Morgunblaðið - 05.01.2003, Side 48

Morgunblaðið - 05.01.2003, Side 48
FÓLK Í FRÉTTUM 48 SUNNUDAGUR 5. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ Jóhanna Guðrún ég sjálf 10 A I K I D O Ný námskeið hefjast 6. janúar Frír kynningartími! Unglinga- og fullorðinstímar Upplýsingar í s. 822 1824 eða 897 4675 http://here.is/aikido – aikido@here.is Sjálfsvarnarlist fyrir alla í anda friðar og samvinnu Útsalan hefst á morgun mánudaginn 06.01 kl. 10.00 EFTIR allmörg mögur árvirðist þýsk kvikmynda-gerð eitthvað vera aðbraggast. Ein þeirra mynda sem átt hefur verulegan þátt í að endurvekja áhuga umheimsins á hinni þessari fornfrægu kvikmynda- þjóð er Halbe Treppe eftir Andreas Dresen, sem hlaut Silfurbjörninn á síðustu kvikmyndahátíð í Berlín og var nýverið tilnefnd til þrennra verð- launa á Þýsku kvikmyndaverð- launahátíðinni sem haldin verður á næstunni. Í Kaffivagninum, eins og heimfæra má titil myndarinnar, þykir líka um margt kveða við nýjan tón í þýskri kvikmyndagerð. Þótt drama- tíkin sé um margt í hávegum líkt og hjá þýskum máttarstólpum á borð við Fassbinder, Wenders og Schlöndorff eru efnistökin um margt önnur; allt í senn hrárri, lífrænni og gráglettnari en maður hefur átt að venjast. Og það er kannski einmitt þessi síðasti þáttur sem mest hefur glatt margan kvik- myndaunnandann, að Þjóðverjum hafi loksins tekist að senda frá sér þungavigtarmynd sem hlæja má að og það án allrar aðstoðar frá galgop- anum luralega Otto Waalkes. Og það sem meira er, það var ekki einu sinni ætlunin að gera gamanmynd, reynd- ar ekki heldur drama því ætlunin var engin. Það var nefnilega svo gott sem ekkert planlagt fyrirfram um það hvernig mynd skyldi gera því þegar leikstjórinn Dresen og 12 manna tökulið hans hófust handa við gerð myndarinnar höfðu leikararnir fjórir ekkert handrit til að styðjast við, ein- ungis fjórar ómótaðar persónur. Háskaleg kvikmyndagerð? – Algjör- lega. Tilraun sem tókst „Ég er náttúrlega álitinn bilaður maður og Peter Rommel, framleið- andi minn, ennþá bilaðri,“ segir Dres- en glaðlegur og af áhersluþunga hins ástríðufulla listamanns. „Þessi mynd var upphaflega hugs- uð sem tilraun. Ég hafði lengi velt fyr- ir mér hvort það kosti virkilega alla þessa fyrirhöfn að gera eina bíómynd, hvort ekki væri hægt að gera mynd með miklu minna mannafli, minni skriffinnsku, minna tæknibrölti. Ég setti eiginlega spurningamerki við hvort það væri virkilega svona mikið bras að gera bíómynd.“ Dresen segir sína reynslu þá að „bras“ þetta geti ekki annað en komið niður á sköpunargáfunni, hinu hreina og tæra listræna gildi. Því hafi hann og Rommel ákveðið í sameiningu að sannreyna hvort ekki væri hægt að gera bærilega mynd með einungis 8 manna tökuliði og 4 leikurum. „Við drógum mörkin við að hægt yrði að koma tökuliðinu öllu inn í Volkswagen bjöllu.“ Líkt og við gerð síðustu myndar sinnar Nachtgestalten (1999) – sem einnig hlaut Berlínarbjörninn silfraða – var Dresen ekkert að hafa fyrir því að mæta með fullklárað handrit á tökustað. „Ég er hliðhollari spunanum og tók leikarana fjóra með mér til smáborgarinnar Frankfurt/ Oder í Austur-Þýskalandi þar sem við bjuggum saman í 2–3 mánuði áður en tökur hófust, kynntumst og gerðum beinagrindina að sögunni, sem í raun voru þrjár línur fyrir hvert atriði. Meginmarkmiðið var þó að skapa gagnkvæmt traust, sem ég taldi und- irstöðu þess að við gætum gert mynd- ina, að leikararnir lærðu að treysta hver öðrum til að spinna rétt, að segja það sem segja þyrfti.“ Til að undir- strika raunveruleikablæinn ákvað Dresen að einungis fjórir eiginlegir leikarar kæmu fram í myndinni, aðal- leikararnir. Allir hinir eru óreyndir, svo gott sem vegfarendur sem gripnir voru á förnum vegi og ýtt inn í miðja mynd. „Þetta var náttúrlega enn ein leiðin til þess að sanna það að kvik- myndagerð þarf ekki endilega að vera iðnaður heldur getur líka alveg verið ævintýralegt ferðalag. Ég held alla- vega að með þessu móti komi sagan sem sögð er ómenguð frá hjartanu.“ Lýðræðisleg kvikmyndagerð Þessir sérstæðu vinnuhættir Dres- ens hafa um margt þótt minna á þá er breski kvikmyndagerðarmaðurinn Mike Leigh stundar. Dresen segist afar upp með sér þegar honum er líkt við Leigh, því hann sé afar hrifinn af verkum Bretans. „Slíkur samanburð- ur er náttúrlega mikill heiður fyrir mig en ég er samt ekki viss um að vinnuhættir okkar séu alveg eins líkir og menn vilja halda. Hann leggur nefnilega mjög mikið uppúr æfingum þegar hann undirbýr leikara sína, að leikarar þrói persónur sínar og æfi at- riði svo myndin verði í raun fullklár þegar að tökum loksins kemur. Við hittumst vissulega nokkru fyrir tökur og þróum persónur og sögu en venju- lega legg ég ekkert upp úr æfingum, bíð bara eftir því að tökuvélin er sett í gang og sé til hvað kemur þá út.“ Talað hefur verið um að Dresen að- hyllist þannig „lýðræðislega kvik- myndagerð“, þ.e. að leikstjórinn sé engan veginn einvaldur hvað sköpun- arþáttinn varðar, eins og gjarnan tíðkast. „Það skýrir hvers vegna allir fengu jafnmikið greitt fyrir þátttöku sína í myndinni. Við litum nefnilega svo á að allir hafi lagt jafnmikið af mörkum á listræna sviðinu, að allir hafi borið jafnmikla ábyrgð á hver út- koman yrði. Með því móti vorum við Rommel auðvitað að reyna að virkja frekar þá sem allajafnan hafa ekki eins mikið að segja og eru vanari að Tvö pör í tilvistarkreppu Þýska verðlaunakvik- myndin Kaffivagninn, eða Halbe Treppe eins og hún kallast á frum- málinu, hefur vakið heimsathygli fyrir óvenjuleg efnistök og ferska kvikmyndagerð. Skarphéðinn Guð- mundsson ræddi við að- standendur mynd- arinnar, leikstjórann Andreas Dresen og Friðriksvinina Peter Rommel og Axel Prahl. FRAMLEIÐANDI Halbe Treppe, Peter Rommel, hefur verið náinn samstarfsmaður Friðriks Þórs Friðrikssonar í góðan áratug og verið meðframleiðandi að Bíódög- um, Djöflaeyjunni, Englum al- heimsins og nú síðast Fálkum. Þeir kynntust fyrst fyrir einum 15 ár- um í Berlín, þar sem Friðrik Þór var að fylgja Skyttunum eftir, og að sögn Rommels voru það sam- eiginleg áhugamál sem leiddu þá saman, fótbolti og tónlist. „Við höfum svipaðan smekk á tónlist og haldnir viðlíka ástríðu í garð fót- bolta.“ Rommel var einmitt í fót- bolta með íslenskum vinum sínum búsettum í Berlín þegar hann fékk spurnir af þessum undarlega ís- lenska kvikmyndagerðarmanni. „Við hittumst og náðum strax sam- an, erum álíka ruglaðir náungar.“ Leiðir þeirra lágu síðan saman þegar Rommel sá um dreifingu á Börnum náttúrunnar fyrir hönd þýska fyrirtækisins Bavaria. Frið- riki Þór hefur klárlega líkað vinnubrögð Rommels því hann bað hann um að vera meðframleiðandi að næstu mynd sinni Bíódögum. „Hann eiginlega sannfærði mig um að taka það að mér og þurfti að nuða svolítið í mér áður en ég lét undan. Aðferðin sem hann notaði var líka lúalega áhrifarík því hann beitti krafti föðurins og gerir enn. Þannig sagði hann föðurlegri röddu reynslunnar (og Rommel segir dimmri röddu sem Obi-Wan Kenobi væri): „Peter, nú átt þú að framleiða með mér mynd!“ Og þegar ég sagðist ekki kunna það svaraði hann sama virðulega tóni: „Þá muntu læra það!““ Síðan þá hefur Rommel sett á fót eigin framleiðslufyrirtæki og er farinn að framleiða, einn síns liðs fyrir aðra en Friðrik Þór. „Ég ætlaði aldrei að gerast framleiðandi – það gerðist af algjörri slysni og ég hika ekki við að kenna Friðriki Þór um það.“ Halbe Treppe er fyrsta myndin sem hann fram- leiðir einn sem sýnd er á Íslandi og hann segir það svolítið skrítna til- finningu án þess að vilja skýra það nokkuð nánar. Aðspurður hvort það þurfi ekki fífldjarfan Þjóðverja til að fram- leiða íslenskar myndir um íslensk- an veruleika og þýskar myndir með engum handritum, segir Rom- mel slíkt ekkert hafa með kjark að gera heldur séu þær ákvarðanir ætíð byggðar á trausti og vináttu fyrst og fremst. „Eins og ég sagði þá ætlaði ég aldrei að verða fram- Föður- leg ráð Friðriks Þórs Miðaldra hjón í tilvistarkreppu: Steffi Kühnert og Axel Prahl.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.