Morgunblaðið - 05.01.2003, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. JANÚAR 2003 33
ÞEGAR nýtt ár gengur ígarð gefst tilefni til aðhuga að hinum nánastósýnilegu mörkumminninga og væntinga
sem við hrærumst í frá degi til
dags. Áramót eru vitaskuld tilbú-
in tímamót, en það skiptir ekki
máli. Þau eru eitt af því sem
sameinar okkur um stund og fær
okkur til að staldra við og leiða
hugann að því sem við eigum, að
fortíð okkar
með safni
minninga af
ýmsum toga og
ekki síst að
samskiptum og
tengslum okkar
við þá sem okkur eru hjartfólgn-
ir og það er alveg sama hversu
uppdiktað tilefnið er, slíkur heið-
ríkjublettur í misúfnu skýjafari
hugans er í senn kærkominn og
mikilvægur.
Hvernig værum við ef við
stöldruðum aldrei við til að
minnast þess sem við eigum?
Eða ef minni okkar næði aðeins
þrjár sekúndur afturábak eins og
sagt er um gullfiska?
Margt hefur verið þulið um
það sem aðgreinir okkur mann-
fólkið frá dýrunum. Eitt af því
mikilvægasta hlýtur að vera hug-
mynd okkar og væntingar um
hið ókomna. Ef frá eru taldar
þarfir okkar fyrir mat og skjól
auk eðlislægrar fjölgunaráráttu
er fátt sem getur talist jafn mik-
ilvægur drifkraftur okkar í lífinu
og væntingar og undirbúningur
fyrir framtíðina. Stundum læðist
að vísu að manni sá ískyggilegi
grunur að á meðal vor sé fólk
með minni og framtíðarvænt-
ingar gullfiska, en við því er ekk-
ert að gera. Nema vona að ein-
hver hugsi um að hreinsa búrið.
Í rauninni er einhvers konar
ljóðræn fegurð fólgin í því hve
við bindum mikið af tilfinningum
og hugsunum við eitthvað jafn
óljóst og óvíst og hið ókomna.
Því það er auðvitað kunnara en
frá þurfi að segja að framtíðin er
ekki til. Það er einfaldlega eðli
hennar. Hún er ókomin. Við eig-
um okkur hins vegar öll alls
kyns væntingar, vonir, drauma
og þrár sem snúa að þessu fyr-
irbrigði, hinu ókomna. Á vissan
hátt erum við alla tíð að búa í
haginn fyrir hana og þar með að
bíða eftir að hún láti sjá sig, en
áttum okkur svo á því að hún er
alls ekki til. Því um leið og hún
kemur er hún líðandi stund og
andartaki síðar orðin fortíð.
Líðandi stund er til á sama
hátt og regndropi sem fellur á
augnlok okkar, en í þeirri andrá
er engin vissa fyrir því að þeir
verði fleiri. Einu augnabliki síðar
er dropinn gufaður upp og horf-
inn og á sér þaðan í frá aðeins
fast sæti í minningunni, hvort
sem við eigum nokkurn tíma eft-
ir að leiða hugann að honum aft-
ur eða ekki.
Hin augljósa niðurstaða er því
sú, að fortíðin ein er til. Við get-
um blessunarlega flest vitjað
hennar í minningunni þegar okk-
ur dettur í hug. Stundum vitjar
hún okkar líka án fyrirvara og
við minnumst einhvers sem við
héldum að hefði aldrei átt sér
stað og vildum það kannski
helst.
Vegna þess að líf okkar er for-
tíð ættu hugrenningar okkar um
framtíðina fyrst og fremst að
snúast um það að búa til góðar
minningar sem við erum fús að
vitja aftur og aftur.
Lesandi góður, um leið og ég
þakka þér samfylgdina á liðnu
ári óska ég þér og þínum efnivið-
ar í frábærar minningar á ný-
höfnu ári.
Framtíðin er ekki til
– Lengi lifi fortíðin
HUGSAÐ
UPPHÁTT
Eftir Sveinbjörn
I. Baldvinsson
flísar
Stórhöfða 21, við Gullinbrú,
sími 545 5500.
www.flis.is netfang: flis@flis.is
Fyrir
flottar
konur
Bankastræti 11 sími 551 3930
Hentar mjög vel fyrir heildverslun, skrifstofur eða nánast
hvað sem er. Auðvelt að breyta og innrétta eftir þörfum.
Húsnæðið er stór og bjartur salur sem í dag er skipt í tvennt að hluta, 2
skrifstofur, kaffistofu og wc. Að auki er 30 fm geymsluhúsnæði í kjallara.
Staðsetning er mjög góð og auðvelt að komast að húsnæðinu. Stutt er í
alla helstu verslunarkjarna í borginni, vöruafgreiðslur innflutningsaðila o.fl.
Þetta húsnæði er að koma í leigu og verður eingöngu leigt fyrir traustan og
snyrtilegan rekstur. Fyrir í húsinu eru aðeins 4 aðilar með starfsemi.
Fosshamar ehf. símar 893 0200 og 553 0200
250 FM BJÖRT OG FALLEG GÖTUHÆÐ
Á SUÐURLANDSBRAUT 32
TIL LEIGU
13199 Sala færanlegra íbúðarhúsa
Tilboð óskast í nokkur færanleg íbúðarhús í eigu ríkis-
sjóðs. Húsin voru sett upp á Suðurlandi eftir jarðskjálft-
ana sumarið 2000. Húsin verða seld til brottflutnings.
Um er að ræða fullinnréttuð, flytjanleg timburhús, fest
á súluundirstöður. Byggingarár 2000. Húsin eru byggð
samkvæmt íslenskri byggingarreglugerð.
Um er að ræða tvær gerðir húsa, þ.e. átta norsk timbur-
hús, flatarmál 79,5 m² og eitt íslenskt timburhús, frá SG-
húsum, Selfossi, flatarmál 73,5 m². Seljandi hefur ákveðið
lágmarksverð sem er kr. 5,4 millj. staðgreitt.
Húsin eru til sýnis í samráði við Fannberg ehf., Þrúðvangi
18, 850 Hellu, símar 487 5028 og 487 5228, sem einnig
veitir allar nánari upplýsingar, afhendir tilboðsblöð og
byggingarlýsingar. Tilboðseyðublöð og byggingarlýsing-
ar liggja einnig frammi í afgreiðslu Ríkiskaupa, Borgartúni
7, 105 Rvík.
Tilboð skulu berast Ríkiskaupum fyrir kl. 16.00 miðviku-
daginn 15. janúar 2003. Áskilinn er réttur til að hafna
þeim kauptilboðum sem ekki teljast viðunandi.
Vegna væntanlegrar uppbygg-
ingar World Class í Laugar-
dalnum vorum við að fá í sölu
1.769 fm húsnæði þeirra við
Fellsmúla 28.
Um er að ræða steinsteypt
hús, byggt 1984. Skipting
plássins er þannig að neðri
hæðin er 1.376 fm og efri
hæðin 395 fm. Húsið er í mjög
góðu ástandi og var m.a. endurmúrað að utan og einangrað að innan fyr-
ir ca 6 árum. 80 sérbílastæði fylgja húsinu ásamt sameiginlegum stæðum
sem eru á sameiginlegri lóð sem liggur niður á Grensásveg. Húsnæðið er
í dag innréttað sem líkamsræktarstöð af fullkomnustu gerð en gæti hent-
að undir margs- konar aðra starfsemi, svo sem heildsölu, verslun o.fl.
Staðsetning og aðkoma er mjög góð og stendur húsið á sameiginlegri
12.264 fm lóð. Brunabótamat hússins er 156.741.000 og fasteignamat
82.802.000.
Upplýsingar gefur Ólafur Blöndal hjá fasteign.is, s. 893 9291.
Fellsmúli - World Class húsið
Borgartúni 22,
105 Reykjavík,
sími 5-900-800.