Morgunblaðið - 05.01.2003, Síða 51

Morgunblaðið - 05.01.2003, Síða 51
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. JANÚAR 2003 51 www.regnboginn.is Sýnd kl. 2. Sýnd kl. 2.30, 4.30, 6.30, 8.30 og 10.30. YFIR 53.000 GESTIR DV RadíóX Sýnd kl. 2, 4, 6, 8 og 10. Mán 6, 8 og 10. B.i.12 ára “Besta Brosnan Bond-myndin” GH Kvikmyndir.com i Hverfisgötu  551 9000 Sýnd kl. 2. Nýr og betri 1/2SV. MBL EN SANG FOR MARTIN „Turnarnir gnæfa yfir bestu myndir ársins“ SV. MBL ÓHT Rás 2 Kvikmyndir.com 1/2HK DV „Besta mynd ársins“ FBL i f fi i i . i i . i Sýnd kl. 2, 4 og 6 með íslensku tali. www.laugarasbio.is DV RadíóX YFIR 53.000 GESTIR. Sýnd kl. 8 og 11. B. i. 12 ára. “Besta Brosnan Bond-myndin” GH Kvikmyndir.com i Stórkostlegt ævintýri frá Disney byggt á hinu sígilda og geysivinsælu ævintýri um GullEyjuna eftir Robert Louis Stevenson l i i i i í il i i l i i ll j i i Sýnd kl. 2.15, 3.30, 5.40, 7, 9 og 10.30. „Turnarnir gnæfa yfir bestu myndir ársins“ SV. MBL ÓHT Rás 2 Kvikmyndir.com 1/2HK DV „Besta mynd ársins“ FBL i f fi i i . i i . i Mbl HLJÓMSVEITIN Incredible String Band er á leið til Íslands og heldur tónleika hinn 30. maí í Íslensku óp- erunni. Að sögn Steingríms Guð- mundssonar, skipuleggjanda tón- leikanna, verður þetta í fyrsta sinn, sem hljómsveit er spilaði á hinni víðfrægu Woodstock-tónlistarhátíð kemur til landsins. „Þetta er eitt merkilegasta þjóð- lagaband, sem hefur komið frá Bretlandi. Þeir brutu allar hefðir og notuðu meira að segja austræn hljóðfæri inn í þjóðlagatónlistina. Það var það sem heillaði mig í byrj- un,“ útskýrir hann og segist vera mikill aðdáandi. Steingrímur komst í samband við hljómsveitina í gegnum Netið. Eftir að hafa skipst á nokkrum tölvu- póstum við tengilið sveitarinnar komst hann að því að félagarnir í hjómsveitinni höfðu mikinn áhuga á Íslandsför. Úr varð að Incredible String Band léki á tónleikum hér- lendis, sem gleður áreiðanlega mörg hippahjörtun. Eins og gefur að skilja hefur hljómsveitin verið starfandi síðan á sjöunda áratuginum. Þekktasta plata sveitarinnar er The Hang- man’s Beautiful Daughter, sem kom út á því hippans ári 1968. Hjómsveitin leystist síðan upp um miðjan áttunda áratuginn, en stofnendur hennar héldu áfram í tónlist hver á sínu sviði og hafa sent frá sér fjölmargar hljómplötur. Þrír upphafsmeðlimir sveitarinnar, Robin Williamson, Mike Heron og Clive Palmer, en þeir stofnuðu hljómsveitina á sínum tíma þó Palmer hafi snemma hætt, eru nú komnir saman á ný og hafa farið í tónleikaferðir ásamt Lawson Dando og Binu Williamson. Aukinn áhugi á tónlist sjöunda áratugarins og öðrum afurðum blómabarnanna hefur síðan komið Strengjasveitinni miklu aftur í sviðsljósið. Kemur sveitin hingað til lands eftir að hafa farið í hljóm- leikaferðalag um Bandaríkin. Nánar verður greint frá tónleik- unum og miðasölu þegar nær dreg- ur. Incredible String Band leikur í Íslensku óperunni Woodstock-hljómsveit á leiðinni Þeir Robin Williamson og Mike Heron þegar Incredible String Band var á hátindi frægðar sinnar. TENGLAR ..................................................... www.incrediblestringband.com

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.