Morgunblaðið - 05.01.2003, Page 40
40 SUNNUDAGUR 5. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ
BRÉF
TIL BLAÐSINS
Kringlunni 1 103 Reykjavík Sími 569 1100
Símbréf 569 1329 Netfang bref@mbl.is
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
ÉG las fyrir nokkru grein í Morg-
unblaðinu þar sem haft var eftir
Ingibjörgu Sólrúnu borgarstjóra að
hún hefði þá hug-
mynd að láta rífa
Hlemm og hafa
aðalstoppistöð-
ina á torginu. En
lítið hefur heyrst
meir um það mál.
Það vakna marg-
ar spurningar
um hvað muni þá
verða um allt
þetta fólk sem hangir á Hlemmi?
Þetta fólk er engir aumingjar hef
ég heyrt, dæmi eru til um að margt
þeirra sé sprenglært fólk sem hefur
orðið fyrir þeirri ógæfu að falla fyr-
ir dópi og drykkju. Þetta fólk er
ekki fært um að sinna vinnu og
margir þeirra eru lýstir öryrkjar, í
stað þess að hanga heima hjá sér
fer þetta fólk á Hlemm til þess að
drepa tímann. Fólk sem hins vegar
fer á Hlemm einungis til þess að
nota strætisvagnana verður oft
vitni að slagsmálum, verður jafnvel
fyrir áreitni og fleiru. Veit ég um
margt fólk sem gefist hefur upp á
strætisvagnakerfinu, ekki einungis
út af Hlemmi, heldur einnig sí-
breytilegum leiðarkerfum og tíma-
setningum sem SVR er þekkt fyrir
að gera ár hvert, svo ég tala nú ekki
um að margir forðast það að bíða
inni á Hlemmi og standa úti í hvern-
ig veðri sem er og bíða eftir vagn-
inum sínum, margt af þessu fólki
endar á því að kaupa sér bíl. Ef
borgarstjóri er sífellt með þessar
herferðir um að fólk eigi að ferðast
með strætó frekar en að keyra bíl
þá er ég með smáráðleggingu, það
þarf að gera einhverjar róttækar
breytingar sem koma öllum aðilum
í hag. Ég tel hugmyndina um að rífa
Hlemm vera mjög góða, en vitan-
lega viljum við ekki svipta þetta
ágæta fólk sem hangir þar húsnæði
til þess að hanga í. Hvernig væri þá
að láta byggja einhverja hangmið-
stöð þar sem þetta fólk gæti verið í
og eða fundið eitthvað húsnæði fyr-
ir slíkt og jafnvel haft einhvern bar
í líkingu við gamla Keisarann þar.
Kannski myndi jafnvel fólkið sem
sækir í krána í Austurstræti jafnvel
sækja í þessa hangmiðstöð og
myndi það eflaust gleðja verslunar-
eigendur í Austurstræti sem hafa
kvartað sáran undan ónæði vegna
gesta kráarinnar. Ég tel það bara
ekki fara saman að hafa strætis-
vagnastöð sem hangmiðstöð, það er
að vísu ekki bara þetta ágæta fólk
sem ég talaði um áðan sem hangir á
Hlemmi, heldur hefur það komist í
tísku hjá unglingum að hittast þar á
kvöldin og hanga þar og hrella aðra
sem bíða eftir vögnum. Ég tók einn-
ig eftir því að farið er að hafa stund-
um öryggisverði á Hlemmi til þess
að hindra slagsmál og fleira. Tel ég
það ólíklegt að ef Hlemmur yrði rif-
inn að þau myndu færa sig niður á
stoppistöðina á torginu og hanga
þar, húsnæðið er miklu minna og í
raun miklu hentugra sem biðskýli
fyrir strætisvagna, en óhentugra
sem hangmiðstöð. Að lokum vil ég
geta þess að ég er meðvitaður um
að umræður um Hlemm eru við-
kvæmt málefni í dag og ég vona að
ég hafi engan sært með þessari
grein, en mér finnst vera löngu
kominn tími fyrir breytingar af
þessu tagi og vona að með þessari
grein geti eitthvað farið að þokast
áfram í slíkri breytingu, sem verði
öllum til hins betra. Ég vill einnig
nota tækifærið og óska öllum gleði-
legs nýs árs.
DANÍEL HALLDÓR
GUÐMUNDSSON,
prentsmiður,
Austurbergi 30.
Ný hangmiðstöð!
Frá Daníel Halldóri
Guðmundssyni:
MIG langar að koma á framfæri upp-
lýsingum um lélega þjónustu hjá
Sporthúsinu í Smáranum.
Við vinkonurnar (rétt skriðnar yf-
ir þrítugt!) förum reglulega í líkams-
rækt og höfum þvælst víða í gegnum
árin til að sinna þessu áhugamáli
okkar. Við erum búnar að prófa
nokkra staði og höfum almennt verið
ánægðar. En þrátt fyrir það höfðum
við hug á að skipta yfir þegar ný lík-
amsræktarstöð var opnuð í nágrenni
við heimili okkar, nefnilega Sport-
húsið í Smáranum. Við erum vanar
þeirri sjálfsögðu kurteisi að fyrsti
tíminn í leikfimi sé frír. Það gefur
væntanlegum viðskiptavinum tæki-
færi á að kynna sér aðstæður áður en
fjárfest er til lengri tíma eins og t.d. í
kaupum á 3ja mánaða korti. Þegar
ég hafði samband við Sporthúsið til
að afla mér upplýsinga komst ég að
því að hjá Sporthúsinu þarf að borga
950 kr. fyrir stakan tíma, vilji maður
kynna sér aðstæður. Reyndar er tek-
ið fram að þessi upphæð fæst end-
urgreidd sé keypt kort, en aðeins í
þeim tilfellum. Við vinkonurnar er-
um 5. Það hefði ekki kostað Sport-
húsið krónu að bjóða okkur í 1 af
þeim leikfimistímum sem þeir eru
hvort eð er með í sinni tímatöflu. Í
staðinn verða þeir örugglega af
hugsanlegum árstekjum upp á
234.000 kr. (árskort – 46.800 x
5=234.000) en það eru þær tekjur
sem fyrirtækið hefði af viðskiptum
okkar ef okkur hefði líkað prufutím-
inn. Það er óþarfi að taka það fram
að við erum ekki væntanlegir við-
skiptavinir Sporthúsins lengur. Þess
í stað munum við segja öðrum frá
þessari lélegu þjónustu og þeir segja
öðrum og svo koll af kolli. Fyrir okk-
ur voru fyrstu kynni Sporthússins á
þann veg að okkur langar ekki að
kynnast innviðunum lengur, við bara
höldum okkar striki og mætum í
Sundlaug Kópavogs áfram og til
Báru í Lágmúlanum – en fyrir
áhugasama bendi ég á að þar er boð-
ið upp á fría prufutíma!
GUÐRÍÐUR ARNARDÓTTIR,
Galtalind 4.
Léleg þjónusta
Sporthússins
Frá Guðríði Arnardóttur: