Morgunblaðið - 05.01.2003, Síða 45

Morgunblaðið - 05.01.2003, Síða 45
Í DAG, sunnudaginn 5. janúar, verða hjónin Kristbjörg Gísladóttir kennari og Ragnar Schram BA vígð til kristniboða af biskupi Ís- lands, Karli Sigurbjörnssyni. Fer vígslan fram í Dómkirkjunni kl. 14. Þau halda síðan til starfa í Eþíópíu síðar í vikunni ásamt börnum sínum, Hörpu Vilborgu og Friðriki Páli. Fyrstu mánuðirnir verða notaðir til málanáms en frá sumrinu er ætlunin að þau sinni kennslustörfum við skóla kristni- boðsins í höfuðborg landsins, Add- is Ababa, en þar eru nokkur ís- lensk börn við nám. Fyrir í Eþíópíu er ein fjölskylda, Bjarni Gíslason og Elísabet Jónsdóttir ásamt fimm börnum sínum, en starfssvæði þeirra er í Omó Rate í suðvesturhorni landsins. Helgi Hróbjartsson er einnig að störfum í landinu og hefur mikill tími hans farið í að sinna hjálparstarfi í suð- austurhluta landsins. Hinir nýju kristniboðar eru sendir út af Sambandi íslenskra krisntiboðsfélaga sem minnist þess í ár að 50 ár eru liðin síðan fyrstu kristniboðarnir voru sendir til starfa í Konsó í Eþíópíu. Starfið í Konsó er alfarið í höndum heima- manna og hafa kristniboðarnir fært sig um set og haldið til starfa á enn afskekktari stöðum en áður. Einnig má minna á að í dag kl. 17 verður sérstök kveðjusamkoma fyrir Ragnar og Kristbjörgu í húsi KFUM og KFUK, Holtavegi 28. Þar munu þau taka til máls og verða formlega kvödd af velunn- urum kristniboðsstarfsins. Allir eru velkomnir á samkomuna. Ungt fólk vígt til kristniboðsstarfa KIRKJUSTARF MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. JANÚAR 2003 45 ENSKA ER OKKAR MÁL Ný námskeið á nýju ári  Talnámskeið: 7 vikur, tvisvar í viku, 15./16. jan.-3./4. mars  Kennt á mismunandi stigum, frá grunni til framhaldsstigs  Sérnámskeið í viðskiptaensku og skriflegri ensku, einnig barnanámskeið  Námskeiðin metin hjá flestum stéttarfélögum Af hverju ekki að strengja áramótarheit og læra ensku? Julie Ingham Sandra Eaton John O’ Neill Laura Guerra John Boyce Sue Gollifer Hringdu í síma 588 0303 FAXAFENI 8 www.enskuskolinn.is enskuskolinn@isholf.is * Spennandi jazzballett-og freestyle-námskeið fyrir 6-7 ára 8-9 ára 10-12 ára 13-15 ára 16-18 ára *Krefjandi og skemmtilegt jazzballettnámskeið fyrir eldri og lengra komna. Kennsla hefst 13. janúar. Dugguvogi 12      JAZZBALLETT JAZZBALLETT (Leið 4 stoppar stutt frá) Innritun í síma 553 0786 eftir kl. 14.00. Krossinn. Almenn samkoma í Hlíða- smára 5 kl. 16.30. Allir velkomnir. Fríkirkjan Kefas, Vatnsendabletti 601: Samkoma sunnudag kl. 14.00. Helga R. Ármannsdóttir tal- ar. Bænastund fyrir samkomu kl. 13.30. Lofgjörð og fyrirbænir. Tví- skipt barnastarf fyrir 1–5 ára börn og 6–12 ára. Eftir samkomu er boð- ið upp á kaffi og meðlæti selt á vægu verði. Þá er gott tækifæri til að hitta fólk og spjalla saman. Allir eru hjartanlega velkomnir. Þriðjud.: Brauðsbrotning og bænastund kl. 20.30. Miðvikud.: Samverustund unga fólksins kl. 20.30. Lofgjörð, hugleiðingar, fróðleiksmolar og vitn- isburðir. Allir velkomnir. Vegurinn, Smiðjuvegi 5, Kópavogi. Samkoman í dag verður sameigin- leg með Fíladelfíu og Krossinum í Fíladelfíu, Hátúni 2, Reykjavík, kl. 16:30, allir hvattir til að mæta og byrja nýja árið með samherjum okk- ar í Kristi. Safnaðarstarf GENGI GJALDMIÐLA mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.