Morgunblaðið - 05.01.2003, Síða 31

Morgunblaðið - 05.01.2003, Síða 31
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. JANÚAR 2003 31 EINAR Bragi hefur unnið ötul- lega að kynningu samískrar menn- ingar. Þetta er fimmta bókin sem hann sendir frá sér með þýðingum samískra skáldverka. En á Sama hef- ur löngum verið litið eins og hvert annað huldufólk á norðurhjara. Ein- ar Bragi fullyrðir í stuttum inngangi – og er ekki einn um þá skoðun – að Samar hafi verið frumbyggjar Norð- urlanda. Menn eru sammála um að þeir hafi komið úr austri, »jafnvel alla leið frá Tíbet«, segir Einar Bragi. Hann minnir á að Egill hafi sennilega verið af Sömum kominn í aðra ættina. Rökin fyrir því eru reyndar löngu komin fram, og þá meðal annars skír- skotað til útlits hans. Hitt er nýrra – »og takið nú við tíðindum, góðir háls- ar!« segir Einar Bragi – að stór- stjarnan Björk sé »ekki aðeins í útliti, töktum og skapferli svo samísk sem verða má heldur eru hinir óskilgrein- anlegu töfrar tónlistar hennar og flutnings staðfesting á að henni er upprunalegasta alþýðutónlist Evr- ópu í blóð borin: jojkið«. Þrátt fyrir einangrun – eða ef til vill vegna henn- ar – hefur Sömum tekist að varðveita ævaforna menningu sína, þar með talda alþýðutónlistina sem tengdist þá ljóðlist þeirra eins og títt var með- al fornþjóða. Einar Bragi metur það svo að Paulus Utsi sé mesta ljóðskáld sem uppi hafi verið með Sömum. Hann fæddist 1918 en lést 1975, 56 ára að aldri. Einar Bragi telur hæpið að bera samískar bókmenntir saman við háþróaðar bókmenntir stórþjóð- anna. »Þó vegur hitt á móti,« segir hann, »að Samar eru lausir við menn- ingarleiða og lífs- þreytu.« Ekki þarf að lesa mörg ljóð í bókinni til að komast að raun um að orð þessi eru dagsönn. Ljóðlist Pau- lus Utsi getur jafnvel minnt á kveðskap Ís- lendinga frá þeim tíma þegar hér var lifað í og með náttúrunni, mann- lífið var skoðað sem eðlilegur hluti þeirrar hringrásar og ljóðlistin tengdist daglega lífinu. Einar Bragi er harð- orður í garð herraþjóð- anna á Norðurlöndum sem setið hafi yfir hlut Sama gegnum aldirnar, óþarflega harðorður að dómi undirritaðs. Allt er það vonandi liðin tíð, búið og gert, kafli sögunnar sem hvorki verður endurtekinn né af- máður. Þar að auki kemur þessi for- tíð fram með nógu skýrum hætti í ljóðum skáldsins. Það sem öðru fremur einkennir ljóð þessi – en þau eru öll án fyrir- sagnar – er á hinn bóginn einlægni, næmt auga fyrir blæbrigðum náttúr- unnar og þar með fyrir samleik lands og mannlífs að ógleymdri barnslegri sköpunargleði og eðlilegri sátt við umhverfið. Skáldið þarf ekki að leita langt yfir skammt eftir yrkisefni. Líf- ið sjálft færir honum það í hendur. Þar að auki hefur lífsbaráttan verið erfiðari en svo að rúm væri fyrir tóm- leika og leiða. Í einu ljóða sinna segist Paulus Utsi vera »förumaður í eigin landi«. Og fyrsta æviskeiði sínu lýsir skáldið svo: Í torfkofa var ég alinn laugaður bráðnum snjó vaggan var skjól mitt í mosa var ég lagður Kálfskinnið mjúka yljaði mér í bóli Á móðurmjólkinni góðu nærðist ég og óx Mjúkri rödd söng mamma mig í svefn Þótt Samar færu á mis við pólitískt sjálf- stæði hafa þeir bætt sér það upp, að svo miklu leyti sem unnt var, með samkennd og samhjálp og frelsi því sem víðátt- an veitti þeim. Ljóst er að fjölskyldutengsl hafa verið sterk. Hringrás náttúrunnar skapaði stöðuga tilbreyting og lyfti undir hugarflugið. Lýsing skáldsins á litbrigðum lofts og jarðar er því nærfærin og persónuleg og hvergi innantóm: Morgunroði, dagsbrún: þú dansar stjörnu af stjörnu með ljós þitt Handan snæfjalla og hvítra skýja eldar af degi Dalalæða á ferli fellur héla á grund Tjarnir hemar leggur lón grunnstingull þekur botn í ám Þoku léttir af ljósum vötnum Íslenskur texti Einars Braga er af- ar vandaður. Þar sem Íslendingar voru fyrrum hjarðmenn eins og Sam- ar og sóttu lífsbjörg sína með svip- uðum hætti í skaut náttúrunnar bjó íslenskt mál yfir gnótt orða yfir þau margvíslegu dægrabrigði og árstíða- skil sem Paulus Utsi er að lýsa í ljóð- um sínum. Augljóst er að það tungu- mál liggur þýðanda létt á tungu. Ljóð frá norðurslóð BÆKUR Ljóð Ljóð eftir Paulus Utsi. Einar Bragi þýddi. 62 bls. Prentun: Steinholt ehf. Reykja- vík, 2002. HANDAN SNÆFJALLA Erlendur Jónsson Einar Bragi Alltaf á þriðjudögum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.