Morgunblaðið - 05.01.2003, Page 11

Morgunblaðið - 05.01.2003, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. JANÚAR 2003 11 Reykvíkingar höfðu mjög gaman af. Margir komu og sáu sýninguna en aðalgagnrýnin var þó raunverulega úti í bæ, í kjaftaganginum hjá fólki sem aldrei sá sýninguna.“ Hann segist hafa verið vanur því í „stórborg- inni“ Reykjavík að geta framkvæmt hvaðeina í sýningarsölum og haldið svo bara fyrir augu og eyru „en þarna voru öll sund lokuð og vægast sagt þjarmað alveg ofboðslega að mér. Ýmsir, sem ég ætla ekki að nefna, siguðu öllum sem þeim datt í hug á mig en ég átti nokkra góða vel- unnara meðal gömlu, fráförnu jálkanna sem stóðu með mér. Ýmsir töldu þó best fyrir mig að kasta inn handklæðinu og gefast upp.“ Hannes kom einn norður í fyrstu; eiginkona hans var við vinnu í Reykjavík og börnin á leik- skóla. „Ég hafði fengið leyfi til að koma mér fyr- ir í kjallara safnsins og stóð frammi fyrir því að hrökkva eða stökkva. Að flytja í bæinn eða fara.“ En málið var ekki einfalt. „Það var auðvitað ekkert sjálfgefið að fá eig- inkonuna til að segja upp góðu starfi fyrir sunn- an og flytja í höfuðvígi ríkisrekinnar jafnrétt- isstofu. En svo heppilega vildi til að um sama leyti losnaði staða deildarstjóra barnadeildar Fjórðungssjúkrahússins sem hún fékk. Eftir að ég hafði verið hér í eitt ár var fjölskyldan því öll lögskráð á Akureyri; Akureyrarbær hefur því fengið allt sem ég á, með húð og hári.“ Hver sýningin rak svo aðra í Listasafninu á Akureyri, eins og eðlilegt má teljast, árið 2000 og undir árslok velti Hannes framhaldinu mikið fyrir sér. „Mér fannst ég kominn í erfiða ábyrgðarstöðu; ég þyrfti að byggja safnið upp – Listasafninu allt!“ Spurt er hvort ástandið á safninu hafi breyst til hins betra, og Hannes svarar: „Ég er satt að segja aldrei öruggur um mig. Eftir að hafa lent í svona mótbyr er maður alltaf á tánum, samanber eineltisumræðuna. Þetta hefur minnst með peninga að gera; vinnutími minn er frá tólf uppí fjórtán tíma á sólarhring. Ég fæ ekki greitt í samræmi við það en þetta er fyrst og fremst spurning um að gefast ekki upp; að klára grautinn.“ Mest af öllu vill hann reyna að ná „einhvers konar samstöðu um stofnunina, brjóta hana úr viðjum klíku og pólitíkur og breyta í þver- pólitíka stofnun sem flestir geta sameinast um“. Eitt af því sem safnið hafði verið sakað um var að hundsa heimamenn, en það segir Hannes algjöra firru. Haraldur Ingi hafi verið búinn að sýna þá nánast alla og suma aftur og aftur. „Það verður að segjast eins og er að þegar Listafnið fór af stað með sína fyrstu sýningu skrikaði því fótur og seint hefur gróið um heilt. Listastarfsemi á Akureyri er mikil og þegar Listasafnið var loksins stofnað hafði hver sína meiningu. Við það mynduðust átök sem ég fékk svo sannarlega að kenna á.“ Sátt og samlyndi – vonandi „Kristinn G. Jóhannsson, þekktur myndlist- armaður og virtur myndlistarkennari hér í bæn- um, einn þeirra sem sótti um starf forstöðu- manns á móti Haraldi Inga á sínum tíma, hélt hér einkasýningu árið 2001. Þegar ég falaðist eftir því að hann sýndi í safninu hafði Kristinn aldrei stigið fæti hér inn, átta árum eftir að safnið var stofnað. Þetta segir grimma sögu.“ Annar heimamaður, Jónas Viðar, sýndi í Vestursal á sama tíma og Hannes segir sýning- arnar upphaf ákveðinnar þíðu. „Þeir seldu mjög vel, nánast allt, og sérstaklega var til þess tekið. Þetta gladdi mig mjög.“ Næst á eftir heimamönnunum kom sýning mynda franska ljósmyndarans heimsfræga, Henri Cartier-Bresson, sem vakti verðskuldaða athygli. Um sumarið var samsýning 16 myndlist- armanna sem starfa og búa á Akureyri og gagn- rýnisraddir héldu áfram; „nú fannst einhverjum ég væri að gera lítið úr listamönnunum með því að gera skoðanakönnun. Það þótti ekki fínt að spyrja sýningargesti að því hvert væri falleg- asta verkið að þeirra mati. En þetta braut samt ákveðinn múr þegar á heildina er litið.“ Í kjölfarið kom önnur alþjóðleg sýning, „danski listmaðurinn Per Kirkeby sem þykir frægasti samtímalistamaður Norðurlanda. Hann er mjög tengdur landinu; hefur starfað hér sem náttúrufræðingur en aldrei sýnt á Ís- landi, þótt áður hefði verið eftir því leitað.“ Frumherjar frá byrjun aldarinnar voru næst- ir á svið; Ásgrímur, Kjarval og ýmsir fleiri – myndir sem safnið fékk lánaðar frá Listasafni Íslands og Kjarvalsstöðum. Árinu lauk svo með sýningum Óla G. Jó- hannssonar og Kristjáns Davíðssonar. „Óli G. er ekkert lamb að leika sér við og hann var í ákveðnu forystuhlutverki þeirra sem tóku mig á beinið; hann hafði miklar skoðanir á þessum arrogant utanbæjarmanni. Hafði sent mér föst skot sem ég kaus að svara ekki. Haustið 2000 hélt Óli sýningu í Reykjavík, þar gekk ég til hans, kynnti mig og sagði að við yrðum að tala saman. Úr varð einkasýning hans árið eftir. Óli var þarna kominn í mikla sveiflu, sem hann hefur haldið síðan, og hann seldi út sýninguna. Það á enginn Óla G. en það er svo sannarlega hægt að ræða við hann í trúnaði og trausti. Og það sama á við um flesta aðra.“ Hannes segir nýliðið ár það farsælasta í sögu safnsins. „Þá skapaðist í fyrsta skipti raunveru- leg þíða og mun fleiri gestir heimsóttu safnið en áður. Ég hef lagt mig fram af alefli um að gera allt sem ég get fyrir safnið. Ég er nokkurs kon- ar menningarmálaliði; legg mig allan fram um að starfa af heilindum og gera safnið sýnilegt.“ Fyrri hluta árs í fyrra hófst svo besta skeið í sögu safnsins. Segja má að Skipulögð hamingja hafi verið fyrsta sýningin á því skeiði; rússnesk myndlist sem kom frá Arkangelsk, sérstaklega samsett fyrir safnið, í kjölfarið kom Akureyri- myndlist II þar sem burtfluttum Akureyringum voru gerð skil og síðan var m.a. boðið upp á Milli goðsagnar og veruleika, þar sem verk eftir múslimska listamenn voru sýnd og síðan tók við við sýningin Rembrandt og samtíðarmenn hans. „Ég held að ekki sé hægt að væna safnið um skort á breidd í verkefnavali,“ segir Hannes þegar hann hefur farið yfir árið með blaðamanni og bendir á að gestir ársins hafi líklega verið yf- ir 20 þúsund; þar af um 10 þúsund á Rem- brandt, um 4 þúsund á Akureyrarsýninguna og 4 til 5 þúsund á arabasýninguna. Það er mikið verk, segir Hannes, að vera for- stöðumaður Listasafnsins á Akureyri. „Ég er sýningarstjóri, ritstjóri, kynningarstjóri, verk- efnastjóri, hugmyndafræðingur, rekstrarfræð- ingur – allt í einum pakka. Í stóru söfnunum í Reykjavík sinnir einn hverju þessara starfa. Safnið hér er hið minnsta af stóru söfnunum; með minnsta mannskap og minnstu fjárlög. Og það sem ég er kannski stoltastur yfir er að fjár- málalega hefur dæmið gengið upp, þótt það eigi ekki að geta það.“ Hann segir stöðu forstöðumanns listasafns sköpunarverk sem menn verði að vaka og sofa yfir, 24 tíma á sólarhring. „Sýningarstjórar, eins og ég er í dag, eru eins og einnota umbúðir sem hægt er að kreista út úr og fleygja þeim svo. Ég er ekki sá embættismaður sem afi gamli sá fyrir sér í lífstíðardjobbi, þótt margir aðrir njóti forsælu og öryggis sem slíkir. Fólk vill ekki frelsi, sagði rússneski listamaðurinn Mela- mid eitt sinn við mig, það þráir aðeins öryggi.“ Eins og áður kom fram gildir ráðningarsamn- ingur Hannesar fram á vor. Möguleiki er á end- urráðningu í fjögur ár; ekki lengur, „ekki nema verði einhvers konar breyting á því eins og þeg- ar Björn Bjarnason, þáverandi mennta- málaráðherra, breytti tímabundinni ráðningu Þjóðleikhússtjóra í æviráðningu, sem mörgum þótti athyglisvert.“ En hvað með framhaldið hjá Hannesi? „Ég tek eitt skref í einu.Ég er ekki einn í þessu; á konu sem er reyndar miklu betri starfsmaður en ég, og Akureyrarbær var hepp- inn að fá. Við eigum tvö yndisleg börn, þannig að mér finnst það hafa verið nokkuð góður díll fyrir bæinn að fá allan pakkann norður. Annars er mjög gott að búa á Akureyri, sem hefur svo sannarlega margt að bjóða.“ Hann á sér þá ósk að skila Listasafninu sóma- samlega til næsta manns, „sterkara og öflugra en ég tók við því, og að safnið fái efstu hæð húss- ins við Kaupvangsstræti – sem því hefur verið lofað frá upphafi“. Ákveðnir einstaklingar höfðu eitrað fyrir safn- inu, sérstaklega forstöðumanninum, og sumir meira en aðrir. Ég blés á allt slíkt sem mér var sagt og vildi komast að þessu af eigin raun. Vildi stöðva þessa borgarastyrjöld sem geisað hafði allt of lengi í Gilinu.“ Í byrjun næsta árs gaf Hannes út bækling með dagskrá ársins og það hefur safnið nú gert þrjú ár í röð, nokkuð sem hann segir að ekki hafi verið gert annars staðar á Íslandi. Hann mun hins vegar ekki gefa út dagskrá fyrir nýhafið ár vegna óvissu um eigin framtíð. Er ráðinn til vors og veit ekki meir. Að halda fyrir augu og eyru Fyrsta sýning ársins 2000 var Losti 2000, „þar sem heilt stóð blóðheitra listamanna var beðið að tjá sig um kynjamál. Akureyringar létu mikið að sér kveða vegna þessarar sýningar. Hún fór einhvern veginn þveröfugt í þá og lögsókn var íhuguð vegna verks eftir Jón Laxdal, til að fá sýningunni lok- að. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Hannes skapti@mbl.is Fyrsta sýning nýhafins ár í Listasafninu á Akureyri verður óvenjuleg. „Hún kemur inn á viðkvæma hluti og ég vona að ekki fari allt í bál og brand, heldur að sýningin veki athygli og skapi umræðu. Mér finnst vanta að listin taki þverpólítískan þátt í mótun samfélags- ins,“ segir Hannes Sigurðsson. Hann segir íslensk söfn þurfa að takast á við samfélagslegar hræringar og sitt eigið umhverfi. „Það hefur safnið ekki enn gert af- dráttarlaust undir minni stjórn, þótt ég viti hvar ég myndi bera niður, en fyrsta sýning ársins er til þess að minna á að safnið ætlar sér ekki bara að vera í fortíðinni, virðulegt, og að safn getur ekki alltaf höfðað til allra.“ Sýningin, sem opnuð verður 18. janúar, ber yfirskriftina Aftökur og útrýmingar. Hún er þrískipt; „í fyrsta lagi sýningin Hitler og hommarnir sem vakti mikið umtal á Man- hattan í fyrra og fjallar um útrýming- arherferð Nasista gegn hommum. Á móti þessu tefli ég sýningu frá Berlín, Hinstu mál- tíðir, eftir unga svissneska listakonu sem fjallar um dauðadóma í Bandaríkjunum. Hún vakti ekki síður athygli árið 2000. Og í þriðja lagi er sýningin Aftökuherbergi, eftir Lucindu Devlin, sem var framlag Bandaríkjanna á Feneyjartvíæringnum í fyrra. Hver sýning myndi nægja í sjálfu sér en hugmyndin á bak við þetta er að vekja athygli á ýmsum mál- um, sem okkur sannarlega koma við,“ segir Hannes, og bætir við: „Fjallað er um for- dóma í sinni fjölbreyttustu mynd og hvert þeir geta leitt. Algjört myrkur.“ Á meðfylgjandi mynd er Hannes við eitt verkanna á sýningunni. Vona að sýningin skapi umræðu

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.