skóla Sunnudagur 1 Tilraunin sem tókst Þýska verðlaunamyndin Halbe Treppe Fólk 48 DOMINIQUE de Villepin, utanríkis- ráðherra Frakklands, segir að Frakk- ar muni standa fyrir ráðstefnu allra stríðandi aðila á Fílabeinsströndinni um miðjan janúar í París. Kom þetta fram er hann heimsótti Abidjan, höf- uðborg Fílabeinsstrandarinnar, á föstudag. Honum tókst að fá forseta landsins, Laurent Gbagbo, til að reka erlenda málaliða stjórnarhersins úr landi og virða vopnahléssamninga. Fundur ráðherrans með Gbagbo hófst brösuglega vegna þess að hundruð æstra kvenna og unglinga umkringdu um hríð forsetabústaðinn og hrópaði fólkið ókvæðisorð um gest- inn. „De Villepin er hryðjuverkamað- ur! De Villepin er árásarseggur!“ De Villepin átti í gærmorgun fund með helstu uppreisnarhreyfingunni, MCPI, í aðalbækistöð hennar í borg- inni Bouake í norðanverðu landinu. Boða sáttafund Abidjan. AFP. Í KÖNNUN Jafnréttisráðs á tekju- mun karla og kvenna eftir hverfum í Reykjavík kemur í ljós að árið 2000 var sá munur minnstur í hverfi 105, sem nær m.a. yfir Hlíðar, Tún og Teiga. Þar höfðu konur 65,8% af tekjum karla. Mestur munur var í hverfi 112, Grafarvogi, þar sem konur náðu aðeins 53,6% af tekjum karla og í hverfi 109 í Breiðholti, þar sem þær voru með 55,7% af tekjum karla. Í hverfi 112 voru karlar með hærri laun en karlar í 105 og konur í 112 voru með lægri laun en konur í 105. Í heildartölum yfir launamun karla og kvenna er ekki litið til mismunandi vinnutíma. „Það er þó ljóst að konum í hlutastörfum hefur fækkað og þær eru almennt að lengja vinnutíma sinn,“ segir Ingólfur V. Gíslason, sem vann könnunina fyrir Jafnréttisráð. Í könnuninni kemur einnig í ljós að á 16% heimila hafa konur hærri tekjur en karlar. Ingólfur segir að sú tala komi mörgum á óvart. „Hún hef- ur hækkað jafnt og þétt á undanförn- um árum.“ Árið 1991 voru konur með hærri laun í 12,4% tilvika og árið 1996 var þetta hlutfall komið í 15,1%. Þegar fólk gengur í hjónaband er reglan sú að tekjur bæði karlsins og konunnar hækka. Árið 2000 höfðu giftar konur 46,4% atvinnutekna giftra karla. Ógiftar konur hafa hins vegar 73,9% af tekjum ógiftra karla. Mesti tekju- munur kynja í hverfi 112  Tekjumunur/14 STEINAR Berg Björnsson tekur við starfi framkvæmdastjóra sem sér um rekstur sautján þúsund manna friðargæslusveitar Samein- uðu þjóðanna í Sierra Leone í Vestur-Afríku um miðjan mánuð- inn. Kofi Annan, framkvæmdastjóri SÞ, hefur samþykkt stöðuveit- inguna fyrir sitt leyti og mun Steinar gegna starfinu tímabundið, þ.e. í hálft til eitt ár. Hann hefur um langt árabil unn- ið hjá Sameinuðu þjóðunum, nú síðast sem æðsti yfirmaður skrif- stofu SÞ í Vínarborg. Hann lét af þeim störfum í júní sl. fyrir aldurs sakir, en hefur nú verið beðinn um að taka að sér rekstur friðar- gæslusveitarinnar í Sierra Leone, um stundarsakir, eins og áður sagði. Á leið til Sierra Leone „Ég geri ráð fyrir því að vera kominn til Sierra Leone um miðj- an þennan mánuð,“ segir Steinar í samtali við Morgunblaðið, en hann er nú staddur hér á landi. „Ég þarf að sjá til þess að hlutirnir gangi; friðargæslusveitin fái það sem hún þurfi; fólk hafi nóg að borða, bíl- arnir gangi, flugvél- arnar fljúgi og fólk fái launin sín. Þá þarf að halda utan um fjármálin og gera rekstrinum skil gagn- vart höfuðstöðvum SÞ í New York,“ seg- ir Steinar inntur eftir því hvað felist í hinu nýja starfi hans. Hann játar því að starfið sé nokkuð um- fangsmikið. Steinar segir að skálmöld hafi ríkt í Sierra Leone undan- farna áratugi en sameiginlegt átak samtaka Afríkuríkja og SÞ hafi reynst árangursríkt. Vonir standi til að friðargæsluverkefni þessu verði lokið innan nokurra ára. Langur starfsferill hjá SÞ Eins og áður sagði hefur Steinar unnið hjá SÞ um langt árabil. Að loknu prófi í viðskiptafræði við Háskóla Íslands 1967 vann Steinar m.a. við fjárlagaskrifstofu SÞ í New York. Árið 1973 flutti hann aftur til Íslands og starfaði sem fjármálastjóri Rafmagnsveitu Reykjavíkur, fram- kvæmdastjóri Pharmaco, Lýsis og Hydrol. Hann sneri síðan aftur til skrif- stofu SÞ í New York árið 1986 þar sem hann hafði með hönd- um ýmis stjórnunar- störf. Steinar vann við friðargæslu á vegum SÞ frá árinu 1990. Fyrst í Bagdad í Írak og síðan sem framkvæmdastjóri friðargæsluliða á Gólanhæðum, í Líbanon, Sómalíu og á Balkan- skaga. Steinar Berg var síðan aðstoð- arforstjóri stjórnunarsviðs friðar- gæslu SÞ á árunum 1997–1999 og var þá búsettur í New York. Hann gegndi síðan starfi æðsta yfir- manns skrifstofu SÞ í Vínarborg, eins og áður segir, fram á mitt síð- asta ár. Mun sjá um rekstur sautján þúsund manna herliðs í Sierra Leone Steinar Berg Björnsson SVÍAR hafa sett upp miðju-vegrið á alls 800 km af þjóðvegum til að koma í veg fyrir árekstra og hefur dauðs- föllum á umræddum vegum fækkað um 80%, að sögn Aftenposten í Nor- egi. Vegirnir þurfa að vera minnst 13 metra breiðir til að til greina komi að setja upp slíkt vegrið. Brautirnar eru alls þrjár, til skipt- is ein í aðra áttina en tvær í hina, til að tryggja að enginn þurfi að bíða lengi eftir að geta komist fram úr. Bent er á að ef lögð sé hraðbraut með tveim akreinum í hvora átt kosti metrinn um 50.000 n.kr., um 580 þús- und ísl.kr. en vegrið kosti aðeins 1.500 kr. metrinn, tæpar 18 þúsund ísl.kr. Yfirmenn vegamála í Noregi segjast vera jákvæðir gagnvart hug- myndinni og hafa þegar gert tilraun- ir á nokkrum stöðum. Ódýr slysavörn ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.