Morgunblaðið - 05.01.2003, Page 39

Morgunblaðið - 05.01.2003, Page 39
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. JANÚAR 2003 39 NÝÁRSNÓTT heitirgamalt kvæði eftirBjörgu Jónsdóttur,sem lýsir vel þess-um dýrlegu ára- mótum sem nýlega urðu í landi okkar: Nú allt er svo fagurt, heilagt og hátt og hugurinn fanginn og dreyminn. Á ljósvakans gígjur er leikið dátt, þær ljóða í þögn út í geiminn. Og landið mitt kæra svo ljómandi bjart við lýsandi stjörnur og mánans skart og mjallarbreiður, sem brúðarlín, bylgjast um álfaheiminn. … Svo líður nóttin, með ljúfri mund, mig laðar í vængjanna skugga, og frostrósum ritar hin fleyga stund frostspár á lítinn glugga. Og báran litla, sem þarna hóf lífshlaup sitt, gaf fyrirheit um góða tíma í íslensku samfélagi, því tveir af öndvegissonum og æðstu embættismönnum lands- ins gerðu hvor um sig afar brýnt og viðkvæmt mál að umtalsefni í ávörpum sínum til þjóðarinnar á nýársdag. Þetta voru Ólafur Ragnar Grímsson forseti og Karl Sigurbjörnsson biskup, og engin tæpitunga þar notuð; Ólafur vakti athygli á fátæktinni sem þrífst hér, í landi allsnægtanna, en Karl, sem iðulega hefur talað máli þeirra, sem halloka fara þar og í öðru, horfði að þessu sinni til allsleysisins í þróunarríkjum. Í ávarpi forsetans sagði m.a. þetta: Aldrei fyrr hafa Íslendingar haft jafn- mikla fjármuni milli handa. Tækifærin til góðra verka eru fleiri en nokkru sinni í sögu þjóðar. Það er því óneit- anlega þversögn að einmitt í slíkri gósentíð skuli fátækt aukast ár frá ári. Mæðrastyrksnefnd, Hjálparstofnun kirkjunnar, Rauði krossinn, félags- málastofnanir og Hjálpræðisherinn hafa öll á jólaföstu borið okkur sömu sögu. Sífellt fjölgar þeim sem leita ásjár í neyð, eiga ekki fyrir mat og eru svo bjargarlausir að geta ekki klætt börn sín eða leyst út lyf sem læknar telja nauðsynleg, mæður hrekjast með börnin úr einu húsnæði í annað, óvissa og úrræðaleysi fyllir hugann örvænt- ingu og sumir hafa glatað andlegri heilsu í baráttu við sára fátækt … Hverjir eru svona illa staddir? Hvar er fátæktin orðin daglegur gestur? Svörin eru breiður hópur þjóðfélags- þegna: ungar mæður, láglaunafólk, einstæðingar, aldraðir sem eingöngu hafa einfaldan lífeyri úr að spila, ör- yrkjar sem lifa við lágmarksbætur. Fjöldinn eykst ár frá ári og verður sí- fellt margbrotnari, í vaxandi mæli fólk í fastri vinnu en launin duga ekki fyrir húsaleigu, venjulegum heimilismat, leikskólagjöldum og öðrum brýnum útgjöldum sem ekki er hægt að kom- ast hjá. Jafnvel þótt báðir foreldrar vinni úti hafa barnmargar fjölskyldur þurft á hjálp að halda, fá matarmiða til að framvísa í verslunum, og sífellt fjölgar einstæðum mæðrum í fullri vinnu sem ekki ná endum saman. Á næsta leiti er svo önnur sveit af ungu barnafólki sem lent hefur í skulda- gildru vegna langskólanáms eða hús- næðiskaupa og nær vart endum sam- an, horfist í augu við greiðsluþrot handan við hornið. Það var sannarlega kominn tími á, að slíkt yrði rætt af fullum þunga á nýársdegi, ekki síst ástandið á Íslandi, því hitt var mörgum kunnugt, um neyð barna á Indlandi og víðar. Smán- arbletturinn verri er það, sem er að gerast fyrir augum okkar hér, í seilingarfjarlægð, því afsökunin er engin og skömmin því meiri fyrir vikið. Þeir, sem vísvitandi reyna að gera lítið úr þessari staðreynd, eða þá reka höfuðið á kaf ofan í sandinn, til að þurfa ekki að líta ósómann, eru vitlaus- ari en strúturinn; hann gerir þetta nefnilega ekki, þótt við hann sé kennt, og er hann þó ekkert gáfnaljós, blessaður. Orð eru til alls fyrst. Þau hafa verið sögð. Og ekki bara af þess- um áðurnefndum talsmönnum lítilmagnans, Ólafi og Karli, heldur mörgum fleiri. Ég minni t.d. í því sambandi á rannsókn Hörpu Njáls, félagsfræðings og starfsmanns Borgarfræðaseturs, sem rannsakað hefur fátækt í ís- lensku þjóðfélagi. Ein niðurstaða hennar er sú, að 40 þúsund krón- ur vanti mánaðarlega upp á full- an lífeyri frá Tryggingastofnun til þess að bótaþegar, sem ekki hafa aðrar tekjur en frá ríkinu, geti framfleytt sér, miðað við lágmarks framfærsluviðmið. Um það má nánar lesa á http:// www.borg.hi.is/. Og í leiðara Morgunblaðsins, 3. janúar síðastliðinn, var þetta: Sem kristin þjóð, sem hefur boðskap- inn um mannkærleika og samhjálp að leiðarljósi, eigum við að gera átak til að útrýma fátækt og eymd, ekki að- eins hér heima heldur líka þar sem við getum látið gott af okkur leiða í öðrum ríkjum. Þeir, sem búa við allsnægtir, mega ekki gleyma meðbræðrum sín- um, sem þurfa á hjálp að halda. Nú er lag. Og það aukinheldur vegna þess, að 2003 er ár fatl- aðra, sem er einn hópurinn, sem illa er fyrir komið af þessum sök- um. Hér verður að taka af skarið, annað er ekki forsvaranlegt. Við búum í kristnu landi, því fimmta auðugasta í heiminum. Halló? Morgunblaðið/Þorkell Heyr, heyr! Nýja árið byrjaði vel. Góð orð og kröftug léku um eyrun, nú skal taka fátæktina og útrýma henni í eitt skipti fyrir öll. Sigurður Ægisson gerir orð forseta íslenska lýðveldisins að umtals- efni á þessum fyrsta sunnudegi ársins 2003. sigurdur.aegisson@kirkjan.is HUGVEKJA VERSLUNIN Laugavegi 52, s. 562 4244. Brúðhjón A l l u r b o r ð b ú n a ð u r - G l æ s i l e g g j a f a v a r a - B r ú ð h j ó n a l i s t a r YOGASTÖÐIN HEILSUBÓT Síðumúla 15, sími 588 5711 Starfsemin byrjar mánudaginn 6. janúar 2003. Við bjóðum mjög góðar alhliða æfingar, sem byggðar eru á HATHA-YOGA, til viðhalds þrótti, mýkt og andlegu jafnvægi. Byrjendatímar- sér tími fyrir barnshafandi konur - almennir tímar. Morgun-, dag- og kvöldtímar. Brotið á rétti landeiganda í eignar- námsmáli UMBOÐSMAÐUR Alþingis hefur komist að þeirri niðurstöðu að úr- lausn matsnefndar eignarnámsbóta í máli, sem hófst vegna eignarnáms Vegagerðarinnar á landi undir veg, hafi ekki verið í samræmi við lög. Matsnefndin taldi að ekki væri heimilt að gera eignarnema, Vega- gerðinni, að greiða landeigandanum kostnað af meðferð ágreiningsmáls vegna eignarnámsins. Nefndin féllst þó á að gera Vegagerðinni að greiða hluta kostnaðar vegna vinnu lög- fræðings landeigandans en ekki þann sem leiddi af „kærumálum í tengslum við eignarnámið og o.fl.“ að því er segir í úrskurði nefndarinnar frá 7. júní 2002. Umboðsmaður fékk þær skýring- ar hjá nefndinni að sá kostnaður sem tengdist „stjórnsýsluákvörðunum eignarnema“ hafi ekki lotið „að mati á endurgjaldi fyrir eignarnumin verðmæti“. Félli hann því ekki undir „þann kostnað sem [nefndin hefði] heimild til að gera eignarnema að endurgreiða. skv. 11. gr. laga nr. 11/ 1973, enda [hlyti] nefndin að vera bundin af þeim lögum sem hún starf- ar eftir“. Umboðsmaður féllst ekki á skýr- ingar matsnefndarinnar og taldi að henni hefði borið að fjalla um það í úrskurði sínum í máli landeigandans hvort kostnaður hans við meðferð ágreiningsmáls um málsmeðferð og ákvörðun Vegagerðarinnar, um eignarnám hafi verið málefnalegur og eðlilegur og þá að hvaða leyti Vegagerðinni sé skylt að bera þann kostnað. Beinir umboðsmaður því til nefnd- arinnar að mál landeigandans verði tekið upp að nýju, komi fram ósk þess efnis frá honum, og að nefndin taki þá mið af þeim sjónarmiðum sem umboðsmaður setur fram. Fimm mála- flokkar sam- einaðir undir Umhverfis- stofnun NÝ stofnun á vegum umhverfisráðu- neytisins, Umhverfisstofnun, tók til starfa 1. janúar. Davíð Egilsson hefur verið skipaður forstjóri en hann gegndi áður starfi forstjóra Hollustu- verndar ríkisins. Umhverfisstofnun tekur við verkefnum Náttúruverndar ríkisins, Hollustuverndar ríkisins, Veiðistjóraembættis, Dýraverndar- ráðs og Hreindýraráðs. Dýravernd- arráð verður áfram starfrækt í breyttri mynd en verður aðeins ráð- gefandi fyrir Umhverfisstofnun. Hreindýraráð starfar áfram að sömu verkefnum sem ráðgefandi nefnd en stjórnsýsla hennar færist til Um- hverfisstofnunar. Meginmarkmiðið með umræddum breytingum er að einfalda og styrkja stjórnsýsluna og gera hana skilvirk- ari. Starfsemi Umhverfisstofnunar verður að mestu til húsa að Suður- landsbraut 24, en útibú verða tvö, á Akureyri þar sem Veiðistjóri hefur haft aðsetur, og á Egilsstöðum þar sem umsýsla hreindýraveiða hefur farið fram. Með þýfið í vasanum BROTIST var inn á snyrtistofu við Laugaveg aðfaranótt föstudags og fjármunum stolið úr hirslu. Inn- brotsþjófurinn, sem hefur áður kom- ið við sögu lögreglunnar í Reykjavík, var handtekinn á staðnum. Þegar lögreglumenn komu á stað- inn var búið að skemma læsingu á hurð. Þeir komu síðan að manni á fertugsaldri í bakherbergi á snyrti- stofunni og var hann með nokkra 5.000 króna seðla í vasanum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.